Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1995, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1995, Blaðsíða 15
35 frá í þessari bók eru: Anna Solveig Ólafsdóttir, Guörún Finnbogadóttir (höfundur bókarinnar), Helga Björns- son, Margrét Benediktsdóttir og Nína Gautadóttir. 208 blaösíöur. Fróði. Verð: 3.490 kr. Óttalaus Jósafat Hinríks- son Jósafat Hin- riksson skrifar ævi- sögu sína. Hann kynntist ungur erfið- isvinnu, fyrst í smiöju foður síns, siöan á bryggjunni og loks á ýmsum bátum, fyrst sem háseti, síð- ar vélstjóri. Þá söðlar hann um og setur á stofn vél- smiðju sem nú er stórt og öfl- ugt fyrirtæki, þekkt víða um heim. Æskan verður Jósafat uppspretta fjölmargra frá- sagna um gleði og leik þess tíma, sjómannslífinu fylgdu hættur og svaðilfarir. í smiðjunni kynnumst við manni sem horfir óttalaus til framtíðar en gleymir aldrei horfmni tíð og hefur komið upp einstæðu sögusafni í fyr- irtæki sínu. 304 blaðsíður. Skerpla. Verð: 3.480 kr. Paula Isabel Allende Isabel Allende sit- ur við sjúkrabeð dóttur sinn- ar, Paulu, sem liggur meövitund- arlaus, hald- in lífshættu- legum sjúkdómi. Til að reyna að lina sársaukann og ná til Paulu, á einhvern hátt, hefst hún handa við að lýsa tiifinn- ingum sínum og hugsunum um leið og hún segir Paulu sögu fjölskyldunnar. 340 blaðsiður. Mál og menning. Verð: 3.880 kr. PALJL * sabel Allencl Pétur sjómaður Ásgeir Jakobs- son Ævisaga Péturs Sig- urðssonar, alþingis- manns, sem um þriggja áratuga skeið setti mikinn svip á stjórnmála- og verkalýðs- sögu landsins og var alþjóð kunnur sem „Pétur sjómað- ur“. Bókin segir frá uppvexti Péturs í Kreppunni miklu; nær tuttugu ára' sjómanns- ferli hans á bátum, togurum og farskipum; afskiptum hans af verkalýðsmálum inn- an Sjómannafélags Reykja- víkur og á A.S.I. þingum; langri stjórnmálabaráttu en Pétur sat 28 ár á þingi fyrir Sjálfs’tæðisflokkinn og var m.a. formaður bankaráðs Landsbanka íslands. 300 blaðsiður. Setberg. Verð: 3.420 kr. Ragnar í Skaftafelli Helga K. Einars- dóttir Ragnar Stef- ánsson bóndi og þjóðgarðs- vörður var fæddur og uppalinn í Skaftafelli í Öræfum, einni afskekktustu sveit á ís- landi, sem stríð vötn lokuðu löngum frá annarri byggð. í endurminningum sínum lýs- ir hann lífinu í þessu ein- stæða umhverfi og þrotlausri baráttu við náttúruöflin. Ragnar segir frá uppvexti sínum hjá ástríkum foreldr- um, ást, hjónabandi og mik- illi sorg, en einnig gleði og farsæld í fjölskyldulífi. Skaftafell varð þjóðgarður 1967. Ragnar segir frá að- draganda þess, framkvæmd- um og mörgum mönnum er þar komu við sögu, m.a. dr. Sigurði Þórarinssyni og öðr- um áhugamönnum inn þjóð- garðinn í Skaftafelli. 235 blaðsíður. Hörpuútgáfan. Verð: 3.480 kr. Satt að segja Páll Pálsson Af verktöku og stjórn- málabaráttu Jóhanns G. Bergþórs- sonar. Á seinni árum hafa fáir veriö eins fyrirferðar- miklir í islensku atvinnulífi og Hafnfirðingurinn Jóhann G. Bergþórsson. Fyrir utan aö vera forstjóri og einn eig- enda stóru jarðvinnu- og byggingafyrirtækjanna Hraunvirkis, Hagvirkis og Hagvirkis-Kletts, hefur hann verið hluthafi og tekið þátt í að stjórna fjölmörgum ólík- um fyrirtækjum. Uppbygg- ingin var hröð, umsvifin æv- intýraleg, en skilyröin einnig hörö og erfiðleikarnir miklir er leiddu til gjaldþrots Hag- virkis- Kletts í október 1994. Jóhann hefur lengi verið í forystusveit Sjálfstæðis- manna í Hafnarfirði og um engan bæjarstjórnarmann hefur staðið jafn mikill styr að undanfornu. Hér leggur Jóhann sín spil á borðið. 300 blaösíður. Framtíðarsýn. Verð: 3.400 kr. Silfurmaðurinn Örn Eiðsson og Ólafur Unn- steinsson í bókinni segir Vil- hjálmur Einarsson frá uppruna sínum og umhverfi á Austurlandi á 4.-6. áratug aldarinnar. Af opinskárri einlægni greinir hann frá aðstæðum tengdum sigrum og vonbrigðum á íþróttaferli sínum árin 1952- 1962. Hæsta ber frásögnina frá „silfrinu" í Melbourne 1956. Örn Eiðsson ritar um umfjöllun fjölmiðla um VH- hjálm og afrek hans en Ólaf- ur Unnsteinsson tók saman nákvæma mótaskrá og ár- angur Vilhjálms og fleiri frjálsíþróttamanna þessi ár. í bókinni eru 90 myndir. 176 blaðsíður. Námshringjaskólinn. Verð: 3.900 kr. Steinn Steinarr - ævi og skoðanir Ingi Bogi Boga- son Ingi Bogi Bogason bók- menntafræð- ingur rekur hér æviferH Steins á ýtar- legan hátt og varpar þar ljósi á líf hans og skáldskap. Hann byggir þar á ýmsum heimHd- um og viðtölum við sam- ferðamenn skáldsins. í bók- inni eru birt viötöl sem tekin voru við Stein. auk greina sem hann ritaði. Sumar greinanna hafa ekki verið prentaðar í bókum Steins áður og tvær þeirra hafa hvergi birst. Þá eru birtar myndir frá ævi Steins sem sumar hverjar hafa aldrei komið fyrir almenningssjón- ir. 215 blaðsíður. Vaka-HelgafeU. Verð: 3.590 kr. Undir verndarhendi Steinunn Eyj- ólfsdóttir Saga Bjarna Kristjáns- sonar mið- ils. Bjarni er meðal virtustu miðla þjóð- arinnar en jafnframt einn þeirra yngstu. í þessari bók gerir hann grein fyrir þeirri skoðun sinni að aUir menn séu undir guðlegri verndarhendi, svo framar- lega sem þeir vHja það sjálf- ir. 250 blaðsíður. Skjaldborg. Verö: 2.990 kr. Við eigum valið, ef við viljum Birgitta H. Hall- dórsdóttir Saga Guð- rúnar Óla- dóttur, reikimeist- ara. í bók- inni segir Guðrún frá starfi sínu og hvernig hún vinnur, frá erfiðu hjóna- bandi, sjúkdómum sem hún vann sjálf bug á með já- kvæðu hugarfari og heHun. Hún rekur þróun hæfileika sinna frá barnæsku og segir frá baráttu sinni á hispurs- lausan hátt. Htl|« K. EJrutiifla Steinn Steinarr r Ævi og sKoöanlr Bæki 187 blaðsíður. Skjaldborg. Verð: 2.980 kr. Vilhjálmur Stefánsson landkönnuður William R. Hunt Með þessari bók, sem gefrn var út í Kanada, er í fyrsta skipti fjall- að á ítarleg- an hátt um ævi og störf Vilhjálms Stefánssonar, þekktasta Vest- ur-íslendings sem uppi hefur verið. Vilhjáhnur Stefánsson var heimsþekktur maður enda einn mesti heim- skautafari sögunnar. Hann var iðulega á forsíðum New York Times og annarra stór- blaða. Vilhjálmur kvæntist þegar hann var 62 ára. Eftir- lifandi kona hans, Evelyn Stefánsson, var þá 27 ára. Ev- elyn skrifar inngangskafla bókarinnar og lýsir þar VH- hjálmi og sambandi þeirra. Forseti Islands frú Vigdís Finnbogadóttir ritar ávarps- orð i bókina. 260 blaðsíður. Hans Kristján Árnason. Dreifing: Islensk bókadreif- ing. Verð: 3.700 kr. Kóngurinn Elvis Joe Esposito og Elena Oumano Bók eftir vin og sam- starfsmann rokk- kóngsins El- vis Presley til margra ára. Joe um- gekkst Elvis daglega og reyndi að vekja hann tH lífsins hinn örlaga- ríka dag 16. ágúst 1977. AUir sem þekkja sögu kóngsins hafa beðið eftir að Esposito leysti frá skjóðunni. Þýðing í höndum Þórdísar Lilju Gunnarsdóttur. 250 blaösíður. Spássía. Verð: 2.690 kr. innb./ 1.990 kr. kHja. Útkall - íslenska neyðarlínan Óttar Sveinsson Hér eru sagðar sex íslenskar björgunar- sögur. Ein sagan, um slys á Snæ- feUsjökli árið 1991, var valin tH kvikmyndunar í hinum þekkta bandaríska sjón- varpsþætti Rescue 911. Kvik- myndatökur stóðu yfir sl. sumar eftir frumhandriti höfundarins, Óttars Sveins- sonar, sem á síðasta ári sendi frá sér bókina ÚtkaU Alfa TF- SIF. 214 blaðsíður. íslenska bókaútgáfan. Verð: 3.380 kr. Ég var sett á uppboð Valbjörg Kríst- mundsdóttir Valbjörg Krist- mundsdótt- ir á Akra- nesi sendir hér frá sér sína fyrstu bók er hefur að geyma endurminningar hennar, kviðlinga og gamanmál. Hún hraktist frá heimabyggð sinni í frumbernsku, þegar foreldrar hennar slitu sam- vistir, og var boðin upp sem hreppsómagi. Hún var yngst fimm systkina; eitt dó í bernsku. Næstur henni var skáldið Steinn Steinarr, þá Hjörtur skólastjóri og Stein- unn húsmóðir. Valbjörg var einstæð móðir, bjó með einkasyni sínum í síðasta torfbænum sem búið var í á Akranesi. 160 blaðsiður. Hörpuútgáfan. Verð: 2.980 kr. Dr. Helgi Pjeturss - samstilling lífs og efn- is í alheimi Ýmsir höfundar Bók um ævi og störf Helga. Hann var jarð- fræöingur sem olli aldaskipt- um á sviði jarðfræði. Hann grundvaUaði sérstaka heims- fræði og nefndi hana ís- lenska heimspeki. Bókin sýn- ir þróun hugmynda hans og rita. Ritstjórar eru Þorsteinn - Þorsteinsson og Samúel D. Jónsson auk Elsu G. VH- mundardóttur. Aðrir höfund- ar eru Benedikt Björnsson, Björn Þorsteinsson og Ólafur HaUdórsson. PáU á HúsafeUi teiknaði mannamyndir. Bók- in er helguð minningu Krist- ínar G.J. Sigurðardóttur sem með framlagi sínu geröi út- gáfuna mögulega. 216 blaðsiður. Heimspekistofa dr. Helga Pjeturss. Verð: 3.500 kr. Almennar fræðibækur Afarkostir Atli Harðarson Greinarnar APARKCS.IR ggm gru saman komnar fjalla um evrópska heimspeki, sögu henn- ar, vanda- mál, kenningar eða úrlausn- arefni. 135 blaðsíður. Háskólaútgáfan. Verð: 1.950 kr. 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.