Þjóðviljinn - 13.12.1991, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 13.12.1991, Blaðsíða 18
B ó k a r ý n i Skilaboð frá náttheimi Gyrðir Elíasson: Vetraráform um sumarferðalag 73 bls. Mál og menning 1991 Hún er ákaflega hæversk nýja ljóðabókin hans Gyrðis Elíassonar. Þar er ekki ort um strið eða stóra viðburði; við fyrstu sýn virðist þar einkum hvatt til upphafningar á hversdagsleikanum, eða eins og segir í upphafsljóði: Opna fyrir kranann og hlusta á vatnið niða, vatnið sem var uppi ifjalli... Það er dæmigert kraftaverk í hwnndeginum að tært vatn skuli streyma ffam þegar skrúfað er frá krana, og skáldið stendur ffammi fyrir því í bamslegri undrun og einlægni, eins og hrossaflugunni i „Miðsumar" og sólgulu kraftaverki sumarsins „Við landsenda" (29): Snlin enn á himni og þoku- slœður breiddar fyrir til hálfs, þvottasnúrur i garði litils húss undir þessum mikla lampa. Húsið er klætt utan bárujárni og gulmálað, og neðan tún að húsinu koma gangandi hönd í hönd maður og litil stelpa með sóleyjar i plastpoka, þau horfa á hvitan þvottinn á snúrunum sem verður grár þegar þokan lœðist alveg fyrir lampann Þessi þokuslungna sumarmynd passar vel í litbrigði bókarinnar þó að aðrir litir setji sterkari svip á hana. Bamslegt er líka tímaskynið í öðru ljóði bókarinnar, „Skammdegisbláma“, og sýn þess á fólk og gróður. Þetta óvænta tímaskyn kemur aftur og aftur, slær saman tvennum tímum á snilldar- legan hátt, til dæmis í „Gegnum aldir“, „I þokunni“,'„Týnt búmerang", ffábæra ljóði um mátt minninganna, „Um gaml- an hund eystra“ og ljóðinu sem er sam- nefnt bókinni, „Vetraráform um sumar- ferðalag". Silja Abalsteinsdóttir skrifar Þetta margfalda tímaskyn hæfir mætavel ráðandi blæ bókarinnar, rökkr- inu, dimmunni. Þetta er næturbók, nátt- heimurinn er hér í öllum tilbrigðum sín- um: Skugganætur, bjartar nætur og draumþungar haustnætur, því nóttum fýlgja auðvitað draumar. Við skoðum fifla á skuggasælum draumatúnum (59), draumamir liðast um tún eins og reykur (44) og langt í burtu „sef ég / vafinn í drauma“ (17). Unaðsleg mynd úr Ijóð- inu „A Rauðgranaslóðum í Skagafirði" sýnir það sem ég er að reyna að koma orðum að (14); Það sér út á vatn gegnum r úður og um nætur fer húmdökkur bátur undir seglum niður að kilnum og dvergur með silfúrsveðju sker draumstör og bindur i knippi meðan tungl speglast á lygnunni I þessum bamslega heimi er dulúð- in eðlilegur hluti tilverunnar. Alfar, dvergar, tröll, fjöralallar, umbreytingar hvers konar. Enda er þokan jafnalgeng og draumamir í Ijóðunum. Gjöminga- þoka, morgunþoka, þokueyjar í sjón- máli, fjöll sem bergmála undir þoku- hjúp. Landslag heitir Næturfjall, Dimm- grænuhlíð og Rökkurhæðir. Bamsleg er líka eftirtektin eftir hinu smáa, til dæmis fiðrildunum sem flögra um síður bókarínnar og fá sína „Hug- leiðingu í júlí“ (67): Hvað skyldu vera mörgfiðrildi á Islandi yfir sumartimann, þegar öll strá eru setin í kvöldstill- um og sindrar á vœngi í lofti Annað Ijóð um fiðrildi er ekki jafn- saklaust, þó er það kannski bam sem er að terrorísera þau í „Gler og steinar" (8): Lampaglösin brotna eitt og eitt og það gerir fiðrildin smeyk og hefur áhrif á allt lif sem lifað er i náttheimi Böm era ekki einhlít, og við höfúm áður hitt hrekkjótt böm í bókum Gyrðis Elíassonar. Randafluga hverfúr yfír í njólaskóg sem skýlir músum og dísum með ljósa vængi ... segir í „Við svala- dyr“ (54). Þar er Dísa ljósálfúr lifandi komin, og hún er ekki eina bamabóka- hetjan í þessum ljóðum. Þar era líka Rauðgrani og Doddi og Eymastór. Einnig hittum við þar skáld sem hafa varðveitt bamslega skynjun sína: Þór- bergur er þama, Benedikt Gröndal, Geirlaugur Magnússon, Guðrún fra Lundi, Oskar Ami og William Morris. Þessi sakleysislegi bamslegi blær er ekki af neinni tilviljun á þessari bók. Þó held ég ekki eftir kynni mín af ljóðun- um að skáld þeirra sé gengið í bamdóm. I þeim er, þegar vandlega er gáð, mögn- uð predikun, falin bak við hæverskar ljóðmyndir teknar í rökkurbirtu þoku- landsins: Ekki hætta að vera hissa á iíf- inu, það getur vcrið svo lygilega gott. Ekki gleyma seið bemskunnar og galdri hversdagsins. Með öraggum listrænum brögðum hjálpa Vetraráform um sum- arferðalag okkur að muna. S j ó n Fösludagur 17.40 Jóladagatal Sjónarpsins. 17.50 Paddington. 18.20 Beykigróf. 18.50 Táknmálsfréttir. 18.55 Hundalíf. 19.20 Tíöarandinn. 19.50 Jóladagatal Sjónvarps- ins endursýnt. 20.00 Fréttir og veður 20.35 Kastljós 21.10 Jól á íslandi. Grýla kallar á börnin sín. Þáttur um jóla- hald á Islandi fyrr og nú. Umsjón Hallgeröur Gísla- dóttir. 21.30 Derrick. 22.35 Upptaktur (2) Sýnd veröa ný tónlistarmyndbönd íslenskra hljómsveita. Kynnir Björn Jr. Friöbjörnsson. Dagskrárgerö Kristin Erna Arnardóttir. 23.10 I gíslingu Ný kanadísk sjónvarpsmynd, byggð á sannsögulegum atburöum. Sjónvarpsfréttamanninum Jerry Levin er rænt i Beirút. Eiginkona hans reynir aö fá hann lausan og tekst þaö eftir þrotlausa baráttu. Aöal- hlutverk: Marlo Thomas og David Dukes. 00.50 Útvarpsfréttir. Laugardagur 14.30 Enska knattspyrnan. Bein útsending frá leik Le- eds United og Tottenham Hotspur á Elland Road í Le- eds. Einnig verður fylgst meö öörum leikjum og staö- an í þeim birt jafnóðum og dregur til tíöinda. Umsjón Arnar Björnsson. 17.00 Iþróttaþátturinn Fjallað veröur um íþróttamenn og íþróttaviöburði. Boltahorniö veröur á sínum stað og kl. 17.35 veröa úrslit dagsins birt. Umsjón Logi Bergmann Eiðsson. 17.40 Jóladagatal Sjónvarps- ins. 17.50 Múmínálfarnir.gt getur gerst. 18.20 Kasper og vinir hans. 18.50 T áknmálsfréttir. 18.55 Poppkorn. v a r p 19.20 Úr ríki nátúrunnar. Efna- vopn skordýra. Bresk fræöslumynd um þeftítur. Þýðandi og þulur Jón O. Edwald. 19.50 Jóladagatal Sjónvarps- ins (14) Endurs. 20.00 Fréttir og veöur 20.40 Lottó 20.50 Manstu gamla daga? (9) Fúsi og lögin hans Gestur þáttarins er hið ástsæla tón- skáld Sigfús Halldórsson. Fram koma m.a. Sigriður Gröndal, Bergþór Pálsson, Berglind Björk Jónasdóttir, Ingveldur Ólafsdóttir, Eva Ásrún Albertsdóttir og Erna Þórarinsdóttir. Umsjónar- menn eru Jónatan Garöars- son og Helgi Pétusson sem jafnframt er kynnir. Hljóm- sveitarstjóri er Jón Ólafson. Dagskrárgerö: Tage Am- mendrup. 21.35 Fyrirmyndarfaðir. 22.05 Endurfundir (2) Hér veröur haldið áfram aö rekja örlagasögu de Lancel fjöl- skyldunnar. 23.45 Húsiö viö Carroll-stræti Bandarísk njósnamynd frá 1988. Myndin gerist i New York á sjötta áratugnum og greinir frá ungri konu sem missir vinnuna vegna þess aö hún er álitin hættuleg þjóöfélaginu. Hún kemst á snoðir um njósnamál og reynir aö vekja áhuga alrík- islögreglunnar á þvi. 01.25 Útvarpsfréttir. Sunnudagur 12.50 Kafbáturinn Þýsk bió- mynd frá 1981. 15.15 Ævisaga Helenar Keller. Lokaþáttur Bryndís Víg- lundsdóttir flytur þýöingu sína og endursögn á þók Hjördísar Varmer en Berg- lind Stefánsdóttir túlkar sög- una á táknmáli. 15.50 Flauturnar óma. Fyrri hluti. Kristilegi ungmenna- kórinn á Sunnmæri í Noregi flytur tónlist frá Andesfjöllum viö undirleik tréblásarasveit- ar frá Ekvador. 16.20 Lífsbarátta dýranna. (3) Mörg er matarholan Breskur heimildamyndaflokkur i tólf þáttum. Þýöandi og þulur Öskar Ingimarsson. 17.10 í Uþþnámi Skákkennsla í tólf þáttum. Höfundar og leiööeinendur eru stórmeist- ararnir Helgi Ólafsson og Jón L. Árnason og í þessum þætti verður fjallaö um markmiöiö meö leiknum: að máta. 17.30 Jóladagatal Sjónvarps- ins. 17.40 Sunnudagshugvekja Ár- mann Kr. Einarson rithöf- undur flytur. 17.50 Stundin okkar (8) Kór Kársnessskóla og Káti kór- inn syngja Hafiö bláa hafiö, Herdis Egilsdóttir sýnir fönd- ur, sýnt veröur brúðuleikritið Ljónið og músin, byggt á dæmisögu Esóps. Auk þess veröur leikið meö stafi og sungin jólasveinavísa. Um- sjón Helga Steffensen. 18.20 Sögur Elsu Beskov. Græna frænkan, brúna frænkan og fjólubláa frænk- an - Seinni hluti. 18.50 Táknmálsfréttir 18.55 Vistaskipti. 19.20 Fákar. 19.50 Jóladagatal Sjónvarps- ins 15. þáttur endursýndur. 20.00 Fréttir og veöur 20.40 Ólafur Björnsson I myndinni er fjallaö um störf og viöhorf Ólafs Björnssonar prófessors. Hún var gerð í tilefni af 50 ára afmæii við- skipta- og hagfræöideildar Háskóla Islands en Ólafur var í hópi fyrstu kennara þar. 21.25 Endurfundir. Lokaþáttur. 22.55 Úr Listasafni Islands Aö- alsteinn Ingólfsson fjallar um Ijósmyndir eftir Sigurö Guö- mundsson. 23.05 Glæpagalleriiö Skosk sakamálamynd frá 1990. Taggart er faliö aö upplýsa málið. Áöur á dagskrá 7. des. 00.25 Útvarpsfréttir. Mánudagur 17.40 Jóladagatal Sjónvarps- ins. 17.50 Töfraglugginn. 18.50 Táknmálsfréttir 18.55 Á mörkunum. 19.20 Roseanne. 19.50 Jóladagatal Sjónvarps- ins (16) (Endurs.) 20.00 Fréttir og veöur 20.40 Sædrekinn Seinni hluti. Þetta er saga um svik og vináttu og gerist á 10. öld. Höfðingi er myrtur og víking- urinn Þormóöur fer ásamt þræl sínum og reynir að koma fram hefndum. Leik- stjóri Ágúst Guömundsson. 21.40 Iþróttahorniö Fjallaö um íþróttaviöburöi helgarinnar og sýndar svipmyndir frá knattspyrnuleikjum í Evrópu. 22.15 Litróf Þorvaldur Þor- steinsson fjallar um sýningar Rúríar og Hannus Sirens í Nýlistasafninu. Lárus H. Grimsson flytur eigiö tón- verk. Tryggvi Hansen torf- hleöslu- og myndlistarmaöur veröur í Málhorni. Einar Már Guömundsson flytur Ijóð viö mynd eftir Tolla og listdans- arar sýna brot úr þremur frumsömdum dönsum. Um- sjón Arthúr Björgvin Bolla- son. 23.00 Ellefufréttir 23.10 Þingsjá 23.20 Dagskrárlok Föstudagur 16.45 Nágrannar 17.30 Gosi Teiknimynd. 17.50 Sannir draugabanar. 18.15 Blátt áfram (Endurt.) 18.40 Bylmingur. 19.19 19.19 20.15 Islandsmeistarakeppni í samkvæmisdansi - kepp- endur kynntir. 20.30 Tónar á Fróni Þaö er hljómsveitin Sálin hans Jóns míns sem kemur fram I þessum þætti. 21.15 Feröast um tímann. 22.10 Línudans Einskonar sjálfsævisaga gamanleikar- ans Richards Pryors. Aöal- hlutverk Richard Pryor, Deb- bie Allen. (1986) Bönnuö börnum. 23.50 Banaráö Spennandi æv- intýramynd um horfmn gim- stein, dularfulla fjársjóöi, prest, sem ekki er allur þar sem hann er séöur, og óhugnanlega felustaði. (1990) Bönnuö börnum. 01.15 Ránið Pierce Brosnan er hér í hlutverki manns sem setið hefur saklaus í fangelsi í sjö ár fyrir rán. Þegar hann er látinn laus hyggur hann á hefndir. (1989) Bönnuð börnum. 02.50 Dagskrárlok Stöövar 2 Laugardagur 09.00 Meö afa. 10.30 Á skotskónum. 10.55 Af hverju er himinninn blár? 11.00 Dýrasögur. 11.15 Lási lögga Teiknimynd. 11.40 Maggý. 12.00 Landkönnun National Geograþhic. 12.50 Sá yöar sem syndlaus er... Fjórir strákar deyöa ungbarn meö þvi að henda steinum í það. Fjölskylda barnsins vill ekki sækja strákana til saka, af trúarlög- um ástæðum, því sam- kvæmt lögum Amish-trúar- innar mega þau ekki bera vitni. Aöalhlutverk Ken Olin, Jill Eikenbery. Lokasýning. •t4.25 Kvendjöfullinn Gaman- söm mynd með ekki ófræg- ari leikkonum en Meryl Stre- ep og Roseanne Barr. Myndin er byggö á sam- nefndri skáldsögu eftir Fay Weldon. (1990) 16.00 Inn við beinið. 17.00 Falcon Crest 18.00 Popp og kók. 18.30 Gillette sportpakkinn. 19.19 19.19 20.05 íslandsmeistarakeppni I samkvæmisdansi - kepp- endur kynntir. 20.20 Á noröurslóðum. 21.15 Glæpaspil. 22.15 Fjölskyldumál Bráö- skemmtilg mynd um feöga sem kemur svo illa saman að þeir talast varla viö. Aöal- hluverk: Matthew Brodrick, Sean Connery og Dustin Hoffman. (1989) 00.05 Úr myrkrinu Hörku- spennandi taugatryllir um ör- væntingarfulla leit aö morö- ingja sem klæöist trúösföt- um. Aöalhlutverk Cameron Dye. (1988) Stranglega bönnuö börnum. 01.30 Fallinn engill Spennu- mynd um fööur sem leitar dóttur sinnar en hún hvarf á dularfullan hátt eftir skot- árás. (1988) Stranglega bönnuð bömum. 03.05 Dagskrárlok Stöövar 2 Sunnudagur 09.00 Túlli 09.05 Snorkarnir. 09.15 Fúsi fjörkálfur. 09.20 Litla hafmeyjan. 09.45 Pétur Pan Teiknímynd. 10.10 Ævintýraheimur NIN- TENDO. 10.30 Magdalena Teiknimynd. 10.55 Blaöasnáparnir. 11.25 Herra Maggú 11.30 Naggarnir. 12.00 Popp og kók (Endurt.) 12.30 Frá gerö myndarinnar The Fisher King Skyggnst bak viö tjöldin viö gerð þess- arar skemmtilegu myndar sem nú er að slá öll met er- lendis og væntanleg er til sýningar hér á landi fljót- lega. 13.05 italski boltinn. Mörk vik- unnar 13.25 Italski boltinn Bein út- sending. 15.15 NBA-körfuboltinn. 16.25 Stuttmynd Þaö er ekkert nýnæmi aö Jerry skokki svona bara til að halda sér f formi, en þaö er ekki á hverj- um degi sem hann þarf að hlaupa til aö bjarga eigin lífi og limum. 17.00 Listamannaskálinn 18.00 60 mínútur Fréttaþáttur. 18.50 Skjaldbökurnar. 19.19 19.19 20.05 KLassapíur. 20.40 Tónar á Fróni 21.20 Rósin og Sjakalinn Mjög vönduð mynd um ástir, örlög og njósnir í Þrælastríöinu. Bönnuö börnum. 22.55 Arsenio Hall Frábær spjallþáttur þar sem gaman- leikarinn Arsenio Hall fær til sín Juliu Roberts, David Ba- enwald og Cicely Tyson. 23.45 Skot í myrkri Clouseau er mættur hér f drepfyndinni gamanmynd um þennan seinheppna lögregluforingja. Þaö er Peter Sellers sem fer meö hlutverk þessa hrak- fallabálks. (1964) Lokasýn- ing. 01.25 Dagskrárlok Stöðvar 2 Mánudagur 16.45 Nágrannar 17.30 Litli folinn og félagar. 17.40 Maja býfluga. 18.05 Hetjur himingeimsins. 18.30 Kjallarinn 19.19 19.19 20.15 Systurnar. 21.10 Öriagasaga Fyrsti þáttur af fimm í nýjum þýskum framhaldsflokki. 22.45 Booker Booker er virki- lega svalur náungi sem læt- ur aldrei deigan síga. 23.40 Italski boltinn. Mörk vik- unnar. Allt þaö besta frá þeim bestu. Þetta er knatt- spyrna eins og hún gerist best. 00.00 Fjalakötturinn. Silungur- inn 01.40 Dagskrárlok Stöövar 2 NÝTT HELGARBLAÐ 18 FÖSTUDAGUR I3. DESEMBER 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.