Þjóðviljinn - 13.12.1991, Blaðsíða 12
B ó k a r ý n i
Þar sem
baráttan er
ekki
dautt orb
Nadine Gordimer
Saga sonar míns
Ólðf Eldjárn þýddi
Mál og menning 1991.
Það var þörf þversögn á ópólit-
ískum tímum að hápólitískur höf-
undur eins og Nadine Gordimer
skyldi hljóta bókmenntaverðlaun
Nóbels.
Hápólitísk segi ég, ekki barasta
vegna þess, að hún hefúr sjálf stað-
ið í andófi gegn kynþáttakúgun í
sínu landi, Suður-AÍTÍku, heldur
vegna þess að áleitnar pólitískar
spumingar vaka i hveiju hennar
verki eða svo gott sem. Það verður
ekki undan þeim komist. Annað
mál er að skáldkonan tekur ekki á
þeim eins og stjómmálamaður -
hún er á öðru sviði: hún er að segja
ffá því hvað getur gerst, frá mögu-
leikum einstaklinganna - og um
leið frá því hvað það er í samfélag-
inu og menningunni sem knýr þá í
eina átt fremur en aðra.
Doris Lessing (sem menn eru
eitthvað að kvarta yfir í blöðum
hér og segja vera „ofmetna" skáld-
konu!) hún hefur skrifað ágæta
hugleiðingu um það, að menn megi
ekki vanmeta þann eiginleika og
möguleika skáldsögunnar að miðla
þekkingu. Og það er vissulega gert
í bókum Dorisar sem eiga rætur til
Ródesíu (Zimbabve) og Nadine
Gordimer. Við fræðumst blátt
áfram um það í hvaða farveg
mannlíf fer og kemst við þær að-
stæður þegar litarháttur ræður ör-
lögum hvers og eins. Um leið
fræðumst við um það, að sú kúgun
er bæði framhald af því ranglæti
sem fylgir því að fæðast í tötrum
eða með silfurskeið í munni - og
þó annað um leið. Við ffæðumst
um fleira: líka það að þótt Suður-
Afríka hafi verið með skelfilegustu
löndum, þá hefur landið mikið að-
dráttarafl, merka töffa, sem einmitt
eru tengdir ranglætinu: Suður-Af-
rika „sogar fólkið í kring að sér,
ekki af efnahagsástæðum einum
saman, heldur einnig af töffaljóma
þess að geta helgað sig pólitískri
Árni
Bergmann
skrifar um
bækur
baráttu“. Eins og segir í þeirri bók
sem hér er um fjallað.
Já, það er merkilegt að lesa um
land þar sem baráttan er ekki út-
jaskað orð. Þessi nýlega saga Nad-
ine Gordimer er svo sannarlega
baráttusaga. Saga af kennaranum
sem kallaður er Sonni. Hvemig
hann elst upp á „gráa svæðinu"
milli hinna hvítu og hinna svörtu
(hann er í því hólfi mannlífsins
sem kynþáttalögin kalla ,,litaða“).
Hvemig hann hefur reynt að halda
höfði með því að „auðga anda
sinn“, lesa bækur, vita ekki minna
en þeir hvítu. Og hvemig að því
kemur að hann gengur inn í barátt-
una og lendir í fangelsi og hlýtur
nokkra frægð og virðingu í ffelsis-
samtökum.
En við lifum ekki í árdaga bar-
áttunnar: saga Sonna er ekki bar-
asta um sigra hans í hugrekki og í
því að „gera gagn“, hún er líka um
ósigra hans. Osigra sem tengdir eru
því, að upp úr vináttu við hvíta
konu, sem Ieggur pólitískum fong:
um lið, sprettur ást í meinum. í
meinum vegna þess að þau em af
ólíkum litarhætti og vegna þess að
hann er kvæntur maður fyrir og vill
standa við þær skyldur. Sagan er
um undur þessarar ástar og fegurð
og um svik þau sem hún ber með
sér (a.m.k. þegar við sjáum elsk-
enduma með augum Villa, sonar
Sonna, Villa sem heitir í höfuðið á
William Shakespeare). Við sjáum
líka þann ósigur Sonna sem tengist
flokkadráttum í Hreyfingunni
miklu og þeirri tortryggni sem
fylgir ólöglegu starfi og því að fyr-
irmyndin sem sem vonuðu að nýt-
ast mætti i Suður-Afríku, kommún-
isminn austurevrópski, hún er að
gliðna og hrynja. Og þó er einn
ósigur Sonna ótalinn: sá að konan
hans, Aila, hún hefur einnig bland-
að sér í baráttuna - án þess að
spyija hann, án þess að nokkur
vissi hefur orðið „kvennavakning"
innan dyra hans...
Frá þessu segir Nadine Gord-
imer með því öryggi og næmleika
sem einkennir svo margar af henn-
ar stuttu sögum. Og lætur reyndar
betur að lýsa undrum ástar í mein-
um en því pólitíska stríði, þótt svo
lesandinn viti vel af magnaðri
blöndu þessara tveggja lífssviða.
Og er vitaskuld fengur góður að
slíkri bók.
Ólöf Eldjám gerir ýmislegt vel,
en fellur um oft í gryfju mjög þýð-
ingarlegs og heldur svona félags-
ffæðilegs málfars... „finna leið til
að samþætta hversdagslífið í sam-
ræmi við það“ (bls 19), „það var
sjálft afmörkunarleysið sem aldrei
mátti vefengja“ ( 20), „þjáning
Maríu meyjar var endurgerð á
svæðum blökkumanna“ ( 23). Það
er talað um þá ákvörðun Sonna „að
fóma sjálfsbótinni", og rétt hjá er
kyndug orðaröð í lýsingu á réttar-
höldum þar sem talað er um „sam-
kundu þar sem skipst var á athuga-
semdum og skilgreiningum á því
hvemig málsvömin gengi í hvísl-
ingum“. Slíkt og annað þessu líkt
hefði mátt laga.
B r i d g e
Skráning hafin í sveitakeppnina
Reykjavíkurmótið í sveita-
keppni, sem jafnframt er úrtöku-
mót fyrir íslandsmótið í sveita-
keppni, hcfst mánudaginn 6. janú-
ar. Skráning er hafin á skrifstofu
BSI. 11 efstu sveitimar ávinna sér
rétt til þátttöku í íslandsmótið, en 4
efstu sveitimar munu spila til úr-
slita um Reykjavíkurhomið. Efsta
sveit velur sér andstæðing.
Mótið verður reiknað út í Butl-
er- útreikningi, sem þýðir að sömu
spil verða spiluð um allan sal.
Kristján Hauksson mun annast þá
hlið málanna, auk þess sem hann
stýrir blaðamennsku.
Forráðamenn félaganna eru
minntir á að skila inn áunnum
meistarastigum fyrir 10. janúar á
nýja árinu. Með stigunum fylgi
greiðsla árgjalda, sem er nú 60 kr.
pr. spilara á spilakvöldi. Engin stig
verða skráð nema greiðsla hafi bor-
ist.
444
Vonir standa til að heimsmeist-
arabókin „Bermudabrosið" fari í
dreifingu í þessari viku. Aðstand-
endum spilaáhugafólks er sérstak-
lega bent á þessa bók til jólagjafa,
en búast má við að fyrsta prentun
seljist upp. Nánari upplýsingar á
skrifstofu BSÍ.
444
Hægt er að nálgast spilagjöfina
úr Kauphallarmótinu í Sigtúni, en
eins og menn kannski rekur minni
til, var umsjónarmaður að kvarta í
síðasta þætti um spilagjafaleysið í
mótslok. Þetta atriði raunar vekur
upp þá spumingu hvort ekki sé
hægt að gera meira í þessum efn-
um. Láta fylgja með lista yfir dreif-
ingu gjafa (handa) í viðkomandi
móti. Með því væri hægt að bera
saman hin ólíku mót, fjölda skipt-
ingahanda og hlutfall, punktadreif-
ingu o.fl.
444
Óli Björn Gunnarsson og Mar-
inó Kristínsson sigruðu í 5 kvölda
barometerkeppni Bridgefélags
Breiðholts. 20 pör tóku þátt í
keppninnr.
444
Hjálmar S. Pálsson og Sveinn
Þorvaldsson sigruðu í barómeter-
keppni Bridgefélags Kópavogs,
sem lauk í síðustu viku. 28 pör
tóku þátt í keppninni.
4 4 4
Að loknum 12 umferðum af 13
í aðalsveitarkeppni Skagfirðinga í
Reykjavík, er staða efstu sveita
þessi:
Steingrímur Steingrímsson
216, Sigmar Jónsson 216, Magnús
Sverrisson 210, Sigurður Ívarsson
200, Hjálmar Pálsson 199, Rúnar
Lárusson 197.
Að lokinni spilamennsku næsta
þriðjudag (í sveitakeppni) verður
spilaður stuttur (mjög) jólatví-
menningur.
Spilamennska hefst svo að
nýju, þriðjudaginn 7. janúar á nýju
ári, á 1 kvölds tvímenningskcppni.
4 4 4
Að loknum 8 umferðum af 12 í
aðalsveitakeppni Bridgefélags
Reykjavíkur hafa sveitir nokkuð
skorið sig úr. Staðan var þessi:
L.A. Café 162 stig
S. Ármann Magnússon 154 stig
Bemódus Kristinsson 138 stig
Verðbréfamarkaðurinn 136 stig
Erla Sigurjónsdóttir 131 stig
í sveit L.A. Café eru: Valur
Sigurðsson, Guðmundur Sveins-
son, Jónas P. Erlingsson og Júlíus
Sigurjónsson.
1 sveit S. Ármanns Magnússon-
ar eru: Ólafur Lárusson, Hermann
Lárusson, Ásmundur Pálsson,
Hjördís Eyþórsdóttir og Jakob
Kristinsson.
444
Bridgefélag yngstu spilaranna
hefur vcrið starfrækt 3 sunnudaga í
haust. Undirtektir hafa verið mjög
góðar. Umsjónarmaður er Dröfn
Guðmundsdóttir. Er áhugi fyrir
slíkri starfsemi á nýju ári.
444
Keppnisstjórar í dag taka vel-
flestir 8 þús. fyrir kvöldið. Innifal-
ið í því kaupi er uppröðun borða,
frágangur stiga og töflugerð, auk
þess að halda til haga keppenda-
skýrslum og úrslitum. Viðveran á
einu kvöldi getur spannað þetta 6-7
klst., auk heimavinnu. Eða um 1
þús. kr. á tímann í eftirvinnu.
Samsvarandi kaup mega móts-
haldarar reikna með að þurfa að
greiða fyrir stjómun og úteikning í
mótun á eigin vegum. Viðmiðunin
er 28-30 spil í Iotu, þannig að fyrir
90 spila mót er ekki óeðlilegt að
greiddar séu 24 þús. krónur fyrir.
Slík vinna er alfarið unnin um
helgar eða í eftirvinnu og tíma-
kaupið hið sama, um 1 þús. á klst.
Og þætti ekki hátt hjá iðnaðar-
mönnum í dag, eða hvað?
444
Einn af 6 bestu spilurum
heims, Jón Baldursson, var illa
sviðinn (átti upptökin, kveikti í,
gekk í logann og sviðnaði) í síð-
ustu umferð Kauphallarmótsins. Er
ekki ffáleitt að eftirfarandi spil hafi
kostað hann ein 200 stig og 100
þúsund krónur. Lítum á spilið.
Spil nr. 97. Gjafari Norður.
Allir utan hættu.
4 DG972
V 2
O ÁD4
* Á642
4 Á64
ÁKD865
xxK
*D87
4 K83
'v 743
xN G10987
* 109
Jón sat í Norður og hóf leikinn
á 1 spaða. Hermann Lámsson kom
inn á 2 hjörtum í Austur. Aðal-
steinn Jörgensen sagði 2 spaða í
Suður og Ölafur Lámsson 3 hjörtu
í Vestur. Jón stökk þá í íjóra spaða
og eftir smáhik sagði Hermann 5
hjörtu, sem fóm hringinn til Jóns,
sem doblaði.
Útspil Aðalsteins var spaða
þrír. Lítið, gosi og tekið á ás. í öðr-
um slag kom lítið lauf frá Her-
manni (taktískt í stöðunni), og eftir
smáhik (þetta örfina sem vegur salt
í stöðum eins og þessum) setti Her-
mann upp laufakóng. Jón tók á
ásinn, horfði brúnaþungur á blind-
an og spilaði síðan spaðadömu.
Átti slaginn og spilaði sig út á
trompi. Þá var sviðið sett. Her-
mann tók nú trompin í botn. Jón
fann snömna herða að og fómaði
tígulás í síðasta trompið. Þá kom
tígulkóngur, loks laufadama og
laufagosi varð 11. slagur sóknar-
innar (Jón er óverjandi yfirspilaður
í laufi og tígli, með fjórlitinn í
laufi).
Eins og glöggir lesendur hafa
eflaust séð, er Jón með þriðja slag
vamarinnar á hendinni (tígulás), en
kaus þess í stað að berjast um fleiri
slagi (einatt kallað græðgi). Og
650 til A/V var dýrt spil fyrir N/S,
miðað við að 100 til N/S hefðu
gefið ógrynni af stigum til N/S. (í
þessum sterka sal fengu allt of
margir að spila 4 hjörtu í A/V, þeg-
ar nánast liggur við að 4 spaðar
vinnist. Ef tígulkóngur finnst, em
10 slagir upplagðir í N/S.) Ekkert
annað, takk fyrir.
NÝTT HELGARBLAÐ 12 FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 1991
4 105
S7G109
C- 6532
♦ KG53