Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1995, Qupperneq 27

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1995, Qupperneq 27
MÁNUDAGUR 25. SEPTEMBER 1995 39 Eitt verka Hafdisar Ólafsdóttur á sýningu hennar í Geröarsafni. Hafskurðir - Hafdis Ólafsdóttir í Gerðarsafni Á síðustu árum hefur graflklistin verið að færa út kvíarnar hérlendis, bæði hvað snertir íjölda sýninga og nýstárleg efnistök þar sem gjarnan er leitað í aðrar listgreinar. Einþrykk hafa færst í vöxt með því að þar er sótt á mið málverksins og með aukinni vegsemd lágmynda í seinni tíð hafa grafíklistamenn farið út í formtilraunir með ramma og sýnt jafnvel frumplöturnar sjálfar. Hafdís Ólafsdóttir hefur verið virk í sýningahaldi íslenskrar grafíkur síðustu árin og hefur hún mestmegnis unnið tréristur en meðhöndlað þær nánast eins og málverk. Þannig notar hún margar plötur í hverja mynd og þrykkir í mörgum litbrigðum. Hún er nafni sínu trú í listinni og er hafið henn- ar meginviðfangsefni. Myndlist Ólafur J. Engilbertsson Vatn Raunar má segja að vatn í hinum ýmsu myndum hafi veriö til fjölda ára uppistaðan í verkum Hafdísar. Þar birtast öldur, hyljir, straumar, flóð og fjara hafsauganu sem allt sér. Á sýningunni, sem Hafdís opnaði í Gerðarsafni í Kópavogi á laugardag, eru 24 verk þar sem vatn er upp- sprettan. Tréristur eru meginuppistaðan, hkt og fyrr, en fimm verkanna eru einþrykk af koparplötum og eru þau talsvert ólík því sem Hafdís hefur sýnt áður. Verk þessi eru smærri en tréristurnar og þar er yfirbragð- ið mýkra og jafnframt flatara þar sem ekki gætir áferðar viðarins. Að mínu mati standa verk þessi tréristunum nokkuð að baki vegna þess að myndefni og efniviður bæta ekki hvort annað upp líkt og í tréristum lista- konunnar. Sakir einfaldleika myndefnisins er það hins vegar stórt atriði. Landsýn Verkunum er raðað upp í tveggja tii fimm mynda heildir og er sú ráð- stöfun mjög til heilla fyrir sýninguna því svipuð stærð myndanna og ein- faldleiki þeirra kallar á slíka hjálp frá rýminu. Margt er vel gert í röð trérista nr. 17 til 21 og er athyglisvert að skoða tvö verk sem bæði bera heitið Straumar, því þar kemur skýrt fram hvernig listakonan notar plöt- ur oftar en einu sinni en í mörgum litum þannig að ekkert verk verður eins, enda eru þau merkt á þá lund. í verki nr. 21, Flæði, kemur hinn grafíski eiginleiki tréristunnar hvað best fram og mætti Hafdís hugleiða að gefa teikningu skurðarins gaum í fleiri verkum. Hér sést að henni lætur einmitt vel að fækka litatónum en auka þess í stað skurðlistina í verkum sínum. Að mati undirritaðs rís sýningin þó hæst í síðustu þrem- ur verkunum sem standa sem röð við endavegginn, nr. 22 til 24. Þar er að finna meiri dýpt en í öðrum verkum á sýningunni og hin mörgu lög vinna þar vel saman að mótun landsýnar á mörkum hillingar og veru- leika i ljósaskiptum. Sýning Hafdísar Ólafsdóttur stendur til 8. október. Smáauglýsingar - Sími 550 5000 MMC Pajero ‘92, 5 d., V-6 super, ABS o.fl., ek. 97 þ., v. 2.950 þ., skipti. AMC Cherokee ‘89, 5 d., 4,0 1, A/T, krómf., ek. 126 þ., v. 1.600 þ., skipti. MMC Pajero ‘90, 3 d., V-6, 31”, ek. 84 þ., v. 1.400 þ., skipti. VW Golf station CL 1400 ‘95, álf. o.fl., ek. 6 þ., v. 1.320 þ., bein sala. Vantar Daihatsu Rocky, langan, dísil, ‘84-’87. Uppt. á bílasölu Höldurs hf., Akureyri, s. 461 3019,461 3020. Vörubílar VolvoF-12árg.‘83. Vel útbúinn dráttarbill með grjótpalli. Upplýsingar í síma 565 7627. Til sölu Topper vinnulyfta, í góöu lagi. Bjóðum góð greiðslukjör. Úpplýsingar í síma 562 5815 eða 567 2312 laugardag til miðvikudags. Menning Fyrstu tónleikarnir Fyrstu áskriftartónleikar Sinfóníuhljómsveitar íslands voru haldnir sl. fimmtudag í Háskólabíói. Hljómsveitarstjóri var Osmo Vánská og einleik- ari Kalle Randalu. í vetur er ætlunin að beina athygli sérstaklega að verkum Þorkels Sigurbjörnssonar og hófust þessir tónleikar á verki hans, Rímu. Rímu samdi Þorkell árið 1974 og byggir verkið á stuttri tónhendingu sem unnið er úr á stigvaxandi veg. Vefur Þorkels er fjölbreyttur og stund- um litríkur og á heildina er verkið áferðarfallegt og áhugavert og ber höfundinum gott vitni hvað handbragð snertir. Osmo Vánska leiddi hljóm- sveitina vel og ákveðið sem skilaði sér í góðum flutningi verksins. Píanókonsert nr. 24, K.491 í c- moll, eftir Mozart var næstur á efn- isskrá. Finnski pianósólistinn Kalle Randalu lék einleikshlut- verkið með hljómsveitinni. Þessi konsert er, eins og þeir sem á eftir komu frá hendi Mozarts, ekki síður sinfónískur að allri gerð og byggingu en sjálfar sinfóníur sama höfundar. Verkið býður upp á skáldlegan leik og í því brást Randalu ekki. Ásláttur hans er mjög fallegur og var túlkunin margþætt litróf tilfinninga sem þó voru alltaf hamdar í stílinn. Undir- ritaður þekkti ekki kadensumar og væri það sannarlega vel þegið af áheyrendum og sjálfsögð kurt- eisi við einleikarann að nefna í efn- isskrá höfunda kadensa í eldri verkum, svo sem þessu. Fyrir utan smá- hnökra í byrjun verksins hjá tréblásurum svo og inntónunar í öðrum þætti, var verkið annars flutt af næmi og tilfinningu við fíngert slag Osmo Vánská. Lokaverk tónleikanna vom þættir út ballettinum Rómeó og Júlíu eftir Sergei Prokoffief. Hljómsveitarstjórinn, Osmo Vánská, valdi hér nokkra þætti úr hljómsveitarsvítunum tveimur. Þetta er yfirþyrmandi músík, falleg, kraftmikil, glaðleg og sorgleg, frábærlega skrifuð og snilldarlega útfærð fyrir hljómsveitina. Hljómsveitin lék verkið af sannkallaðri andagift undir góðri stjórn Osm- os Vánskás. Osmo Vanská stjórnaði Sinfóníu- hljómsveitinni af öryggi. Tónlist Áskell Másson Til þín sem missir hárið Ég vil gjarnan vita meira um Appolohár Nafn:____________________________ Heimili: Póstnr.____ Heimasími:, Vinnusími: GREIFIM HÁRSENTER HRINGBRAUT 119 SÍMI 552 2077 SPARISJOÐANN Heimabanki sparisjóðanna veröur kynntur á sýningunni Tækni og tölvur - inn í nýja öld. Sýningin veröur í Laugardalshöllinni, 28. september til l.október. þegwþérhentar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.