Þjóðviljinn - 13.12.1991, Blaðsíða 4
Afstaðan til EES
Þjóðin er klofin í tvennt í afstöðu sinni til Evrópsks
efnahagssvæðis samkvæmt skoðanakönnun Félags-
vísindastofnunar. í könnuninni kemur einnig fram að
einungis um 60 prósent aðspurðra hafa myndað sér
skoðun á málinu, en 40 prósent hafa ekki gert upp
hug sinn ennþá.
Þrátt fyrir það að töluverð umræða hafi átt sér stað
í þjóðfélaginu um EES telja rúmlega 70 prósent að-
spurðra sig ekki hafa fengið nægilega miklar upplýs-
ingar um hvað samningurinn felur í sér fyrir ísland.
Sú umræða sem farið hefur fram hefur verið afar
einhæf. Utanríkisráðherra hefur farið í fundaferð um
landið og kynnt ágæti þessa samnings. Samstaða
gegn aðild Islands að samningnum fór fram á að fá
að kynna sín sjónarmið á fundunum, en ráðherra
neitaði því. Einungis jákvæð viðhorf áttu að fá að
svífa yfir vötnum á sigurreið Jóns Baldvins um landið,
þar sem hann ítrekaði hvað eftir annað að íslendingar
hefðu fengið allt fyrir ekki neitt. Nokkrum vikum eftir
fundaferðina kom svo í Ijós að þetta var fleipur eitt.
Ráðherra hafði fullvissað þjóðina um að ríki Evrópu-
bandalagsins sættu sig við að fá að veiða langhala í
íslenskri lögsögu þrátt fyrir að engin fullvissa væri fyrir
að hann væri í veiðanlegu magni á íslandsmiðum. EB
var hinsvegar ekki á þeim buxunum og heimtaði
karfakvóta í stað langhala ef af samningum ætti að
verða.
Þetta var í annað skiptið sem utanríkisráðherra var
staðinn að því að kynna niðurstöður úr þessum
samningaviðræðum sem stóðust ekki og því ekki til
að auka trú á ágæti þess samkomulags sem undirrit-
að hafði verið í Lúxemborg, einkum og sér í lagi þar
sem enginn hafði fengið að sjá samninginn í heild
sinni. Þjóðinni er því gert að gera upp hug sinn með
því að byggja alfarið á orðum ráðherra og annarra
samningamanna. Það fór líka svo, að samtök hags-
munaaðila í sjávarútvegi létu af stuðningi við samn-
inginn að svo komnu máli og hefur þó verið látið í
veðri vaka að sjávarútvegurinn og fiskvinnslan muni
hagnast mest á samningnum.
Það að 70 prósent þjóðarinnar telja sig ekki hafa
fengið nægjanlegar upplýsingar um eðli samningsins
þarf því ekki að koma á óvart.
Mikilvægi hlutlægrar fræðslu um samninginn sést
best á því, að um helmingur þeirra sem taka afstöðu
óttast að sjálfstæði þjóðarinnar sé í hættu gerist ís-
land aðili að samningnum, 40 prósent telja að sér-
kenni íslenskrar menningar verði í meiri hættu en nú
er, og tæplega 70 prósent þeirra sem taka afstöðu
telja að forræði þjóðarinnar yfir auðlindum verði í
meiri hættu en nú er, ef ísland gerist aðili að samn-
ingnum um evrópska efnahagssvæðið.
Niðurstöður þessarar könnunar eru merkar fyrir
margra hluta sakir og hljóta stjórnmálamenn að taka
mið af henni þegar umfjöllun um samninginn kemur til
kasta Alþingis. Guðmundur Alfreðsson þjóðréttar-
fræðingur hefur varpað fram fjölmörgum spurningum
um hvort samningurinn sé brot á stjórnarskrá íslands,
en það mál hefur ekki verið kannað nægilega. Mikil-
vægt er að það sé kannað til hlítar áður en tekin verð-
ur afstaða til samningsins.
Niðurstaða skoðanakönnunar Félagsvísindastofn-
unar undirstrikar nauðsyn þess að samningurinn um
EES verði borinn undir þjóðaratkvæði. Einnig er aug-
Ijóst að mun ítarlegri umræða og upplýsingaflæði þarf
að eiga sér stað áður en slík atkvæðagreiðsla fer
fram. Það dugar ekki að utanríkisráðherra einn þeysi
um héruð og dásami króann í bak og fyrir, slíktflokk-
ast ekki undir upplýsingar, heldur sjálfshól og áróður.
-Sáf
Helgarblaö
ÞJÓDVIIJIN M
Útgefandi:
Útgáfufélagið
Bjarki h.f.
Framkvæmdastjóri:
Hailur Páll Jónsson
Ritstjórar:
Árni Bergmann,
Helgi Guðmundsson.
Ritstjórnarfulltrúar:
Árni Þór Sigurðsson,
Sigurður Á.Friöþjófsson
Umsjónarmaður
Heigarblaðs:
Bergdís Ellertsdóttir
Auglýsingastjóri:
Steinar Haröarson
Afgreiösla:
«68 13 33
Auglýsingadeild:
«68 13 10-68 13 31
Símfax:
68 19 35
Verð:
170 kr. í lausasölu
Setning og umbrot:
Prentsmiðja
Þjóöviljans hf.
Prentun:
Oddi hf.
Aösetur:
Síðumúla 37,
108 Reykjavík
B ó k a r ý n i
Forseti lýðveldisins
Gylfi Gröndal
Kristján Eldjárn
Forlagið 1991.
Gylfi Gröndal hefur víða við
komið í ævisagnaritun, mestan part
hefur verið um viðtalsbækur að
ræða með dæmigerðum göllum
þeirra og kostum. Þessi bók hér er
mun metnaðarmeiri, hér eru aðfong
önnur og meiri en lengst af áður og
útkoman er merkilegri.
Það er þá eins gott að koma
fram með kvartanimar strax. Við
vitum að ævisaga hvers og eins
getur þanist út í margar áttir og því
reynir mjög á valgáfu höfundar, á
að hann kunni að gera mun á
mylsnu og smælki og því sem
meira varðar. Þetta tekst höfúndi
ekki alltaf sem skyldi. I annan stað
telur lesandinn sig eiga rétt til að
kvarta yfir hlutfollum í bókinni ef
svo mætti segja. Þar er margt að
dregið um ætt og uppruna Kristjáns
Eldjáms, um þann heim sem leyfði
honum að lýsa sjálfum sér sem
hálfgerðum miðaldamanni, svo
stórstígar höfðu breytingar orðið á
högum manna frá því hann mundi
fyrst eftir sér. Við kynnumst líka
mætavel fræðimanninum Kristjáni
Eldjám eins og síðar skal að vikið
nánar. En okkur finnst óneitanlega
eyða fyrir „stjómmálamanninum“
Kristjáni Eldjám.
Eins og menn vita vasaðist
Kristján ekki mikið í íslenskri
flokkapólitík. En vitaskuld hugsaði
hann sitt um „blessað þjóðfélagið,
sem alltaf vill vera að ota mér i
einhvem fjandann“, eins og hann
segir um eril í embætti þjóðminja-
varðar. En um það allt fréttum við
litið. Við fáum að sjá dagbókar-
glefsu um viðbrögð ungs Hafnar-
stúdents við nasískri áróðursmynd.
Og þegar að því kemur löngu síðar
að Kristján býður sig fram til for-
seta, þá er þess getið að stuðnings-
menn keppinautarins, Gunnars
Thoroddsens, hafi reynt að halda
því á lofti að „Kristján hefði verið
á framboðslista Framsóknarflokks-
ins 1949 og tckið þátt í baráttunni
gegn herstöðinni og Keflavíkur-
sjónvarpinu". Um þessi mál öll
segir Gylfi ekki annað en þetta:
„Allt var þetta rétt, en að sjálf-
sögðu ekki
sambærilegt við
stjómmálaþátt-
töku Gunnars
Thoroddssens,
svo að vopnið
reyndist bitlít-
ið.“
Afskipti
Kristjáns Eld-
jáms af þjóð-
málum og
skoðanir hans á
hinum stærri
málum þjóðar
og heims
einnig eftir að
hann er orðinn
forseti - verða
með þessum
hætti einskonar
leyndarmál eða
feimnismál.
Það sýnist
óþarfi, eins þótt
t.d. heimildir
um stjómar-
myndanir sem
Kristján hafði
afskipti af séu
enn ekki opin-
berar heimildir.
En hvað
sem því líður:
af texta þess-
um, ekki síst þar sem hann styðst
við dagbækur Kristjáns sjálfs, fá-
um við geðþekka og allskýra mynd
af manninum og fræðimanninum
Kristjáni Eldjám. Við sjáum hann
skýrast fyrir okkur við fomleifafa-
Árni
Bergmann
skrifar
rannsóknir á Grænlandi og í Þjórs-
árdal, í nokkm samviskustríði út af
því hver fær að eiga þess kost að
grafa upp rústir á Stöng, í áhyggju
út af því að ekki sé nóg starfað og
allt hefði mátt betur gera. Við
kynnumst vönduðum fræðimanni
sem hefur skynsamlegan hemil á
ályktanagleðinni, þjóðminjaverði
sem hefúr góðan metnað fyrir sína
stofnun: „Safnið á ekki að vera
klausturklefi handa þeim, er flýja
vilja mannheima og gleyma samtíð
sinni yfir dauðu grúski. Það á að
vera handa alþýðu manna á Islandi,
þar á hún að geta skoðað sjálfa sig
í skuggsjá fortíðarinnar og um Ieið
skilið betur kjör sín og örlög, líf og
sögu þjóðarinnar i landinu.“
Lesandinn kynnist líka þeim ei-
lífa „sveitamanni“ sem er heill og
sannur fulltrúi þess ágætasta í
menningu og siðemi þjóðarinnar,
sem saknar þeirra tíma þegar
mannlífið var „einfalt, tryggt og
gott“ og gefúr Íítið fyrir þá „yfir-
borðsmennsku“ góðborgaranna
sem hann skaut - meðal annars - á í
pistlum sínum nafnlausum í tíma-
ritinu Lífi og list fyrir margt löngu.
Myndakostur er mikill í bók-
inni.
Ég gerði aðeins skyldu mína...
Kazuo Ishiguro
í heimi hvikuls Ijóss
Bjartur 1991 - Þýðing: Elísa
Björg Þorsteinsdóttir.
Kazuo Ishiguro er einn þessara
Iánsömu höfunda sem getur séð í
heima tvo: Japani að uppruna,
skrifandi á ensku. í fyrra kom út
saga eftir hann uin ömurlegt lífs-
hlaup hins breskasta af öllu bresku:
hins skyldurækna þjóns sem engin
göfug ætt má án vera. í þessari
sögu hér er hann hinsvegar að lýsa
Japan og afskaplega japönskum
listamanni, Masuji Ono.
Masuji Ono er hniginn á efri ár
þegar hann hefur söguna. Það er
árið 1948: hann hefur verið virtur
listamaður, en lætur nú sem minnst
fyrir sér fara, getur ekki einu sinni
sýnt dóttursyni sínum myndir sín-
ar. Það er eitthvað í fortíðinni sem
þrengir að honum með ýmsum
hætti, m.a. þcim að liann á erfitt
mcð að gifta yngri dóttur sína:
kannski hefur sá skuggi fallið á
orðstír Ijölskyldunnar að enginn
vill við hana kannast og henni
tengjast?
Sagan scgir bæði af því, að
Japan er að rísa, íurðu fljótt reynd-
ar, úr rústum cftir loftárásir stríðs-
ins (sögunni lýkur 1950) og hún er
um leið á fcrð inn í fortíðina. Það
er þægileg fcrð og Misuji Ono er
hún þvert um geð. Hann reynir að
ýta því verkefni frá sér, en það
tekst ekki. Hann hrckst fyrir vofum
fortíðar sem tengjast hinni jap-
önsku sekt. Mcðábyrgð á því að
Japanir lögðu í landvinningastríð
og ráku þau af mikilli grimmd,
meðábyrgð á þeim hörmungum
sem gengu yfir þjóðina áður en
lauk. En Masuji hefur stundað með
sínum hætti „pólitíska" list (ein-
hverra hluta vegna halda menn að
sovéskir séu einir um það), hann
hefur búið til myndir sem áttu að
hvetja unga menn til að fóma sér
fyrir keisara og föðurland. Meira
en svo: hann hefur það á samvisk-
unni að leynilögreglan tók einn af
efnilegustu lærisveinum hans fýrir
„óþjóðlega" list og lék hann mjög
grátt.
Þetta er pesónulegt uppgjör
sem um leið sprengir ramma slíks
uppgjörs. Þjóðverjar skrifuðu mik-
ið af slíkum verkum upp úr stríð-
inu: hvar varst þú? spurðu þeir
Böll og Lenz og margir fieiri, og
drógu hvergi undan, hlífðu ekki
heldur hvunndagsmanninum
valdalausa. Rússar bera sína stalín-
tíma á herðum og hafa í vaxandi
mæli fjallað um ábyrgð og með-
sekt af þeim, allt frá Krabbadeild
Solzhenitsins. En okkur er sagt að
í Japan gangi mönnum einna erfið-
legast að horfast í augu við óþægi-
lega fortíð - og Masuji Ono er sú
tregða holdi klædd.
Eins og í öðrum ríkjaskápum
sem fullir eru með beinagrindur
skýtur hann sér fyrst og síðast á
bak við það, að hann hafi barasta
viljað landi sínu vel, gert skyldu
sína, unnið í góðri trú. Og þegar að
er honum kreppt, er hann reiðubú-
inn (til að ekkert verra komi fyrir
og ekki sé dæmið skoðað nánar) að
viðurkenna mistök og yfirsjónir og
telur sig geta borið bratt sinn hala
fyrir bragðið. En nú er komið að
því ísmeygilega og áleitna háði
sem höfundur kann svo vel á: tím-
inn líður og Japan byggir upp og
hin hálfvolga iðrun listamannsins
gamla (loks þegar að henni kemur)
hún er týnd fyrr en varir. Allir sem
í kringum hann eru keppast við að
sýkna hann eiginlega áður en hann
hefúr gert það sjálfur, og áður en
lýkur fer sveigjanleiki samvisk-
unnar og minnisins með sigur af
hólmi: „Hvaða mistök sem þjóð
okkar kann að hafa gert í fortíðinni
er svo að sjá að nú hafi hún fengið
nýtt tækifæri til að gera betur.“
Þetta er vönduð saga, um
margt, rökfost og miskunnarlaus á
sinn hógværa hátt. Hún fjallar um
hluti sem alltaf skipta máli. Hún
hefur líka til að bera kost sem
menn taka of sjaldan eftir í skáld-
sögu: hún er blátt áfram fróðleg.
Við erum leidd inn í annarlegan
heim með sérkennilegu fjölskyldu-
mynstri og ströngum kurteisisregl-
um. Og síðast en ekki síst (eins og
vel kemur fram í köflum um meist-
ara og lærisveina í myndlistum og
öðru) - höfundur lýsir á mjög
skýran hátt þeirri hlýðni, þeirri
undirgefni undir áhrifavald, sem er
svo snar þáttur í öllu uppeldi jap-
anskrar þjóðar. Hlýðni sem er upp-
haf glæpa og réttlætingar á glæp-
um - eins og dæmi úr Þýskalandi
og Rússlandi sanna einnig.
Elísa Björg Þorsteinsdóttir
þýðir bókina og nær oftar en ekki
vel þeim kurteisa og þar með eins
og fjarlæga tón sem mótar orð og
hugsun listamannsins aldna.
NYTT HELGARBLAÐ
4 FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 1991