Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1995, Síða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1995, Síða 40
LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 1995 4. draumalið DV .4 Sigurvegarinn í draumaliðsleik DV: „Mörkin hjá Tanasic gerðu útslagið" Njáll Trausti Friðbertsson, 25 ára gamall Akureyringur, stóð uppi sem sigurvegari i draumaliðsleik DV 1995. Lið hans, NTF, fékk 157 stig alls, þremur stigum meira en næsta lið, eftir æsispennandi baráttu í lokaumferðum 1. deildarinnar í knattspyrnu. „Ég komst á blað strax í 1. um- ferðinni en svo gekk þetta rólega lengi vel. í 14. umferð komst ég aft- ur á lista yfir þá efstu og spennan var mikil eftir það. Ég fylgdist meö síðustu umferðinni í sjónvarþinu og gerði mér vonir um að sigra en hélt að þetta væri búið hjá mér þegar Steingrímur Jóhannesson skoraði ■ fyrir ÍBV gegn ÍA þar sem ég var með þrjá Skagamenn í öftustu línu. En^svo skoraði Marko Tanasic tvö mörk fyrir Keflavík, þá sá ég að möguleikinn var fyrir hendi og þeg- ar ég sá að hann var valinn maður leiksins í DV var sigurinn hjá mér í höfn,“ sagði Njáll Trausti í spjalli við DV eftir áð hafa tekið við aðal- verðlaununum, ferð fyrir tvo á leik í Bretlandi eða annars staðar með Samvinnuferðum/Landsýn, auk 15 þúsund króna úttektar hjá Útilifi í Glæsibæ. Fylgdist betur md ís- lanasmotinu en aour „Ég tek yfirleitt ekki þátt í nein- um getraunum en þegar ég sá kynn- ingu á draumaliðsleiknum í DV ákvað ég að vera með. Það var skemmtilegt að taka þátt í þessu og þetta leiddi til þess að ég fylgdist betur með íslandsmótinu í knatt- spymu en áður og varð að fylgjast með fleirum en mínum mönnum í KR,“ sagði Njáll Trausti. Njáll er KR-ingur þó hann sé búsettur á Ak- ureyri og lék í yngri flokkunum við hlið Heimis Guðjónssonar, Rúnars Kristinssonar, Þormóðs Egilssonar og Hilmars Björnssonar, sem síðan hafa gert það gott með vesturbæjar- liðinu og víðar. „Hér á Akureyri geri ég ekki upp á milli félaganna en ber hag þeirra beggja fyrir brjósti," sagði sigurvegarinn. Draumalíð meistarans: NTF lífílHlii Da&l Dervlc KR 9 ívar BJarkllnd ÍBV 6 Páll Gu&mundsson Leiftrl 15 Kristján Finnbogason KR • 4 Þóröur Þóröarson ÍA • 7 ífttSÍt msm... Milan Jankovlc Grlndavlk 5 Ólafur Adolfsson Slgurstelnn Gislason IA 4 ÍA-3 Alexander Högnason ÍA-5 Olafur Þóröarson ÍA 23 Gunnar Oddsson Lelftri 16 Marko Tanaslc Keflavík 31 Félagaskipti: Þórður fyrir Kristján 3/7 Ólafur fyrir Alexander 3/7 I . Páll fyrir ívar 13/7 Tryggvl Guðmundsson ÍBV 36 Guömundur Benedlktsson KR 31 Draumaliðsmeistarinn Njáll Trausti Friðbertsson ásamt unnustu sinni, Guðrúnu Gyðu Hauksdóttur. Þau hafa ekki ákveðið hvernig þau nýta ferðavinninginn en ætla að skoða vel alla möguleika á næstunni. DV-mynd gk Þjálfari septembermánaðar: Bjarni Heiðar skákaði öllum Bjarni Heiðar Halldórsson, 9 ára gamall Reykvíkingur, varð „þjálf- ari septembermánaðar“ í drauma- liðsleik DV. Lið Bjarna Heiðars, BÁHS III, fékk 66 stig í september, þremur stigum meira en næsta lið, Fótboltafélagið Kári. Bjami Heiðar var ekki bara í keppni við hina 1.399. þátttakend- urna í leiknum heldur fór fram keppni milli fjölskyldumeðlim- anna, fjögurra talsins. Þar skák- uðu synirnir foreldrunum því Bjarni Heiðar var hæstur af þeim í heildarkeppninni með 107 stig, Svanberg bróðir hans, 12 ára, kom næstur með 87 stig, móðirin, Ása Bjarnadóttir, fékk 83 stig og faðir- inn, Halldór Svanbergsson, rak lestina með aðeins 43 stig. Fjölskyldan bjó áður á Ólafsfirði og Bjarni Heiðar sagðist halda með Leiftri og síðan með Skaga- mönnum. „Annars hef ég æft fót- bolta með Fram og handbolta með Val,“ sagði vinningshafinn sem nú getur verslað fyrir 15 þúsund krón- ur hjá sportvöruversluninni Spörtu, eins og aðrir vinningshaf- ar í mánaðarleikjunum í sumar. Halldór Svanbergsson segir að spennan á heimilinu hafi verið mikil og búsetan á Ólafsfirði og stuðningurinn við Leiftur hafi ráð- ið miklu um liðsval fjölskyldunnar til að byrja með. „Það má segja að við höfum flaskað á því í byrjun að vera með of marga Ólafsfirðinga í vörninni en þeim var síðan skipt út enda dýrmætast að vera með varnarmenn sem fá minnst af mörkum á sig. Nú er maður búinn að átta sig betur á leiknum og for- sendum hans og kemur tvíefldur til þátttöku í honum næsta vor,“ sagði Halldór í spjalli við DV.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.