Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1995, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1995, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 2. OKTÓBER 1995 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVÍK, SÍMI: 563 2700 FAX: Auglýsingar: 563 2727 - Aðrar deildir: 563 2999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafraen útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@ismennt.is - Auglýsingar: dvaugl@ismennt.is. - Dreifing: dvdreif@iSmennt.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 46J 1605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. Pólitískir fúskarar Forseti Alþingis greip til þess ráðs í skattfrelsisfári al- þingismanna um daginn að réttlæta gjörðir stnar og fé- laga sinna með fullyrðingu um að íslenskir þingmenn væru á mun lægri launum en kollegar þeirra í Skandin- avíu. Um leið kallaði hann yfir þingheim enn eina sönn- un þeirrar gamalkunnu aðvörunar að ekki er skynsam- legt að nefna snöru í hengds manns húsi. Ummæli þingforsetans vöktu nefnilega á nýjan leik at- hygli almennings á þeirri ömurlegu staðreynd að saman- borið við nágrannana er ísland láglaunaland. Launamunurinn hefur greinilega komið í ljós í tölum um launakjör hér og annars staðar á Norðurlöndum sem DV hefur birt að undanfömu. Þar var gerður saman- burður á launum prófessors í háskóla, sjúkraliða, grunn- skólakennara, húsasmiðs og afgreiðslumanns í stór- markaði á íslandi, í Noregi, Danmörku, Svíþjóð og Finn- landi. Miðað var við samningsbundin laun eftir tíu ára starfsreynslu, þar sem því var við komið. Niðurstöðurnar eru sláandi. Mánaðarlaun prófessors á íslandi em 143 þúsund krónur, en í Danmörku fengi hann um 369 þúsund, 266 þúsund í Noregi, 346 þúsund í Finnlandi og um og yfir 300 þúsund í Svíþjóð. Afgreiðslumaður í stórmarkaði í Reykjavík hefur inn- an við 60 þúsund á mánuði, en um 154 þúsund í Dan- mörku, 135 þúsund í Noregi, 102 þúsund í Finnlandi og 107 þúsund í Svíþjóð. Þessi tvö dæmi sýna í hnotskum þann mikla mun sem er á samningsbundnum launum á íslandi og í nágranna- löndunum. Kjarni málsins er sá að annars staðar á Norð- urlöndum geta launþegar lifað af dagvinnutekjum sín- um. Hér á landi geta þeir það ekki. Viðbrögð atvinnurekenda við þessum tölum eru at- hyglisverð. Þeir benda á að framleiðni sé hér mun minni en í nágrannalöndunum, enda séu laun sem hluti af verg- um tekjum há á íslandi. Ástæðan sé líklega sú að íslend- ingar séu „fúskarar“ svo vitnað sé til ummæla Einars Odds Kristjánssonar alþingismanns í DV. Hvemig sem á það er litið er niðurstaðan hin sama. Þau verðmæti sem landsmenn skapa með starfi sínu og fjármagni skila sér ekki til fólksins. Það þarf hins vegar ekki að leita lengi til að komast að því hvar þessi verðmæti lenda. Eins og Þorvaldur Gylfa- son prófessor hefur oftlega vakið athygli á, mótast lífs- kjör og laun mjög af innviðum og umgerð efnahagslífsins á hverjum tíma. Verðmætin brenna upp vegna þess að þröngsýnum hagsmunahópum hefur tekist að ríghalda í margvíslega óhagkvæmni á kostnað almennings og koma í veg fyrir þær umbætur sem gætu dugað til að snúa öfugþróuninni við. Að hans mati eru lykilatriðin þessi: Gríðarleg Qárfest- ing ríkisbankakerfis í framkvæmdum sem skilar engum arði til baka og lýsir sér meðal annars í þeim 40—50 milljörðum sem banka- og sjóðakerfi landsmanna hefur neyðst til að afskrifa á nokkrum árum. Óhagkvæm og óréttlát fiskveiðistefna. Óhagkvæmasta landbúnaðar- stefna í allri Evrópu. Og miðstýring kauplags á vinnu- markaðinum. Þessu er öllu saman stjórnað af stjómmálaflokkunum. Forystumenn og fulltrúar flokkanna hafa ráðið banka- kerfinu að langmestu leyti, sjávarútvegsstefnunni, land- búnaðarstefnunni og gerð kjarasamninga að stórum hluta lika. Það eru því hinir pólitísku fúskarar sem bera meginábyrgð á því að ísland er láglaunaland. Elías Snæland Jónsson „Stórstígar framfarir áttu sér þó stað á ýmsum sviðum á sjötíu árum. Ríki tréplóga urðu kjarnorkuveldi." - Vél- vædd kornuppskera í einu af stærri iandbúnaðarhéruðum Rússiands, í grennd við Stavropol. Fjörbrot tilskip- anahagkerfis Undanfarar mikilla tíðinda láta oft lítið yfir sér. Fyrir um sex árum voru rofnir strengir á landa- mærum Austurríkis og Ungverja- lands og þau þar með opnuð allri umferð. Þær þjóðfélagbreytingar sem fylgdu í kjölfarið mörkuðu ekki einungis braut alræðis til fjöl- ræðis í stjórnmálalegu tilliti held- ur einnig leið miðstýringar til markaðshagkerfis. Reyndar voru nokkrar þjóðir sem búið höíðu lengi við lokað tilskipanahagkerfi farnar að vinna að ýmsum umbót- um sem hefði mátt flokka sem hreina endurskoðunarstefnu. Þau orð eru reyndar fleyg svo framarlega sem kötturinn veiðir mýs, skiptir ekki máli hvort hann er svartur eða hvítur. Með öðrum orðum, ef markaðsbúskapur nýtist betur til að ná fram ákveðnum markmiðum en áætlunarbúskapur þá ber að taka hinn fyrmefnda fram yflr hinn síðarnefnda. Orð krúsjeffs Margir hafa velt fyrir sér hvers vegna áætlunarbúskapur komst í þrot þar eð hann átti að vera laus við þær hagsveiflur sem einkenna frjálst markaðshagkerfi, jafnframt því sem öllu réttlæti um skiptingu gæða skyldi fullnægt.. Opinberar tölur um hagvöxt virtust staðfesta þau orð Krúsjeffs sem hann viðhafði á vesturferð og fékk bágt fyrir að Ráðstjórnin myndi grafa Bandaríkin. Til þeirra er almennt vitnað samhengislaust. En allt bendir til þess að hann hafi átt við að grafið yrði í efnisleg- um gæðum því ef hagvöxtur í einu ríki er tíu af hundraði um ókomin ár í en öðru fimm af hundraði hlýt- ur hið fyrra að fara fram úr hinu síðara um síðir óháð því hverjir byrjunarreitir hvors um sig eru. Kom mönnum í koll Nú er mjög dregið í efa að tölur um mikinn hagvöxt við áætlanabú- Kjallarinn Kristjón Kolbeins viðskiptafræðingur skap hafi verið sannleikanum sam- kvæmar. Stórstígar framfarir áttu sér þó stað á ýmsum sviðum á sjö- tíu árum. Ríki tréplóga urðu kjam- orkuveldi. Samt er hin yfirgengi- lega skriffinnska, sem er óhjá- kvæmilegur fylgifiskur áætlunar- búskapar, talin hafa verið honum fjötur um fót. Öll ákvarðanataka var afar seinvirk, bíða þurfti eftir skipunum að ofan um einstaka þætti framleiðslu og endurnýjun var hæg. Lagt var mikið upp úr nýfjárfest- ingu en viðhald vanrækt í stórum stíl þar sem það jók ekki þjóðar- framleiðslu reikningslega eins og fjárfestingin gerði. Skortur á við- haldi og óvönduð vinnubrögð vegna ónógrar samkeppni, þar sem allt var lagt upp úr magni en gæði vanrækt, koma mönnum nú í koll samanber leka spilliefna og aðra fylgifiska stórrekstrar. Aukin erlend samskipti Það sem nú vekur furðu eru upplýsingar um að árið 1917 hafi Rússar alls ekki verið eins aftar- lega á merinni hvað varðar verald- leg efni og af er látið þótt auði hafi verið misskipt sem og annars stað- ar í Evrópu. Á því ári var einka- neysla Rússa á ibúa talin sú sjö- unda mesta í heimi sem vel fær staðist þegar horft er til ástandsins í veröldinni eins og það var þá en árið 1989 voru þeir komnir í sjö- tugasta og sjöunda sæti næstir á undan íbúum Suður- Afríku en á eftir Rúmenum. Er nú kominn vísir að grund- velli til að reikna núvirði þeirrar tekna sem farið hafa forgörðum m.v. að sjöunda sætinu hefði verið haldið allar götur síðan. Slíka út- reikninga mætti viðhafa um önnur ríki sem um lengri eða skemmri tíma bjuggu við miðstýrðan áætl- unarbúskap en þeim fer nú ört fækkandi enda eru vart lengur til þau ríki sem sækjast ekki eftir auknum erlendum viðskiptum, tækniþekkingu, fjármagni og frjálsu framtaki eigin þegna. Kristjón Kolbeihs „Það sem nú vekur furðu eru upplýsingar um að árið 1917 hafi Rússar alls ekki verið eins aftarlega á merinni hvað varðar ver- aldleg efni og af er látið þótt auði hafi ver- ið misskipt sem og annars staðar í Evr- ópu.“ Skoðanir annarra Stöðugleikinn riðar „Nú þegar forysta ASÍ og hinn almenni launamað- ur krefst endurskoðunar á úrskurði Kjaradóms þá er alþingismönnum vandi á höndum. Enda geta þeir ekki sjálfir staðiö að lögum sem ganga gegn stjórn- arskránni. . . . Eða er kannski hægt að hækka laun hins almenna launamanns til samræmis við þessar kauphækkanir? Er það lausnin? Eða vilja alþingis- menn afsala sér þessum kauphækkunum? Sá stöðug- leiki sem náðst hefur í þjóðfélaginu undanfarin ár og á rót sína að rekja til þeirrar stefnu sem aðilar vinnumarkaðarins hafa fylgt er nú í hættu.“ Guðni Á. Haraldsson hrl. í Mbl. 29. sept. Allir með strætó „Það eina sem getur bjargað Strætó er að almenn- ingur snúi þangað aftur. Um leið og fólkinu fiölgar kallar það á tíðari ferðir, meiri peningur verður til þess að hægt er að lækka aftur fargjöldin. . . . Hins vegar held ég að forráðamen SVR eigi að auka mun- inn á því að kaupa sér kort og svo því að staðgreiða. Það á að umbuna á einhvern hátt þeim sem taka strætó að staðaldri, en láta hina sem gera það bara þegar bíllinn bilar blæða og finna til þess að nær væri að fá sér kort og fara að stunda strætó." Guðmundur Andri Thorsson í Alþbl. 29. sept. Óróinn tekur völdin „Forystumenn þings og þjóðar tóku því léttilega þegar upp kom kurr vegna heimatilbúinnar launa- hækkunar þingmanna og úrskurðar Kjaradóms um kauphækkun þeirra og þeirra embættismanna sem best eru haldnir í kjörum.... Nöldrið hvarf ekki og varð æ háværara. Þá loks tóku umboösmenn kjós- enda við sér og er nú svo komið að forsætisráðherra lýsir áhyggjum vegna þess óróa sem tiltektir forsæt- isnefndar Álþingis og úrskurður Kjaradóms hafa valdið.“ Úr forystugrein Timans 29. sept.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.