Þjóðviljinn - 14.12.1991, Blaðsíða 14
Hvorki upphaf né endir
Fógetavald
Illugi Jökulsson
Iðunn 1991
Fógetavald eftir IUuga Jökuls-
son hefst á þvi að ókunnug-
um manni skýtur upp i litlu
þorpi. Vist hans þar hefur áhrif á
íbúana og sögunni getur ekki lok-
ið fyrr en hann er horfinn á
braut Þessi frásagnarrammi hef-
ur lengi verið vinsæll hjá rithöf-
undum vegna þess hve auðveld-
Iega hann rúmar nauðsynlega
kynningu á aðstæðum. Gesturinn
kemur hreyfingu á staðnaða lífs-
hætti þorpsbúa, skapar þörf fyrir
upplýsingar og þar með hefur
saga verið sett í gang.
Þetta cr sami ftásagnarrammi
og í Leyndardómum eftir Hamsun
(sem imdirritaður fjallaði um í síð-
asta Helgafblaði) en hér er flest
annað með öðrum hætti.
Skáldsagan Fógetavald er sögð
í fyrstu persónu, en sú tegund frá-
sagnar nýtur mikilla vinsælda um
þessar mundir.
Hefðbundin fyrstu persónu saga
er jafnffamt vandmeðfarið og við-
kvæmt form. Fyrstu persónu sagan
hvílir af umtalsverðum þunga á því
hver sögumaðurinn er, hvemig
manneskja hann er, hvers vegna
hann lítur málin þeim augum sem
hann gerir, hvers vegna hann segir
söguna, hvers vegna hann blandar
sér í atburðarásina, ef hann lætur
sér ekki nægja að vera áhorfandi og
svo ffamvegis.
Þetta er auðvitað enn mikilvæg-
ara með sögumenn sem skipta
miklu máli í sjálffi atburðarásinni,
lllugi Jökulsson
auk þess að standa milli sögunnar
og lesandans og ljá honum augu.
Fógetavald Illuga Jökulssonar er
hefðbundin fyrstu persónu saga þar
sem ekki er spurt hvað sé „saga“,
„maður“ og „veruleiki". Vemleika-
skyn sögumanns er þannig séð
„einlægt". Hann efast einungis um
smáatriði í sögu sinni.
Sögumaðurinn í Fógetavaldi,
Jónas fógeti, flokkast undir þá
manngerð sem í daglegu tali em
kallaðir flón. Ógurlegasta dramað i
lífi hans átti sér stað þegar hann
hélt að hefði verið stungið undan
sér en gleymdi meira að segja að gá
hvort það væri tilfellið. Drakk sig
útúr og gekk um draugfúllur, röf-
landi í þvi ástandi um lögffæði og
étandi súkkulaðibollur með ljótum
borðsiðum.
Jónas reynir að sannfæra les-
endur um illmennsku mannsins sem
undan honum stakk (eða lét líta út
fyrir að sú hefði verið raunin) en
hann gerir það ekki með krassandi
dæmum heldur staðhæfir hvað eftir
annað að eljari hans, Villi Tóta, sé
vemlega vondur maður. Villi Tóta
er nefnilega ljóti kallinn í sögunni.
Hann hefúr haldið þorpinu í heljar-
greipum ffá bamsaldri með sví-
virðilegum aðferðum. Hann hefúr
t.d. flissað að nánustu aðstandend-
um manna ef þeir gera sig að flfli
en gripið um leið fyrir munninn til
að þykjast vera kurteis (af tómum
refsskap). Þar að auki hefúr hann
„drepið föður sinn með hatri“, en
við fáum ekki að vita hvemig það
gekk fyrir sig.
Við fáum með öðmm orðum
aldrei að sjá illmennskuna birtast i
verki; fáum aldrei nærmynd.
Síðan segir hann langa sögu um
annað illmenni af siðustu kynslóð.
Sá virðist enn verra en Villi Tóta.
Þar er Jónas hins vegar í ömggri
fjarlægð ffá atburðum, bæði í tíma
og rúmi, og þess vegna verða þeir
léttvægari en gmnurinn um kær-
ustumissinn. Það er unglingur sem
tekur upp á því að beija fjölskyldu
sína til óbóta þegar hann er orðinn
nógu sterkur til þess. Honum er
komið fyrir kattamef og þar af
dregur Jónas þá ályktun að hægt sé
að beijast við illmenni og það má
vera okkur lesendum nokkur hugg-
un.
Frásagnarrammi sögunnar
byggist eins og fyrr er sagt á því að
ókunnugur maður kemur í bæinn.
Hálffugluð kerling, að sögn Jónas-
ar, og lítilsigldur íúlltrúi, að sögn
Jónasar, segja honum að eitthvað sé
grunsamlegt við þennan gest og
hvað gerir Jónas? Hann trúir þeim
eins og nýju neti! Það kemur svo
upp úr dúmum efíir langan og
strangan lestur að þetta er leigubíl-
stjóri með haglabyssu, kominn til
að skjóta Villa Tóta. Blessaður karl-
inn hafði orðið ástfanginn, en kon-
an reyndist búa með Villa Tóta og
fer aftur til hans eftir ævíntýrið með
leigubílstjóranum. Það verður auð-
vitað ekkert úr morðinu, illmennið
Villi Tóta stendur eftir sigursæll og
allt situr við sama. A þessum rúm-
lega 200 bls. hefúr hreint og beint
eliert gerst annað en að Guðleifúr
leigubílstjóri hefúr komið og farið
og við höfúm fylgst með vitgrönn-
um fógeta sem heldur alltaf að eitt-
hvað sé að gerast og lýkur svo sögu
sinni á því að hnoða saman vísu
sem er eftirliking af Maístjömunni
þegar hann sér að það var ekki rétt.
Við þetta bætist furðuleg van-
þekking Jónasar fógeta á félagsleg-
um innviðum þorpa þó að hann sé
fæddur og uppalinn í einu slíku.
Lýsing hans á þorpi minnir meira á
Reykjavíkurbúa sem aldrei hefúr
kynnst þorpi og þekkir ekki mynst-
ur sem em trúlega meira og minna
sameiginleg smábæjum. Þeir hafa
ákveðna goggunarröð, mótaðar
goðsagnir um páfa og kardínála í
þorpinu og skefjalausa aðdáun allra
sannra þorpsbúa á sínu umhverfi.
Það verður líka að segjast að ótti
þorpsins við ókunna manninn er al-
veg út í hött.
Bresturinn í þessari skáldsögu
stafar af einfeldni sögumannsins.
Lýsing hans á Tóta blikksmið á
engu síður við hann sjálfan: „Hann
hafði þann eiginleika leiðinlegra
sagnamanna að það var hvorki upp-
haf né endir á sögum hans.“
Kristján Jóhann Jónsson
Ólafur Haukur Slmonarson
Gauragangur
Ut er komin hjá Forlaginu
Meiri Gauragangur eftir
Ólaf Hauk Símonarson,
„sjálfstætt framhald sögunnar
Gauragangur“, eins og segir á
bókarkápu. Sem fyrr eru aðal-
persónur þeir Ormur og Ranúr,
en að þessu sinni er sögusviðið
Kaupmannahöfn, séð með aug-
um þeirra sem lifa á útjaðri
samfélagsins.
í stuttu máli greinir bókin frá
ferð þeirra félaga til Danmerkur
og þeirri lífsreynslu sem þeirra
bíður þar. A köflum renna draum-
ur og veruleiki saman, enda
gengur Ormur með skáld í mag-
anum og hugarheim í höfðinu.
Þetta minnir óneitanlega á aðra
Kaupmannahafnarskáldsögu, hina
stórgóðu Hægara pælt en kýlt
(1978) eftir Magneu J. Matthías-
dóttur, en hér eru markmið og úr-
vinnsla önnur og öllu léttúðugri,
þótt róið sé á sömu mið. Sögu-
sviðið er hið sama, samfélag göt-
unnar sem lýtur eigin lögmálum.
Reyndar er þessi sameiginlegi
þáttur svo veigamikill báðum
bókunum, að ekki verður komist
hjá því að lesandi beri þær
ósjálfrátt saman. Slíkur saman-
burður er fremur óhagstæður
verki Ólafs Hauks Símonarsonar,
og varla sanngjam: verk hans er
ærslasaga, en hitt „alvarlegt“ og
margslungið skáldverk.
í Danaveldi
Sem fyrr er frásögn Orms
drepfyndin. Kostulegt myndmál
og stórýkjustíll er aðal bókarinn-
ar. Þeir félagar lenda í ýmsum
skakkaföllum, en gengur ótrúlega
vel að eignast vini og bandamenn
meðal hústökumanna, bísa og
smákrimma annars vegar og
heldra fólks hins vegar. Það er
eftir öðra að þeir félagar era flug-
mælskir á dönsku allt frá því þeir
lenda á Kastrup og æ síðan, enda
geta allir „talað dönsku, það er
bara að stinga upp í sig heitri
kartöflu og anda.“ (bls. 8)
Mælskuflaumurinn er alveg með
ólíkindum, hugarflugið taum-
laust. Ævintýri Orms í Kaup-
mannahöfn eru ekki síður
skemmtileg en Gauragangur, en
hér fer einhvem veginn minna
fyrir þroskasögu Orms, minni al-
vara að baki. Það er Ranúr sem
vex frá félaga sínum, grænjaxlinn
Ranúr sem þrífst í skugga hetj-
unnar Orms. Hann kynnist ástinni
og axlar þá ábyrgð sem henni
fylgir, meðal Ormur sögumaður
þvælist enn í draumórum og loft-
köstulum.
Aðdáendum Orms Óðinssonar
á öllum aldri ætti semsé ekki að
leiðast Meiri gauragangur. Og nú
er bara að bíða átekta og sjá hvort
framhald verði á að ári...
Ólöf Pétursdóttir
<mttbóK
og
ISLENZKA
HESTSINS
Á 20. ÖLD VII bindi
eftir Gunnar Bjarnason.
Þetta er lokabindið í hinu mikla
ritverki um íslenska hestinn á 20.
öld og einnig síðasti hluti starfssögu
Gunnars.
Lýsing á öllum stóðhestum og hryss-
um sýndum 1990 og 1991.
KflFORLflGSBÓK
____
Ómissandi bók fyrir alla
hestamenn.
Sidney
iSheldon
Samsæríð
Þúsundir íslendinga bíða
spenntir eftir nýrri skáld-
sögu frá Sidney Sheldon og
hér kemur SamsæriÖ.
Robert Bellamy fær það hlutverk
að leita uppi sjónarvotta að brot-
lendingu „veðurathugunarbelgs" í
svissnesku Ölpunum. Öll vitni
þurfa að finnast.
SIDNEY SHELDON er meistari
í að koma lesandanum á óvart.
Verd kr.
BOKflFORLflGSB
ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 14. desember 1991
Síða 14