Þjóðviljinn - 14.12.1991, Blaðsíða 19
lF|ÖI MífffW JlTR
Ríkissjónvarp
og ríkiss tj ómarsj ónvarp
Bogi Ágústsson fréttastjóri. Stjórnar hann fréttstofu rfkissjónvarps eða rfkis-
stjórnarvarps?
Hræddir við
Albert
Heimildir innan stjómarflokk-
anna herma að Jón Baldvin
Hannibalsson utanrfkisráðherra
en þó einkum Davfð Oddsson
forsætisráðherra séu dauð-
hræddir um að Albert Guð-
mundsson sendiherra f Parfs
sé á heimleið f tiltektir. ( utan-
rfkisráðuneytinu verjast menn
allra frétta um málið, en engu
að sfður er þar haft fyrir satt að
utanrfkisráðherra geri nánast
allt sem f hans valdi stendur, til
að hafa Berta góðan f París.
Kallinn mun þó ekki vera par
ánægður þar ytra, þvf honum
finnst ráðuneytið skammta sér
naumt aurinn. Þá halda þeir þvf
fram, sem þekkja vel til innan
(haldsins, að það megi ekki
nefna Albert á nafn f áheyrn
Davfðs, án þess að það fram-
kalli f senn bæði fölva og svita.
En eins og kunnugt er þá tók-
ust sættir á milli Þorsteins og
Alberts áður en hann fór til Par-
fsar og þvf viðbúið að hann
muni styðja Þorstein í baráttu
hans við Davíð um formennsku
f flokknum, komi hann heim.
Þar fyrir utan er sú saga æði Iff-
seig innan fhaldsins að Albert
ætli sér að enda ferilinn á sama
hátt og Gunnar heitinn Thor-
oddsen gerði.
Hvers eiga
borgarbúar að
gjalda?
Eftir þvf hefur verið tekið að
auglýsingar borgarinnar um bif-
reiðastæði f miðborginni, á
þessum annatfma f verslun og
viðskiptum, hafa aðeins birst f
Mogganum. Þetta er auðvitað
móðgun við hinn almenna
borgarbúa og segir meira en
mörg orð um hugsunarhátt
borgaryfirvalda. En fyrst minnst
er á bifreiðar virðist sem allt sé
ert til að torvelda ökumönnum
borginni að taka vinstri beygj-
ur á gatnamótum. Gárungarnir
segja að það sé ekki nema að
vonum I Ijósi þess hversu lengi
hægri meirihlutinn hefur verið
við völd.
I^útvarpslögum er eitthvað sagt
um að rikisútvarpið eigi að
kappkosta að halda uppi rök-
ræðum um hvers konar máleíhi
sem almenning varða, á þann hátt
að menn geti gert sér grein fyrir
mismunandi skoðunum um þau. Þá
er og sagt að útvarpið skuli gæta
fyllstu óhlutdrægni i fréttaflutningi
sínum. Eitthvað finnst mér samt að
þessi ákvæði geti ekki átt við um
fréttastofu ríkissjónvarpsins.
Maður hefur svo sem oft látið
fréttaflutning ríkissjónvarpsins fara
i taugamar á sér, kannski að
ástæðulausu. Sérstaklega hefur
borið á því að einstakir fféttamenn
matreiði fréttir á svo litaðan hátt
og í samræmi við eigin persónu-
legu skoðanir að jafnvel hér á
Þjóðviljanum, sem er þó ekki hlut-
laus fjölmiðill, þætti það vafasöm
blaðamennska. Svokallaðir frétta-
skýringaþættir um Evrópumálin
eru talandi dæmi um þetta. Hingað
til hef ég haft tilhneigingu til að
skrifa slíkan fféttaflutning á ein-
staka fréttamenn og ekki séð
ástæðu til að pára á blað athuga-
semdir mínar. Það sem fyllti mæl-
inn í mínum huga var umræðuþátt-
ur í vikunni um nýsköpun í at-
vinnumálum, sem ég hef reyndar
vikið að í leiðara sl. fimmtudag.
Þá var það fréttamaður sem
hingað til hefur þótt vandur að
virðingu sinni, sem fékk til sín þrjá
bláklædda herramenn, forstjóra
stórra fyrirtækja, til að fjalla um
atvinnumál. Skemmst er frá þvi að
segja að þeir voru allir yfirmáta
sammála um að álver væri eina
lausn Islendinga í atvinnumálum,
töluðu um nauðsyn rannsókna og
þróunar, en þegar minnst var á
rannsóknir á vetni var talað í nið-
urlægjandi tón um - þennan eina
prófessor vestur í Háskóla sem
hefur rannsakað vetni í hálfu starfi
í 20 ár og það verður rannsakað í
næstu 30 ár án þess að nokkuð
komi út úr því -. Þannig var nú
rökfestan! Síðan var fengin Kristín
Halldórsdóttir, formaður Ferða-
málaráðs, til að lýsa sínum skoð-
unum sem fara ekki saman við
skoðanir herramannanna. Ekki
ætla ég að hafa fleiri orð um sjálf-
an málflutninginn, en uppsetning
fréttastofu ríkissjónvarpsins var
með endemum. Fréttamaðurinn
leyfir sér að taka viðtal við einn
þáttakandann fyrirfram, klippa það
viðtal að vild og m.a. mikilvæg
sjónarmið sem viðmælandinn vildi
koma á framfæri, en láta síðan
herramennina komast upp með að
tala í beinni útsendingu i einum
halelújakór, án þess að þurfa að
svara vangaveltum og sjónarmið-
um Kristínar Halldórsdóttur. Hvers
vegna var hún ekki fengin í beinu
útsendinguna? Var það vegna þess
að hún er kona? Var það vegna
þess að hennar sjónarmið þurfli að
klippa og „laga til“ svo fréttastofa
ríkissjónvarpins þyrði að bjóða
landsmönnum upp á þau? Hvers
vegna voru þama öngvir fulltrúar
samtaka launafólks? Koma at-
vinnumálin þeim kannski ekki við?
Eða er umrædd uppsetning túlkun
fréttastofunnar á „óhlutdrægni
gagnvart stefnum í opinberum
málum“? Þetta eru spumingar til
fréttastjórans, Boga Ágústssonar.
Á fimmtudagskvöld var síðan
umræðuþáttur fféttastofunnar sem
bar heitið „Hvað rís á rústum Sov-
étríkjanna?“. Þar var á ferðinni
annar fréttamaður, sömuleiðis
vandur að virðingu sinni, sem fékk
til liðs við sig tvo herramenn sem
bjuggu í Sovétríkjunum fyrir margt
löngu. Sannast sagna varð ég fyrir
vonbrigðum með þann þátt. Nú er
það svo, að þeir herramenn sem
þama vom samankomnir, ffétta-
maðurinn meðtalinn, hafa allir
ágæta og yfirgripsmikla þekkingu
á Sovétríkjunum og Rússlandi
o.s.ffv., en þvi miður fór lunginn af
tíma þeirra til að tala um löngu
liðna tíð, efnahagsumbætur Stoly-
píns, sem var forsætisráðherra
1906-1911, o.fl. í þeim dúr. Auk
þess féll fréttastofan enn og aftur í
þann farveg að stefna saman
mönnum sem em nánast sammála
um allt svið umræðuefnisins og
einmitt þess vegna varð þátturinn
leiðinlegur og lítt upplýsandi. Sér-
staklega getur þetta orðið hættulegt
ef valdir em einstaklingar sem em
fullir fordóma um það sem þeir
ætla að tala um.
Fleiri dæmi væri hægt að tína
til í þessum dúr, en verður látið
ógert að sinni. Það er á stundum
engu líkara en fféttastofa ríkissjón-
varpsins sé rangnefni og ffekar ætti
að kalla hana fréttastofu ríkis-
stjómarinnar og ríkissjónvarpið sé
þá ríkisstjómarsjónvarp. Nema ef
þeir sjónvarpsmenn hafa túlkað 1.
gr. útvarpslaganna, sem segir að
ríkisútvarpið sé sjálfstæð stofnun í
eigu íslenska ríkisins, á þann veg
að íslenska ríkið og ríkisstjómin sé
eitt og hið sama, óaðskiljanlegt.
Hvemig væri að fréttastofa rík-
issjónvarpsins færi að taka sig á og
kynnti sér skyldur sínar skv. út-
varpslögum?
ÁÞS
tr
Sjónvarp
14.30 Enska knattspyman. Bein
útsending frá leik Leeds United
og Tottenham Hotspur á Elland
Road I Leeds. Einnig verður
fylgst með öðmm leikjum og
staðan f þeim birt iafnóðum og
dregur til tlðinda. Umsjón Amar
Bjömsson.
17.00 Iþróttaþátturinn Fjallað verð-
ur um (þróttamenn og fþrótta-
viöburði. Umsjón Logi Berg-
mann Eiösson.
17.40 Jóladagatal Sjónvarpsins.
Stjömustrákur eftir Sigrúnu Eld-
jám (14).
17.50 Múminálfamir.
18.20 Kasper og vinir hans .
18.50 Táknmálsfréttir.
18.55 Poppkom Glódfs Gunnars-
dóttir kynnir tónlistarmyndbönd
af ýmsu tagi.
19.20 Úr rfki nátúrunnar. Efnavopn
skordýra. Bresk fraeðslumynd
um þeftítur. Þýðandi og þulur
Jón O. Edwald.
19.50 Jóladagatal Sjónvarpsins
(14) Endurs.
20.00 Fréttir og veöur
20.40 Lottó
20.50 Manstu gamla daga? (9)
Fúsi og lögin hans Gestur þátt-
arins er hið ástsæla tónskáld
Sigfús Halldórsson. Fram koma
m.a. Sigrfður Gröndal, Bergþór
Pálsson, Berglind Björk Jónas-
dóttir, Ingveldur Ólafsdóttir, Eva
Ásrún Albertsdóttir og Erna
Þórarinsdóttir. Umsjónarmenn
eru Jónatan Garðarsson og
Helgi Pétusson sem jafnframt
er kynnir. Hljómsveitarstjóri er
Jón Ólafson. Dagskrárgerð:
Tage Ammendrup.
21.35 Fyrirmyndarfaðir Bandarfsk-
ur gamanmyndaflokkur.
22.05 Endurfundir (2) Hér verður
haldið áfram að rekja öriaga-
sögu de Lancel fjölskyldunnar.
23.45 Húsið við Carroll-stræti
Bandarísk njósnamynd frá
1988. Myndin gerist i New York
á sjötta áratugnum og greinir
frá ungri konu sem missir vinn-
una vegna þess að hún er álitin
hættuleg þjóðfélaginu. Hún
kemst á snoðir um njósnamál
og reynir að vekia áhuga alrik-
islögreglunnar á því.
01.25 Utvarpsfréttir [ dagskráriok
StÖð 2
09.00 Með afa.
10.30 Á skotskónum.
10.55 Af hverju er himinninn blár?
11.00 Dýrasögur Vandaður þáttur.
11.15 Lási lögga Teiknimynd.
11.40 Maggý Skemmtileg teikni-
mynd um hressa krakka.
12.00 Landkönnun National Geo-
graphic.
12.50 Sá yðar sem syndlaus er...
Fjórir strákar deyða ungbam
með þvi að henda steinum I
það. Lokasýning.
14.25 Kvendjöfullinn Gamansöm
mynd með ekki ófrægari leik-
konum en Meryl Streep og
Roseanne Barr. (1990)
16.00 Inn við beiniö Endurt. þáttur
17.00 Falcon Crest
18.00 Popp og kók.
18.30 Gillette sportpakkinnr.
19.19 19.19
20.05 Islandsmeistarakeppni |
samkvæmisdansi - keppendur
kynntir. Sjötti og siðasti þáttur.
20.20 Á norðurslóðum.
21.15 Glæpaspil Sakamálaþáttur.
22.15 Fjölskyldumál Bráðskemmt-
ilg mynd um feðga sem kemur
svo illa saman að þeir talast
varia við. Aðalhluverk: Matthew
Brodrick, Sean Connery og
Dustin Hoffman. (1989)
00.05 Úr myrkrinu Hörkuspenn-
andi taugatryllir um örvænting-
arfulla leit að morðingja sem
klæðist trúðsfötum. Aðalhlut-
verk Cameron Dye. (1988)
Stranglega bönnuð bömum.
01.30 Fallinn engill Spennumynd
um föður sem leitar dóttur sinn-
ar en hún hvarf á dularfullan
hátt eftir skotárás. (1988)
Stranglega bönnuð bömum.
03.05 Dagskrártok Stöðvar 2
Helgardagskrá
sjónvarpsstöðvanna og
ríkisútvarpsins er að flnna í
föstudagsblaði Þjóðviljans,
Nýju Helgarblaði
Rás 1
FM 92.4/93.5
6.45 Veðurfregnir. Bæn, séra Hjört-
ur M. Jóhannsson flytur.
7.00 Fréttir.
7.03 Múslk að morgni dags
Umsjón: Svanhildur Jakobsdóttir.
8.00 Fréttir.
8.15 Veðurfregnir.
8.20 Söngvaþing Skagflrska söng-
sveitin, Ragnhildur Gisladóttir,
Hljómeyki, Björk Guðmunds-
dóttir, Ingibjörg Þorbergs, Ellý
Vilhjálms, Björgvin Halldórsson,
Sigurður Rúnar Jónsson og fleiri
flytia.
9.00 Fréttir.
9.03 Frost og funi Vetrarþáttur
bama. Umsjón: Elisabet Brekk-
an. (Einnig útvaipað kl. 19.32 á
sunnudagskvöldi).
10.00 Fréttir.
10.03 Umferöarpunktar
10.10 Veðurfregnir.
10.25 Þingmál Umsjón: Arnar Páll
Hauksson.
10.40 Fágæti „Bolero" eftir Maurice
Ravel. Lamoureux hljómsveitin f
Parfs leikur; höfundur stjómar.
(Hljóðritað 1932).
11.00 I vikulokin Umsjón: Páll Heið-
ar Jónsson.
12.00 Útvarpsdagbókin og dagskrá
laugardagsins
12.20 Hádegisfréttir
12.45 Veðurfregnir. Auglýsingar.
13.00 Yfir Esjuna Menningarsveip-
ur á laugardegi. Umsjón: Jón
Kari Helgason, Jórunn Sigurðar-
dóttir og Ævar Kjartansson.
15.00 Tónmenntir - Islenskar tón-
minjar Annar þáttur af þremur.
Varðveisla fslenskra þjóðlaga.
Rætt viö Jónas Kristjánsson for-
stöðumann Árnastofnunar,
Helgu Jóhannsdóttur og Jón
Sigbjörnsson. Umsjón: Már
Magnússon. (Einnig útvarpað
þriðjudag kl. 20.00).
16.00 Fréttir.
Llsa Páls og Kristján Þorvaldsson sjá um Helgarútgáfuna á Rás 2 I dag kl.
10.00. Kristján litur f blöðin, Jón Stefánsson verður með vikupistilinn og
Guðjón Jónatansson og Steinn Sigurðsson svara spurningum hlustenda
um hin aðskiljanlegustu tæknimál.
16.05 Islenskt mál Umsjón: Guðrún
Kvaran. (Einnig útvarpað mánu-
dag kl. 19.50).
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Útvarpsleikhús barnanna:
„Þegar fellibylurinn skall á“ fram-
haldsleikrit eftir Ivan Southall
fundi þáttur af ellefu. Þýðandi og
leikstjóri: Stefán Baldursson.
eikendur: Þórður Þórðarson,
Anna Guðmundsdóttir, Randver
Þorláksson, Þórunn Sigurðar-
dóttir, Þórhallur Sigurðsson, Sól-
veig Hauksdóttir, Einar Kart Har-
aldsson og Helga Jónsdóttir. Áð-
ur á dagskrá 1974).
17.00 Lslampinn eöaf efnis er viðtal
við Vigdísi Grímsdóttur um
Ijóðabókina „Lendar elskhug-
ans". Einnig verður rætt við
Hannes Pétursson um bækur
hans „Eintöl á vegferðum" og
„Stund og staöir* Umsjón: Frið-
rik Rafnsson. (Einnig útvarpað
miðvikudagskvöld kl. 23.00).
18.00 Stélfjaðrir Tríó Earis Klughs,
Roberta Flack, Ronnie Aldrich
og fleiri leika og syngja.
18.35 Dánarfregnir. Auglýsingar.
18.45 Veðurfregnir. Auglýsingar.
19.00 Kvöldfréttir
19.30 Diassþáttur Umsjón: Jón
Múli Árnason. (Áður útvarpað
þriðjudagskvöld).
20.10 Langt f burtu og þá Mannllfs-
myndir og hugsjónaátök fyrr á
árum. Ljósvikingurinn og Breið-
fjörð. Umsjón: Friörika Benónýs-
dóttir. Lesari ásamt umsjónar-
manni: Jakob Þór Einarsson.
(Aður útvarpað sl. þriðjudag).
21.00 Saumastofugleði Úmsjón og
dansstjórn: Hermarm Ragnar
Stefánsson.
22.00 Fréttir. Orð kvöldsins.
22.15 Veðurfregnir.
22.20 Dagskrá morgundagsins.
22.30 Rússland f sviðsljósinu:
„Undirleikarinn" eftir Ninu Ber-
berkovu Þýðing: Ámi Bergmann.
Útvarpsleikgerð: Gunnilla
Hemming. Leikstjóri: Hallmar
Sigurðsson. Leikendur: Sigrún
Edda Bjömsdóttir, Guðrún Ás-
mundsdóttir, Anna Kristfn Am-
grímsdóttir, Kristján Franklln
Magnús, Harald G. Haraldsson,
Pálmi Gestson, Rúrik Haralds-
son, Viðar Eggertsson og Jónas
Jónasson. Söngur: Katrfn Sig-
urðardóttir. Pfanóleikur: Þor-
steinn Gauti Sigurðsson. (Áður
útvarpað sl. sunnudag).
24.00 Fréttir.
00.10 Sveiflur Létt lög I dagskrár-
lok.
01.00 Veðurfregnir.
01.10 Næturútvarp á báðum rásum
til morguns.
Rás 2
FM 90.1
8.05 Laugardagsmorgunn Margrét
Hugrún Gustavsdóttir býður
góðan dag.
10.00 Helgarútgáfan Helgarútvarp
Rásar 2 fyrir þá sem vilja vita og
vera með. Umsjón: Lfsa Páls og
Kristján Þorvaldsson. - 10.05
Kristján Þorvaldsson lítur I blöð-
in og ræðir við fólkið f fréttunum.
- 10.45 Vikupistill Jóns Stefáns-
sonar. - 11.45 Viðgerðarifnan -
slmi 91- 68 60 90 Guöjón Jónat-
ansson og Steinn Sigurðsson
svara hlustendum um þaö sem
bilað er f bflnum eða á heimilinu.
12.20 Hádegisfréttir
12.40 Helgarútgáfan Hvað er að
gerast um helgina? ftarieg dag-
bók um skemmtanir, leikhús og
allskonar uppákomur. Helgarút-
gáfan á ferð og flugi hvar sem
fólk er að finna.
16.05 Rokktiðindi Skúli Helgason
segir nýjustu fréttir af eriendum
rokkurum. (Einnig útvarpað
sunnudagskvóld kl. 21.00).
17.00 Með grátt I vöngum Gestur
Einar Jónasson sér um þáttinn.
(Einnig útvarpað I næturútvarpi
aöfaranótt miðvikudags kl.
01.00).
19.00 Kvöldfréttir
19.32 Vinsældarlisti götunnnar
Vegfarendur velja og kynna
uppáhaldslögin sin. (Áður á dag-
skrá sl. sunnudag).
21.00 Lög úr kvikmyndunum „Point
Break" og „Cristine* og af safn-
skffunni „Motown giri groups
1962-1971
22.07 Stungið af Margrét Hugrún
Gústavsdóttir spilar tónlist við
allra hæfi.
24.00 Fréttir.
00.10 Vinsældariisti Rásar 2 - Nýj-
asta nýtt Umsjón: Andrea Jóns-
dóttir. (Áður útvarpaö sl. föstu-
dagskvöld).
01.30 Næturtónar Næturútvarp á
báðum rásum til morguns. -
Fréttir kl. 7.00, 8.00, 9.00,
10.00, 12.20, 16.00, 19.00,
22.00 og 24.00.
ÞJÓÐViLJINN Laugardagur 14. desember 1991
Síða 19