Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1995, Síða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1995, Síða 44
LAUGARDAGUR 30. SEPTEMBER 1995 52 sviðsljós William Baldwin og Chynna Phillips pússuð saman - hann sá hana fyrst í flugvál fyrir fjórum árum Það var ekki fátt stórstjarnanna í brúð- kaupi nokkru sem fór fram í kirkju heilagrar Maríu og Jóseps í Southampton í New York ríki í Bandaríkjunum á dögunum. Þá voru gefin saman leikarinn William Baldwin og söngkonan Chynna Philips. Til veislunn- ar mættu að sjálfsögðu allir Baldwin bræð- urnir, Alec, Daniel og Stephen, og eigin- kona þess fyrstnefnda, Kim Basinger, gengin vel á áttunda mánuðinn. Chynna Philips er dóttir hjónanna Johns og Michelle Phillips, stofnenda hljómsveit- arinnar Mamas and Papas. Chynna fetaði einmitt í fótspor foreldra sinna fyrir nokkrum árum og gerði það gott á sviðinu með dætrum Bryans Wilsons úr the Beach Boys í hljómsveitinní The Wilson Phillips. Brúðarkjóll Chynnu var sérhannaður á hana af Veru Wang, sem var meðal 300 gesta í veislu brúðhjónanna. Vera þessi Wang lét hafa eftir sér að dagurinn hefði verið einstaklega rómantískur en allir gest- irnir fengu geisladisk afhentan með uppá- halds ástarljóðum hjónanna. Meðal söngva á diskinum var lag sem Chynna hafði samið sérstaklega fyrir eiginmann sinn og ber þann frumlega titil „I Live for You". Til veislunnar mættu einnig starfssystur Chynnu úr the Wilson Pillips, Wendy og Carnei Wilson, en Camei varð einmitt vitni að fyrsta fundi Chynnu og Williams um borð r flugvél árið 1991. „Hún gekk fram hjá honum og við sáum Billy teygja höfuðið fram á ganginn til að horfa á eftir henni," lét Camei hafa eftir sér í viðtali við People. Brúðhjónin kveiktu á kerti til að sýna fram á sameiningu sálna sinna. Eftir að Kim Basinger og Aiec Baldwin mættu til veislunnar gáfu brúðhjónin sér tíma til að stilla sér upp til mynda- töku meö bræðrum Williams. Teri Hatcher úr Lois og Clark: Vergjörn á hvíta tjaldinu Hin íturvaxna Teri Hatcher. Teri Hatcher, sem margir þekkja úr þáttunum Lois og Clark, sem sýndir eru á Stöð 2, leikur stórt hlut- verk í erótískum trylli, Heaven’s Prisoners, sem frumsýndur verður eftir mánaðamótin. í myndinni sést Teri standa á svölum, súpandi af Martini- glasi, og auðvitað er stúlkan fataiaus í senunni. Almannarómur sagði að rætt hefði verið um að klippa atriðið úr mynd- inni en Teri barðist fyrir því að atriðinu yrði haldið inni. „Ég sagði við leikstjór- ann, Phil Joanou, að pabbi myndi drepa mig fyrir að berjast fyrir að halda nektarsenunni inni í myndinni en mér fyndist hins vegar atriðið vera svo lýsandi fyrir þessa vergjömu persónu sem ég leik að það væri synd að klippa það út. Vonandi tek ég mig vel út í því. Það eina sem er verra en að koma nakin fram í bíó- mynd er að koma nakin fram og líta illa út,“ sagði Teri. Ölyginn sagði... . . . að almenningur í Bretlandi væri hneykslaður yfir syndsamlegu at- hæfi Játvarðar Bretaprins og unn- ustu hans, Sophie Rhys Jones. Parið ku búa í óvigðri sambúð meiri hluta vikunnar í Buckinghamhöll. Annars var ungfrú Jones nýverið í Ballmoralkastala í Skotlandi, sumar- dvalarstað kóngafjölskyldunnar. Þar hafði hún þaö gott, svo gott að stuttu pilsin hennar eru orðin full- þröng. ... að Keanu Reeves, einn eftirsótt- ustu piparsveina Hollywood, væri hinn ánægðasti með eigin frammi- stöðu í kvikmyndinni Speed. Fleiri eru ánægðir því ákveðið hefur verið að gera framhaldsmynd en áður mun Reeves leika í myndinni A Walk in the Clouds, mexíkóskri ástarsögu úr seinni heimsstyrjöldinni. Mótleik- ari hans er Aitana Sanchez-Gijon, sem hér sést með Reeves, en hún var valin úr hópi 500 umsækjenda um hlutverkið. ... að eiginkona belgíska ofurmenn- isins Jean-Claude van Damme ætti von á sér í næsta mánuði. Eiginkon- an, Darcy La Pier, mætti í brúðkaup systur van Damme, Véronique, íklædd bleikum kjól með bumbuna út í loftið. Fyrrum eiginkona van Damme var einnig mætt i brúðkaup- ið með tvö barna sinna og van Damme. . . . Woody Allen hefði þegar hafist handa við nýja bíómynd. Kvikmynd- in gerist á Sikiley og fer unnusta Allen og stjúpdóttir, Soon-Yi, með aðalhlutverkið. Ólyginn sagði einnig að Soon-Yi hefði Allen undir hæln- um og ákvæði æ meir hvað gera skyldi, hvert fara ætti og hvar boröa. ... Al Pacino, smávaxna stjórstjarn- an, léki nú f kvikmynd um borgar- stjóra New York. Myndin, sem er pólitískur þriller, mun heita Ráðhús- ið eða City Hall elns og titillinn út- leggst á frummálinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.