Þjóðviljinn - 14.12.1991, Blaðsíða 20
Allt innanlandsflug Flugleiða mun liggja niðri næstu þrjá daga. Enn er ekki Ijóst hvernig tekið verður á flugi annarra flug-
félaga. Mynd: Kristinn.
Ótrúleg
fljótfæmi
stjómarinnar í
málum fatlaðra
Framkvæmdastjórar svæðisstjórna á landsbyggðinni um málefni fatl-
aðra hafa ákveðið að skila skýrslum til félagsmálaráðuneytis um
hvort einhverjar leiðir séu færar á hverju svæði til að auka hlut
sveitarfélaga í málefnum fatlaðra með stuttum fyrirvara. Þeir eru sam-
mála um að þær séu fáar, ef nokkrar. Reykjavík hefur þó algjöra sér-
stöðu og gæti hæglega tekið við öllum málaflokkum fatlaðra, að mati
framkvæmdastjóra Svæðisstjórnar í Reykjavík. Réttindasámtökum fatl-
aðra hefur verið heitið því að þau verði höfð með í ráðum, komi til ein-
hverra breytinga á annað borð, en félagsmálaráðherra hefur að mestu
dregið fyrstu tillögur ríkisstjórnarinnar um tilfærslu málefna fatlaðra
frá ríki til sveitarfélaga til baka.
Litlu flugfélögin undir
smásjá Dagsbrúnar
Idag hófst annar liður í skyndiverkfalli Dagsbrúnar þegar hlaðmenn
og afgreiðslumenn flugvélabensíns hjá Flugleiðum á Reykjavíkur-
flugvelli lögðu niður vinnu. Allt innanlandsflug Flugleiða mun því
leggjast af næstu þrjá daga. Enn er óráðið hvað Dagsbrún gerir gagn-
vart öðrum flugfélögum, en Flugfélag Norðurlands hefur t.a.m. ráðgert
þrjár ferðir á dag milli Reykjavíkur og Akureyrar meðan á verkfallinu
stendur.
Dagsbrún hefur enn ekki ákveð-
ið hvemig bmgðist verður við ef
minni flugfélögin á landinu auka
flug til og ffá Reykjavík í þessum
tíma.
Sigurður Bessason, starfsmaður
Dagsbrúnar, sagði að slíkar ákvarð-
anir væm teknar hverju sinni, um
leið og vafasamir atburðir kæmu
upp.
- Maður hefur heyrt að Flugfé-
lag Norðurlands ætli sér að fljúga
þrjár ferðir á dag milli Akureyrar og
Reykjavíkur meðan á verkfallinu
stendur. Þeir kalla þetta leiguflug, en
við höfum heimildir fyrir því að
fólki sem ætlaði með Flugleiðum
hafi verið bent á þennan möguleika,
sagði Sigurður.
Hann sagði einnig að orðrómur
væri á kreiki um að íslandsflug ætl-
aði sér að stunda sama leik og bæta
við flugferðum miðað við það sem
hefðbundið væri.
Aðspurður um hvers vegna verk-
fallsaðgerðir væm ekki skipulagðar
betur, svo að hlutir væm ekki svona
óljósir, sagði Sigurður að í skyndi-
verkföllunum væru mismunandi
hópar manna í verkfalli. Þessir menn
vildu kannski haga sínum aðgerðum
á mismunandi vegu, og hefðu stjóm-
endur félagsins fullan skilning á því.
Dagsbrúnarmenn hittast klukkan
tíu í dag til að ráða ráðum sínum um
hvemig bregðast skuli við flugi ann-
arra flugfélaga en Flugleiða til og frá
Reykjavík. -sþ
Hart deilt um fisk-
markaði á Snæfellsnesi
Fiskmarkaður Breiðaijarðar tekur til starfa í Ólafsvík á laugardag.
Áætlanir um að sameina hann Fiskmarkaði Snæfellsness, sem tók til
starfa í Ólafsvík fyrir nokkrum vikum, eru runnar út í sandinn og
aðstandendur markaðanna kenna hver öðrum um að tveir markaðir
munu nú slást um sama aflann á svæðinu.
Smábátaeigendur og fleiri ein- að Snæfellsnesmarkaðinum, en Hér-
staklingar, flestir í Ólafsvík, standa aðsnefnd Snæfellinga á fmmkvæði
Rækjuiðnaðurinn
leitar ásjár stjómvalda
Stjórn Félags rækju- og hörpu-
diskframleiðenda hóf í gær
viðræður við sjávarútvegsráð-
herra um leiðir til bjargar rækju-
iðnaðinum. Verðfall hefur verið
undanfarna 19 mánuði á erlendum
mörkuðum og verksmiðjur, sem
eingöngu vinna rækju, eru reknar
með 22% tapi að meðaltali. Gjald-
þrotahrinan, sein framleiðendur
spáðu fyrir um í vor, er hafln og
stjórnvöld verða að bregðast við,
segir Pétur Bjarnason fram-
kvæmdastjóri félagsins.
Framleiðendur fóra þess á leit við
siðustu ríkisstjóm að tekin yrðu lán til
þess að greiða uppbætur á afúrða-
verði, þar sem fé til iðnaðarins var
uppurið í Verðjöfnunarsjóði. Því var
hafnað en þess í stað samþykkt 200
milljón króna lán til skuldbreytinga.
Því loforði kippti ríkisstjóm Davíðs
Oddssonar til baka og síðan þá hefur
verksmiðjan ísver orðið gjaldþrota,
Niðursuðuverksmiðjan á Isafirði feng-
ið greiðslustöðvun og vitað er að
margar aðrar verksmiðjur eiga í vem-
legum rekstrarerfiðleikum.
Framleiðendur segja hráefhisverð
alltof hátt og hafa aldrei kynnst jafn-
langvarandi lægð á erlendum mörkuð-
um. Verðsveifliu- hafa til þessa staðið í
3-4 mánuði. Þá gagnrýna þeir einnig
að kvóti á úthafsrækju skuli ekki vera
tengdur við verksmiðjur, eins og kvóti
á innfjarðarrækju. Pétur Bjamason
segir framleiðendur vilji ræða við
stjómvöld með opnum hug, en bendir
jafnffamt á að hlutdeild rækjuiðnaðar-
ins í heildarverðmæti sjávarafia sé 8-
10%. „Aðgerðir stjómvalda hafa
aldrei miðast við þetta og menn hafa
vanmetið hversu stór hlutur okkar er,“
segir hann. „Nú sjá menn að við hróp-
uðum ekki „úlfur, úlfúr" að ástæðu-
lausu í vor.“ -vd.
að stofnun Breiðaljarðarmarkaðar-
ins. Eigendur hans em Sfykkis-
hólmshöfn, Ólafsvíkurbær, Eyrar-
sveit og Neshreppur utan Ennis.
Samanlagt eiga Grundfirðingar
stærstan hlut, þó ekki meirihluta.
Á meðan á undirbúningi að
stofnun markaðanna stóð ræddust
aðilar við um sameiningu og undir-
rituðu viljayfirlýsingu þess efnis í
sumar.
Þær viðræður sigldu í strand um
það leyti sem Snæfellsnesmarkaður
tók til starfa og ágrciningur, sem
hefur orðið æ persónulegri, hefur
magnast síðan.
Guðmundur Karl Snæbjömsson,
éinn forsvarsmanna Snæfellsnes-
markaðar, gagnrýnir sveitarfélögin
harkalega og segir óþolandi að opin-
berir aðilar skuli ætla að vasast í at-
yinnurekstri og standa í stríði við
einstaklifigsframtak, auk þess sem
vinnubrögð bæjarstjómar Ólafsvíkur
í málinu hafi verið eitt klúður. Hann
segir það óréttmætt að bæjarstjóm
hafi lagt fé bæjarbúa jafnt í Breiða-
fjarðarmarkaðinn sem togaraútgerð í
bænum, án samráðs við íbúa, en
hundsi síðan óskir einstaklinga í
bænum um hlutafé.
Formaður héraðsnefndar, Magn-
ús Stefánsson sveitarstjóri í Gmnd-
arfirði, vísar því á bug að samstarfs-
vilji hafi ekki verið fyrir hcndi og
segist enn vonast eftir að samkomu-
lag náist.
-vd.
Aðstoðarmaður félagsmálaráð-
herra, Bragi Guðbrandsson, átti fund
með öllum framkvæmdastjómm
svæðisstjómanna og gaf þeim skýr-
ingar á tillögunum. Að sögn Ástu M.
Eggertsdóttur, framkvæmdastjóra
svæðisstjómarinnar í Reykjavík,
virðist svo vera að þær hafi orðið til
þannig að eingöngu hafi verið horft
á tölur á blaði en ekki á fólkið. Hér
hafi aðeins verið um hugmynd að
ræða sem ekki hafi verið lokið við
að útfæra þegar fjölmiðlar fréttu af
þeim.
Helgi Seljan, félagsmálafulltrúi
Öryrkjabandalagsins, tekur undir
þetta, en kveðst þó mjög vantrúaður
á að tillögumar hafi verið gerðar op-
inberar nema með samþykki Jó-
hönnu Sigurðardóttur félagsmálaráð-
herra. Hann segir fljótaskriftina á til-
lögum ríkisstjómarinnar hreint ótrú-
lega. „Við treystum samt sem áður á
að það verði reynt að koma til móts
við okkur,“ segir hann.
Ásta segir að Reykjavíkurborg
hafi algjöra sérstöðu hvað varðar
fjárhagslega og faglega getu til að
taka við málefnum fatlaðra, en að-
stæður á landsbyggðinni væm allt
aðrar og mismunandi frá einum stað
til annars. Tillaga um að Reykjavík
ein myndi taka við verkefúum frá
ríkinu hefúr samt ekki komið ffam
og þegar þetta var rætt á fundi ffarn-
kvæmdastjóranna með Braga Guð-
brandssyni, taldi hann slíkt ekki geta
gengið í framkvæmd.
Asta kveðst hafa fúlla trú á að
félagsmálaráðherra standi við orð
sín um að aðrar leiðir verði fúndnar
og leggur áherslu á að ffamkvæmda-
stjóramir beri allir lof á Jóhönnu
Sigurðardóttur, m.a. vegna nýs 35
milljóna króna framlags á fjárlögum
til vistunar geðfatlaðra. -vd.
Enn af ágreiningi
stjómarliða
Agreiningur stjórnarliða á Alþingi um fjárlagafrumvarpið, efna-
nagsráðstafanirnar og tekjuöflunarfrumvörp leynist víða einsog
kemur fram í Þjóðviljanum í dag. Auk þess hefur komið fram
mikil gagnrýni hagsmunaaðila og annarra á framkomnar tillögur í
efnahagsmálum.
Halldór Blöndal landbúnaðarráð-
herra og Jón Sigurðsson iðnaðarráð-
herra em ósammála um meðferð nið-
urfellingar á niðurgreiðslu á mjólkur-
duffi. Jón vill að nefnd kanni innflutn-
ing á mjólkurdufti til að ffamleiðend-
ur fái ódýrt duft. Þetta telur Halldór
ekki hafa verið rætt á þann hátt í rík-
isstjóm, heldur einungis að sett yrði
jöfnunargjald á sælgæti til að vega
upp á móti niðurfellingunni á niður-
greiðslunni uppá 100 miljónir króna.
Hann telur þetta nóg, en Jón hallast
að því að jjörf sé á að heimila inn-
flutning svo framleiðendur þurfi ekki
að kaupa óniðurgreitt íslenskt mjólk-
urduft, eftir því sem þeir upplýstu við
Þjóðviljann í gær.
Egill Jónsson, annar fúlltnii Sjálf-
stæðimanna í landbúnaðamefhd, hef-
ur myndað nýjan meirihluta í nefhd-
inni þar sem hann er á móti lækkun
ffamlags vegna jarðræktarlaga. Meiri-
hluti nefndarinnar er því á móti stefhu
stjómarinnar. Hann er formaður
nefhdarinnar. Egill hefur einnig fiutt
breytingartillögu við fjárlagafrum-
varpið þess efnis að 15 miljónum
króna verði veitt til hjúkrunarheimilis
á Höfn í Homafirði. Það er mjög óal-
gegnt að stjómarliðar fiytji slíkar til-
lögur.
Þá hefur ríkisstjómin beygt sig
fyrir þrýstingi hagsmunaaðila í mál-
efnum fatlaðra og nú em uppi hug-
myndir um að sveitarfélögin greiði
700 miljónir króna til löggæslunnar í
stað flutnings á málefnum fatlaðra.
Þessi tillaga og aðrar em til umræðu,
en ekki hefur fengist niðurstaða, að
sögn Jóhönnu Sigurðardóttur félags-
málaráðherra.
Þá hefúr Vilhjálmur Egilsson,
ffamkvæmdastjóri Verslunarráðs, sent
Matthíasi Bjamasyni, formanni Efna-
hags- og viðskiptanefndar þingsins og
samflokksmanni sínum, tvö bréf þar
sem mótmælt er áffamhaldandi inn-
heimtu jöfnunargjalds í sex mánuði á
næsta ári. Vilhjálmur sagði i gær að
líkast til væri þetta lögbrot og vonað-
ist hann til að nefndin kæmist að
þeirri niðurstöðu. En í bréfinu hótar
Verslunarráð málsókn ef þetta verður
lagt á.
Þá hefúr Vilhjálmur, sem á sjálfúr
sæti í nefhdinni, sent annað bréf þar
sem áformum um þrengingu á heim-
ildum til að nýta tap sem skattaffá-
drátt er mótmælt þar sem ekki verði
annað séð að með lögunum yrði
ómögulegt að nýta tap til skattaffá-
dráttar og það myndi leiða til fjölgun-
ar gjaldþrota í atvinnurekstri. Fram-
kvæmdastjórinn cg Sjálfstæðismaður-
inn Vilhjálmur mótmæiir einnig að
ekki megi draga útgreiddan arð ffá
hagnaði einsog gert er ráð fyrir í
tekjuöflunarfrumvarpi ríkisstjómar-
innar. Hann sagði að um væri að ræða
tvísköttun í því sambandi. Hann vildi
ekki gefa upplýsingar, um hvemig
hann ætlaði að greiöa atkvæði í þess-
um málum, en hann vonaðist til
breytinga á þessu í nefhd. Þess má
geta að Vilhjálmur greiddi þvi at-
kvæði að skattur á verslunar- og skrif-
stofuhúsnæði varð að lögum. Flokks-
bróðir hans, Ingi Bjöm Albertsson,
greiddi atkvæði á móti. -gpm