Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1995, Page 23

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1995, Page 23
LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 1995 23 I I I > í > > Reynisdrangar. DV-mynd Páll Náttúruperlur í Mýrdal: Reynisdrangar Páll Pétursson, DV, Vík: Þjóðsaga segir að Reynisdrangar hafi orðið til með þeim hætti að tvö tröll hafi ætlaö að draga þar þrísiglt skip aö landi en dagað uppi og orðið að steini. Drangarnir, sem eru 66 m háir þar sem þeir eru hæstir, rísa úr sjó fram undan Reynisfjalli og sjást vel frá Vík. Fuglalíf er mikið í Reynisdröng- um og Reynisfjalli, og má þar nefna lunda, langvíu, fýl og ritu, og situr fuglinn oft á hverri syllu í dröngun- um. Eggjatekja var nokkur fyrr á öldum og drógu Mýrdælingar sér björg í bú með þeim hætti en veöur og sjólag réð þvi að mestu hvort hægt var að nýta þessi hlunnindi. Björgunarsveitarmenn frá Vík fara einu sinni á vori í eggjaleit í Reyn- isdranga og er þá klifið upp í drang- ana úr bát sem leggst upp að þeim. Hjólabátarnir í Vík eru notaðir í þessum tilgangi en yfir sumarið eru þeir notaðir til útsýnissiglinga með ferðamenn að Reynisdröngum og að Dyrhólaey. Þá er komið að dröngun- um austanmegin og siglt suður fyrir og á milh þeirra. Drangarnir hta út fyrir að vera hthr og lágreistir þegar horft er á þá frá Vík en þegar siglt er í kring um þá á hjólabátnum virka þeir ógnandi og tröllslegir þar sem þeir standa upp úr þungri undiröldu Altantshafsins. Stuðlaberg, sandur og sjór Frá Reynisdröngum er siglt í land sunnan undir Reynisíjalh og þar blasir við fahegur stuðlabergshellir er nefnist Hálsanefshellir. Siglinga- leiðin að dröngunum liggur með fram Reynisfjalli sem gengur þver- hnípt í sjó fram vestan Víkur í Mýrd- al og er 340 metra hátt yfir sjó þar sem það er hæst. Hamrarnir eru víða sléttir, líkt og þeir hafi verið skornir með hnifi (var einhver að tala um tröh) og víða nær gróður alveg upp að brún. Oft hefur hrunið úr fjallinu, síðasta stóra skriðan var fyrir fimm árum síðan þegar breið klettafylla losnaði efst í fjallinu og hrundi í sjó fram. Sú skriða er hundrað metrar á breidd og sést mjög vel frá sjó. Reynisdrangar hafa staðið lengi, og ekki er ólíklegt að Ingólfur Arnar- son hafi barið þá augum þegar hann kom til landsins í leit sinni aö skatta- paradís og líkast til verða þeir uppi- standandi um langa framtíð, afkom- endum okkar til augnayndis. 25 paskaliljur 440 kr. 75 tulipanar 890 kr. bl. litir ERICA 390 kr Tilvalin á leiði 40 krókusar 490 kr. bl. litir 25 túlipanar 390 kr. ýmsir litir Opið alla daga 10-22 QarÖshom v/Jossvogskirkjugarð sími 55 40 500 mm- MALNING 15-50% GOLFDUKAR 15-50% STOK TEPPI15% . GÓLFTEPPI15-50% FLÍSAR ÓTIOGINNI15-50% DYRAMOTTUR OG DREGLAR 15-50% BLÖNDUNARTÆKI15-50% HREINLÆTISTÆKI15-50% QUICK STEP PARKET 15% ÚTIUÓS/INNIUÓS 15% METRO - miðstöð heimilanna OPIÐ ÖLL KVÖLD OG ALLAR HELGAR T Reykjavík Málarinn Skeifunni 8 581 3500 T Reykjavík Hallarmúla 4 553 3331 Reykjavík Lynghálsi 10 567 5600 Akureyri Furuvöllum 1 461 2785 461 2780 Akranesi Stillholt 16 431 1799 Isafirði Mjallargötu 1 456 4644 > \ FACMENNSKA I FYRIRRÚMI KÆRKOMIN NÝJUNCÁ DISKINN ÞINN FLOKKS NATTURUAFUKP

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.