Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1995, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1995, Blaðsíða 2
22 Bækur íslenskar skáldsögur Andlit öfundar Birgitta H. Hall- dórsdóttir Jóhanna er ung stúlka sem er hú- sett í Reykja- vík. Hún er gædd dul- rænum hæfi- leika, fjar- skyggni, sem gert hefur henni lífið leitt en hún telur sig hafa losnað við. Dag einn sér hún sýn sem kemur blóðinu til að frjósa í æðum hennar. Hún hjargar litlu barni frá drukknun og fyrr en varir er hún flækt í ótrúlega atburða- rás þar sem hún fær engu ráðið. Lífi hennar er stefnt í hættu. Jóhanna kynnist nýju fólki og um leið kemur ástin inn í líf hennar. Er hægt aö vera hrifin af tveimur ólíkum mönnum? Getur hún treyst þeim? Þetta er þrettánda skáldsaga Birgittu. 200 blaðsíður. Skjaldborg. Verð: 2.480 kr. Auga fyrir tönn ■ Kormákur Bragason í þessari skáldsögu er tekist á viö frumkenndir mannsins og aöferðir hans til að byggja upp samfélag manna. I sögunni koma upp á yfirboröið brestir í þeirri siðferðismynd sem nútímamaðurinn hefur til- einkað sér. Meginviðfangsefni bókarinnar er kynferðislegt ofbeldi en í sögunni kemur fram hvemig þolendur ofbeld- is og aðstandendur þeirra ákveða að bregðast við. 151 blaðsíða. Hekluútgáfan. Verð: 2.950 kr. innbundin, 1.995 kr. kilja. Ár bréfberans Kristján Krist- jánsson Ungur mað- ur á sér tak- mark sem hann stefnir einbeittur að. Ekkert fær hindrað hann í að komast á leiðarenda, áformin eru skýr og sigurvissan rík. í dagbók sína skráir hann með yfirvegun atburði úr fortíð og nútíð meðan hann bíður þess sem koma skal. Dauðinn er honum hugleikinn eftir alvar- legt slys og brún hengiflugs- ins er ávallt nærri - ef ekki að baki. 113 blaðsíður. Iðunn. Verð: 3.480 kr. Dyrnar þröngu Guðsgjafaþula Halldór Laxness Guðsgjafa- þula er yngsta skáld- saga Hall- dórs Laxness og er nú end- urútgefin. Á skoplegan hátt tekur Halldór til meðferðar vel þekkta atburði í atvinnulífi og stjórnmálum, umfrgm allt þó sögu síldarinnar. 306 blaðsíður. Vaka-Helgafell. Verð: 3.295 kr. Híbýli vindanna Böðvar Guð- mundsson Ólafur fíólín og Steinunn kona hans ákveða að kveðjá eymdina í Borgarfirð- inum og hefla nýtt líf í auðsæld Vest- urheims. Það skiptast á skin og skúrir i þessu ferðalagi en að lokum kemst landnema- hópurinn á eigið land fyrir vestan og stofnar þar ný- lendu, Nýja-ísland, í nágrenni við indíánana vestan Winnipegvatns. í sögulegri skáldsögu fjallar höfundur um erfiða tíma og hugrakkt fólk. Bókin er tilnefnd til ís- lensku bókmenntaverðlaun- anna 1995. 336 blaðsíður. Mál og menning. Verð: 3.890 kr. hvaða íslenskt þorp sem er. 143 blaðsíður. Mál og menning. Verð: 2.980 kr. Hraunfólkið Bjöm Th. Bjöms- son Skáldsaga sem gerist í Þingvalla-. sveit á önd- verðri 19. öld. Hún seg- ir af misblíð- legum sam- skiptum Þingvallaklerka og bónda þar í sveit sem þykir djarftækari til kvenna en kristin lög leyfa. Um leið er þetta aldafars- og þjóðfélags- lýsing, skrifuð af höfundi metsölubókarinnar Falsar- inn. 272 blaðsíður. Mál og menning. Verð: 3.480 kr. Hvfldarlaus ferð inní drauminn Matthías Johann- essen Smásagna- safnið Hvíld- arlaus ferð inní draum- inn hefúr að geyma 22 smásögur og stutta þætti. Þar er m.a. að finna skáld- skap, frásagnir og mannlýs- ingar svo að eitthvað sé nefnt. 189 blaðsíður. Hörpuútgáfan. Verð: 2.980 kr. . í síðasta sinn Hjartastaður mA.&í/íMí/ Steinunn Sigurð- ardóttir Móðir flýr með ung- lingsdóttur sína úr soll- ' inum í Reykjavík austur á firði. Þar með hefst ferðasaga i tvenn- um skilningi; lagt er upp í ferð um innri og ytri heima. Þetta er átakasaga af íslend- ingum. Bókin er tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaun- anna 1995. 374 blaösiður. Mál og menning. Verð: 3.890 kr. Ágúst Borgþór Svem'sson í þessum níu smásögum eru leiddar fram persón- ur sem eru hversdags- legar á yfir- borðinu en við lesturinn er afhjúpað margs konar brjálæði og leyndarmál. Eitt af megin- stefjum bókarinnar er sjúk- legt hömluleysi þar sem áður viðurkennd fíkniefni koma ekki við sögu heldur kynlífs- fíkn, matarfíkn og spilafíkn. Tónninn er oft sorglegur en sumar sögurnar eru líka kát- legar því persónurnar lenda margar hverjar í ævintýrum. 124 blaðsíður. Skjaldborg. Verð: 2.480 kr. Hólmanespistlar Stefán Sigur- karlsson íslenska þorpið, skrautlegt mannlífið með allri sinni dulúð, gleði og sorg- um, er við- fangsefni Hólmanespistla. Miðpunktur Hólmaness er Faktorshúsið sem flest frá- sagnarvert, ímyndað eða raunverulegt, tengist á einn eða annan hátt. Mannlífssög- ur úr þorpi sem ekki er til á landakortinu en gæti verið Jólasögur úr samtímanum Guðbergur Bergs- son Sex frásagn- ir af sam- skiptum nú- tímaíslend- inga og Jesú- barnsins. Óvenjulegar jólasögur. 103 blaðsíður. Forlagið. Verð: 1.980 kr. Kvöld í Ijósturninum KVÖLO 1 I IÓSTURNINUM Gyrðir Elíasson Nýtt safn sagna af sér- stöku fólki, sem ýmist er hérna megin grafar eða að handan, og af hversdag- legum at- burðum sem skyndilega verða annarlegir. Hér nýtur stíll Gyrðis sín til fulls. Bókin er prýdd myndum eftir Elías B. Halldórsson, föður Gyrðis. 88 blaðsíður. Mál og menning. Verð: 2.680 kr. Letrað í vindinn II: Þúsund kossar Helgi Ingólfsson Sj,álfstætt framhald verðlauna- sögunnar Letrað í vindinn: Samsærið, sem út kom 1994. Sagan gerist í Rómaveldi á síðustu öld fyrir Krists burð og fjallar um ástir, átök og svik, jafnt í einkalífi sem opinberu lífi. 460 blaðsíður. Mál og menning. Verð: 3.890 kr. Mávahlátur Kristín Marja Baldursdóttir Saga sem ger- ist á kreppu- árunum og segir frá hópi kvenna sem búa í litlu sjávarþorpi og ganga í gegnum súrt og sætt saman. Sagan er sögð frá sjónarhóli unglingsstúlku en aðalpersón- an er frænkan fagra og dular- fulla sem kom frá Ameríku og skapaði mönnum örlög. Hér kveður nýr höfundur sér hljóðs. 245 blaösíður. Mál og menning. Verð: 3.480 kr. Minningasögur: Grikklandsárið í túninu heima Sjömeistarasagan Úngur eg var Halldór Laxness í Grikk- landsárinu, í túninu heima, Sjömeistara- sögunni og Úngur eg var lýsir Halldór Lax- ness bernskuárum sínum fram um tvítugt. Tónninn er ýmist grafalvarlegur eða þrunginn gamansemi eins og í öðrum verkum skáldsins. 256 bls. Grikklandsárið/ 249 bls. í túninu heima/ 226 bls. Sjömeistarasagan/ 242 bls. Úngur eg var. Vaka-Helgafell. Verð: 3.295 kr. hver bók. DV Paradísarheimt Halldór Laxness Ný útgáfa af Paradísar- heimt. Á ytra borði fjallar sagan um líf og ör- lög fátæks fólks úr ís- lenskri sveit en þegár betur er að gáð kem- ur í ljós þung undiralda í dýpri gerð sögunnar. Paradís- arheimt er margslungið verk og síbreytilegt að efni, stíl og máli. 298 blaðsíður. Vaka-Helgafell. Verð: 3.295 kr. Sagan af Daníel II: Vetur og vorbláar nætur Guðjón Sveinsson Bókin er beint fram- hald af Sög- unni af Daní- el I, Undir bláu augliti eilífðarinn- ar, sem kom út fyrir síð- ustu jól. I þessu bindi drífur margt á daga þessa föður- lausa drengs: Heimkoma að Marbakka, fyrsta skólaganga og fyrstu jól í nýju umhverfi, vorkoma með 17. júní sam- komu, heimsókn Ármanns- stúlkna o.fl. Dagarnir búa ým- ist yfír gleði, spennu, sorg eða heimþrá. í bakgrunni eru lok heimstyrjaldarinnar (1939-45). Aftur heggur hún nærri Dan- íel Bjarnasyni. Sem fyrsta bindi hentar sagan öllum frá 10-12 ára aldri og uppúr. 293 blaðsíður. Mánabergsútgáfan. Dreifing: íslensk bókadreif- ing. Verð: 2.799 kr. Salka Valka Halldór Laxness Salka Valka var fyrsta bók HaÚdórs Laxness sem aflaði hon- um frægðar utan íslands. Hún hefur verið með vinsælustu bókum hans, leik- verk hafa verið samin eftir henni og sagan verið kvik- mynduð. Hér er rakin saga Sölku Völku sem kemur með móður sinni til Óseyrar við Axlarfjörö. Hörð stéttaátök blandast örlögum ógleyman- legra persóna, ástin og dauð- inn búa við hafið í þessu litla þorpi en þó er ávallt stutt í kímnina hjá skáldinu. Þetta er ný útgáfa af þessari bók. 451 blaðsíða. Vaka-Helgafell. Verð: 3.980 kr. Sendiboð úr djúpunum Egill Egilsson Rithöfundi er gert að skrifa við- talsbók, þvert gegn vilja sínum. Viðmæland- inn er at- hafnamaður austan af fjörðum með litrík- an feril að baki. Hann lætur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.