Þjóðviljinn - 14.12.1991, Blaðsíða 1
ausn á
% ♦
Stjórnarliðar á Alþingi hafa
náð samkomulagi um fæst
atriði ijárlagafrumvarpsins.
Viðamiklir hlutar efnahags-
ráðstafana ríkisstjórnarinnar hafa
verið dregnir til baka til þriðju um-
ræðu, auk stórra pósta í frumvarp-
inu sjálfu. Þá greiddu fimm þing-
menn Alþýðuflokksins fyrir því aö
skólagjöld héldust inni í frumvarp-
inu við atkvæðagreiðslu annarrar
umræðu. Kristín Ástgeirsdóttir,
KvL, og fleiri fluttu breytingartil-
lögur um að horfið yrði frá skóla-
gjöldum. Össur Skarphéðinsson,
Rannveig Guðmundsdóttir, Sig-
björn Gunnarsson, Gunnlaugur
Stefánsson og Gísli Einarsson sátu
bjá. Með mótatkvæði hefðu þau
fellt skólagjöldin. Gísli er varamað-
ur Eiðs Guðnasonar umhveríisráð-
herra. Eiður kemur aftur á þing á
mánudag og þá geta þau fjögur er
eftir sitja, og eru á móti skólagjöld-
um, ekld fellt þau út úr fjárlaga-
frumvarpinu. Éiður styður skóla-
gjöldin.
Við atkvæðagreiðsluna gagnrýndu
þingmenn stjómarandstöðunnar
fimmmenningana fyrir þetta og köll-
uðu það sjónarspil og ljótan leik. Uppi
varð fótur og fit á fimmtudag í stjóm-
arliðinu þegar þessar breytingartillög-
ur Kristínar komu fram og ljóst að sá
möguleiki væri fyrir hendi að skóla-
gjöldin yrðu felld. Alþýðuflokksmenn
fimduðu lengi nætur og varð þessi
niðurstaðan, að setið yrði hjá við at-
kvæðagreiðsluna í gær. Samkvæmt
heimildum Þjóðviljans hefur náðst
samkomulag um breytingar á skóla-
gjöldunum, en fimmmenningamir
munu ekki vera of hressir með hana.
Óvenjulegur atburður átti sér stað
við upphaf atkvæðagreiðslunnar. Dav-
íð Oddsson forsætisráðherra sté í
pontu og lýsti því að ekki yrðu greidd
efnislega atkvæði um fjármál ffam-
haldsskóla, hagræðingu sjúkrahúsa á
höfúðborgarsvæðinu og fjárhagsleg
samkipti ríkis og sveitarfélaga fyiT en
við þriðju umræðu, auk þeirra atriða
sem þegar höfðu verið dregin til baka.
I þessu felst að rikisstjómarflokkamir
hafa ekki komið sér saman um þessi
málefhi, nema skólagjöldin - án þess
að láta reyna á þau. Þetta kom í kjöl-
far þess að að kröfú stjómarandstöð-
unnar vora 11 breytingartillögur
meirihlutans dregnar til baka. Þar er
um að ræða þær efnahagsráðstafanir
sem samkomulag varð um á nætur-
Bæjarráðin
mótmæla til-
lögum ríkis-
stjómarinnar
Bæjarráð Sauðárkróks,
Keflavíkur og Njarðvíkur hafa
öll sent frá sér ályktanir þar sem
harðlega er mótmælt tiUögum
ríkisstjórnarinnar um að flytja
ný verkefni tU sveitarfélaga, um
leið og tekjur þeirra eru skertar.
í álykúm sameiginlegs fúndar
bæjarráða Keflavíkur og Njarðvík-
ur segir m.a. að það sé óþolandi að
rikisvaldið sé að ráðskast með
gerða samninga að sveitarfélögun-
um forspurðum. Mælst er til að til-
lögumar séu dregnar til baka.
Bæjarráð Sauðárkróks skorar á
stjóm Sambands íslenskra sveitar-
félaga að standa fast gegn öllum
kröfúm af hálfú ríkisvaldsins gagn-
vart sveitarfélögunum. -vd.
fúndi ríkisstjómarinnar fyrr í vikunni.
Stjómarandstaðan gagnrýndi harka-
lega hversu illa unthr atkvæðagreiðsl-
una ríkisstjómin væri búin, en fresta
þurfti henni nokkrum sinnum í gær,
líka að ósk stjómarliða. Vegna þess að
stjómarandstöðunni fannst atícvæða-
greiðslan ótímabær sat hún hjá.
Ágreiningur stjómarliða finnst
viða. Skólagjöldin hafa verið nefnd.
Þá er ágreiningur um meðferð niður-
fellingar á niðurgreiðslu á mjólkur-
dufti. Egill Jónsson, Sjfl., hefúr mynd-
að meirihluta með stjómarandstöð-
unni i landbúnaðamefnd og stendur
gegn breytingu á jarðræktarlögum.
Vilhjálmur Egilsson, Sjfl., fram-
kvæmdastjóri Verslunarráðs, er and-
vígur því að jöfhunargjald verði inn-
heimt í hálfl ár. Hann er einnig and-
vígur þrengingunni á því að fyrirtæki
geti nýtt sér tap til skattaffádráttar. Þá
er ónefhdur ágreiningur um skerðingu
á sjómannaafslætti, frestun á Vest-
fjarðagöngum, lokun Reykjanesskóla,
og eflaust á fleira effir að koma í ljós
þó að skammur tími sé til stefnu.
Samkvæmt þmgsköpum á að afgreiða
fjárlög, eftir þriðju umræðu, í síðasta
lagi 15. desember. Það næst örugglega
ekki. I dag er 14., og neyðist stjómin
til að taka fjárlögin á dagskrá og til
umræðu, en líklega verður umræðunni
frestað um leið til næstu viku. Það
verður því nóg að gera hjá stjómarlið-
um að koma sér saman um afganginn
af fjárlögum, en ekki hefúr verið tekin
efnisafstaða til heimildargreina ffurn-
varpsins og B- hluta fyrirtækja. -gpm
Giljagaur er víst ekki barnanna hennar Grýlu bestur. Það er því ekki að undra þótt örfltillar tortryggni gaeti í augum
þessara mannabarna sem fylgdust grannt með hvem hreyfingu hans í þjóðminjasafninu I gær. Mynd: Jim Smart.
EB vill allt fyrir ekkert
Formaður utanríkismálanefndar, Eyjólfur Konráð Jónsson, Sjfl., sagði
að það væri rétt metið hjá Ólafi Ragnari Grímssyni, Abl., að Evrópu-
bandalagið væri að krefjast þess að fá allt fyrir ekkert í viðræðum
um gagnkvæmar veiðiheimildir. En sem kunnugt er býður EB ís-
lendingum 30 þúsund tonn af loðnu á Grænlandsmiðum gegn 3 þúsund
tonnum af karfa á íslandsmiðum.
Eyjólfúr Konráð sagði að EB væri
í raun að bjóða loðnu sem við hefðum
hingað til veitt sjálf hvort sem væri. I
svari sjávarútvegsráðherra við fyrir-
spum Hjörleifs Guttormssonar, Ábl.,
um loðnuveiðar á svæðinu milli
Grænlands, Islands og Jan Meyen
kemur ffarn að EB hefúr ekki nýtt sín-
ar veiðiheimildir á loðnu síðan 1986.
Síðan þá hefúr hlutdeild Islands sifellt
vaxið í þessum veiðum. Árið 1986
veiddu Islendingar 76,8 prósent af
veiddri loðnu. Árið 1990 var hlutur Is-
lendmga kominn upp í 87,2 prósent.
Þetta kemur einnig vel ffam ef litið er
til vertíða. Á vertíðinni 1989-1990
veiddu Islendúigar 82,4 prósent alls
loðnuafla. Á síðustu vertið, 1990-
1991, veiddum við 91,2 prósent af afl-
anum.
Það hefúr ekki svarað kostnaði
fyrir EB-ríki að sækja loðnu hingað á
miðin. Á síðustu vertíð var EB úthlut-
að 40 þúsund lesta kvóta og 47 þús-
und lestum á vertíðinni þar áður. Þetta
var ekki nýtt og hlutdeild EB í aflanun
féll íslendingum í skaut. Eyjólfúr
Konráð sagðist fagna því að vakin
væri á þessu athygli. Hjörleifúr sagði
svar Þorsteins Pálssonar undirstrika
það sem sagt hefði verið að EB hefði
ekki nýtt þá loðnu sem þeir era að nú
að bjóða í gagnkvæmum heimildum.
Auk þess sýndi svarið að við hefðum
alla möguleika á að ná þessum kvóta
án samninga, sagði Hjörleifur og bætti
við að það væri alls ekki verið að
semja um gagnkvæmar veiðiheimild-
ir, heldur væri verið að taka fiota EB
inn í fiskveiðilögsöguna einhliða.
„Þetta eru skiptí á aðgangi að auðlind
gegn aðgangi að markaöi," sagði
Hjörleifúr. \ -gpm
Vegið að sjómönnum
og Landhelgisgæslunni
Stjórn og trúnaðarmannaráð
Sjómannafélags Reykjavíkur
mótmælir harðlega fyrirhug-
uðum niðurskurði á rekstri Land-
helgisgæslunnar í ályktun sem sam-
þykkt var á fundi í fyrradag.
Sjómenn minna á hið mikla haf-
svæði sem Gæslan þarf að hafa effirlit
með og segja að í ljósi þess sé með
öllu óviðunandi að skera eigi niður
fjárveitingu til skipa um 31 milljón og
til flugreksturs um 19 milljónir, attíc
hins flata niðurskurðar um 5%.
Fundurinn skorar á ríkisstjómina
að efla enn frekar öryggi sjómanna og
harmar að forsætis- og fjármálaráð-
herra skuli ekki hafa staðið við fyrri
orð sín um að ekki skuli hrófiað við
sjómannaafslættinum.
Vélstjórafélag Islands hefúr einn-
ig sent frá sér yfirlýsingu þar sem fyr-
irhugaðri skerðingu á sjómannaaf-
slættinum er andmælt. Þar segir að af-
slátturinn hafi komið til vegna skorts
á sjómönnum, en ekki til að bæta
þeim upp miklar fjarvistir frá heimil-
um. Kjósi menn að tala um styrk, þá
sé hér fremur um að ræða styrk til út-
gerðanna, segja vélstjórar og heita þvf
að beijast gegn þessari skerðingu á
kjörum sjómanna með kjafti og klóm.
-vd.
/