Þjóðviljinn - 13.12.1991, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 13.12.1991, Blaðsíða 8
Ferskir rökkurtónar HÖH/CURRENT 93-IsIand, World Serpent/Skífan 1991 Hún er hlægiieg hégóma- gimd landans fyrir listamönnum sem á einhvem hátt slá í gegn í útlöndum. Síðan Hilmar Óm Hilmarsson fékk Felix-verðlaun- in hefiir nýja platan hans fokið úr búðunum, en fyrri afurðir hans voru ofl ár að mjatlast út. Og nýi diskurinn á það sannarlega skilið að á hann sé hlustað. Hér er kom- ið athyglisverðasta popp-verk ársins, svo sannarlega ferskur andvari í heldur ömurlegt popp- tónlistarár. Hilmar gerir þennan disk í samvinnu við David Tibet. Hilm- ar semur tónlistina en David text- ana. David er Breti og í heima- landinu nokkuð kunnur fyrir tón- list sína og útgáfustarfsemi. Dav- id hefur m.a. starfað með hljóm- sveitinni Death in June og gefið út m.a. upplestur Sveinbjöms Beinteinssonar og kristalla- tón- list Harry Oldfield. David er auk þess hljómsveitin Current 93 sem hefur gefið út fjöla platna og er skrifuð fyrir hlut Davids í „Is- land“. Hinir ensku textar Davids em nokkuð athyglisverðir, en því miður ekki prentaðir á umslag- inu, svo skrifa verður til London til að fá þá senda í pósti. Rödd Davids er dálítið hengilmænuleg, en hæfir efninu engu að siður vel. Að venju hljómar tónlist Hilmars dulúðleg og seiðandi og ekki ósvipað yfirbragð yfir „Is- Iand“ og á allri þeirri kvikmynda- tónlist sem hann hefur samið. Hún er oft angurvær og falleg, en alltaf er gmnnt á spennu og ein- hvetja falda ógn. Lögin líða áfram eitt af öðm, hlaðin ókennilegum hljóðum, óvæntum hlutum og mjúku kven- raddabergmáli. Það er ekki fyrr en í „Crowleymass" og ,JPaper- back honey“ að diskurinn fer að verða partýhæfur, en áður er hann fullkominn í afslöppunar- og íhugunartilfellum. Fjöldi lista- manna aðstoða þá Hilmar og David að gera góða plötu: Fjöldi söngkvenna kemur við sögu og nægir að nefna Björk Guðmunds- dóttur, Ásu Hlín Svavarsdóttur og Rose McDowall. Þór Eldon og Godkrist (Guðlaugur Óttars- son) eiga gítartilþrif og Einar Öm raddar skemmtilega í „Fields of rape and smoke“ og segir okkur frá ömmu sinni og vindlaverk- smiðju í Köln. Margir fleiri koma við sögu, en Þjóðviljinn er of þunnur til að hægt sé að nefna þá alla. „Island" hefur verið 5 ár í vinnslu og er ótrúlega þétt og samheldin miðað við það. Það er greinilegt að þeir Hilmar og Dav- id hafa einungis fiskað það allra besta úr samvinnunni og árangur- inn er indælis gæðadiskur, marg- slunginn, ferskur og tilvalinn í ís- lenska skammdeginu. Vi& höfum þolinmæði „Elsta" hljómsveit landsins, hljóm- sveitin Silfurtónar, heldur tónleika i kvöld á Hótel Borg. Ný Dönsk hitar upp. Ótrúlega lítið hefurfarið fyrir Silfurtónum í gegnum tíðina. Þó á sveitin að baki fjórar smáskifur, og hver man ekki eftir lögum eins og „Töfrar" og „Guðmundur surtur“. Hljómsveitin var stofnuð 1971 og hefur komið fram óteljandi sinnum á tónleikum og einkasamkvæmum síðan þá. I fyrstu var tónlist Tón- anna altekin af þjóðlegri tónlist með trúbadorívafi og starfaði hljómsveitin þá nokkuð í samvinnu við meðlimi Savanna Tríósins og blindu bræðuma frá Vestmanna- eyjum. Um 1975 fór að gæta áhrifa af hippa- og glamörrokkinu, en í kjölfar pönksins, árið 1981, ákvað hljómsveitin að fara í pásu. Silfurtónar fóru ekki í gang aftur fyrr en 1987 og hafa verið að byggja upp fyrri vinsældir á síð- ustu árum. Sveitin er skipuð gamaikunnug- um andlitum; Júlíus og Magnús eru sem fyrr í forgrunni, syngja og leika á gítara, Hlynur er á bassa og Bjami trommar. Nýr meðlimur, Ámi úr Rut+, gekk nýlega í sveitina sem þriðji gítarleikarinn. I tilefni tón- leikanna í kvöld ræddi Helgarvagg stuttlega við gömlu brýnin. Að fyrstu spyr ég þá út í ferilinn. „Það hafa orðið miklar manna- breytingar hjá okkur í gegn um árin. Við bytjuðum að dunda okkur inni í bamaherbergi, en svo þróaðist þetta, og eftir því sem plötunum fjölgaði jukust vinsældir okkar.“ - Hvemig leið ykkur á pönk- tímabilinu? „Við vomm bara jákvæðir á pönkið. Við reyndum að spila Silf- urtónapönk, en yngri mönmnum fannst það púkó, svo við ákváðum að leggja upp laupana 1981, eða taka okkur góða pásu. Það var ekki beint út af pönkinu, það var bara farið að hlaðast svo mikið upp af efni hjá hveijum og einum og við þurftum að vinna úr því. Það komu út nokkrar sólólötur á þessu tíma- bili, en svo leiddumst við út í sveitaballabransann, hver í sínu homi með ýmsum böndum sem við látum ónefnd hér. Þetta var hálfgerð niðurlægingartíð og 1987 bytjuðum við aftur og leið okkar hefur verið bein og greið síðan. Velgengni okk- ar að undanfomu hefur ekki síst ýtt undir endurstofnun Savanna Tríós- ins. En við skulum ekki dvelja of lengi í fortíðinni, framtíðin er það sem skiptir máli og framtíðin end- Silfurtónar ásamt Ara Matt kynni. urspeglast voðalega mikið af fortíð okkar.“ - Hefur ykkur aldrei langað til að „meika það“ erlendis? „Jú, okkur langar til að verða fyrsta íslenska hljómsveitin sem meikar það erlendis með íslenskum textum og íslenskri tónlist, af því að við viljum ekkert breyta tónlistinni í þágu alheimstungumála. Við höfum svo mikinn tíma að það liggur ekk- ert á þessu. Á þessum 20 árum höf- um við kynnst því að bíða og þess- vegna höfum við mikla þolin- mæði.“ - Hvað ber framtíðin í skauti sér fyrir hljómsveitina Silfurtóna? „Það em náttúrlega tónleikamir í kvöld; hátíðartónleikar ljóss og friðar, og við ætlum að spila öll okkar frægustu lög auk nýrri laga. Ný Dönsk ætlar að hita upp mann- skapinn. Þeir standa í þakkarskuld við okkur, því í rauninni emm við afar þeirra í tónlistinni. Hvað plötu- útgáfu varðar stefnum við að þvi að gefa út safnplötu með nýju og gömlu efni. Það ætti að blessast á næsta ári og það er ekki seinna vænna því gömlu plötumar okkar em allar uppseldar og hafa verið það alltof lengi.“ Ástin og sálarástand þóáarinnar Hörður Torfa - Kveðja. Ofar/Steinar 1991. Hörður Torfason hefur verið í hópi virtustu tónlistarmanna þjóðar- innar ffá því að hann gaf út fyrstu plötu sína, og jafnvel fyrstu íslensku trúbardorplötuna 1971. Hörður er þekktur fyrir sterkan og kraflmikinn flutning á eigin lögum og textum og er áttunda plata hans, „kveðja", engin undantekning á öruggum gæðum í flutningi og laga- og texta- smíðum. Hörður hefur í gegnum tíðina notið aðstoðar einstakra aðstoðar- manna og hljómsveitin Kamarorg- hestamir spiluðu undir á plötunni „Tabú“ sem kom út 1984. Á „kveðju" stendur góður hópur að- stoðarmanna með Herði. 1 sumum Iögum er hlaðið hljóðfærum (þó aldrei ofhlaðið), en í öðmm er und- irleikur í lágmarki. í öllum lögunum er Hörður og kassagítarinn þó alltaf í aðalhlutverki. Riþmapar Sólarinn- ar, Jakob og Ingólfur Ijá Herði lið, svo og munnhörpuleikarinn Sigurð- ur Sigurðsson úr Centaur, söngkon- an Edda Heiðrún Bachman og Har- aldur Reynisson sem sér um gmnn gítarspil og bakraddir. Ekki má svo gleyma undragítaristanum Guð- mundi Péturssyni sem á oft góða sprctti. Efni disksins má skipta í þrjá flokka. Mest ber á rólyndisleg- um kassagítarlögum, hinu hefð- bundna vörumerki trúbadorsins. Svolítið ber á hörðum kassagítar- verkum með stcrkum spænskum einkennum, einhverskonar íslensku flamengói. Þetta em lög eins og „brjálað veður“ og „svarta ekkjan". Þriðji flokkurinn em svo „venjuleg“ dægurlög, þ.e.a.s. lög með hefð- bundnu undirspili, góðar dægur- lagaperlur eins og „krútt og kropp- ar“ og titillagið „kveðja“. Óllu þessu veldur Hörður ákaf- lega vel; hvergi er ofleikið og flutn- ingurinn ávallt kraflmikill og bein- skeyttur. Hörður er meðal bestu dægur- lagatextasmiða þjóðarinnar. Honum er margt hugleikið, en þó aðallega ástin og sálarástand íslensku þjóðar- innar. I „Velfcrðarsöngur" syngur Hörður: „Sama fólkið - sömu húsin - sama malbikið. Sömu krámar - sama tunglið - sama helvítið. Allt er eins og ekkert breytist. Ég eldist, hröma, slitna og þreytist. Það batnar ekkert og börnin hlœja. Þau brosa og láta sér liftð nœgja." Varla er hægt að tjá þetta betur, skammdegisþungann, leiðann og ei- lífar endurtekningar borgarinnar. Ef orðinu „einlægur“ hefði ekki verið nauðgað í söluskmmi jólanna myndi ég segja að „kveðja“ Harðar væri einlæg. Og hún er einnig kraft- mikil og í alla staði ákaflega vel heppnuð. c /ii/i/1 oj öfieima/u/i r/ómao&tcm. fíerifu/>é/1/nat úr fi/jó/a/i/ta. KAFFI MARINQ góða kaffið rauðu dósurium frá MEXÍKO Skútuvogi 10a - Sími 686700 NYTT HELGARBLAÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.