Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1995, Blaðsíða 30
30 sérstæð sakamál
LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 1995 JL>V
Wendy Wood frá skoska smábænum
Fearn fór til náms í félagsfræði við
Edinborgarháskóla. Þá var hún
sautján ára. Nokkru eftir að hún
settist þar á skólabekk kynntist hún
Gavin Costello frá Bonnyrigg en
hann lagði stund á sálfræði.
Eftir nokkur kynni kom í ljós að
Wendy og Gavin höfðu ekki aðeins
áhuga á ýmsu sem tengdist náminu
heldur einnig dáleiðslu. Wendy
hafði einkum áhuga á fyrirbærinu
sjálfu og þeim möguleikum sem hún
taldi að það gæti gefið en Gavin
hafði lagt stund á dáleiðslu og gert
tilraunir með hana. Þótt ýmsir af
skólafélögum hans hefðu gerst til-
raunadýr hans hafði hann ekki náð
neinum umtalsverðum árangri með
henni.
Fullkominn fálagi
Wendy bauðst til þess að gerast
tilraunadýr við dáleiðslutilraunir
Gavins. Leið ekki á löngu þar til
þær fóru að bera annan og meiri ár-
angur en fyrr og fannst Gavin hún
vera hinn fullkomni félagi, enda var
hún alls ekki hrædd við að láta dá-
leiða sig. En það hefði hún ef til vill
átt að vera því árið eftir að hún
kynntist Gavin gerðist dálítið sem
átti eftir að koma á óvart.
Síðdegis dag einn settist Wendy í
þægilegan stól, slakaði á og brosti til
Gavins. Svo byrjaði hann tilraun-
ina. Hann hafði vart dáleitt hana
þegar svipbreyting varð á henni og
leyndi sér ekki að hún var skelfd.
Og skyndilega fór hún að segja biðj-
andi röddu:
„Nei, ekki gera mér mein. Heyr-
irðu hvað ég segi? Láttu mig vera.
Ekki gera mér neitt.“
„Hvað sérðu?“ spurði Gavin ró-
legri röddu. „Segðu mér hvað það er
sem þú sérð. Hvað er það sem þú
hræðist?"
Þótt Gavin reyndi að halda ró
sinni var hann oíðinn afar eftir-
væntingarfullur. Það sem var að
gerast var, að hans mati, hreinlega
frábært. Ekkert þessu líkt hafði
gerst meðan tilraunir hans höfðu
staðið yfir.
Lýsingin
„Það stendur maður hjá mér,“
sagði Wendy. „Hann er hávaxinn,
sterklegur og með stein í hendinni.
Hann beygir sig yfir mig. Hann ætl-
ar að drepa mig. Ég ligg milli kletta.
Hjálpaðu mér? Heyrirðu ekki til
mín? Ekki láta hann drepa mig.“
Gavin, sem fannst hann að því
kominn aö ná mikilvægum áfanga,
lagði nú hart að Wendy að lýsa því
sem væri að gerast. Hún fór því aö
lýsa umhverfinu og aðstæðunum.
Þarna væri mikið um kletta og hún
sagðist hafa það á tilfinningunni að
hún væri á lítilli eyju. Það væri
komið myrkur og líklega væri nokk-
uð langt liðið á kvöld.
Skýndilega greip Wendy um höf-
uðið og það var greinilegt að hún
var skelfingu lostin og svo var sem
hún fyndi mikið til. Þá flýtti Gavin
sér að vekja hana af dásvefninum.
Var kaldur sviti á enni hennar þeg-
ar hún kom til sjálfrar sín. Hún
skalf frá hvirfli til ilja og starði á
Gavin eins og hann væri ókunnugur
maður. Hann tók um hönd hennar
og reyndi að róa hana og um hríð
virti hann hana undrandi fyrir sér,
enda hafði hann ekki átt von á slík-
um viðbrögðum.
Frekari lýsing
Þegar ró var komin yfir Wendy
gat hún loks farið að segja frá því
sem henni fannst líkjast martröð.
Og smám saman var sem hún færi
að muna dálítiö af því sem gerst
hafði. Hún sagði að hún hefði verið
á gangi eftir mjóum stíg og hefði sér
fundist sem hún væri á leiðinni
heim til sín. Þá hefði maður skyndi-
lega skotist í veg fyrir hana.
reyndist erfitt að vekja Wendy af »
dásvefninum en tókst það þó að lok-
um. Þá reyndist hún hins vegar ekk-
ert muna af því sem fyrir hana hafði
borið frá þeirri stundu sem Gavin
dáleiddi hana.
Staðurinn
Dávaldarnir tveir spurðu Gavin
hvort eitthvað þessu líkt hefði kom-
ið fyrir áður og sagði hann þeim frá
atvikinu sem gerst hafði forðum í
Edinborg þegar Wendy hafði sagt að
það væri verið að myrða hana. Lög-
regluþjónn, sem hlustaði á samtalið,
spurði þá Gavin hvort Wendy hefði
komið til Skye áður og þegar hann
gat svarað að þangað hefði hún ekki
komið fyrr en þetta sumar sagði lög-
regluþjónninn:
„Þegar ungfrú Wood kemur af
spítalanum gæti ég vel hugsað mér
að fá ykkur með í gönguferð á
ströndinni hinum megin á eyjunni,
viö Elgo. Segið henni ekki að ég hafi
lagt það til heldur að útivera og
ferskt loft geti gert henni gott.“
Tveim dögum síðar héldu Wendy,
Gail, Gavin, læknir, annar dávald-
anna og lögreglumaðurinn þvert
yfir Skye. Þegar til Elgo var komið
lögðu þau öll upp í gönguferð eftir
stíg sem lá með ströndinni.
Skyndilega staðnæmdist Wendy
og fór að skjálfa. „Það var hér!“
hrópaði hún. „Það var hér sem mað-
urinn sem ætlaði að drepa mig með
steini réðst á mig.“
Saga lögreglumannsins
Þegar fólkið var á leiðinni aftur
til Kyleakin í bílnum sagði lögreglu-
maðurinn: „Það sem þú upplifðir í
dásvefninum, ungfrú Wood, gerðist
fyrir þrjátíu árum. Þegar vinur þinn
Gavin lýsti atburðinum og staðnum
fyrir mér vissi ég að um var að ræða
morð sem var framið við Elgo. Ég
fékk það til rannsóknar á sínum
tíma.“
Lögreglumaðurinn sagði nú sög-
una. James nokkur Allison, þrítug-
ur maður, hafði orðiö mjög ástfang-
inn af Frances Morrison, sextán ára
gamalli stúlku. Hún tók hins vegar
ungan pilt fram yfir hann en þegar
Morrison fékk að vita það sat hann
fyrir henni við kletta á ströndinni
þegar hún var á heimleið septem-
berkvöld eitt.
Árásin var á allan hátt eins og
Wendy hafði upplifað hana. Eftir
morðið hafði Allison farið heim til
sín og hengt sig í hlöðunni við bæ-
inn.
Málið var fljótlega upplýst svo
ekki kom til réttarhalda.
Kannað var hvort verið gæti að
Gavin eða Wendy hefðu lesið um at-
burðinn en hvorugt þeirra sagðist
hafa gert það og var að lokum talið
útilokað að þau hefðu haft nokkra
vitneskju um hann áður. Hins vegar
hefði dáleiðslan fært Wendy þrjátíu
ár aftur í tímann.
Hvorki Wendy né Gavin sýndu
neinn áhuga á því að halda áJFram
tilraunum með dáleiðslu. Gavin
komst þannig að orði um reynslu
þeirra að þau hefðu leikið hættuleg-
an leik og Wendy hefði virst viti
sínu fjær þegar hún hljóp út í nátt-
myrkrið i Kyleakin.
„Hvað ef það hefði ekki tekist að
ná Wendy úr dásvefninum?" spurði
Gavin.
Þeirri spurningu verður víst ekki
svarað, ekki frekar en því hvort
Wendy hafi í raun verið Frances
Morrison eins og sumir vilja halda
fram og hafi síðan endurfæðst sem
Wendy Wood. Aðrir telja hins vegar
að í dásvefninum hafi Wendy á ein-
hvern hátt tengst stúlkunni sem lét
lífið þrjátíu árum áður fyrir hendi
mannsins sem var ástfanginn af
henni en vissi að hún yrði aldrei
hans og taldi því réttast að binda
enda á ævi þeirra beggja.
/
w
Wendy og Gavin.
Hún sagði að
maðurinn hefði
sagt eitthvað við
sig en hún
með
munaC
væri.
hann slegið sig í
framan með
krepptum hnefa og
þá hefði hún dottið
á stígnum. Næst
hefði hann tekið
upp stóran stein,
lagst á hnén við
hliðina á henni og
farið að slá hana í
höfuðið með hon-
um. Sagði hún að
það myndi hafa
verið þegar þar
var komið aö hún Frances Morrison (til hægri) með systur sinni, Isobel.
hefði beðið hann
að gera sér ekki
mein en þar eð
minningin um það
sem þarna hefði
verið að gerast
væri óljós gæti
hún ekki gefið
frekari lýsingu á
því.
Wendy sagðist
ekki þekkja stað-
inn þar sem þetta Elgo á eyjunni Skye.
hefði gerst en hún
væri viss um að hún myndi þekkja
hann aftur ef hún sæi hann.
Gavin þóttist viss um að Wendy
hefði endurlifað morð en engu ljósi
var hægt að varpa á hvar eða hve-
nær það hefði verið framið.
Sumarstarfið
Eftir þessa óþægilegu reynslu í
dásvefninum sagðist Wendy ekki
vilja láta dáleiöa sig næstu vikur.
Fyrst vildi hún jafna sig. Þann tíma
notaði Gavin til þess að reyna að
komast að því hvar atburðurinn,
sem hún hafði lýst, hefði átt sér
stað. En hann varð einskis vísari
um það.
í lok vetrar sagöi Wendy Gavin að
hún og sextán ára systir hennar,
Gail, hefðu fengið sumarstarf á
King’s Arms hótelinu í þorpinu Ky-
leakin á eyjunni Skye. Gavin skrif-
aði til eigenda hótelsins og spurði
hvort hann gæti líka fengið sumar-
starf þar. Það reyndist standa hon-
um til boða og í byrjun júnímánað-
ar héldu þau Wendy, Gail og Gavin
til eyjunnar.
í tæpa tvo
mánuði var
ekki tími til
neinna til-
rauna með dá-
leiðslu en síð-
asta laugardag-
inn í júlí
ákváðu þau
Wendy og
Gavin að gera
sér dagamun
með dáleiðslu-
tilraun. Var
fleira fólk við-
statt og bjugg-
ust flestir við
áhugaverðri
skemmtun.
Útí
myrkrið
Allt byrjaði á
venjubundinn
hátt en skyndi-
lega hrópaði
Wendy: „Ég er
blind. Ég get
ekkert séð.
Hjálpið mér!
Hjálpið'mér!"
Augnabliki síð-
ar fór hún að
hrópa, hljóp út úr húsinu og hvarf
út í náttmyrkrið. Viðstaddir hlupu á
eftir henni en þegar hún náðist
barðist hún svo ákaft um að fjóra
menn þurfti til að halda henni.
Tókst loks að færa hana aftur til
hótelsins. Hún var alveg utan við
sig og gat Gavin ekki náð henni úr
dásvefninum.
Kallað var á lögregluna og lækni
þorpsins en ekki reyndist unnt að
vekja hana. Loks var ákveðið að
sækja tvo reynda dávalda, annan frá
Glasgow og hinn frá Edinborg. Þeim
Hættulegur leikur