Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1995, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1995, Page 16
16 LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 1995 JJV „Það kom mér talsvert mikið á óvart hversu mikla athygli sýningin vakti og þá ekki endilega eftir að hún var komin á fjalirnar heldur einnig fyrir. Þetta var fyrsta frum- sýning leikársins en líka var greini- legt að það var mikil forvitni fyrir islensku leikriti, leikstjóra og ís- landi almennt. Ég býst við að þenn- an áhuga megi rekja til þess að Is- lendingar voru með fyrstu þjóðum til að viðurkenna sjálfstæði Slóven- íu,“ segir Hallmar Sigurðsson leik- stjóri sem var að koma úr mikilli sigurför til Slóveníu þar sem hann leikstýrði leikritinu Ég er meistar- inn, eftir Hrafnhildi Hagalín. Þar- lendir leikarar fóru með hlutverk leikritsins en sýningin hlaut af- bragðsdóma í öllum fjölmiðlum eftir frumsýninguna. „Það var mjög greinilegt að Sló- venar vita heilmikið um ísland. Ég held að þeir viti mun meira um okk- ur heldur en við um þá. Pjölmiðlar sýndu þessari sýningu mikinn áhuga og ég fór bæði í sjónvarps-, útvarps- og blaðaviðtöl vegna henn- ar. Á þann hátt varð mér ljósara en nokkurn tíma fyrr hvað svona menningarsamskipti eru í raun mikil landkynning. Einnig eru þau ódýr landkynning. Forvitni um sögu og menningu Það rifjaðist reyndar upp fyrir mér ferðalag sem ég fór fyrir mörg- um árum með Leikfélagi Reykjavík- ur til Gautaborgar með sýninguna Land míns föður eftir Kjartan Ragn- arsson. Kjartan var meira og minna í öllum fjölmiðlum þar í landi en við þurftum að ganga með betlistafinn milli fyrirtækja til að eiga fyrir ferð- inni. Við fengum sáralítinn afslátt hjá Flugleiðum sem á sama tíma höfðu kostað miklu til fyrir hand- boltalandsliðið á Norðurlandamót. Það var fróðlegt að fylgjast með hversu litla umfjöllun handbolta- mótið fékk miðað við leiklistarum- fjöllunina. Sú skoðun virðist ríkj- andi hér að besta landkynningin liggi í samskiptum íþróttafólks og þau geta vissulega verið ágæt. Ég held samt sem áður að það sé al- mennt vanmetið hér hversu menn- ingarsamskipti eru góð landkynn- ing og í rauninni oft og tíðum ítar- leg. Þegar ég svara spurningum í blaðaviðtölum í Slóveníu er ég spurður um sýninguna og leikritið en miklu meira almennt um sögu og menningu þjóðar minnar." Gott samstarf - En hver var aðdragandinn að þessariferð? „Árið 1994 var þemaár á vegum leiklistardeilda evrópskra útvarps- stöðva og eitt af þessum aðildarlönd- um, Slóvenía, ákvað að flytja ís- lenskt leikrit með íslenskum leik- stjóra. Eftir að hafa litið yfir nokkur verk völdu þeir Söngvarann eftir Ólaf Hauk Símonarson sem var skrifað fyrir útvarp. María Krist- jánsdóttir, leiklistarstjóri útvarps- ins, sendi mig utan til að vinna þetta verk. Ég framlengdi dvölina í Slóveníu og notaði tímann til að skoða slóvensk leikhús. Þegar ég hélt heim á ný hafði ég með mér í farteskinu nokkur slóvensk verk og þar af var eitt sem kom á fjalir Borg- arleikhússins um haustið, Hvað um Leonardo? Ég eignaðist nokkra Hallmar Sigurðsson fékk mjög góðar viðtökur í Slóveníu er hann leikstýrði verkinu Ég er meistarinn sem sýnt er þar núna við góðar undirtektir. Ég er meistarinn fákk frábæra dóma í Slóveníu: - segir Hallmar Sigurðsson sem leikstýrði verkinu Sioveníja jo mtÍÍA mone, kunningja í Slóveníu og sendi þeim í staðinn ís- lensk verk og er reyndar enn að því. Þetta er þó erfitt þar sem allt of lítið af íslenskum leikritum er til í góðum erlendum þýðingum. Það vaknaði áhugi fyrir Ég er meist- arinn og mér var í fram- haldi af því boðið að koma þangað og leik- stýra.“ Fjárhagslega vel sett Það átti sér ekki lang- an aðdraganda að Hall- mar tæki að sér leik- stjórnina og vegna þess hafði hann ekki mikið að segja um leikaraval. „Ég reyndi að lýsa því fyrir stjóm leikhússins hvern- ig leikara ég kysi í hlut- verkin. Meðal annars sagðist ég ekki sjá neinn af leikur- um þessa leikhús til að leika meist- arann þannig að þeir sóttu hann í slóvenskt leikhús sem er starfandi í Trieste á Ítalíu. Einnig hafnaði ég þeim leikara sem þeir vildu að léki Tom þannig að hann kom líka utan að en að öðru leyti var valið þeirra." - Var þetta stórt leikhús? „Þetta er leikhús, svipað að stærð og Borgarleikhúsið í Reykjavík. Leikhúsbyggingin er þó minni, þar ■qjjjBSL NeuspeSnl podejo Hallmar fékk mikla fjölmiðlaumfjöilun í Slóveníu. Hér er hann í viðtali við slóvenskt tímarit. eru tvö svið en ekki eihs ný og full- komin og hér en leikarahópurinn er stærri. Að mörgu leyti er miklu betur að leikhúsum í Slóveníu búið heldur en hér og þá fjárhagslega. Hér þarf Borgarleikhúsið að afla helmings sinna tekna með miðasölu, Þjóðleik- húsið er eitthvað betur sett, en slíkt er fáheyrt hvarvetna í Evrópu. Ég held að borgarleikhúsið í Ljubljana sé með um 6%-8% hlutfaíl en að öðru leyti eru þau styrkt af opin- beru fé borgar og rikis." Mikill leikhúsáhugi - Er mikill almennur leikhúsá- hugi í Slóveníu? „Leikhúsaðsókn er mjög góð og í Ljubljana, sem er höfuðborgin, eru tvö stór leikhús. íbúar eru þó ekki nema um 270 þúsund. Einnig er starfrækt óperuhús og allmargir áhugaleikflokkar. í öllum stærri borgum eru borgarleikhús og þau stærstu í Maribor og Gorizia. Það er ódýrt að fara í leikhús, helmingi ódýrara en hér. Það er því ekki ein- ungis mennta- og yfirstétt sem sæk- ir leikhús heldur allur almenning- ur. Ég held að leikhúsáhugi sé óvenju mikill og hann endurspegl- ast mikið í blöðum, útvarpi og sjón- varpi. Umfjöllun um leikhús í fjöl- miðlum er mun meiri og ítarlegri heldur en hér á landi. Einnig er þar gert talsvert að því að taka vel heppnaðar sýningar á leiksviði og endurvinna fyrir sjónvarp." - En hvað hefur það að segja fyr- ir þig að fara í svo vel heppnaða ferö? „Við búum hér í mjög þröngu menningarsamfélagi þannig að það er bæði uppörvandi og skemmtilégt að kynnast nýjum hlutum og fá að starfa við aðrar aðstæður. Þetta var því bæði fræðandi og hvetjandi." Aðrar lífsskoðanir Hallmar fór fyrst til Slóveníu sl. vor og dvaldi þá þar í sex vikur og aftur í sex vikur nú fyrir frumsýn- ingu en hún var 14. september. „Ég notaði tímann til að ferðast um landið, sem reyndar er lítið en mjög fjölbreytilegt og fallegt." - En er ekki mikil fátækt? „Þetta er spurning sem ég fæ gjarnan hér heima. Svarið við henni er þó i rauninni mjög einfalt og það er nei. Að mörgu leyti liflr fólk í Sló- veníu betra lífi en íslendingar. Launin er lægri, svo um munar, en það er líka mun ódýrara að lifa þar. Lág- og millitekjufólk er ekki skatt- lagt af sama þunga og hér er gert. Ýmislegt af því sem ég met mikils í mínu daglega lífi er mun ódýrara í Slóveníu en hér heima, jafnvel þótt tekið sé tillit til launa. Til dæmis er mjög ódýrt að fara út að borða enda fer slóvensk fjölskylda einu sinni í viku á matsölustað. Kröfurnar til lífsins eru líka aðrar þó að það sé dálítiö að breytast. Mér virðist þó að lífsgæðakapphlaupið eftir tækjum og tólum sé ekki eins mikið og hér. Menn meta meira að eiga tíma til að njóta frístunda. Fólk gefur sér tíma til að sækja tónleika, leikhús og ferðast. Slóvenía var raunar aldrei raunverulegt austantjaldsland. Gamla Júgóslavía var miklu opnari heldur en flest önnur austantjalds- lönd. Tító laut aldrei forystuvaldi Sovétríkjanna á borð við Pólland, Ungverjaland og Tékkóslóvakíu. Frá þvx Slóvenar lýstu yfir sjálfstæði hafa þeir getað haldið verðlagi stöð- ugu og vöxtum. Efnahagsástandið er- nokkuð stöðugt og í blóma.“ Samningsbundinn við Þjóðleikhúsið Hallmar er samningsbundinn við Þjóðleikhúsið í vetur þar sem hann mun leikstýra tveimur verkum, Leigjandanum eftir Simon Burke, sem er breskt verðlaunaleikrit, og í hvítamyrkri eftir Karl Ágúst Úlfs- son. Hann hefur auk þess fengið nokkur óformleg tilboð frá ýmsum leikhúsum i Slóveníu. „Ég veit ekk- ert á þessu stigi hvort einhver al- vara er á bak við þessi tilboð en á frekar von á því. Reyndar er ég með tilboð frá Trieste á Ítalíu að leik- stýra tveimur til þremur útvarps- leikritum," segir Hallmar Sigurðs- son.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.