Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1995, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1995, Blaðsíða 32
44 MANUDAGUR 25. SEPTEMBER 1995 Eru ráðherrar að blekkja lands- lýð? Blekkingar ráðherra „Það er grundvallarblekking þegar ráðherrar ríkisstjórnar- innar halda því fram að þeir séu að framkvæma markmið GATT- samningsins hér á landi.“ Jón Baldvin Hannibalsson í Alþýðublaðlnu. Neikvæð umræða? „Dalandi fylgi ríkisstjórnar- innar hlýtur að endurspegla þá neikvæðu umræðu sem verið hefur um stjórnmál og stjórn- málamenn undanfarið." Björn Bjarnason í DV. Ummæli Menn segja ekki svona nema einu sinni „Það hjálpaði okkur verulega að vera spáð 12. og neðsta sæti. Menn segja ekki svoleiðis nema einu sinni við Eyjamenn." Þorbergur Aðalsteinsson, þjálfari ÍBV, í DV. Sjálfum sér verstur „Við komum aðallega sjálfum okkur á óvart með andleysi. Maður er sjálfum sér verstur, ekki andstæðingurinn." Jóhann Ásgeirsson, ÍR, eftir tap,í DV. Þessi eiturslanga er af gerðinni kóbra. Eitruðustu eiturslöng- urnar Eitruðustu slöngur í heimi eru í sjónum og sú eitraðasta er sæslangan (hyrophis belcheri). Hún hefur hundrað sinnum máttugra eitur en ástralska taipa-slangan (Oxyuranus scutellatus). Mikil mergð þessar- ar sæslöngu er umhverfis As- hmorerif í Timorhafi undan strönd Norðvestur-Ástralíu. Eitraðasta landslangan Eitaraðsta landslangan er hin tveggja metra langa Paradem- ansia microlepidotus er liftr við Diamantinafljót og á votlendis- svæðum í Queensland og vestan til í Nýja Suður-Wales í Ástralíu. Eitur hennar er níu sinnum Blessuð veröldin máttugra en eitur tígurslöngunn- ar (Notechis scutatus) sem einnig lifir í Ástralíu og á Tasmaníu. 800 deyja á ári Fleiri deyja af slöngubiti á Sri Lanka en nokkru öðru svæði í heiminum. Að jafnaði eru 800 dauðsföll á ári af slöngubiti þar í landi og 95% þeirra eru af þrem- ur tegundum slangna, krætu- slöngu, ceylonkóbru og russels- höggormi. Skúrir, él og slydda í dag verður vaxandi norðan- og norðaustan stinningskaldi eða all- hvasst en þó hvassara á Vestfjörð- um og við Breiðafjörö. Þá má búast við éljágangi norðan heiða og einnig verða skúrir eða slydduél sunnan- Veðrið í dag lands til að byrja með. Hiti á bilinu 0 til 4 stig norðan til en 3 til 8 sunn- anlands. Á höfuðborgarsvæðinu verður í dag norðaustan stinnings- kaldi og rigning eða skúrir til að byrja með en styttir upp síðdegis. Hiti 3 til 7 stig. Sólarlag í Reykjavík: 20.07 Sólarupprás á morgun: 7.23 Síðdegisflóð í Reykjavík: 18.49 Árdegisflóð á morgun: 7.08 Heimild: Almanak Háskólans Veðrið klVl2 á hádegi Veðrið kl. 12 á hádegi í gær: Akureyri léttskýjaö 4 Akurnes léttskýjaö 6 Bergsstaðir skýjaó 3 Bolungarvik skýjað 1 Egilsstaöir skýjaö 4 Keflavíkurflugvöllur skýjaö 6 Kirkjubœjarklaustur skýjaó 4 Raufarhöfn skýjaö 5 Reykjavík skýjað 6 Stórhöfði skýjaö 6 Bergen súld 10 Helsinki skýjaö 14 Ka upmannahöfn skýjaö 16 Ósló alskýjaö 15 Stokkhólmur hálfskýjaó 15 Þórshöfn úrkoma 8 Amsterdam skýjaó 16 Barcelona hálfskýjað 23 Berlín skýjaö 18 Chicago léttskýjað 3 Feneyjar heiðskírt 20 Frankfurt skýjaó 16 Glasgow léttskýjað 12 Hamborg skýjaö 17 London skúr 16 Los Angeles heióskírt 18 Lúxemborg skýjað 13 Madríd heiðskírt 20 Mallorca skýjaó 21 Montreal heiöskírt 4 New York léttskýjaö 12 Nice léttskýjaö 22 Nuuk snjókoma -1 Orlando hálfskýjaö 23 Paris skýjaö 17 Róm skýjaó 22 Valencia léttskýjaö 23 Vin léttskýjaó 19 Winnipeg skýjaö 8 Sigfús Halldórsson tónskáld: Hef fundið að fólki þykir vænt um lögin mín „Þessi dagskrá varð til vegna velvilja Kópavogskaupstaðar sem vildi sýna mér heiður og vinskap í tilefni 75 ára afmælis míns. Jónas Ingimundarson á veg og vanda af þessu og hefur verið þungamiðjan í flutningnum en hann leikur und- ir í öllum lögunum," segir Sigfús Halldórsson, tónskáld, málari og heiðursborgari Kópavogs, en und- anfamar helgar hefur verið flutt dagskrá í Listasafni Kópavogs sem nefnist Söngvar Sigfúsar og hefur Maður dagsins alltaf verið fullt hús. Er dagskráin í sjötta skipti í kvöld. Þessi dag- skrá átti í fyrstu aðeins að vera eina helgi en nú er þriðja helgin liðin og ekkert lát á aðsókninni. „Þaö eru allt Kópavogsbúar sem koma fram á tónleikunum en ég og Kristinn Hallsson erum að vísu gamlir Reykvíkingar og innfluttir Kópavogsbúar," segir Sigfús, en hann er búinn að búa í Kópavogi síðan 1963 og hefur alltaf búið á Sigfús Halldórsson. sama stað í Víðihvamminum. „Það hefur mikið breyst frá því ég flutti hingað og má segja að gjörbylting hafi orðið á bænum.“ Sigfús segir að það séu bæði gömul og ný lög sem flutt eru á söngdagskránni og lögunum bland- að saman. „Það er nauösynlegt að vera með eitthvert nýmeti með. Maður verður að brydda upp á ein- hverju nýju svo fólk verði ekki leitt." Þess má geta að í lok tónleik- anna leikur Sigfús á píanóið og Friðbjörn G. Jónsson syngur. „Við leikum og syngjum þrjú lög og er eitt þeirra Sól, stattu kyrr, mjög gamalt lag sem aldrei hefur heyrst. Ég held að ég hafi verið sextán eða sautján ára þegar ég samdi það við texta eftir Sigurð frá Amarholti." Sigfús sagðist vera afskaplega glaður og ánægður yfir viðtökun- um. Mér þykir vænt um þetta í tvennum skilningi. Fyrst að bæjar- félagið skuli gera þetta fyrir mig og svo að finna það að lögin mín eru svona vinsæl. Ég hef litla hug- mynd um hvemig þau eru sungin um allt land, hef engin tök á að fylgjast með þvi, en ég hef fundið það að fólki þykir vænt um þessi lög.“ Sigfús er enn, þrátt fyrir háan aldur, að semja lög og mála: „Ég hef ágæta heilsu og læt mér aldrei leiðast. Ég syng ekki lengur og er hættur að fara út að skemmta; geri þetta meira fyrir sjálfan mig að setjast við píanóið og taka fram pensilinn. Það að geta gert þetta eru eiginleikar sem ég þakka fyrir á hverjum degi.“ Hvessir augun Myndgátan hér að ofan lýsir lýsingarorði Þrír leikir við erlend lið Það er frekar rólegt í innlend- um íþróttum þessa dagana og má segja að nú sé lognið á undan storminum því handboltinn, körfuboltinn, blakið og fleiri íþróttir sem stundaðar era að vetri til eru í startholunum. Aö Iþróttir vísu er byrjuð 1. deildarkeppni í handbolta en handboltinn er samt ekki almennt kominn í gang. Á næstu dögum era þrír leikir við erlend lið. Á morgun leikur Akranes við skoska liðið Raith Rovers. Akranes þarf að vinna helst með þriggja marka mun til Skák Sveit Taflfélags Reykjavíkur tapaði 5-1 fyrir Empor Berlín í undanrásar iðli Evrópukeppni taflfélaga i Clich) um helgina. í liði Þjóðverja voru engii aukvisar - Vladimir Kramnik á fyrsk borði og Alexei Sírov á 2 borði, sen unnu skákir sínar gegn Jóhanni Hjart arsyni og Hannesi Hlífari Stefánssyni Karl Þorsteins og Helgi Áss Grétars son gerðu jafntefli en Þröstur Þórhalls son og Benedikt Jónasson töpuðu sín um skákum. Hér er staða úr öðrum riðli keppn innar, sem fram fór í Maribor í Sló veníu. Kortsnoj, Vín, hafði hvitt og átt leik gegn heimamanninum Barle. 32. Be4 Hcc7 33. Hd8+ HfB 34. Bxh7+! Á einfaldan hátt hefur Kortsnoj unnið peð því að 34. - Kxh7 gengur ekki vegna 35. HxfB. Eftir 34. - Kf7 35. Bg6+ Ke7 36. Hd2 vann hvit- ur létt. Jón L. Árnason Bridge Undanfarin ár hefur þátttaka sífellt verið að aukast hjá Bridgefélagi Reykjavíkur sem ber ægishjálm yfir önnur félög hvað stærð varöar. Nýhaf- inn er aðaltvímenningur félagsins með þátttöku 67 para. Spilaformið er Mon- rad-barómeter sem hefur veriö reynt í sumarbridge við töluverðar vinsældir. Þetta spilaform verður notað í stór- móti Flugleiða í tvímenningi í febrúar á næsta ári. Hér er eitt spil frá fyrsta spilakvöldinu í keppninni. Vestur gjaf- ari og allir á hættu: Þrjú grönd voru spiluð á 19 borðum af 33 i keppninni og samningurinn stóð á 15 þeirra. í alflestum tilfellum stóöu 5 grönd (660 í NS), sennilega eft- ir spaðasókn varnarinanr. ímynda má sér að sagnir gangi þannig (standar- kerfi hjá NS): 4 D2 * 9 * D85 * ÁKG10953 4 763 ÁD1042 + 9762 4 D 4 ÁG10 * G763 4 Á43 * 872 Vestur Norður Austur Suður pass 14 14 Dobl 24 34 pass 3G p/h Dobl suðurs er neikvætt og lofar flórlit í hjarta og suður telur sig eiga fyrir þremur gröndum með ágætis stöðvara í spaða og 10 punkta eftir þriggja laufa sögn norðurs. Flestir spilarar í vestursætinu hafa sennilega spilað út spaða í lit félaga og þannig fá NS 660 í sinn dálk. Spaðaútspil frá vestri er hins vegar frekar andlaust. með enga punkta í litnum. Hjartalitur inn er sterkur og þó að neikvætt dobl suðurs lofi fjórlit í hjarta er ekkert sem segir að það lofi endilega kóngn- um í litnum. Enda fengu þeir verð- skulduð verðlaun, spilararnir sem spiluðu hjarta út og fengu 58 stig af 60 mögulegum fyrir að setja þrjú grönd einn niður. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.