Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1995, Page 18
18
LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 1995
Dagur í lífi Steinunnar J. Kristjánsdóttur fornleifafræðings:
Hauskúpa komin í hús
Steinunn J. Kristjánsdóttir fornleifafræðingur hjá minjasafni Austurlands á Egilsstöðum.
Ég var ákveöin í aö taka daginn
snemma þótt mikið heföi verið að
gera síðustu daga. Rétt eftir klukk-
an sjö er fjölskyldan komin á fætur
og börnin sest að morgunverðar-
borðinu. Morgunstundirnar eru oft
þær einu sem við eigum saman í
næði; morgunmaturinn eina mál-
tíð dagsins sem hægt er að snæða í
friði áður en annir dagsins byrja.
Þetta reyndist líka verða langur
dagur og viðburðaríkur, svo er
fornmanninum í Skriðdal fyrir að
þakka.
Klukkan átta er sonurinn Sigur-
hjörtur kominn í skólann og við
Helga dóttir mín förum í bíltúr upp
í Skriðdal að líta á fornmanninn
sem allt snýst um. Kappinn í kuml-
inu verður þó að bíða fram eftir
deginum því fyrst þarf að sinna
ýmsum störfum á minjasafninu.
Fyrsta morgunverkið er að huga
að innbúi sem safninu hefur borist
að gjöf frá afkomendum séra Gutt-
orms Pálssonar á Hallormsstað.
Það þarf að fara yfir búslóðina og
kanna hvernig hægt er að koma
henni fyrir í safninu.
Stöðugur straumur
fjölmiðlamanna
Næði til þeirra starfa verður þó
ekki mikið því eftir fáar mínútur
er hringt frá Dægurmálaútvarp-
inu. Vilborg Davíðsdóttir vill ræða
um fornmanninn í Skriðdalnum.
Það er ekki alltaf mikill friður fyr-
ir fjölmiðlunum þessa dagana og
þeir hringja margoft á dag.
Að vitalinu við Vilborgu loknu
er fornmaðurinn enn á 'dagskrá.
Nú er að ræða við Halldóru Ásgeir-
dóttur, forvörð á Þjóðminjasafn-
inu, um frágang á beinunum áður
en þau verða send á safnið til rann-
sóknar. Og svo að byija að pakka
beinunum inn í sýrufrían pappír.
Ég rétt náði að byija áður en Anna
Ingólfsdóttir, fréttaritari Morgun-
blaðsins, hringdi og bað um að fá
að koma og sjá.
Fyrst er þó fundur um safnið og
næstu verkefni þar. Það er mikið
starf fram undan við að skipu-
leggja það og koma öllum munun-
um fyrir. Nú og svo kemur Anna
frá Mogganum og ljósmyndari frá
vikublaðinu Austra á sama tíma.
Og svo koma þeir frá Stöð 2 að
mynda og fræðast um það nýjasta
úr Skriðdalnum en alltaf liggja
beinin sem allt snýst um óhreyfð.
Það er komið hádegi og eiginlega
hefur ekkert orðið úr verki annað
en að tala við fjölmiðlafólk.
Við Þórhildur systir mín höfð-
um mælt okkur mót í hádeginu og
rétt náum að setjast niður til að
borða og ræða málin áður en ég
verð að fara með Helgu í skólann
og að' borga reikningana sem átti
að borga í síðustu viku.
„Gengið frá"
gömlum víkingi
Þá loks er tími til að fara aftur
upp á safn og „ganga frá“ blessuð-
um fornmanninum, hvað sem á nú
aö kalla hann. Það þarf að vefja
hvert bein inn í pappír og koma
þeim í kassa.
Og alltaf gerist eitthvað spenn-
andi meðan verið að fást við beinin.
í moldinni á hauskúpu fornmanns-
ins liggur rafperla sem sennilega
hefur verið hluti af hálsmeni.
Meðan ég er að búa um beinin
kemur Sigurður Arnarson, bóndi á
bænum þar sem kumlið fannst.
Hann hefur verið mjög hjálplegur
við uppgröftinn og við ræðum sam-
an daglega um það sem upp hefur
komið.
Loks eru beinin komin í kassa
og þá taka við störf við skipulagn-
ingu safnsins. Niðurstaðan er að
halda fund í næstu viku. Þetta er
starf sem tekur allan veturinn.
Áhugi fólks á safninu er mikiU og
hefur aukist skyndilega. Fornmað-
urinn hefur því þegar látið nokkuð
gott af sér leiða.
Nú kemur bókavörðurinn á
bókasafninu með fyrstu bókina
sem minjasafnið fær að gjöf. Að
sjálfsögðu er það Kuml og haugfé,
doktorsritgerð Kristjáns heitins
Eldjárns. A eftir þarf að afhenda
nokkra gripi sem fara eiga á sýn-
ingu um sauðkindina sem klúbbur
kvenna á Egilsstöðum stendur að.
Langaði að
sjá hauskúpuna
Sigurhjörtur sonur minn
hringdi og hann vill fá að koma
þegar skólinn er búinn og sjá haus-
kúpuna. Þetta er ekki síður spenn-
andi fyrir börnin en þá fullorðnu.
Þegar klukkan er að verða sjö er
loks tími til að fara heim og láta
störfum dagsins lokið. Heima bið-
ur að gefa krökkunum að borða og
sjá til að þeir læri heima.
Eftir það tekur við að gera ís
sem búið var að lofa að gera í síð-
ustu viku og átti að borða síðasta
sunnudag og mitt í ísgerðinni þarf
að tala við tölvufræðing sem ætlar
að sjá um tölvumál minjasafnsins -
og setja í eina þvottavél. ísinn
verður borðaður á morgun, viku
síðar en ætlað var.
Betra að
loka húsinu vel
Krakkarnir eru orðnir hálf-
draughræddir eftir allt umstangið
með fornmanninn og það er talið
tryggara að loka húsinu vel áður
en farið er að sofa. Engu er aö
treysta þegar gamlir víkingar eru
annars vegar.
Og loks þegar klukkan nálgast
miðnætti er tími tO að fara í hátt-
inn og safna kröftum fyrir næsta
dag. Fommaðurinn Ævar Skriðdal
eða hvað hann hefur heitið, er ekki
farinn enn og næsta verkefni er að
„koma honum suður í rannsókn“.
Finnur þú fimm breytingar? 328
Nafn:.
Heimili: -
Vinningshafar fyrir þrjú hundruð tuttugustu og
sjöttu getraun reyndust vera:
1. Drífa Sigurðardóttir
Skaftahlíð 26
105 Reykjavík
2. Sigríður S. Guðmundsdóttir
. Efstasundi 62
104 Reykjavík
Myndirnar tvær virðast við
fyrstu sýn eins en þegar betur
er að gáð kemur í ljós að á.
myndinni til hægri hefur
fimm atriðum verið breytt.
Finnir þú þessi fimm atriði
skaltu merkja við þau með
krossi á myndinni til hægri
og senda okkur hana ásamt
nafni þínu og heimilisfangi.
Að tveimur vikum liðnum
birtum við nöfn sigurvegar-
anna.
1. verðlaun:
TENSAI ferðaútvarp með kassettu, að
verðmæti kr. 4.990, frá Sjónvarpsmið-
stööinni, Síðumúla 2, Reykjavík.
2. verðlaun:
Úrvalsbækur. Bækurnar sem eru í
verðlaun heita Líkþrái maðurinn og
Athvarf öreigans, úr bókaflokknum
Bróðir Cadfael, aö verðmæti kr. 1.790.
Bækumar eru gefnar út af Frjálsri
fjölmiðlun.
Vinningamir verða sendir heim.
Merkið umslagið með lausninni;
Finnur þú fimm breytingar? 328
c/o DV, pósthólf 5380
125 Reykjavík