Þjóðviljinn - 14.12.1991, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 14.12.1991, Blaðsíða 11
BÓKáBLáÐlv Svo að lífið hverfi ekki sporlaust Pétur Gunnarsson: Dýrðin á ásýnd hlutanna. Mál og menning 1991. Textarnir í þessu kveri eru kliptir saman úr vasabók- um höfundar á ellefu ár- um. Og áður hefur Pétur gefi út svipaða Vasabók. Kannski finnst einhverjum hér um óþarfa gjörnýtingarhyggju að ræða í út- gáfu. Svo er reyndar ekki. Ekki barasta af því að svona bækur hafa saman sett stórmenni eins og Elias Canetti, heldur blátt áfram vegna þess að í þessum textum er myndvísi og skemmtun og hugsun. Stundum er textinn barasta lína sem gæti ratað inn í ljóð hvenær sem vera skal, stundum er hann lengri, en athyglin festist við eina líkingu eins og þá að ísland geti verið „áhyggju- laust eins og falskar tennur". Þama eru tengsli vel þétt sem margur hefði sett upp á einni síðu og kallað ljóð: „Páskar og fyrir allar aldir byrja kirkjukukkumar að kalla. Fólk vaknar með andfœlum, heldur að það sé kominn heimsendir, man svo eftir páskunum og jólabörnin koma undir. " Hér eru undirfurðulegir draumar sem em um leið skrýtlur (um Marx til dæmis eða Maó formann). Hér era þankar sem lesandinn getur vel átt til að mótmæla eins og þessum orðum um viðburði ástarinnar: „Svo erfitt að rijja upp ástarleik. Það er hœgt að muna eftir máltið, maður man þá hverjir voru við- staddir og samræður sem áttu sér stað. En þetta tveggja manna tal - jafn sporlaust og draumur." Nei Pétur, sannlega segir þessi lesandi hér að ástarminnið er hundr- að sinnum skarpara en máltíðaminn- ið, sem er fyrr en varir horfið með vindi úr gömum - ef svo væri ekki mundi mannlífið sýnu óbærilegra en það þó er. Eitt hið elskulegasta við þessa texta er sú vitneskja sem í þeim vak- ir að „tíminn er svo naumur, það er allt að gerast nákvæmlega núna“. Og því berum við einlæga virðingu einnig fyrir því smæsta: „Ur því maður er byijaður að virða fyrir sér maura er eins gott að leggja ffá sér annað." Og það er okkar vöm, göm- ul og ný, að „krota og pára - svo að lífið hverfi ekki sporlaust" og skoða þá „af öllu afli það sem er“. Er það nóg? Getum við unnið það affek að „gera allt að skáldskap" eins og á einum stað er sett fram sem mark- mið? Er það eftirsóknarvert? (við Pétur Gunnarsson getum ekki gert okkur dagamun á hveijum degi eins og auglýsingamar halda). En við getum vitaskuld gert okkar besta til að striða vananum, góma það stórkostlega þegar minnst varir. Eins og Pétur gerir, flugnavin- ur og fiðrildaveiðari. Árni Bergmann I sviptivindum Ævisaga Sigurðar Helgasonar Steinar J. Lúðvíksson skráði 387 bls. Fróði hf. Sigurður Helgason, fyrr- verandi forstjóri og stjórnarformaður Flug- leiða, hefur löngum verið umdeildur maður. Um hann hafa sannarlega leikið svipti- vindar. Hann var vjrkur þátt- takandi í flugrekstri Islendinga í nærri fjörutiu ár. Ævisaga hans hlýtur því að vekja áhuga þeirra sem hafa fylgst með eða starfað að flugmálum. I upphafi segir Sigurður frá æsku- op unglingsárum í Vatns- mýrinni 1 Reykjavík. Þá þegar hóf- ust afskipti hans af viðskiptum með ffimerkjabraski, eins og hann orðar það sjálfúr, og virðist sem hann h^fi verið athafnasamur á því sviði. I þjónustu Bandaríkjahers kynntist Sigurður ýmsum mönn- um sem áttu eftir að koma við sögu á lífsleið hans síðar, þegar hann var við nám og störf í Bandarikjunum. A námsárunum í Bandaríkjunum hófust líka kynni hans af Loftleiðamönnum, eins og Alfreð Elíassyni og Jóhannesi Markússyni og grunnurinn að stjómarbyltingu í Loftleiðum var lagður í samtölum þessara manna fyrir vestan, ef marka má frásögn Sigurðar. Umfangsmesti hluti bókarinn- ar fjallar að vonum um „Loftleiða- ævintýrið" ,og um sameiningu Flugfelags Islands og Loftleiða. Lesandanum verður fljótt ljóst að Sigurður er enginn sérstakur frið- arins boðberi, heldur þvert á móti. Honum virðist falla best að standa í átökum um áhrif og völd og býð- ur hveijum sem er byrginn, ef honum finnst á sig hallað. Frá- sögnin verður hér satt að segja af- ar einhæf. Fyrir þá er lítið sem ekkert þekkja til flugrekstrarsögu síðustu áratuga, er dregin upp sú mynd að flest það sem til heilla hefur horft í atvinnuflugi hérlendis hafi verið Sigurði að þakka, en á sama hátt hafi fjandmenn hans borið mesta ábyrgð á því sem mið- ur hefúr farið. Þott slíkur ftásagn- armáti kunni að þjóna einhverjum tilgangi, verður frásögumaður ósjálfrátt bæði ótrúverðugur og frahrindandi í augum lesandans. Sjálfshyggja Sigurðar kemur lögglega fram í Týsingu eins og essari um „hatrammar árásir“ fjölmiðla á hann sem forstjóra þegar fjöldauppsagnir starfsfólks áttu pér stað: „Það hafa sennilega fáir Islendingar orðið fyrir öðrum eins vömmum og skömmum í ræðu og riti og eg varð fyrir á þessum tíma....Mér var líkt við Khomeini erkiklerk í íran sem þá var holdtekin ímynd alls hins illa“(bls. 287) Samskipti Sigurðar og Alfteðs Elíassonar era í raun sérstakur kapítuli. Ekki verður betur séð en þeir hafi verið nánir samstarfs- menn í upphafi og persónuleg tengsl þeirra verið með ágætum. Lesandanum verður þó smám saman ljóst að fúllt hatur hefur tekist með þeim kumpánum, án þess þó að ástæðum þess séu gerð ijokkur raunveruleg skil í bókinni. A einum stað er þo ýjað að þessu, þótt Sigurður kjósi að setja það ekki í samhengi við almenn sam- skipti þeirra Alfteðs, en á bls. 288 segir: „Ég man eftir því að ein- hverju sinni þegar Alfteð Elíasson var búinn að fá sér í glas þá sneri hann sér að mér og spurði mig beint út hvort það væri ekki rétt að ég hefði þegið það sem hann kall- aði umboðslaun hjá þeim fyrir- tækjum vestra sem Loflleiðir áttu mest viðskipti við.“ Ásakanu af þessum toga af hálfú Loftleiðamanna í Reykjavík í garð Sigurðar, sem þá starfaði í New York, áttu án nokkurs vafa ríkan þátt í þeim fjandskap og gagnkvæma trúnaðarbresti sem varð milli Sigurðar og Alfreðs. Auk þessa þótti mörgum Loft- leiðamanninum Sigurður draga heldur taum Flugfélagsmanna við sameininguna og hafði það einnig sín áhrif á samstarf þeirra. Annars talar Sigurður tæpi- tungulaust um þau mál sem hann rekur í bókinni, t.d. átökin um Skandinavíuflug Loftleiða á sjö- unda áratugnum, sameiningu flug- félaganna, samskiptin við ríkis- valdið, Arnarflugsmálið og valda- baráttu innan stjórnar Loft- leiða/Flugleiða. Sérstaka meðferð fá að vonum átökin um eftirmann Sigurðar í forstjórastól og valda- brölt Eimskipafélagsins almennt. Það verður að segjast Sigurði til hróss að í þessu efni er hann alger- Iega samkvæmur sjálfum sér. Hann lagðist gegn aðild ríkisins í flugfélaginu og vildi koma í veg fynr einokunaraðstöðu, óháð því hver ætti í hlut. Voldugur aðili eins og Eimskipafélagið fór ekki var- hluta af þessari andstöðu hans og hann skirrtist ekki við að beijast gegn þeim af alefli þótt við ofur- efli væri að etja, eins og kom í ljós um síðir, þegar hann ákvað að hætta hjá félaginu. í bókinni talar Sigurður eins og vera ber um ljölmarga sam- ferðamenn sína og er oft óvæginn í dómum sínum. Lýsingarorð eins og „illskeyttur" og „viðskotaillur" sem Sigurður notar, segja hins vegar ef til vill meira um Sigurð sjálfan en þá sem hann er að tala um, pg þjóna litlum tilgangj. A heildina litið hefur „I svipti- vindum" að geyma fjölmarga fróðleikspiola úr sögu atvinnu- flugs á íslandi sl. 40 ár, en frá- sögnin er talsvert „flöt“, sérstak- lega kaflamir um Loftleiðaævin- týrið, sameininguna og Flugleiða- árin, og jaðrar við að vera hroð7 virkinislega unnin af skrásetjara. í bókinni úir og grúir af ritvillum og jafnvel málvillum sem hefði mátt komast hjá með sómasamlegum prófarkalestri. Dæmi: „miðstöð fyrirtæksins" (bls. 13), „tekkja upp grammófóninn" (bls. 20), „í pinu vettvangi“ (bls. 256). ÁÞS NÝJAR BÆKUR - SKUGGSJÁ - NÝJAR BÆKUR - SKUGGSJÁ «rruí? ZOFH-IONiASSON VEKINGS LOqARMTV Asgeir Jakobsson SÖGUR ÚR TÝNDU LANDI Ásgeir Jakobsson er landskunnur fyrir œvisögur sínar um íslenska athafnamenn, Þessi bók hefur aö geyma smásögur eftir hann, sem skrifaðar eru á góöu og kjarnyrtu máli. Þefta eru bráðskemmtilegar sögur, sem eru hvort tveggja í senn gamansamar og meö alvar- legum undirtóni. Leiðintil andlegs Jiroska M.Sum lY-ck M.Scott Peck Leiðin til andlegs tproska Öll þurfum við að takast á við vandamál og erfiðleika. Það er oft sársaukafullt að vinna bug á þessum vandamálum, og flest okkar reyna á einhvern hátt að forðast að horfast í augu við þau. í þessari bók sýnir banaa- ríski geðlœknirinn M. Scott Peck hvernig við getum mœtt erfið- leikum og vandamálum og öðlast betri skilning á sjálfum okkur, og um leið öðlast rósemi og aukna lífsfyllingu. Pétur Zophoníasson VÍKINGSLÆKJARÆTT V Fimmta bindið af Víkingslœkjarœtt, niðjatali Guðríðar Eyjólfsdóttur og Bjarna Halldórssonar, hreppstjóra á Víkingslœk. í þessu bindi er fyrsti hluti h-liðar œttarinnar, niðjar Stefáns Bjarnasonar. Efninu fram að Guðmundi Brynjólfssyni á Keldum verður skipt í tvö bindi, þetta og sjötta bindi, sem kemur út snemma á nœsta ári (1992). Myndir eru rúmur helmingur þessa bindis, Finnhogi GuAinurulsson Gamanscmi ^Dorra $ turlusonar Nokkur valin dæmi Siugpvjá . ■ ■ " • ' n f: S ' A xV,A&. j J'G'Á: Finnbogi Guömundsson GAMANSEMI SNORRA STURLUSONAR 23. september voru liðin 750 ár síðan Árni beiskur veitti Snomq Sturlusyni banasár í Reykholti. í þessari bók er minnst gleðimannsins Snorra og rifjaðir upp ýmsir gamanþœttir í verkum hans. Myndir í þókina gerðu Aðalbjörg Þórðardóttir og Gunnar Eyþórsson. Pétur Eggerz ÁST, MORÐ OG DULRÆNIR HÆFILEIKAR Þessi skáldsaga er sjöunda bók Péturs Eggerz. í henni er meðal annars sagt frá ummœlum fluggáfaðs islensks lœknis, sem taldi sig fara sálförum að nœturlagi og eiga tal við fram- liðna menn. Þetta er forvitnileg frásögn, sem fjallar um marg- breytilegt eðli mannsins og tilfinningar. Auðunn Bragi Sveinsson SITTHVAÐ KRINGUM PRESTA í þessari bók greinir Auðunn Bragi frá kynnum sínum af rúmlega sextíu íslenskum prestum, sem hann hefur hitt á lífsleiðinni. Prestar þeir, sem Auðunn segir frá, eru bœði lífs og liðnir og kynni hans af hverjum og einum mjög mismikil; við suma löng en aðra vart meira en einn fundur. SKUGGSJÁ Bókabúð Olivers Steins sf NÝJAR BÆKUR - SKUGGSJÁ - NÝJAR BÆKUR - SKUGGSJÁ Síða 11 ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 14. desember 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.