Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1995, Side 45
LAUGARDAGUR 30 SEPTEMBER 1995
Tréttir
53
Algert bann við notkun jarðsprengna ekki samþykkt á sárstakri ráðstefnu SÞ:
Limlesta eða drepa
um 400 manns á viku
Um og yfir 400 manns er'u limlest-
ir eöa týna lífi í viku hverri vegna
þess að jarðsprengja springur undir
fótum þeii-ra. Meðal fómarlambanna
era börn að leik, bændur við vinnu á
ökrum, fólk á göngu á víðavangi og
fleiri sem era algerlega grunlausir
um þá ógn sem kann að felast rétt
undir yfirborði jarðar og upphaflega
var ætluð öðrum en saklausum borg-
urum. Jarðsprengjunum hefur flest-
um verið komið fyrir í löngu liðnum
ítökum.
Alls er talið að um 110 milljónir
virkra jarðsprengna biði fórnar-
lamba sinna í 64 löndum, þar á með-
al Angóla, Mósambík, Kambódíu og
fyrrum Júgóslavíu. Mun ástandið
vera einna verst í Kambódíu þar sem
7-9 milljónir jarðsprengna liggja
faldar í jörðu. Þar látast 100-200
manns af völdum þeirra í hverjum
mánuði og vitað er um 30 þúsund til-
felli þar sem fólk á öllum aldri hefur
misst útlimi af völdum sprengnanna.
f Afganistan liggja um 10 milljónir
jarðsprengna faldar í jörðu og í
Angóla er vitað til að 9-20 milljónir
jarðsprengna hafi verið faldar í
jörðu í 20 ára borgarastríði. Samtök-
in Læknar án landamæra áætla aö
um 70 þúsund manns hafi misst út-
limi af völdum sprengnanna í
Angóla.
Fréttaljós
á laugardegi
Ekkert öruggt mat liggur fyrir
um fjölda jarðsprengna í Bosniu
en upplausn Júgóslavíu hefúr or-
sakað verstu jarðsprengjuógn
sem riðið hefur yfir Evrópu frá
síðari heimsstyrjöld. Grafið hér
á síðunni er til glöggvunar.
Farið fram á algert bann
Afleiðingar falinna jarðsprengna,
sem enginn veit um, limlestingai' og
dauði sáklausra borgara, verða sýni-
legar langt fram á næstu öld verði ekkert
að gert. Til aö stemma stigu við þessari
ógn standa Sameinuðu þjóðirnar fyrir
ráðstefnu í Vín í Austurríki sem stendur
fram í miðjan október. Þar era mættir
fulltrúar þéirra 49 þjóða sem skrifuðu
undir sáttmála 1980 en hann fjallaöi um
notkun „sérstakra hefðbundinna" vopna
(Certain Conventional Weapons). Er end-
urskoðun hans meginverkefni ráðstefn-
unnar.
Aðalritari SÞ, Boutros Boutros- Ghali,
fór fram á algert bann við framleiðslu og
notkun jarðsprengna í júlí og kom sá
vilji fram í upphafsræðu ráöstefnunnar.
Hins vegar var strax ljóst að ráðstefnan
mun einungis ná að takmarka og setja
strangari reglur um jarðsprengjur auk
þess að reyna að stöðva þróun nýrra
vopna eins og leysigeisla sem orsaka var-
anlega blindu.
Fulltrúi Bandaríkjanna sagði að ríkin
ættu að vinna að algeru banni við fram-
leiðslu og notkun jarðsprengna og væri
ráðstefnan í Vín fyrsta skrefið í þá átt.
Hann sagði að hefði meirihluti ríkja
heimsins staðfest sáttmála ráðstefnunn-
ar 1980 hefði þúsundum óbreyttra borg-
ara verið hlíft frá örkumli og dauða. En
einungis 49 ríki staðfestu sáttmálann,
þar á meðal fyrrum ríki Júgóslavíu sem
í dag eru útötuð jarðsprengjum.
Kínverjar segja notkun
JARÐSPRENGJUR OGNA UM ALLAN HEIIVI
jarðsprengna réttmæta
Stærstu framleiðendur jarðsprengna
eru Kína, fyrrum Sovétlýðveldi og
Ítalía. Belgar voru fyrstir þjóða til að
banna framleiðslu, útflutning og
notkun jarðsprengna. Frakkar til-
kynntu í vikunni að þeir mundu geta
í fótspor Belga og eyða auk þess jarð-
sprengjulager sínum.
Bandaríkin, Bretland, Ítalía, Þýska-
land, Israel og Suður-Afríka, sem öll
framleiða jarðsprengjur, hafa hins
vegar látið nægja að setja bann við
útlfutningi þeirra. Ríki eins og Dan-
mörk, Norgur og Svíþjóð hafa krafist
algers banns við notkun jarð-
sprengna en krafa þeirra mun varla
fá hljómgrunn.
Kínverjar eru alveg sér á parti i af-
stöðu sinni. Þeir segja notkun jarð-
sprengna réttmæta. ÖU ríki, sérstak-
lega þróunarlöndin, eigi rétt á að
nota jarðsprengjur til að verjast
óvinaárásum. Fulltrúi Kínverja á
ráðstefnunni sagðist vilja setja regl-
ur sem takmörkuðu notkun jarð-
sprengna en menn yrðu að vega
mannúðarsjónarmið gegn réttmæt-
um hemaðarlegum þörfufn.
Góðar og
vondar sprengjur
Kúrdi sem missti framan af handleggjum sínum þegar hann sté á jarðsprengju gengur hér yfir ímyndað jarð-
sprengjusvæði við ráðstefnustað SÞ t Vín. Innandyra þrefa fulltrúar 49 landa auk fulltrúa ýmissa hjálpar-
stofnana og mannréttindarsamtaka um bann við notkun jarðsprengna. Símamynd
Bandaríkjamenn og fleiri vestræn
ríki hafa sett fram málamiðlunartil-
lögu sem felst í því að gamaldags eða
heimskar jarðsprengjur (dumh mi-
nes) verði bannaðar, það er jarð-
sprengjur sem eru virkar ótakmark-
aðan tíma og geta valdið skaða löngu
eftir að átökum lýkur. I staðinn vilja
þessi ríki leyfa þróaðri gerð jarð-
sprengna (smart mines) sem eru
einungis virkar í takmarkaðan
tíma, 30-120 daga, eftir að þeim er
stungið í jörðu. Tillagan felur
einnig í sér að gömlu sprengjurnar
verði einungis notaðar á merktum
svæðum sem eru undir eftirliti.
Bandaríkjamenn vilja bæta við
klásúlu um eftirlitsnefndir sem
mundu tilkynna um brot á væntanleg-
um sáttmála til Sameinuðu þjóðanna. Sú
hugmynd hefur hins vegar fallið í grýtt-
an jarðveg meðal þróunarlanda, t.d.
Pakistan.
Fulltrúar hjálparstofnana og mannrétt-
indasamtaka sækja einnig ráðstefnuna.
Oddviti alþjóðlegrar herferðar gegn jarð-
sprengjum segir vestræn ríki eins og
Bandaríkin, Bretland og Þýskaland leika
tveimur skjöldum. Meðan þessi ríki seg-
ist stefna að algeru jai'ðsprengjubanni
komi þau með tillögu um notkun
„góðra“ og „vondra" jai'ðsprengna. Það
séu einmitt þessi ríki sem framleiði
„góðu“ jarðsprengjurnar.
Blindandi leysigeislar
En það er fleira en jarðsprengjur sem
kemur til umræðu á ráðstefnunni. Notk-
un leysigeisla sem orsaka varanlega
hlindu er heitt umræðuefni en á því
sviði eru Kínverjar fremstir. Er víðtæk-
ur stuðningur við að banna þessi vopn
en sem fyrr er búist við andstöðu af
hálfu Kínverja sem þegar hafa kynnt
slík vopn á hergagnasýningum.
En meðan menn þrefa um jarösprengjur
í fundarsölum í Vín í þrjár vikur, vænt-
anlega án þess að sameinast um bahn
við jarösprengjum, limlestast eða deyja
allt að 400 manns af völdum þessa skæða
óvinar, bæði fullorðnir og höm.
Reuter