Þjóðviljinn - 13.12.1991, Blaðsíða 14
Erlendar fréttir
Skíncmdi skrú&a
þinn skuggarnir flýja
í dag er Lúsíudagurinn, sem
almennt er haldinn hátíðlegur
með Svíum og raunar fleirum
núorðið. Lúsíuhátíðin heyrir til
aðdraganda jólanna, sem i Sví-
þjóð hafa á sér sérkennilegan
blæ fagnaðar og smekkvísi.
Hvert ár er valin Lúsía fyrir
Svíþjóð alla og auk þess kjósa
óteljandi aðilar aðrir sínar eigin
Lúsíur. Báðar rásir sænska sjón-
varpsins hafa t.d. sínar Lúsíur. Há-
tíðin hefur náð vinsældum langt út
íyrir landamæri Svíþjóðar og í ár
hefur sænska sjónvarpið gefið
sjónvörpum Eistlands, Frakklands
og Rússlands sitt Lúsíuprógramm.
Hámark Lúsíuhátíðarinnar er
þegar Lúsian kemur fram hvít-
klædd með kertakórónu á höfði og
í fylgd með hennar hópur Lúsíu-
meyja sem eru eins búnar. Þær
syngja þá Lúsíusönginn.
Inntakið að baki hátíðinni er
vissan um sigur ljóssins yfir
myrkrinu, jafnvel þegar nóttin er
lengst.
Vaninn er að Lúsíur séu ljós-
hærðar og háar vexti og grannar.
Upp á síðkastið hefur og orðið
venja að stúlkur, sem eru táp-
mannskjur eða líklegar til að verða
það, verði öðrum fremur fyrir val-
inu.
Lúsía allrar Svíþjóðar í ár er
Monika Andersson frá Lidköping,
tvítug að aldri og nemur lögfræði í
Gautaborgarháskóla. Hún stefhir
að því að verða lögffæðingur hjá
fyrirtæki eða sérfræðingur í málum
Evrópubandalagsins.
Lúsíudýrkunin á sér fomar ræt-
Umsjón:
Dagur
Þorleifsson
ur. I Vestur-Svíþjóð, líklega einna
helst í héruðunum kringum
Vanem, stóð fólki fyrr á öldum
mikil ógn af vætt sem nefnd var
Lussi og Iagði Ieið sína um byggð-
ir manna nótt eina um þetta leyti, á
einskonar gandreið með miklu
fylgdarliði, trúlega sálum látinna.
Allt starf varð að liggja niðri þá
nótt, annars var von á því versta
frá Lussi.
Trúarbragðafræðingar sumir
telja sennilegt að i heiðni hafa hún
verið gyðja þar um slóðir, ef til vill
nákomin Freyju eða hugsanlega
hún sjálf undir öðm nafni. I þjóð-
trúnni er hún háskaleg forynja. Það
getur hafa komið til í kristnum sið,
en að vísu var og er algengt að
gyðjur séu öðmm þræði gefendur
og viðhaldendur lífsins en hinum
tortímandi tröllkonur. Freyja var
ásamt með öðm striðs- og dauða-
gyðja.
Lussi hin foma rann í kristnum
sið saman við Lúcíu helgu (Sánkti
Lúcíu), dýrling sunnan af Sikiley.
Einhvemtíma á fyrstu öldum
kristninnar, meðan kristnir menn
vom ofsóttir í Rómaveldi, átti hún
að hafa stungið úr sér augun til að
koma i veg fyrir að heiðnir ofsækj-
endur hennar settu hana í vændis-
hús. Nöfnin Lussi og Lucia hljóma
líkt og mun það hafa orðið til þess
að Svíar bræddu þær tvær saman.
Þetta er síður en svo eina dæm-
ið um að heiðin goð og kristnir
dýrlingar hafi ruglað reitum.
Monika Andersson, Lúsia allra Svía
í ár, stefnir að því að verða sérfróð
um Evrópubandalagið.
Óformleg endalok
Sovétríkjaþings
Þingmenn á þingi Sovétríkj-
anna komust í gær að óformlegu
samkomulagi um að nefndir
þingsins skyldu sjá til þess að
„aðrar stofnanir“ tækju við hlut-
verkum þess. Má ætla að þar
með hafí þingið ákveðið að
leggja sig niður, þar eð því sé of-
aukið eftir að stjórnir Rússlands,
Úkraínu og Hvíta-Rússlands
lýstu því yfir fyrir sitt leyti að
Sovétríkin væru ekki lengur til.
í samþykkt forseta lýðveldanna
þriggja, sem þing þeirra allra hafa
nú staðfest, er ekki gert ráð fyrir
neinni miðstjóm fyrir samveldið
nýja.
Þingið tók enga ákvörðun
formlega um mál þessi á fundi sín-
um í gær, því að hann var of illa
sóttur til að vera gildur sem þing-
fundur. Slavnesku lýðveldin þrjú,
sem hafa um 70 af hundraði íbúa
Sovétríkjanna og þar með mikinn
meirihluta á þingi þeirra, höfðu
kvatt af scwéska þinginu þingmenn
sína þar. I gær mættu þeir þar því
annaðhvort ekki eða aðeins sem
áheymarfúlltrúar.
Gert hafði verið ráð fyrir að
Míkhaíl Gorbatsjov, Sovétríkjafor-
seti, ávarpaði þingið í dag til að
tala máli sambandsríkisins, sem
hann enn berst gegn að lagt verði
niður. En hann kom ekki á þing-
fundinn.
Honecker neitaö
um landvist í Chile
Smith fyrir rétti - fortíð konunnar
talin hafa stuðlað að dómsúrskurð-
inum.
Kennedy-
frændi
sýknaður
William Kennedy Smith, af
Kennedyættinni frægu, var í
gær sýknaður af ákæru um að
hafa nauðgað þrítugri konu á
grasflöt fyrir framan hús fjöl-
skyldunnar í Flórída 30. mars
s.l.
Sérfræðingar um þessháttar
mál segja að fortíð konunnar hafi
stuðlað að úrskurðinum. „Hún hef-
ur haft ástarsambönd við fjöl-
marga karlmenn og fjölskylda
hans (Smiths) er þess ekki megnug
að halda buxnaklaufinni lokaðri,"
sagði kona ein í New York af
essu tilefni. Margir sögðu eitt-
vað svipað um þetta.
Sumir sögðu að mikil frjáls-
hyggja Bandaríkjamanna í ástalífi
gerði að verkum að erfitt væri orð-
ið að fá kviðdómendur til að taka
gildar ákæmr um nauðgun, ef
meintar nauðganir hefðu átt sér
stað á einhverskonar stefnumóti.
Erich Honecker, fyrrum leið-
togi austurþýska ríkisins og
kommúnistaflokksins þar, hefur
leitað hælis í sendiráði Chile í
Moskvu, eftir að stjórn Rússlands
hafði tilkynnt að hún myndi visa
honum úr landi. Patricio Aylwin,
forseti Chile, segir að Honecker
fái ekki landvistarleyfi þar nema
með samþykki þýsku stjórnarinn-
ar.
Þýska stjómin vill að Honecker
svari til saka fyrir ábyrgð á drápun-
um á fólki, sem á stjómartíð hans
reyndi að flýja frá Austur-Þýska-
landi til Vestur- Þýskalands. Honec-
ker lítur á sig sem pólitískan flótta-
mann, en Aylwin segir að þar sem
Þýskaland sé ekki einræðisríki,
heldur með lýðræðislega kjöma og
löglega stjóm, sé ekki hægt að taka
gilda þá fullyrðingu Honeckers að
hann sæti pólitískum ofsóknum.
Honecker, sem er 79 ára, á dótt-
ur búsetta í Chile, gifta manni sem
er félagi í kommúnistaflokknum
þar. Þau eiga tvö böm. Þau Honec-
ker og Margot, kona hans, sem er í
Moskvu með honum, hafa áður látið
í Ijós ósk um að fá að flytja til Chile.
Sósíalistar í stjóm Aylwins hafa
lagt fast að honum að veita Honec-
kerhjónunum landvistarleyfi. Meðal
chilískra vinstrimanna em margir,
sem fengu hæli í Austur- Þýskalandi
eftir valdarán hægrisinnaðra herfor-
ingja í Chile 1973. Núverandi am-
bassador Chile í Moskvu er Chlo-
domiro Almeyda, fyrrum formaður
chilíska sósíalistafiokksins. Hann
dvaldist um hríð sem fióttamaður í
Austur- Þýskalandi og Sovétríkjun-
Svo er að heyra að ráðamenn
flestra eða allra þeirra níu lýð-
velda, sem enn hafa ekki formlega
sagt skilið við Sovétríkin, hafi nú
komist eða séu að komast að
þeirri niðurstöðu að heppilegast
sé fyrir lýðveldi þeirra að ganga í
hið nýstofnaða samveldi Rúss-
lands, Úkraínu og Hvíta-Rúss-
lands.
Þeir Nursultan Nazarbajev og
Rakhmon Nabíjev, forsetar Ka-
sakstans og Tadsjíkistans, sem á
mánudag og þriðjudag tóku ein-
dregið afstöðu með Gorbatsjov og
sovésku sambandsríki eða einhvers-
um eftir valdaránið.
Sagt er að viðvíkjandi þessu
máli sé Aylwin það efst í huga að
gera ekkert, sem spillt gæti pólitísk-
um og viðskiptalegum samböndum
stjómar hans við Þýskaland. Þeir
Kohl, sambandskanslari Þýskalands,
eru báðir kristilegir demókratar.
konar miðstjóm fyrir öll sovésku
lýðveldin áfiram, virðast nú vera að
snúast á sveif með stjómum slav-
nesku lýðveldanna þriggja. Armenía
og Kirgisistan hafa þegar látið í ljós
ósk um að ganga í samveldið.
Forsetar Mið-Asíulýðveldanna
fimm, Kasakstans, Úsbekistans,
Kírgisistans, Tadsjíkistans og Túrk-
menistans komu í gær saman á fúnd
um málið í Ashkhabad, höfuðborg
síðastnefnda landsins. I efhahags-
málum em lýðveldi þessi mjög háð
slavnesku lýðveidunum þremur og
kann vera að það valdi einhveiju um
sinnaskipti leiðtoga þeirra.
Sögulegar
sættir Kór-
euríkja
Kóreönsku ríkin tvö hafa
komist að samkomulagi um
griðasáttmála sín á milli og þar
með væntanlega bundið enda á
ástand svarins fjandskapar sem
staðið hefur allt frá því að ríkin
voru stofnuð upp úr hernáms-
svæðum þeim, sem Bandaríkin
og Sovétríkin skiptu Kóreu í á
milli sín í lok heimsstyrjaldar-
innar síðari.
Kalla menn þetta tímamótaat-
burð. Undanfarið hafa landamæri
Norður- og Suður-Kóreu, sem enn
em formiega í stríði hver við aðra
síðan i Kóreustríðinu 1950-53,
verið kölluð síðustu landamæri
kalda stríðsins.
Nauöaanir
aöfero
í stiórn-
móla
baróttu?
Mótmælafundir stjórnar-
andstæðinga hafa síðustu daga
verið haldnir víða í Pakistan eft-
ir að fimm menn vopnaðir byss-
um réðust á Farhönu Hayat,
sem er vinkona Benazir Bhutto,
fyrrum forsætisráðherra og nú
leiðtoga stjórnarandstöðunnar,
og nauðguðu henni. Gerðist
þetta í Karachi, höfuðborg fylk-
isins Sind.
Bhutto og stuðningsmenn
hennar saka stjómvöld um að hafa
staðið á bak við ódæðisverk þetta
og fleiri álíka undanfarið og telja
að þetta sé gert með það fyrir aug-
um að hræða stjómarandstöðuna
til undirgefni. Hayat, fjölskylda
hennar og sumir leiðtogar stjómar-
andstæðinga halda því fram að
Jam Sadiq Ali, forsætisráðherra
Sind, og tengdasonur hans, sem
jafnframt er ráðunautur hans um
innanríkismál, hafi fyrirskipað
árásina á Hayat.
Flest sovésku
lýöveldin aö snúast
ó sveif meö samveldi
NÝTT HELGARBLAÐ
1 4 FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 1991