Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1995, Page 29

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1995, Page 29
MÁNUDA.GUR 25. SEPTEMBER 1995 41 Hringiðan Indíáni íReykjavík Á laugardaginn var frumsýnd í Háskólabíói franska kvikmyndin Indíáni í stórborginni. Aðalleikari myndarinnar, hinn 13 ára gamli Ludwig Briand, var viðstaddur frumsýninguna og mátti hafa sig allan við að gefa eiginhandarárit- anir. Eyrún Káradóttir og Kristín Ingibergsdóttir fengu sína áritunina hvor og voru hæstánægðar meö það. DV-myndirTJ Opinn dagur hjá MS-félaginu MS-félag íslands hefur ákveðið að tileinka einn dag árlega baráttunni gegn MS-sjúkdómnum eða multiple sclerosis. Á laugardaginn var opið hús hjá félaginu og starfsemin kynnt. Ólafur Jónsson og Elín Þorkelsdóttir voru á staðnum að kynna og kynna sér starfsemina en Elín er formaður MS-félags- ins. Sýningar í Gerðarsafni Á laugardaginn voru opnaðar þrjár myndlistarsýningar í Gerðarsafni. Syst- urnar Svanfríður og Svanborg Jónsdætur og Kristín Einarsdóttir voru að kíkja á verk Hafdísar Ólafsdóttur þegar DV bar að garði. Eva sýnir í Listhúsinu í Listhúsinu í Laugardal var á laugardaginn opnuð myndlistarsýning Evu Benjamínsdóttur. Sigríður Jónsdóttir og Kristrún Þórðardóttir voru viðstadd- ar opnunina og höfðu gaman af. Frumsýning i Þjóöleíkhúsinu Á fóstudaginn var frumsýnt á stóra sviði Þjóðleikhússins leikritið Þrek og tár eftir Ólaf Hauk Símonarson. Her- mann Hermannsson, Ingólfur Helgason, Hanna Birna Björnsdóttir og Bryndís Steinarsdóttir voru á frumsýningunni og létu vel af. Lucky People Center á Tunglinu Sænska grúvbandið Lucky People Center spilaði á Tunglinu fóstudags- og laugardagskvöld. Sveitin leikur fjöruga danstónlist og gestirnir fóru ekki varlúuta af því, eins og þessi yngismær sem sveif um gólfið í nettum svana- dansi. Margt um manninn hjá Jóni á Reykjum Fjölmenni fagnaði með Jóni M. Guðmundssyni, bónda á Reykjum og fyrrver- andi oddvita Mosfellshrepps, í sjötíu og fimm ára afmælisveiSlu hans þann 19. september síðastliðinn. Hér er það Salome Þorkelsdóttir, fyrrverandi for- seti Álþingis, sem árnar afmælisbaminu heilla. Til hægri er Magnús Gunn- laugsson á Miðfelli. Á laugardaginn var í fyrsta sinn haldinn MS-dagur á vegum MS-fé- lagsins. Af því tilefni mætti Bubbi Morthens í hús dagvistar MS-félags- ins og tók nokkur lög fyrir viðstadda. Jeppakallar Um helgina var haldin jeppasýning í Laugardagshöllinni. Þar var margt um manninn og ýmislegt merkilegt að sjá. Oscar Bjarnson, Magnús Skúlason og Jón Ágúst Brynjólfsson eru hinir mestu jeppakallar og áhugamenn um bílvélar eins og sjá má.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.