Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1995, Side 34

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1995, Side 34
42 unglingaspjall ■* Unglingaspjall: Sætur strákur í Ijóði Eitt af áhugamálum mínum eru ljóð. Þáð eru ekki mjög al- gengt áhugamál hjá unglingum á mínum aldri. Sumum finnst ljóð vera væmin, hallærisleg eða jafnvel leiðinleg. Mér finnst þau hins vegar rómantísk og heillandi. Það eru auðvitað til unglingar sem hafa þetta sama áhugamál og ég en þeir eru fáir sem ég þekki. Sennilega kann fólk betur að meta ljóð eftir þvi sem það eldist eða eftir þann aldur sem allt er halláerislegt. Ein vinkona mín hefur þó jafn- gaman af ljóðum og ég. Einnig á ég frænda, sem er tveimur árum yngri, sem er sniðugur að semja ljóð. Ég samdi og las mikið af ljóð- um í bamaskóla í svokölluðum ljóða- og smásögutímum. í gaggó samdi ég hins vegar ekk- ert og pældi heldur ekki í því. Þetta breyttist þegar ég fór í framhaldsskóla og varð ástfang- in. Þá settist ég aftur niður og byrjaði að skrifa. Ég les allar ljóðabækur sem ég kemst yfir en þær eru þó aðallega í skólarium. Sjálf á ég ekki mikið af slíkum bókum. Mér finnast öll ljóð skemmtileg en þó sérstaklega um ástina. Ekki man ég eftir neinum sérstökum eftirlætishöfundi. Þeir eru margir sem heilla mig. Mig langar að halda áfram að skrifa í framtíðinni, kannski að skrifa litla ljóða- og smásögubók. Það versta er að ég verð að vera í sérstöku skapi til að geta samið eitthvað gott en í þannig skapi er ég ekki nógu oft. Ég hef sent ljóð í samkeppni, t.d. á síðasta ári, en komst því miður ekki í úrslit. Á fimmtudagskvöldið flutti ég Ijóð í skólanum á sérstöku leiklistarkvöldi. Það er ljóð sem ég ætla að birta hér með og fjallar um strák sem ég er ástfangin af. Ég hef skrifað nokkur ljóð um hann. Þessi strákur er hættur í skólanum núna þannig að ég er búin að týna hon- um. í fjölskyldu minni er ekki mikill ljóðaáhugi þannig að ég veit ekki hvemig þessi áhugi minn er tilkom- inn. Mér þætti hins vegar bæði snið- ugt og skemmtilegt ef til væri ljóða- klúbbur unglinga. Þá gætu ungling- ar rabbað saman um ljóð og flutt þau á ljóðakvöldum. Ég veit ekki til þess að neitt þannig sé til. Mann langar að fá birt eftir sig en veit ekki hvert maður á að leita til þess. Auk þess vil ég ekki vera að troða mér fram þó mig langi í tæki- færið - og það hef ég fengið núna. Annað áhugamál mitt er ljós- myndun. Ég valdi mér nám á fjölmiðlabraut Fjölbrautaskól- ans í Breiðholti vegna þess og þar er ég nú á þriðja ári. Mig langar í framtíðinni að vera innan um mannlífið, lýsa því í myndum og á ljóðrænan hátt. Hér á eftir fer ljóðið mitt, Yamaha YT 260, en það er um strákinn sem á var minnst hér að ofan. Ljóðið skíri ég í höfuð- ið á mótorhjóli hans og senni- lega veit hann um hvern er ort ef hann les það. Yamaha YT 260 Vindurinn þýtur um vangann og umleikur þig og mig. hraði, sumarið og ástin, við erum eitt. En allt í einu, gatan lokuð skrans, öskur, fall ég fell, ástin hvarf Dauði... En þú varst og verður aldrei minn, hvorki þú eða vindurinn, ég var á valdi drauma. En kannski að það leynist í þér vinur og vindurinn verði þinn og minn hraði, sumarið og vinir, hver veit, kannski, kannski. íris Dögg Helgadóttir nemi í Fjölbraut í Breiðholti in hliðin Ungfrú Island er algjör gyðja - segir Arnar Gunnlaugsson, markakóngur íslandsmótsins Daníel Ólafsson, DV, Akranesi: Arnar Gunnlaugsson knatt- spyrnumaður sýnir á sér hina hliðina að þessu sinni. Arnar varð íslandsmeistari með Skagamönn- um um síðustu helgi auk þess sem hann tryggði sér markakóngstitil- inn í íslandsmótinu í knattspyrnu, skoraði 15 mörk í sjö leikjum. Ef hann hefði spilað alla leiki Skaga- manna hefðu mörkin getað orðið 38. Áður en Amar kom tii Akra- ness hafði hann leikið með Feyen- oord og Numberg. Nú er stefnan hjá Arnari og Bjarka bróður hans tekin á að komast að hjá erlendu liði og nokkur lið munu vera að fylgjast með þeim bræðrum. Amar segist heldst vilja spila í Englandi ef hann fengi tilboð þaðan. Fullt nafn: Arnar Bergmann Gunnlaugsson. Fæðingardagur og ár: 6. mars 1973. Arnar Gunn- laugsson marka- kóngur. raN£5- Kærasta: Já, og hún er algjör gyðja. Börn: Nei, ég á engin böm. Bifreið: Ég á ekki bifreið sem stendur og verð því að skokka eða fá far hjá öðram. Starf: Starf mitt er knattspymu- maður og vonast ég til að komast í fast starf sem slíkur á erlendri gmnd á hausti komanda. Latrn: Þau eru ekki gefin upp. Áhugamál: Ég hef mjög gaman af tónlist og má segja að ég sé alæta á hana. Þá eru góðar kvik- myndir einnig í uppáhaldi hjá mér. Hefur þú unnið 1 happdrætti eða lottói? Nei, ég hef ekki haft heppnina með mér ennþá. Hvað frnnst þér skemmtileg- ast að gera? Að sjá knöttinn syngja í netmöskvunum finnst mér ákaflega skemmtilegt. Hvað flnnst þér leiðinlegast að gera? Því er fljótsvarað - að þurfa að taka til. Uppáhaldsmatur: Humar með sósunni hans Alla. Uppáhaldsdrykkur: Kók og Bailys. Hvaða íþróttamaður stendur fremstur í dag? Bjarki Gunn- laugsson tvíburabróðir minn er í miklu uppáhaldi. Uppáhaldstimarit: Vanity Fair og Interview. Hver er fallegasta konan sem þú hefur hitt? Mér finnst þessi sem kjörin var ungfrú ísland algjör gyðja. Ertu hlynntur eða andvfgur ríkisstjórninni? Frekar hlynntur. Hvaða persónu langar þig mest að hitta? David Bowie og spyrja hvort þetta sé satt með Mick Jagger. Uppáhaldsleikari: Daniel Day Lewis. Uppáhaldsleikkona: Isabella Adjani. Uppáhaldssöngvari: Bubbi Morthens er alltaf góður. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Davíð Oddsson. Uppáhaldsteiknimyndaper- sóna: Vinirnir Tommi og Jenni. Uppáhaldssjónvarpsefni: Eins og gefur að skilja snýst líf mitt um fótbolta og þess vegna hlýtur hann að vera uppáhaldssjónvarpsefni mitt. Uppáhaldsveitingahús: Skóla- brú er finn staður. Hvaða bók langar þig mest að lesa? Ævisögu Mick Jagger til að komasf að því hvox-t þetta sé satt með David Bowie. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? FM 95,7. Uppáhaldsútvarpsmaður: Vin- ur minn Rósant Birgisson, hinn röggsami íþróttafréttamaður Bylgj- unnar á Akranesi. Hvort horfir þú meira á Stöð 2 eða Sjónvarpið? Stöð 2 hefur vinninginn. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Ég get ekki gert upp á milli Rósa og Stefáns Jón Hafsteins. Uppáhaldsskemmtistaöur: Astró. Uppáhaldsfélag í fþróttum: Það er að sjálfsögðu ÍA. Stefnir þú að einhveiju sér- stöku í framtíðinni: Ég á mér leyndan draum. Þar sem áhugi minn á kvikmyndum er mikill gæti ég alveg hugsað mér að gera eins og eina kvikmynd en við lát- um þetta ekki fara lengra. Hvað gerðir þú f sumarfrfinu? Sumarfríið var fótbolti. Ég tók bara þátt í þessu venjulega hjá Skagamönnum að tryggja íslands- meistaratitilinn i fótbolta og vera markakóngur i leiðinni. LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 1995 DV Jonathan Taylor Thomas: Heitasta unglingastjarnan Ein heitasta unglingastjarna Bandaríkjanna um þessar mundir er Jonathan Taylor Thomas sem leikur Randy Taylor í sjónvarps- þáttunum Home Improvement eða Handlaginn heimilisfaðir eins og þeir nefiiast á Stöð 2. Jonathan fæddist í Betlehem í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum en flutti til Sacramento í Kalifomíu ásamt íjölskyldu sinni fyrir sjö áram. Jonathan hóf feril sinn sem fyrirsæta í auglýsingum fyrir Burger Kings, Canon, Kellogg’s komfleks og marga aðra. Jonathan var valinn sem rödd fyrir Simba, litla ljónið, í Walt Dis- ney kvikmyndinni, The Lion King. í framhaldi af því fékk hann hlutverk í kvikmyndinni The Man of the Ho- use sem Farrah Fawcett og Chevy Chase léku aðalhlutverkin í. Fyrsta hlutverk i sjónvarpi var í þáttunum The Brady’s þar sem hann lék son Gregs Bradys. Þá hef- ur hann leikið í heimildarmyndum og á leiksviði í heimabæ sínum. Mikill veiðimaður Jonathan er þrettán ára gamall og helstu áhugamál hans eru fisk- veiðar, fótbolti, körfubolti og skíðaí- þróttin. Jonathan hefur nýlokið leik í tveimur nýjum Disneymyndum, Tom Sawyer og Gosa, sem beðið er eftir með eftirvæntingu. Jonathan segist vera venjulegur unglingur þó hann hafi leikið svona mikið í sjónvarpi og kvikmyndum. „Ég held að fólki finnist ég ósköp venjulegur,” segir hann. „Ég geri sömu hluti og allir aðrir krakkar, stunda íþróttir, horfi á sjónvarpið og kjafta í símann. Ég er mikill veiöimaður, held ég, að minnsta kosti reyni ég að vera það. Ég á næga þolinmæði eins og veiðimenn þurfa að hafa. Ég fór til Alaska og veiddi þar 60 punda lúðu. Það var Jonathan Taylor Thomas í kvik- myndinni Man of the House. Með meðleikurum sínum, Farrah Fawcett og Chevy Chase. svolitið kalt þar en maður gleymdi því í spenningnum." Jonathan segir að honum komi vel saman við móður sína sem sér um öll viðskipti fyrir hann. „Hún passar upp á að ég sé eins og aðrir krakkar. Það þýðir t.d. ekkert fyrir mig að reyna að sleppa við heima- námið, hxin fylgist vel með þvi. En ég hef fengið góðar einkunnir svo hún þarf ekkert að vera með þessar áhyggjur." Góðir vinir Það era næg verkefni hjá Jonath- an þar sem hann leikur af fullum krafti í myndinni Handlaginn heim- ilisfaðir, auk þess sem hann lánar rödd sína í teiknimynd sem nefnist Itsy Bitsy Spider. Éins og þeir þekkja sem horft hafa á þættina Handlaginn heimilis- faðir er alltaf mikið að gerast hjá fjölskyldunni og sumum finnst hún láta fremur fiflalega. Jonathan segir að leikurunum í þáttunum komi vel saman og strákarnir leiki sér oft á milli upptaka. „Ég fer líka oft í bún- ingsherbergið og hringi í vini mína,“ segir hann. Jonathan segist ekki finna fyrir öfund í sirm garð vegna velgengninnar frá öðrum krökkum. „Góðir vinir standa með manni.“ Jonathan segist elska að fá bréf frá aðdáendum. Oft er hann spurður um hvernig hægt sé að gerast stjama og stelpur láta í ljós hversu sætur hann sé. Þeir sem vilja skrifa Jonathan geta skrifað til: Jonathan Taylor Thomas c/o Home Improvement, Touchstone Television, 500 South Buena Vista Street, Burbank, CA 91521 USA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.