Þjóðviljinn - 13.12.1991, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 13.12.1991, Blaðsíða 11
á fætur öðrum fram á 12. öld, en þá er upplausnin í norsku samfélagi talsverð og ekki lengur á veldisstóli konungar sem hafa tign og virðingu til jafns við Ólafana tvo, heldur menn sem eiga allt sitt undir burð- um höfðingja. í Inngangi Lykilbók- arinnar reynum við að draga fram þessa þætti í byggingu verksins. Kristið miðaldarit Bergljót: Heimskringla er krist- ið miðaldarit þar sem hugmyndir islensks höfðingja á þrettándu öld um konungsvald og tign birtast. Koma Ólafs helga er undirbúin strax í upphafi með guðlegum upp- runa Noregskonunga. Verkið er ein heild og kristnin er rauður þráður í gegnum það. I Hálfdanar sögu svarta er sagt fyrir um fæðingu 01- afs með draumi. Síðan lýsir Heims- kringla m.a. átökum heiðni og kristni og Ólafur Tryggvason er forveri Ólafs helga. Þeir félagar eru eins og Jóhannes skírari og Jesús, svo vitnað sé til orða Sverris Tóm- assonar. I Ólafs sögu helga er skýrt dregið fram, einkum og sérilagi með draumum, að Ólafur er kon- ungur af guðs náð og þiggur vald sitt af guði. Tengslin milli Ólaf- anna tveggja eru m.a. undirstrikuð þannig að Olafur Tryggvason skírir nafna sinn Haraldsson. Ömólfur: Síðari hluti verksins er bundinn, hinum fyrri m.a. með jarteinum Ólafs helga. Þær verða einslags bindiefni. Lesandinn fylg- ist síðan með því hvemig menn sem hafa þegið vald sitt frá Ólafi helga fara misjafnlega með. Enginn þeirra sameinar alla eðliskosti og er réttborinn og réttlátur konungur nema Ólafur helgi. Þjóðarsaga Ömólfur: Heimskringla er þjóðarsaga Norðmanna sögð með ævisögum einstakra konunga. Jafn- framt er hún ættarsaga, saga af- komenda Haralds hárfagra á veldis- stóli. Bergljót: Að minnsta kosti kon- unga sem segjast vera afkomendur Haralds. Ömólfúr: Óhóflegur bamgetn- aður Haralds hárfagra flækir málin. Menn koma gjama eins og skratt- inn úr sauðarleggnum vestan af Englandi eða jafnvel af himnum of- an, kalla til ríkis og segjast vera réttbomir synir tiltekinna konunga. Það var erfitt að færa sönnur á rétt- mæti valdatilkalls, eina sönnunin var fólgin í harðfylgi viðkomandi og baráttuþreki. Höfóingiar og alþýoa Bergljót: Heimskringla fjallar auðvitað ekki bara um átök kristni og heiðni. Hún lýsir fyrst og fremst átökum norskra höfðingja við ein- valdskonunga. Hún segir líka frá viðskiptum Norðmanna við um- heiminn, baráttu konunga til ríkis á Bretlandseyjum, í Danmörku og víðar. Þar koma vitaskuld einnig við sögu útlöndin, þeirra á meðal úteyjamar ísland og Færeyjar. Ömólfur: Sjálfstæðishetjur á 19. öld vitnuðu gjama til Heims- kringlu þegar mikið lá við, ekki síst til ffægrar ræðu Einars Þveræings um veiðistöðina Grímsey. En þrátt fyrir þá ræðu dregur Snorri að því er virðist hvergi í efa réttmæti norska konungsveldisins, nauðsyn þess að guð skipi sinn fulltrúa efst í mannfélagsstigann. Hann er hins vegar sýnilega þeirrar skoðunar að konungar eigi að taka tillit til höfð- ingja við landstjómina, kannski á svipaðan hátt og okkur þykir eðli- legt að ríkisstjóm hafi að minnsta kosti veður af vilja alþingis. Bergljót: Alþýðan birtist yfir- leitt nafnlaus í Heimskringlu. Bæði höfðingjar og konungar eiga þó sitt undir henni. Hún er uppistaðan í leiðöngrum höfðingja sem beijast Bragi Halldórsson og Jón Torfason. til rikis, hún stendur á mannfund- um þar sem menn kalla til valda og em til þeirra teknir, og síðast en ekki síst er það alþýðan sem veltir valdsmönnum úr stóli. Ömólfúr: Ólafur helgi fellur t.d. fyrir búandher á Stiklastöðum 1030. En við fáum ekki miklar upplýsingar um viðhorf alþýðu- fólks, líf þess og starf í Heims- kringlu. Bergljót: Yfirleitt er ekki fjall- að mikið um daglegt líf í verkinu, hvorki alþýðu né höfðingja. Það er einkum í Ólafs sögu helga sem dregnar em smámyndir af slíku. Heimskringlu allrar og skýringar við þær tæp- lega 600 visur sem em í Heimskringlu. Við höfum lagt mikla vinnu í að gera vísum- ar aðgengilegar nú- tímalesendum. Búum þær þannig úr garði að menn geti haft bæði gagn og gaman af að lesa skálda- málið og reynum að kveikja i fólki áhuga á sjálfstæðri túlkun. Lykillinn Tveir hugmyndaheimar Bergljót: Það samfélag sem Heimskiringla er sprottin úr og fjall- að er um í verkinu er auðvitað ger- ólíkt íslensku samfélagi okkar tíma. Afstaða okkar til guðdómsins er t.d. allt önnur er miðaldamannsins Snorra sem alinn var upp í klerk- legum miðaldafræðum. Af samfé- lagslýsingunni gætum við hins veg- ar ýmislegt lært t.d. að tortryggja allt vald, taka valdsmönnum með vara. Ömólfur: Og Heimskringla er líka ögrun 20. aldar mönnum, bæði lesendum og rithöfundum, af því hve listilega Snorri lýsir mönnum og samfélagi með náttúrlegri tækni. Persónulýsingar hans og sviðsetn- ingar em margar eftirminnilegar og ljóslifandi, og hann er launfyndinn í stíl. Það skiptir okkur Islendinga miklu meira máli hve Snorri er list- fengur höfundur en hitt, hversu ná- kvæmur sagnfræðingur hann kann að vera. Bergljót: Maður sækir i hann aftur og aftur m.a. af þvi hvað hann er margræður og segir margt í fáum orðum. Frásögnin af því þegar Ól- afúr Tryggvason ætlar að gefa Er- lingi Skjálgssyni systur sína er ágætt dæmi. Astriði þykir Ólafúr ekki velja henni nægilega göfugt mannsefni og hafnar Erlingi. Þá segir sagan að Ólafúr „lét taka hauk er Astriður átti og lét plokka af fjaðrar allar og sendi henni síð- an“. Þetta er ekki aðeins lýsing á persónu Ólafs og kúgun kvenna, heldur má túlka haukinn á ýmsan veg. Segir hann fyrir um hver örlög Astríði sjálfri eru búin ef hún lætur ekki að vilja bróður síns? Eða er haukurinn tákn karlmennsku og konungdóms? Ömólfur: Og Heimskringla er umfram allt skemmtileg saga. Snorri er án efa frægasti rithöfund- ur okkar, ásamt Halldóri Laxness. Heimskringla hefur verið þýdd á íjölmörg tungumál og Norðmenn hafa auðvitað sinnt henni sérstak- lega, hún er þeim eins og Sturlunga okkur. íslendingar hafa hins vegar ekki verið eins handgengnir Heimskringlu og vænta mætti, en við vonum vitaskuld að þessi út- gáfa okkar færi hana nær einhverj- um þeirra. Um útgáfuna Ömólfúr: Þessi útgáfa er að miklu leyti framhald af fyrri útgáf- um okkar og vinnunni við þær. Við byggjum vitanlega á þeirri reynslu sem við höfúm aflað okkur, reyn- um t.d. að lagfæra það sem okkur finnst hafa farið aflaga í fyrri verk- um. Textabækumar tvær em hvor um sig 400-450 síður. Þar er texti Ömólfur: Þriðja bindið er svo eins konar handbók fyrir þá sem vilja vita meira. Vitaskuld er hægt að lesa Heimskringlu eins og hún kemur af kúnni, sem bókmennta- verk milliliðalaust. Fyrir þá sem em forvitnir og vilja skyggnast lengra inn í þessa veröld, kynnast frændum Snorra, venslum konunga eða landafræði, höfum við útbúið þessa lykilbók. I hana höfúm við dregið saman töluvert efni sjálf og fengið til liðs við okkur fjölmarga sem hafa liðsinnt okkur á ýmsa lund. Bergljót: í lykilbókinni er fyrst alllangur inngangur þar sem gerð er grein fyrir Snorra Sturlusyni og konungasagnaritun almennt, en síð- an fjallaö um Heimskringlu sjálfa. Við reynum ekki að sundurgreina í smáatriðum föng og efnivið Snorra eða leggja dóm á það hversu rétt hann fer með staðreyndir, né velta fyrir okkur stöðu Heimskringlu í konungasagnarituninni í heilu lagi. Frekar reynum við að skyggnast inn í verkið sem bókmenntaverk. Ömólfur: I lykilbókinni em ljka tvær ritgerðir, eftir Guðrúnu Asu Grímsdóttur og Sverri Tómasson. Þar em einnig allmargir fomir text- ar, textar sem kallast á við Heims- kringlu eða tengjast henni eins og brot úr Ólafs sögu helga hinni sér- stöku. Þama er ýmiss konar fróð- leikur, landaffæði úr miðaldahand- ritum, alfræðitextar og heimslýs- ing. Við köllum þann hluta ffæði. Þar reynum við að draga saman efni sem gæti hafa verið Snorra kunnugt án þess að við fullyrðum nokkuð um bein tengsl þar á milli. Við vonum aftur á móti að þetta auki skilning og skerpi sýn á sagnaritara fyrri tíma, sýni hversu auðugur sá jarðvegur var sem þeir spmttu úr. Þeir kynntust ekki að- eins munnlegri sagnalist, heldur líka því besta úr evrópskri menntun og menningu. Bergljót: Það er eins og Halldór Laxness hefur margáréttað: allir góðir íslenskir rithöfundar hafa þekkt það besta úr íslenskri og er- lendri menningu. Og Snorri er prýðilegt dæmi um það. Ömólfur: í lykilbókinni era ýmsar myndir, bæði yfirlit yfir vensl manna, ættartölur og landa- kort. Þá em þar töflur sem em von: andi til nokkurrar skemmtunar. I fyrsta lagi töflur þar sem meginat- riði Heimskringlu em dregin út og sett í rétta tímaröð, við hlið úrdrátta úr tveimur gömlum annálum. Þá er yfirlit yfir helstu konunga og jarla þessa tíma. Þama er einnig all- nokkurt orðasafn og bókin endar á digmm skrám að hefðbundnum hætti. Lykilbókin er hugsuð sem lykill að veröld Snorra og Heims- kringlu. Ekki svo að skilja að Heimskringla sé harðlæst öðrum en þeim sem hafa lykilinn, fremur er lykill ætlaður þeim sem vilja skyggnast um afkimana. -Sáf NÝTT HELGARBLAÐ 1 1 FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.