Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1995, Síða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1995, Síða 36
« fréttir LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 1995 JL>V Vangaveltur um nafn og heimilisfan^fornmannsins í Skriðdal: Vísbendingar ur Landnámu benda á Ævarr inn gamla - sumir telja þó örnefni og hæð kumlbúans vísa til Þóris háva $ "W, 'W’ W* 0 >'A' Ferðalangurinn hvílir nú lúin bein í plastkörfu á Þjóðminjasafninu um sinn að minnsta kosti. Hávaxinn á sextugsaldri Sigurður Sigurjónsson röntgen og almennt notuð allt fram á fyrri hluta 10. aldar, og tvö innflutt sverð- ið sér bústað við Þórisá og borið bein sín þar. DV-mynd S „Ég sé ekki annan líklegri en Ævar Þorgeirsson. Tímasetningin Mikið hefur verið rætt og ritað um jarðneskar leifar fornmannsins sem fannst ríkulega heygður í kumli í Skriðdal á Héraði. Ekki síst hafa menn reynt að geta sér til um nafn hans og hefur nafn Ævars gamla Þorgeirssonar, landnáms- manns í Skriðdal, oftast borið á nú- tíma góma. Nafni Brynjólfs bróður hans hefur þó verið haldið á lofti, sömu sögu er að segja af nafni Þóris háa, Hrafnkels Hrafnssonar og síð- ast en ekki síst Graut-Atla. heldr, er sannra reynist Ef gluggað er i Landnámabók kemur í ljós að nefndur „Ævarr inn gamli“ Þorgeirsson er sagður hafa komið að landi í Reyðarfirði. Bróðir hans „Brynjólfr inn gamli“, en nafn hans hefur einnig verið spyrnt við fornmanninn, hafði áður numið „Fljótsdal alian ofan Hengiforsá fyr- ir vestan, en fyrir ofan Gilsá fyrir austan, Skriðudal allan, ok svá Völl- una út til Eyvindarár" Brynjólfur gaf bróður sínum Skriðudal allan fyrir ofan Gilsá og bjó Ævar á Am- aldsstöðum. Fréttaljós á laugardegi Þess ber að geta að heimildargildi Landnámu hefur verið dregið í efa þótt Ari fróði Þorgilsson hafi skrif- að: „En hvatki er missagt er í fræð- um þessum, þá er skylt at hafa þat heldr, er sannara reynist." í formála sem Guðni Jónsson ritar að íslend- ingasögum, en þar er Landnámabók að finna, segir hann til dæmis að ekki megi taka hana of bókstaflega. Hún sé byggð á arfsögnum sem söguritarinn og hans viðmælendur heyrðu mann fram af manni í nokkra ættliði. Ríkulega búinn Margir munir fundust með bein- um fornmannsins. Má þar nefna hringnál, keltneska að uppruna. Hringnálar, eins og sú sem fannst, voru þó tengdar verslunarvöru og hafa fundist víðar á Norðurlöndum og segir Steinunn Kristjánsdóttir, fornleifafræðingur og umsjónar- maður uppgraftarins í Skriðdal, nál- ina ekki þurfa að segja tU um upp- runa mannsins. Þá fannst brons- sylgja í Borrestíl, norsk að uppruna bryni, um 40 sentimetra löng. Tví- eggja, 90 sentimetra langt sverð fannst við hlið mannsins en á röntgenmyndum kom fram að sverðið var líklega silfurslegið. Þá fannst skjaldarbóla, rafþerla, öxi, hringur, glerhallur steinn og tvö spjót. Loks fannst grýta. Nokkrar grýtur hafa fundist við fornleifaupp- grefti hér á landi en enginn þó jafnt stór og heil eins og þessi. Um er að ræða svokallaða klébergsgrýtu sem flutt hefur verið inn frá Noregi og voru þær mikið í notkun á 9. öld og þeirri 10. Ásamt beinagrind manns- ins fundust beinagrindur hunds og hests sem heygðir hafa verið með honum. Þær eru nú til rannsóknar. læknir, sem skoðað hefur beinin, telur að höfðinginn, sem hér um ræðir, hafi verið á sextugsaldri þeg- ar hann lést. Hann segir einnig að hesturinn, sem fannst í kumlinu með manninum, hafi verið ungur þegar hann var sleginn af. Steinunn telur haugbúann hafa verið um 180 sentímetra á hæð en meðalhæð landsmanna á þessum tíma var um 170 sentimetrar. Allur umbúnaður mannsins og aldursgreining mun- anna, gerð út frá útliti þeirra, gefa til kynna að um sé að ræða höfð- ingja sem heygður var snemma á 10. öld, á landnámsöld. Hvað heitir maðurinn? Sú staðreynd að maðurinn var búinn á fund guðanna í Valhöll með norska grýtu sér við hlið hefur feng- iö ýmsa til að álykta sem svo að hér sé á ferð líkamsleifar Graut-Atla, sem nam eystri strönd Lagarfljóts og bjó i Atlavík, en rétt um tveir kUómetrar skUja að landnám Graut- Atia og kumlsins þar sem fommað- urinn fannst. í ljósi norsku grýtunnar hafa norskir fiölmiðlar reynt að gera haugbúann að norskum ævintýra- manni en einnig hafa þeir vísað tU hæðar hans. Hæð mannsins hefur orðið tilefni annarra vangaveltna. Landnáms- maður í Vöðlavík hét „Þórir inn hávi“. í ljósi viðurnefnis Þóris og hæðar fornmannsins hafa menn leitt getum að því að hann gæti ver- ið hér á ferð en einnig því að kum- lið var staþsett ekki langt frá Þórisá. Þótt Þórir sé skráður til heimUis í Vöðlavík eða Krossavík í Landnámu hafa menn leitt getum að því að har.n hafi verið á faraldsfæti og tek- Nafn Hrafnkels Hrafnssonar hef- ur líklega verið nefnt tU sögunnar af því að hann áði eitt sinn í Skriðdal og sofnaði þar. Skriða féll úr fiaUi sem HrafnkeU svaf undir en hann komst undan eftir að hafa vaknað við undarlegar draumfarir en „gölt- ur og griðungur" sem hann átti urðu undir skriðunni. Hrafnkell nam hins vegar land í Hrafnkelsdal og bjó að Steinröðarstöðum. Aðrar getgátur, sem líklega eru byggðar á Landnámabók, en eru þó öUu ólíklegri, eru að fornmaðurinn sé einn sona Ævars hins gamla en hann átti þá tvo. Brynjólfur bróðir hans átti hins vegar tíu böm af fyrra hjónabandi en tók að sér þrjú til viðbótar er hann fékk Helgu er átt hafði Herjólfur og hefur heyrst fleygt að fornmaðurinn sé einn sona hans. Frekari rannsóknir, sem eiga eft- ir að fara fram á kumlinu, gætu varpað ljósi á hver þar sé á ferð en eins og einn viðmælandi DV orðaði það eiga aUar getgátur jafiian rétt á sér í dag þótt flestir séu á því máli að Kér sé á ferðinni seinustu um- merki Ævars gamla enda er haugur- inn þannig staðsettur að vel sést yfir landnám Ævars frá honum. Hafa ber þó í heiðri orð Ara fróða að komi annað í ljós, þá her að hafa það sem sannara reynist. Vangaveltur samtímamanna „Persónulega giska ég á að mað- urinn hafi verið frá Noregi. Grýtur brotna mjög auðveldlega og ég tel menn ekki hafa verið aö þvælast með þetta á miUi landa. Það er hægt að tegundagreina dýrabeinin og þá kemur þetta betur í ljós,“ segir Steinunn. passar við hann. Þetta þarf ekki að vera Graut-Atli þótt þarna hafi ver- ið grýta. Það þurftu fleiri grýtur en hann. Ég legg trúnað á Landnáma- bók þótt einhverjir landnámsmenn hafi líklega verið búnir tti eftir ör- nefnum, en flestir eru raunveruleg- ir,“ segir Jónas Kristjánsson, fyrr- um forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar. Helgi Hallgrímsson, fyrrum sögu- kennari í Menntaskólanum á Akur- eyri og Austfirðingur, hefur látið sér detta í hug að þarna sé líklega heygður Þórir hávi. Byggir hann það á Þórisár-nafninu. „Mér finnast vissar líkur á því að þetta sé Þórir, ef sá maður hefur einhvern tíma verið til á annað borð og menn leggja trúnað á Landnámu," segir Helgi. „Menn telja helst að þetta hafi verið Ævar hin gamli og mér finnst það líklegt. Hann bjó þarna í Skrið- dal og sjálfsagt hafa þessir menn haft mikið um sig fyrst þeirra var getið í sögum og á þeim forsendum finnst mér ekki ólíklegt að þetta sé Ævar,“ segir Hákon Aðalsteinsson í Bekkugerðishúsum. „Fundurinn er einn hinn merkasti í seinni tíð. Hann hefur' mikla þýðingu fyrir fornleifafræði á íslandi. Hann gefur miklar upplýs- ingar um grafsiði í heiðni. Það hafa mörg kuml verið grafin upp á ís- landi en fá í seinni tíð eftir að forn- leifafræðingar fóru að taka sýni eins og í dag og gera vettvangsteikning- ar,“ segir Steinunn Kristjánsdóttir. Heimild: Haraldur Matthíasson: Landið og Landnáma, Rvík 1982, kort af Austfjörðum nyrðri og Austfjörð- um syðri sem finna má í lok bókar- innar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.