Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1995, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1995, Síða 2
2 MÁNUDAGUR 25. SEPTEMBER 1995 Fréttir i>v Verkalýðshreyfingin boðar uppsögn kjarasamninga: Mælirinn er f ullur - segir Bjöm Grétar Sveinsson, formaður Verkamannasambandsins „Þaö sem hefur verið aö gerast í launamálum ráöherra, alþingis- manna og æðstu embættismanna er dropinn sem fylhr mælinn hjá fólki. Þaö streyma til okkar ályktanir frá verkalýösfélögum alls staðar af land- inu um að nú beri aö segja samning- um upp. Það var líka skoðun allra í framkvæmdastjóm Verkamanna- sambandsins á fundinum um helgina að samningum eigi að segja upp. Miðstjóm ASÍ hefur líka sagt að sið- ferðislega séu forsendur kjarasamn- „Það er alveg ljóst að ef þingmenn og ráðherrar ætla að skjóta sér á bak við kjaradóm og segja að þeim komi þessar laimahækkanir ekki við, það hafi verið kjaradómur sem ákvað þær, þá þurfum við að fá okkar eigin kjaradóm sem segir til um hvaða laun fólk á að hafa,“ sagði Benedikt Davíðsson, forseti Alþýðusambands- ins, í samtali viö DV í gær. Davíö Oddsson forsætisráðherra sagði í samtali við Ríkisútvarpið í inganna brostnar. Menn geta talað um að verðlagshækkanir þurfi til að forsendur samninga séu brostnar. En í allri umræðunni við gerö kjara- samninganna í vetur, hjá stjórnvöld- um, aðilum vinnumarkaöarins og bara öllum sem komu þar nærri var rætt um að þeir lægst launuðu fengju mest og að allt yröi gert til að við- halda stööugieikanum í þjóðfélaginu. Allt sem gerst hefur síðan í launa- málum, og þá ekki síst nú hjá kjara- dómi og þingmönnum, gengur í þver- gærkvöldi að dómi kjaradóms um laun þingmanna, ráðherra og æðstu embættismanna yrði ekki hnekkt. Hann sagði enga aðferð færa að gera þær kröfur og það væri heldur ekki skynsamlegt. Hann sagði jafnframt að engar forsendur væru fyrir því að segja kjarasamningunum upp. Úrskuröur kjaradóms geti ekki orðið tfi þess að forsendur kjara- samninga bresti og sá úrskurður geri ekki hag neins launamanns í landinu öfuga átt við alla stefnumótun al- mennu kjarasamninganna," segir Björn Grétar Sveinsson, formaður Verkamannasambandsins, um hina haröorðu ályktun framkvæmda- stjórnarinnar. Hann sagði að ummæli forsætis- ráðherra í gær um að þessi launa- hækkun þingmanna og ráðherra hefði engin áhrif á afkomu launþega væri ekki rétt. „Forsætisráöherra á að vita það að allar launahækkanir sem eru um- lakari. Hann sagði kjarasamningana byggjast á því að verðlagsþróunin í landinu væri þannig að þær launa- bætur, sem kjarasamningamir ákváðu á sínum tíma, röskuðust ekki vegna verðlagshækkana. Benedikt Davíösson var spurður hvort hann teldi líklegt að kjara- samningum yrði sagt upp frá og með næstu áramótum? „Ég get aö sjálfsögðu ekki fullyrt neitt um það á þessari stundu en fram okkar kjarasamninga hafa áhrif inn í lánskjaravísitölu, þótt það sé minna en var. Eins þykir mér að : kjaradómur skuldi þjóðinni skýr- ingu á samanburðarfræði þeirri sem hann notar. Við könnumst ekki við þær launahækkanir sem hann notar tfi viðmiðunar þegar hann hækkar laun þingmanna og ráðherra eins og hann gerði,“ sagði Bjöm Grétar Sveinsson. menn hafa heyrt ályktun fram- kvæmdastjórnar Verkamannasam- bandsins. Hún er afar harðorð og skýr. Tónninn í fólki er líka mjög harður um allt land og ég tel að álykt- un Verkamannasambandsins endur- spegli þessa reiði almennings. Það kemur mér mjög á óvart ef forsætis- ráðherra og þingmenn heyra ekki svipaðan tón þar sem þeir fara um,“ sagði Benedikt Davíðsson. Lyfjumstoliðúr skipumogbrot- istinníapótek Brotist var inn í tvö skip, Börk NK og Beiti NK, á laugardags- kvöld eða aðfaranótt sunnudags þar sem þau lágu við bryggju í Neskaupstað. Stolið var sterkum deyfiiyíjum úr skipunum en litlar skemmdir voru unnar á þeim. Er ljóst að þjófarnir vissu hvar átti að ganga að lyfjunum en þetta er þriðja innbrotið í Börk á síðast- liönum tveimur árum. Þá var gerð tilraun tfi innbrots í apótekið á Reyðarfirði en þjóf- arnir flýðu af vettvangi þegar öryggiskerfið fór í gang. Innbrot- in eru í rannsókn en enginn hafði enn verið handtekinn i gærkvöld. -PP Sparkaðíhöfuð ligsjandimanns Sparkað var í höfuð liggjandi manns í átökum í Lækjargötu aðfaranótt sunnudags. Maðurinn var fluttur á slysadeild en fékk að fara heim eftir að gengið hafði verið úr skugga um að meiðsl hans voru ekki alvarleg. Lögregla handtók árásarmanninn. -pp Vattíhálku Fólksbíll valt sökum hálku í Hveradalabrekku á laugardags- kvöld. Tveir menn voru i bílnum, sem er mikið skemmdur, en þeir sluppu með minni háttar meiösl. Að sögn lögreglu á Selfossi er hér um fyrsta hálkuóhapp vetrarins aöræða. -DD Davíð Oddsson forsætisráðherra segir að dómi kjaradóms verði ekki hnekkt: Þurf um þá að f á okkar eigin kjaradóm - segir Benedikt Davíðsson, forseti Alþýðusambandsins Milljónatjón varó þegar eldur kom upp i nótaveiðiskipinu Júlla Dan trá Grindavik. Skipið var við bryggju i Reykjavik og var verið að skipta um vél i þvf. Eldurinn kom upp á gangi á millidekki og náði að teygja sig aftur f skipið og myndaðist mikill hiti undir nótakassa þess. Ljóst er að nótin er skemmd og einhverjar skemmdir urðu á rafleiðslum í skipinu. Skipið átti að fara til veiða eftir hálfan mánuð. DV-mynd S Sænsk brúðhjón giftu sig 1 Hálsanefshelli: Svarrandi brimið og gnauðið í vindinum heillaði - segir Ann-Britt Newton sem telur sig hafa komið 1 hellinn 1 fyrra lífi „Við komum hingaö fyrst fyrir ári og vorum staðráðin í því að koma aftur. Þá komum við í þennan helli og fannst hann svo fallegur að við afréðum að gifta okkur í honum ef við myndum einhvem tíman láta verða af því aö gifta okkur. Hann er eins og kirkja; stuðlaberg, svarrandi brimið fyrir utan og gnauðið í vindin- um - allt hefilaöi þetta okkur,“ segir Ann-Britt Newton, sem giftist Clar- ence Newton í Hálsanefshelli í Reyn- isfialli á laugardag. Ann-Britt, sem er sérkennari aö atvinnu, og Clarence Newton ljós- myndari eru frá Svíþjóð hefiluðust þau af landinu þegar þau komu hing- að fyrst fyrir rúmlega ári. Þau voru staðráðin í að heimsækja landið á ný en í fyrri ferö sinni til landsins komu þau í Hálsanefshelli. Vikingar i fyrra lífi? Ann-Britt, sem hefur orð fyrir þeim hjónakomum, segir að þeim hafi fundist staðurinn mjög kunnuglegur þegar þau komu þangað fyrst. „Eins undarlega og þaö kann að hljóma þá var eins og við hefðum komið þangað áður í öðru lífi. Lík- lega sem víkingar," segir Ann-Britt. Séra Haraldur Kristjánsson, sókn- arprestur í Vík, gaf brúðhjónin sam- an en vottar að vígslunni vom tveir starfsmenn bifreiðaumboðsins Heklu, en Clarence er í hlutastarfi hjá því bifreiðaumboði í Svíþjóð sem flytur inn Volkswagen þar í landi. Þeim farinst athöfnin hin fallegasta og eru staðráðin í að koma aftur tfi landsinsfljótlega. -pp Verkamannasambandið: Kjarasamn- ingum verði sagtupp Framkvæmdastjórn Verkamanna- sambandsins hélt fund í Vestmanna- eyjum um helgina. Þar var samþykkt ályktun þar sem uppsögn kjara- samninga um næstu áramót er studd. Alyktunin hljóðar svo. „Fundur framkvæmdastjómar Verkamannasambands íslands, haldinn í Vestmannaeyjum 22. tfi 24. september 1995, furðar sig á því að forráðamenn þjóöarinnar, sem lögðu þunga áherslu á það við gerð kjara- samninga í vetur að samið yrði um hóflegar launahækkanir, fylgja nú ekki sömu launastefnu og þeir hvöttu tfi þá, heldur taka sér margfalda hækkun almennra launa. Fram- kvæmdastjóm VMSÍ telur að for- sendur fyrir kjarasamningum séu því brostnar og tekur undir með miðstjóm ASÍ og verkalýðsfélögum um land allt, um að kjarasamningum verði sagt upp þannig að þeir verði lausir 31. desember 1995.“ Björgunarbátur Slysavarnafélagsins, Henry A. Hálfdansson, dró Fleyg NK, þriggja tonna plastbát, til hafnar i Reykjavik i gærkvöld. Báturinn bilaði á leiðinni frá Arnarstapa til Reykjavikur en talið er víst að öxull hafi brotnað í vél. Önnur trilla fékk að fljóta með Henry til hafnar en skipverjar um borð í henni óttuðust veðrið en yfir 8 vind- stig voru þar sem skipin sigldu. Á myndinni eru skipverjar um borð í Henry ásamt Hans Sigurgeirssyni af Fleyg NK. DV-mynd S Stuttar fréttir Forseii í heimsókn Martti Ahtisaari, forseti Finn- lands, kemur í opinbera heim- sókn tfi íslands á morgun ásamt eiginkonu sinni, Eevu. Heim- sóknin stendur í tvo daga. VSÍog búvörusamningur Vinnuveitendasambandið telur sig, samkv. RÚV, eiga mikilla hagsmuna að gæta við gerð bú- vörusamnings. VSl hefur kynnt bændum hugmyndir til úrbóta. Magnesíumverksmiðja Hátt verð og eftirspum á mark- aði gera magnesíumframleiðslu að fýsilegum kosti, samkvæmt því sem segir í áliti verkefnis- stjómar sem kannað hefur mögu- leika á framleiðslu á Reykjanesi. Sfldveíðin glædist Síldveiði glæðist fyrir austan land. Hólmaröst kom með 300 tonn tfi löndunar á Hornafirði í fyrrinótt. Jóna Eðvaids kom með 80 tonn samkv. RÚV. -rt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.