Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1995, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1995, Blaðsíða 7
27 Dyrvítis Alastair MacNeill Þegar fyrr- verandi eig- inmaöur Nicole er myrtur í E1 Salvador og ung dóttir þeirra hverf- ur er aðeins einn maöur sem hún getur leitað til - fyrr- verandi elskhugi hennar, málaliðinn Richard Marlette. En hann á yfir höfði sér dauðadóm ef hann snýr aftur til E1 Salvador og þar eru samsærismenn á hverju strái og svik við hvert fótmál. 279 blaðsíður. Iðunn. Verð: 2.680 kr. Ennislokkur einvaldsins Herta M'ller Óvenjuleg skáldsaga frá síðustu dög- um einræðis- ins í Rúmen- íu. Herta M”ller (f. 1953) nær á ljóðrænan hátt að sýna okkur hvernig sekt og sak- leysi eru samofin í fórnar- lömbum allra einræðis- stjórna. Skáldkonan fæddist í Rúmeníu en hún tilheyrir hinum þýska minnihluta í landinu. Hún býr nú í Þýska- landi þar sem hún hefur feng- ið nokkur bókmenntaverð- laun. 286 blaðsíður. Ormsttmga. Verð: 2.800 kr. Feginn mun ág fylgja þér Gore Vidal Hér segir frá Blondel, hirðskáldi Ríkharðs ljónshjarta, sem fylgir húsbónda sínum heim úr krossferð og fómar öllu til að koma honum til hjálpar þegar kóng- ur fellur i óvinahendur. Vidal spinnur þráð miðaldasögunn- ar með allri þeirri ógn, fá- fræði og töfrum sem hún býr yfir en skrifar hana með hlið- sjón af eigin lífsreynslu. 224 blaðsíður. Skerpla. Verð: 1.980 kr. GOREVIDAL FEGINN MUN ÉG FYLGJA ÞER Fegurst allra , , Barfaara Cartland _feart]and— jarlinn af Fegurst allra Eldridge erf- ir mikil auð- æfi og ákveð- ur að deila happi sínu með bestu vinum sin- um. Hann ® heldur mikla veislu fyrir þá og setur upp eitt skilyrði: Hver þeirra verður að koma með unga, fallega stúlku með sér. Þær eiga svo að keppa um það hver er fegurst allra. Sigur- vegarinn mun tilheyra jarlin- um. Einn vina hans, Sir Ed- ward Howe, sem er þekktur sem Harry, er niðurdreginn þegar sú sem hann var búinn að velja með sér getur ekki komist. En honum tekst að finna aðra stúlku til að fara með sér, stúlku sem gæti ver- ið fegurst allra. Það er þessi stúlka sem kemst aö því að ætlunin er að byrla jarlinum eitur og hún finnur einnig Harry þar sem hann liggur meðvitundarlaus. 176 blaðsíður. Skuggsjá. Verð: 1.995 kr. Fín og rík & liðin lík Suzanne North Sagan gerist á dýrum heilsurækt- arstað í kanadísku Klettafjöllun- um. Ódæði er framið en hver var þar að verki? Sjónvarpsþula með þúsund vatta bros, herða- breiður kúreki með grannar lendar, japanskur listakokk- ur, eða einhver annar af þeim sérstaka hópi sem leiddur er til sögunnar? 224 blaðsíður. Úrvalsbækur. Frjáls fjölmiðlun. Verð: 895 kr. Framtíðarvonir Eva Steen Hún elskaði hann af öllu sínu hjarta en það grúfði skuggi yfir sameigin- legri framtíð þeirra. Hún hafði játast honum en það var ekki víst að vonir þeirra rættust. Myndi dauð- inn aðskilja þau áður en líf þeirra saman hafði yfirleitt hafist? Það valt allt á því að lyfið sem þar til nú hafði að- eins virkað í einu tilfelli læknaði aftur. 152 blaðsíður. Skuggsjá. Verð: 1.995 kr. Frú Bovary Gustave Flaubert Eitt umtalað- asta skáld- verk Flau- berts. Frú Bovary lýsir á ógleyman- legan hátt mannlegu eðli: heitum ástríðum sem vakna skjótt en slævast fljótt. Pétur Gunnars- son þýddi. 265 blaðsíður. Bjartur. Verð: 2.980 kr. Gullauga John Gardner Þú þekkir nafnið, þú þekkir núm- erið. 007, James Bond, með leyfi til að drepa. Hér glímir Bond við illsku og spillingu i Rússlandi eftir Sovétárin. Gullauga er jafhframt ein af jólamyndum Sambíóanna í ár, með Pierce Brosnan í hlut- verki Bond. 192 blaðsíður. Úrvalsbækur. Frjáls fjölmiðlun. Verð: 895 kr. Göngulag tímans Sten Nadolny Skáldsaga sem Qallar um hinn fræga enska sæfara og GönGulaq íandkönnuö T I M A N S John Frank- lin (1786- 1847). Höf- undur dregur upp mynd af persónu sem er sérkennilega hæg í tali og hugsun og legg- ur annan mælikvarða á tím- ann en flestir í kringum hann. Samt kemst hann lengra en aðrir að lokum. 310 hlaðsiður. Mál og menning. Verð: 3.480 kr. Heimili dökku fiðrildanna Leena Lander Juhani Jo- hansson verkfræðing- ur rifjar upp bernsku sína á heimili fyr- ir munaðar- lausa drengi. Skáldsaga um illsku, ótta, ást og von. Saga um flókið samband manneskjunnar við sjálfa sig og aðra og ekki síst við nátt- úruna. 252 blaðsíður. Forlagið. Verð: 1.980 kr. Hetja vorra tíma Mikhaíl Lermontov Rússnesk skáldsaga frá fyrri hluta 19. ald- ar um hinn rómantíska illvirkja Pet- sjorín. Árni Bergmann ritar eftirmála. 200 blaðsíður, Mál og menning. Verð: 890 kr. Hringadróttinssaga III: Hilmir snýr heim J.R.R. Tolkien Lokabindi sagnabálks Tolkiens. Umsátrið mikla um Mínas Tíríð. Aragorn rís upp sem konungur í göfugri tign. Fróði og Sómi brjótast fram á eldbarm Hryðjugígs. Um 400 blaösíður. Fjölvi. Verð: 3.860 kr. Hvað varð um barnið mitt? Patricia Wright Sally Martin var gift Argentinu- manni sem herforingja- stjórnin þar í landi lét „hverfa“. Sjálf ól hún barn í myrkum fangaklefa en var síðan rekin úr, landi. Henni var sagt að barnið hefði fæðst andvana, þó fannst henni hún hafa heyrt barnsgrát. Þremur árum síð- ar snýr hún aftur til Argent- ínu undir nýju nafni til þess að komast að því hvað hafi orðið um bamið hennar. 320 blaðsíður. Vaka-Helgafell. Verð: 1.990 kr. Hægur vals í Cedar Bend IIKI.I I! UI.S i ittiu; isrvu Robert James Waller Ný bók eftir höfund met- sölubókar- innar Brýrn- ar í Madi- sonsýslu. Hægur vals í Cedar Bend segir frá Jellie Braden sem er innilokuð í ástríðulausu hjónabandi og einfaranum Michael Tilman. Þau laðast hvort að öðru og smám saman breytist líf þeirra beggja. Er hún hverfur á braut til þess að glíma við leyndarmál úr fortiðinni kastar hann öllu frá sér og heldur á eftir henni. 231 blaðsíða. Vaka-Helgafell. Verð: 1.990 kr. Hönd að handan Arlene Shovald Spenna - ást- ir - afbrýði er undirtitill þessarar sögu sem er í senn spennusaga, ástarsaga og jafnvel draugasaga! 192 blaðsíður. Úrvalsbækur. Frjáls fjölmiðlun. Verö: 895 kr. í allri sinni dýrð Kirsten Holst Hér segir Holst frá lög- reglumann- inum Hoyer sem kominn er á eftir- laun, en læt- ur til leiðast aö leita að vinkonu fyrrverandi vinnufélaga síns, en vinkonan er týnd á Kanari- eyjum. Og fyrr en varir er Hoyer kominn á kaf í mál sem er allt annað en hættulaust. Bækur 192 blaðsíður. Úrvalsbækur. Frjáls fjölmiðlun. Verð: 895 kr. Konan sem man Linda Lay Shuler Skáldsög- unni hefur verið líkt við bækur Jean M. Auel um stúlkuna Aylu. Sagan gerist í lok 13. aldar í Ameríku. Kvani er ung indjánastúlka sem hrakin er burt frá ættbálki sínum sök- um þess að hún hefur blá augu og er því talin norn. Sag- an lýsir leit hennar að nýjum heimkynnum, nýrri ást, en óvinir og óblíö náttúra fylgja henni við hvert fótmál. í fjar- lægu gljúfri gerir hún síðan uppgötvun sem gjörbreytir öllu lífi hennar. 429 blaðsíður. Vaka-Helgafell. Verð: 2.990 kr. Láttu hjartað ráða för Susanna Tamaro Þessi bók kom fyrst út í heimalandi höfundar, Ítalíu, fyrir 18 mánuðum og hefur selst þar í 2 milljónum eintaka. Og hefur nú komið út á 20 tungu- málum og hvarvetna hlotið góöar viðtökur. Amman er dauðvona og skrifar bréf til ungrar dótturdóttur sinnar í Ameríku. Hún rifjar upp lið- inn tíma og leyndarmálin streyma fram. Segir frá harm- sögu dóttur sinnar, móður stúlkunnar, foreldrahúsum, hjónahandi, skrifar um djúp- ar tilfinningar, sorg og gleði. 160 blaðsiður. Setberg. Verð: 1.980 kr. Litla skólahúsið Jim Heynen Bandaríski rithöfundur- inn Jim Heynen hefur sent frá sér smásagna- söfn og einnig nokkr- ar ljóðabæk- ur. Sögur hans njóta nú vaxandi vin- sælda vestur í Bandaríkjun- um en sumarið 1994 kom hann til íslands og las þá upp úr verkum sínum fyrir ís- lenska áheyrendur. Sögurnar sem ílestar eru örstuttar ger- ast í sveitahéruðum Iowa og greina frá lífi drengjanna á akuryrkjubýlunum á slétt- unni og óvæntum uppátækj- um þeirra. Gyrðir Elíasson rithöfundur valdi sögurnar og íslenskaði. 151 blaðsíða. Hörpuútgáfan. Verð: 1.780 kr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.