Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1995, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1995, Síða 14
14 LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 1995 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnartormaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT114,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@ismennt.is - Auglýsingar: dvaugl@ismennt.is. - Dreifing: dvdreif@ismennt.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. Kjarasamningar losna ekki Launahækkun stjórnmálamanna og embættismanna gefur stéttarfélögum ekki tækifæri til að segja upp samningum. Hækkunin hefur ekki slík áhrif á verðlag, að það leiði sjálfkrafa til opnunar á kjarasamningum. Hækkunin er siðlaus, en hún er eigi að síður lögleg. Forustumenn Alþingis hafa fallið frá skattfrelsinu, sem fór verst í fólk. Þar með er ekki annað við launa- hækkun stjórnmálamanna og embættismanna að at- huga en, að þær eru umfram aðrar hækkanir í landinu og stríða gegn þjóðarsátt um jöfnun launamisréttis. Alþingi hefur hlotið skaða af máli þessu. Komið hefur í ljós, að með stuðningi alls þorra þingmanna er því stjórnað af taumlausri græðgi manna, sem ekkert hafa til þjóðmálanna annað að leggja en að skara eld að eigin köku og köku umbjóðenda sinna, svonefndra gæludýra. Fleiri hafa hlotið skaða. Þar fer fremst embætti Ríkis- skattstjóra, er allir kónar segja, að hafi bent á skattsvikaleiðina, sem síðan var hætt við. Þar með er upplýst, að stofnunin hefur veitt valdastéttinni óviður- kvæmilega aðstoð við að reyna að koma tekjum undan skatti. Kjaradómur og kjaranefnd hafa líka hlotið skaða. Komið hefur í ljós, að stofnanir þessar eru skálkaskjól í samtryggingu embættismanna um að efla tekjur stétt- arinnar umfram aðrar stéttir í landinu. Þessar siðlitlu stofnanir hafa ekki reynzt valda hlutverki sínu. Mest sker í augu lágkúran í vörnum stjórnmála- manna. Sumir þeirra væla yfir bágum kjörum, alveg eins og fátækt eigi að réttlæta lögbrot og siðleysi. Aðr- ir væla yfir góðum kjörum gagnrýnenda sinna, alveg eins og tekjur manna eigi að stjórna skoðun þeirra á máli þessu. Lágkúran hefur sokkið á það stig, að tilraunin til skattsvika er varin með því, að hliðstæð skattsvik hafi tíðkazt um langan aldur, einkum í kjörum ráðherra. Þar með vjrðist valdastéttin telja sig hafa aflað sér eins kon- ar hefðarréttar á slíkum lögbrotum og siðferðisbresti. Svo er beinlínis rangt hjá talsmönnum subbuskapar- ins, að gagnrýnendur hafi látið fyrri skattsvik sér í léttu rúmi liggja. Til dæmis hefur allt það svindl árum sam- an verið harðlega gagnrýnt hér í blaðinu. Sú gagnrýni hefur bara ekki hlotið nægan hljómgrunn fyrr en núna. Hallærislegust var tilraun yfirmanna Alþingis og þingflokka til að bera sín aumu laun saman við kjör starfsbræðra í nágrannalöndunum. Það var eins og þeim væri gersamlega ókunnugt um, að laun íslenzkr- ar alþýðu eru stórum lakari en alþýðu manna í ná- grannalöndunum. Sem betur fer hafa undanbrögðin framlengt umræð- una og opnað augu manna fyrir því, að skattsvikin voru ekki eina hneykslið í málinu, þótt þau væru sýnu verst. Fólk er að átta sig á, að fleiri atriði í gerðum Alþingis og Kjaradóms fara langt út fyrir almennt velsæmi. Það eru léttvæg málsrök að segja kjör valdastéttar- innar þurfa að batna í samanburði við aðrar stéttir í landinu. Slík rök geta gilt á tímum, þegar ekki er al- mennt stefnt að kjarajöfnun í samningum vinnumark- aðarins. Hækkun hálaunamanna er tímaskekkja á þessum tíma. Eftir fráhvarfið frá skattsvikunum situr það eftir, að samsæri Alþingis, ríkisstjórnar, Kjaradóms, Kjara- nefndar og Ríkisskattstjóra er löglegt, þótt það sé sið- laust fráhvarf frá kjarajöfnunarstefnu gildandi þjóðar- sáttar. Samsærið er þvi ekki tilefni til að taka upp kjarasamninga. Fólkið í landinu verður að finna sér pólitíska en ekki stéttarpólitíska leið til að ná sér niðri á gráðugri valda- stétt, sem skarar markvisst eld að sérhagsmunakökum. Jónas Kristjánsson Hernámsstjórn víkur fyrir sjálfsstjórn Tveim árum eftir aö forsætisráð- herra ísraels og foringi Frelsissam- taka Palestinumanna tókust í hendur í garði Hvíta hússins í Washington til staðfestingar sam- komulagi um framtið landsins sem verið hefur hernámssvæði israels- manna i 28 ár hittust Yitzhak Rabin og Jasser Arafat aftur á sama stað til að undirrita sameig- inlega áætlun um framkvæmd ann- ars áfanga samkomulagsins. Fyrsti áfanginn, frá því í maí í fyrra, færði Palestínumönnum yf- irráð á Gaza-svæðinu og borginni Jeríkó á vesturbakka Jórdans. Nú hefur náðst samkomulag um hversu aðrar byggðir Palestínu- manna á Vesturbakkanum komist undir stjóm þeirra sjálfra á næstu tveim árum. Mánaða töf hefur orðið á niður- stöðu frá því sem ætlun var og stóð lengst á því að ákveða yfirráð í borginni Hebron. Af aðstæðum þar má marka hver tormerki kunna enn aö koma upp á framkvæmd ákvæða plaggsins sem nú hefur verið undirritað. Hebron geymir stað sem er helg- ur jafnt i augum gyðinga og já- tenda íslams. Þar hafa sagnir eign- að ættfeðrunum Abraham og ísak legstað og yfir hann hefur verið reist grafhýsi sem trú- aðir gyðingar og múslimar vilja báðir geta sótt. Fram á fjórða tug aldarinnar var forn- gyðinga- byggð í Hebron en í uppreisn Palest- ínumanna gegn umboðsstjórn Breta í Palestínu voru þeir vegnir eða hrökkluðust á brott. Þegar ísra- elsher hemam svo Hebron 1967 var það eitt megin- markmið hreyf- ingarinnar sem gengst fyrir land- námi gyðinga á herteknu svæðun- um að ná aftur fót- festu í Hebron. Þar búa nú um 450 gyðingar í borg sem hýsir um 100.000 Palestínumann. Úr þeim herskáa hópi var Baruch Goldstein sem ísraelskir verðir hleyptu vopn- uðum inn i bænahússhluta múslíma af Grafhýsi ættfeðranna þar sem hann varð að minnsta kosti 29 mönnum að bana er þeir lágu á bæn. Með þessa fortíð í huga er ekki furða þótt illa hafi gengið að semja um hver ráða skuli yfir Hebron. Að ráði varð að skipta borginni i þrjú svæði. Eins gæta Palestínumenn, annars ísraelsmenn og þess þriðja Erlend tíðindi Magnús torii Ólafsson báðir í sameiningu. Vegur verður svo lagður milli gyðingahverflsins og stærri landnemabyggðar utan borgar. Vegarlagningin tekur misseri og fyrr getur umsamin tilfærsla yfir- ráða frá ísraelsher til sveita palest- ínskra yfirvalda á Vesturbakkan- um ekki átt sér stað til fullnustu. Sami frestur verður því á að Palestínumenn geti gengið að kjör- borði til að kjósa þing sitt, Palest- ínuráðið, en kjördagur skal vera innan 22 daga frá því valdatil- færslu lýkur. Að tíu dögum liðnum frá undir- rituninni í Washington skal brott- för ísraelshers hefjast frá byggðum Palestínumanna. Til þeirra teljast borgirnar Jenin, Nablus, Tulkar- em, Kalkylia, Ramalla, og Bethle- hem auk 450 smærri bæja og þorpa. Á öðrum byggðum bólum Palestínumanna sjá palestínsk yfir- völd um löggæslu en ísraelsher hef- ur yfirumsjón öryggismála. Loks hefur Israelsher óbreytt yfirráð yfir landnemabyggðum gyðinga, óbyggðum og skilgreindum her- svæðum. Þessi skipun skal rikja fram til þess að niðurstaða verður af þriðja áfanga friðargerðarinnar, sem hefst í maí 1966. Þá á að fjalla um framtíðarstöðu Jerúsalems, rétt landflótta Palestínumanna til að snúa heim, framtíð landnema- byggða gyðinga, öryggisráðstafanir og ýmis önnur mál. Forusta Frelsissamtaka Palest- ínumanna telur það sér einkum tU tekna gagnvart sínu fólki að nú sé fastmælum bundið að Palestínu- menn fái yfirráð yfir níu tíundu hlutum eigin lands innan tveggja ára. ísraelsstjórn bendir hins vegar sínum þegnum á að einungis þrír tíundu hernumins lands verði látn- ir af hendi þegar í stað. Þá skiptir Palestínumenn miklu að fangar úr þeirra röðum í haldi ísraelsmanna verða látnir lausir í áföngum. í fyrsta 1300 manna hópnum verða allar konur, ungir karlar og aldnir, sjúkir og þeir sem eiga skammt eftir að hafa afplánað dóm. Annar hópur verður látinn laus þegar kosningar Palestínu- manna hafa verið boðaðar. Andstæðingar friðarsamkomu- lagsins í röðum Palestínumanna hóta enn sem fyrr að beita öllum ráðum til að bregða fæti fyrir fram- kvæmdina. Likud, helsti stjórnar- andstöðuflokkurinn í ísrael, hefur ekki lengur við orð að afsegja sam- komulagið komist hann til valda en boðar kröfu um endurskoðun tiltekinna atriða. Bill Clinton Bandaríkjaforseti býður Jasser Arafat velkominn til undirritunarathafnarinn- ar í Hvíta húsinu á fimmtudag. Símamynd Reuter skoðanir annarra Undir Rabin og Arafat komið „Þótt allt hafi verið gert til þess að komast að not- ihæfri málamiðlun um smáatriði, sem varða stjórn, öryggi og efnahagsmál í samningi þessum (nýjum friðarsamningi ísraels og PLO), veröur það að miklu ; leyti undir Yitzhak Rabin og Yasser Arafat komið að sjá til þess að allt gangi upp. Báðir munu þurfa, eins og áður, að verjast harðlínumönnum í eigin herbúð- ’ um.“ Úr forustugrein New York Times 27. september. Perot stekkur í sviðsljósið Í„Við því var ekki að búast að Ross Perot léti Col- in Powell eftir alla athyglina, leyfði honum að ein- oka umræðuna um þriðja stjórnmálaflokkinn og koma fram sem eina von óánægjuaflanna. En erfið- ast er að þola hvernig Perot bregður sér í allra kvik- inda líki, hverfur og birtist eftir geðþótta. Hann svarar sjaldnast beinskeyttum spurningum um stefnumál sín, heldur svarar út í hött. Hann elur stöðugt á óánægju og reynir að finna henni farveg um hreyfingar sem hann bæöi stjórnar og fjármagn- ar.“ Úr forustugrein Washington Post 28. september. Dugmiksð fólk frá Hong Kong „Á sama tima og dyrnar standa opnar fyrir þús- - undum ólöglegra innflytjenda skeilir ríkisstjórn hennar hátignar hurðinni á dugmikið fólk frá Hong Kong. Straumur ólöglegra innflytjenda eykst. Meðan mál þeirra eru tekin fyrir eru þeir á framfærslu hins opinbera. Allt öðru máli gegnir um innflytjendur frá Hong Kong sem óttast um frelsi og líf sitt þegar Kín- verjar taka við 1997. Þeir eru fremstir í verðmæta- sköpun og munu auka velferö hér til muna.“ Úr forustugrein Daily Mail 26. september

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.