Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1995, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1995, Blaðsíða 7
MÁNUDAGUR 2. OKTÓBER 1995 7 Fréttir Hlýsjávareldið Máki á Sauðárkróki: Tugmilljóna fjárstyrkur - Evrópusambandið styrkir rannsóknarverkefnið 13 v Sandkom Skæringur Halldór Blöndalsaro- gönguráðherra hefurveriðá fleygiferð að undanfómu með skærin sín.klipptá borðahérog þarumlandið ogtekiðþánnig í notkun form- lega ný samgöngumannvirki. Aðdá- endur ráðherrans eru ánægðir með sinn menn og segja hinar tiðu klipp- ingar hans sýna það hversu miklu hefur verið komið í verk í hans mála- flokki og glæsileg mannvirki hafi ris- ið víða um land. Gárungarnir s vo- kölluðuhafa hins vegar haft gaman af þessum tíðu klippingum ráðherr- ans og ferðalögum hans um landið með skærin. Hafa þeir gefið honum nafhíð „Skæringur" af því tilefní. Tindstælingar Iþróttafrétta- mennútvarps- stöðvarBylgj- unnarfóru geysterl.um- ferðúrvals- deiidárinnarí kört'ubolta var ieikin sl. timmtudagog lýstufráöfium . Hkjumum- ferðarinnar. Mestur var hasarinn á Sauðárkróki þar sem heimamenn í Tindastóli lögðu Reykjavikumeistara ÍR í hörkuleik. Heimamaður sem iýsti leiknum var orðinn ansi strekktur undir lok leiksins þegar hans menn voru að innbyrða sigur sinn og sagði „Tindstælingana" vera komna með mminn ieik. Skemmtilegthlutskipti það, að vera bæði Sauðkræklingur og Tindstælingur. Kísiliðjan, hvað? Andstæöing- arKísiIiðjunn- ariMývatns- svcitvoruekki i vafa ttm þaö þegarsilungs- veiðiníMý- vatni mitmkaði mjögfvrir nokkrum árutn aðástæðaþess væri starfscmi verksmiöjunn- ar. enhráefhi verksmiðjunnarer dælt úr vatninu. Stór orð féllu eins og að verksmiðjan væri að ganga af lífríki vatnsins dauðu og flelra í þeim dúr. Nú bregður hins vegar svo við að mjög góð veiði var í vatninu í sum- ar og var silungurinn feitur og vei haldinn. Monn vilja sem minnst tjá sig um ástæðuna, en lítið er um það að andstæðingar verksmiðj unnar nefni hana á nafn þessa dagana. Óheppinn Stangaveiði- mennerunú flestirhverjir a.m.k.húniraö gangafrá veíðidótinu sínufyrirvet- urinn.efur sumarsem reyndist sum- um vel en öðr- um miður. Veiðisögurnar eru margar tíl, jafht frægðarsögur sem sögur af hrakföllum en sennilega á Akureyríngur einn metið þegar um er að ræða hrakfarir við veiðiskap sumarið 1995. í einum af tyrstu veiði- ferðum sumarsins óð hann of iangt út í ána þannig að hann „flaut upp“ og úr veiðivestinu hans flutu flugubox og flciri nauðsynjahlutir og sáust ei meir. Skömmu síöar missti umræddur veiðimaður rándýr gler- augu í sama vatnsfall sem einnig töp- uöust. í sömu veiðiferð komust kýr síðan í Orvis veiðistöngina hans dýru á árbakkanum og hreinlega átu haiía að hluta. Loks var vinurinn í veiði- ferð með flugustöng að láni og var þá svo óheppinn að flugan fór af í eínu kastinu og því miður gerðist það um leiðaðefti hluti stangarinnar sagðí skiliö við hinn neðri ogfór fram af línunni þar sem flugan var ekki lengur tíl að veita mótstöðu. Hefur stangartpppur þessi ekki sést síðan. UmBjón: Gylfi Kristjánsson Þórhallur Ásmundsson, DV, Sauðárkróki: „Þessi styrkur er mjög mikilvægur fyrir okkur og ég held að það sé mik- ill fengur fyrir héraðið að þessi þekk- ing komi hingað," segir Guðmundur Örn Ingólfsson, framkæmdastjóri Máka, en fyrirtækið fékk nýlega út- hlutað 55 milljóna króna styrk frá Evrópusambandinu vegna 2ja rann- sóknarverkefna sem Máki hefur umsjón með. Máki fær um helming þessa fjár, hinn helmingurinn renn- ur til samstarfsaöilanna í 3 löndum. Máki hefur yfirumsjón með 2 sam- evrópskum verkefnum sem unnin eru í samvinnu við Frakka, Norð- menn og Svía. Um er að ræða verk- efni sem tengist eldi barra, lífræna þættinum og endurnýtingarkerfi, og hins vegar verkefni er tengist þróun hreinsiþúnaðar vegna sjótöku. Kostnaður við verkefnin er áætlað- ur um 100 millj. króna og styrkir ESB verkefnið að hálfu. ESB veitir 5 millj. kr. styrk til skipulagningar verkefna. Hlutur Máka er 25 milljónir, Frakkar fá 20 milljónir og Norðmenn og Svíar 5 milljónir. Skýringin á mismunin- um milli landa er að Frakkarnir vinna aö uppsetningu eldisstöðvar eins og Máki en í Noregi og Svíþjóð er barreldið enn á undirbúningsstigi. I vor komu að nýju barrahrogn í eldisstöð Máka eftir slys er varð við eldið á síðasta ári. Um 10 þúsund fiskar eru nú í uppeldi. Dafna þeir samkvæmt áætlun að sögn Guð- mundar Arnar og er reiknað með að þeir verði komnir í sláturstærð um mitt næsta ár. í vetur bætist síöan við í stöðina svipað magn og kemur þaö inn í þremur skömmtum, 350 þúsund hrogn í hvert sinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.