Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1995, Qupperneq 39

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1995, Qupperneq 39
47 \T LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 1995 Áhugi á Kína fer vaxandi meðal íslendinga: Þau vilja kenna Islendingum kínversku „Samskipti Kína og Islands hafa aukist mikið seinustu misseri. Dav- íð forsætisráðherra var nýlega í Kína, sömu sögu er að segja um Vig- dísi forseta og borgarstjórinn er núna í Kína. Þá hafa kínverskir ráðamenn verið að koma til lands- ins. Það er ekki bara á stjórnmála- sviðinu sem samskiptin milli Kina og íslands hafa aukist heldur hafa viðskiptaleg tengsl aukist. íslenskir athafnamenn eru farnir að flytja vörur til landsins frá Kína og þjón- ustu og þekkingu til Kína. Loks hafa námsmenn sýnt því áhuga að læra í Kína,“ segir dr. Baohua Yang, kín- verskur doktor í örrafeindafræði og starfsmaður raunvísindadeildar Há- skóla íslands. Eiginkona dr. Yangs, Fenglan Zou, er einnig búsett hér á landi. Hún er lærður bókmenntafræðingur og kennari og starfaði sem kennslu- kona í Kína á annan áratug og kenndi þar kínversku og bókmennt- ir. Nú starfar hún hér við fram- reiðslustörf en langar að nýta sér þekkingu sína og miðla af henni til íslendinga sem hafa áhuga á að kynnast kínversku. Þau segjast hafa orðið þess áskynja að áhugi á kín- versku hér á landi hafi aukist í kjöl- far vaxandi samskipta ríkjanna, einnig hafi kínversk menning og bókmenntir skipað stærri sess hér á landi undanfariö. Þetta má meðal annars sjá á því að nú er í fyrsta skipti boðið upp á kínversku- kennslu við Háskóla íslands og hafa á þriðja tug manna skráð sig til námsins. Það nám er þó allsendis óskylt því námi sem dr. Yang og kona hans, Zou, hyggjast bjóða upp á. „Við höfum áhuga á að kenna ís- lendingum kínversku. Þetta myndi verða ódýrt, til dæmis munum við innheimta lágmarkskennslugjald í fyrstu á meðan fólk er að kynnast þessu. Ef einhverjir hyggjast hins vegar fyrir alvöru læra kínversku þá mun það kosta eitthvað. Tilgang- urinn með þessu er að fá eitthvað fyrir eiginkonu mína að gera. Hún vinnur nú fulla vinnu en langar að vinna á því sviði sem hún er mennt- uð á. Ef aðsóknin að námskeiðinu Dr. Baohua Yang og Fengian Zou. Zou býðst nú til að kenna íslendingum kínversku. DV-mynd GVA Þrefaldur 1. vinningur! Nú er að nota tcekifœrið! -vertu viðbúiniw vinningi Fáðu þér iniða fyrir kl. 20.20 í kvöld. verður mikil ætlar hún að reyna að minnka við sig þá vinnu sem hún er í,“ segir dr. Yang. Hjónin búa við ÁsvaUagötu og hyggjast nýta eigin húsnæði til kennslunnar ef aðsókn hamlar því ekki. Ef viðtökur verða góðar hyggj- ast þau þó leita eftir aðstöðu í ein- hverjum af skólum borgarinnar. Zou hefur tekið saman kennslubæk- ur og hljóðsnældur og mun áhuga- sömum verða kennt tungumálið en ritun og lestur málsins látin bíða fyrst um sinn. Sækist hins vegar einhverjir lengra komnir eftir kennslu er Zou einnig reiðubúin að veita þeim leiðsögn. Dr. Yang mun líka, þegar hans eigin vinna leyfir, aðstoða við kennsluna. Dr. Yang segir að i raun eigi ís- lendingar að eiga auðveldara með að læra kínversku en ensku. Beyg- ingar eru til dæmis á margan hátt mun auðveldari en í ensku og málið sem þau hyggjast kenna er eins kon- ar opinber kínverska. -PP Áhugaverðir fyrirlestrar íApple-básnum á sýningunni Tækni og tölvur inn í nýja öld, Laugardalshöll 29. sept. -1. okt. Laugardagur 10:30 • Macintosh ð heimilinu og internet • Sigurður Másson • Apple-umboðið 11:00 • Hansa - bðkhaldskerfi • Guðmundur Kr. Hallgrímsson • Apple-umboðið 11:30 • CyberHome • Björn Gustavsson • Apple Computer, Parfs 12:15 • ISDN-upplýsingahraðbrautin • Gunnar Guðmundsson* Póstur og sími 13:00• Apple - The Platform • Bo Olofsson • Apple Computer, Stokkhólmi 13:45 • Myndvinnsla í Photoshop • Gunnar Kr. Sigurjónsson • Apple-umboðið 14:15 • Hansa - bókhaldskerfi • Guðmundur Kr. Hallgrímsson • Apple-umboðið 14:45 • CyberHome • Björn Gustavsson • Apple Computer, París 15:30 • Apple - The Platform • Bo Olotsson • Apple Computer, Stokkhólmi 16:15 • Macintosh á heimilinu og Internet • Sigurður Másson • Apple-umboðið 16:45 • Hljóðvinnsla í Maclntosh • Baldur J. Baldursson • Oz -hljóð 17:15 • Photoshop - myndvinnsla • Gunnar Kr. Sigurjónsson • Apple-umboðið Sunnudagur 10:30 • Macintosh á heimllinu og Internet • Sigurður Másson • Apple-umboðið 11:00* Hljóðvinnsla í Macintosh • Baldur J. Baldursson • Oz -hljóð 11:30» Myndabanki • Einar Erlendsson • Stafræna myndasafnið 12:00 • Macintosh í blönduðu umhverfi • Valdimar Óskarsson • Apple-umboðið 12:30 • Vinnsla á kvikmyndum • Stefán Árni Þorgeirsson • Kjól og Anderson 13:00 • Hansa - bókhaldskerfi • Guðmundur Kr. Hallgrímsson • Apple-umboðið 13:30 • Myndvinnsla í Photoshop • Gunnar Kr. Sigurjónsson • Apple-umboðið 14:00 • MacSea - til lands og sjávar • Þorsteinn Björnsson • Radiomiðun 14:30 • ArchlCAD, draumaforrit hönnuða • Márton Szövényi-Lux • Graphisoft 15:15 • ISDN - upplýsingahraðbrautin • Gunnar Guðmundsson • Póstur og sími 15:45 • Macintosh á heimilinu og Internet • Sigurður Másson • Apple-umboðið 16:15 • Hansa - bókhaldskerfi • Guðmundur Kr. Hallgrímsson • Apple-umboðið 16:45 • Myndvlnnsla í Photoshop • Gunnar Kr. Sigurjónsson • Apple-umboðið 17:15 • Hljððvinnsla í Macintosh • Baldur J. Baldursson • Oz -hljóð •.Apple-umboðið Apple-umboðið • Skipbolti 21 • simi 511 5111 • Heimasíðan: bttp:l/www. apple. is /i\
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.