Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1995, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1995, Blaðsíða 10
30 MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 1995 Bækur Goggi og Grjóni vel í sveit settir Gunnar Helgason Ný saga um grallarana Gogga og Grjóna sem nú fara í sveit og láta til sín taka við búskap- inn. Við- fangsefnin eru ótal mörg og margt sem kemur á óvart. Höfundinn þekkja flestir af leiksviðinu og úr Stundinni okkar. Hallgrímur Helgason myndskreytti. 150 blaðsíður. Mál og menning. Verð: 1.380 kr. Hvað nú? Hallfríður Ingi- mundardóttir Stefán er leiður þegar „ pabbi og BÚ mamma M skilja en tekur brátt JT gleði sína á ný, því enn- þá á hann pabba og mömmu þótt þau búi ekki lengur sam- an. Samlestrarbók fyrir for- eldra og börn sem standa í líkum sporum. 113 blaðsíður. Mál og menning. ,Verð: 1.490 kr. Islensku dýrin Halldór Páturs- son Hér eru öll íslensku húsdýrin saman komin. Bókin er þykkspjaldabók, öll litprent- uö, og kemur út í annað sinn. Myndirnar eru eftir Halldór Pétursson. Setberg. Verð: 490 kr. Jón Oddur og Jón Bjami Guðrún Helgadóttir Þessi bók hefur um árabil verið ófáanleg en er nú endur- útgefin með nýjum mynd- skreytingum. Hér segir frá ótrúlegum uppátækjum Jóns Odds og Jóns Bjarna, tvíbur- anna sem löngu eru þjóö- kunnir. Bókin hefur verið þýdd á Qölda tungumála og fyrir hana hlaut Guðrún Helgadóttir barnabókaverð- laun Reykjavíkurborgar. 92 blaðsíður. Vaka-Helgafell. Verð: 1.490 kr. Kanabarn Stefán Júlíusson Nútíðarsaga um ástir 16 ára stúlku og her- manns á Vellinum. Pilturinn hverfur á brott, óvænt og umtalslaust. Stúlkan missir fótfestuna, týnist. Bréf kemur frá piltin- um tveimur mánuðum síðar. Ný vandamál verða til, stúlk- an er með barni og þarf að stokka spilin upp á nýtt. Þá byrjar sagan. Hún gerist í Keflavík, vestan hafs og í sveit sunnanlands. 166 blaðsíður. Bókaútgáfan Björk. Verð: 2.850 kr. Kanínusaga lllugi Jökulsson Saga handa yngstu kyn- slóðinni um kött sem heldur að hann sé kanína. 32 blaðsíður. Forlagið. Verð: 1.290 kr. Keflavíkurdagar — Keflavíkurnætur Lárus Már Bjömsson Bók þar sem nýr höfundur fjallar um viðfangsefni unglinga. Óli er í 10. bekk, starfs- deild, og hefur orðið fyrir einelti. Með jákvæðum huga og vaxandi sjálfstraust að vopni býður hann erfiðleik- unum byrginn og bjartari tímar blasa við. 223 blaösíður. Mál og menning. Verð: 1.880 kr. Krókódílar gráta ekki Elías Snæland Jónsson Ný bók eftir verðlauna- höfundinn Elías Snæ- land Jóns- son. Davíð og Selma eru ólíkir unglingar en dragast samt hvort að öðru. Þau lenda í æsilegum atburðum og háska þar sem um lífið sjálft er að tefla. Hér er fjallað um sama hópinn sem kynntur var í bókinni Davíð og krókódíl- arnir sem út kom fyrir nokkrum árum. 158 blaðsíður. Vaka-Helgafell. Verð: 1.490 kr. Margt býr í sjónum Gerður Bemdsen Ævintýri mynd- skreytt í hverri opnu sem litla stúlkan* Freyja upp- lifir á hafs- botni, kannski á aðeins einu augnabliki, þegar hún verður fyrir því að detta í sjóinn. 48 blaðsíður. Fjölvi. Verð: 1.480 kr. Meðan skútan skríður Eyvindur Eiríks- son Bræðurnir Beggi og Gaggi eyða nú í annað sinn sumar- fríi um borð í Blikanum ásamt pabba sínum. Siglingin um Eyrar- sund er stundum hættuspil og í höfn lenda þeir í óvænt- um atburðum. Sömu sögu- hetjur og í bókinni Á háska- slóð. 131 blaðsíða. Mál og menning. Verð: 1.880 kr. Obladí oblada Berglját Hreins- dóttir Ánna Lena er 11 ára og á þrjú fjörug systkini. Hún er áhugasöm um lærdóm- inn og vin- konur á þessum aldri eru fundvísar á spaugilegar hlið- ar tilverunnar. Þessi bók er eftir ungan höfund sem þekk- ir hugarheim barna. Arna Valsdóttir myndskreytti. 152 blaðsíður. Mál og menning. Verð: 1.490 kr. Peð á plánetunni Jörð Olga Guðrún Ámadóttir Unglinga- bók um stelpu sem hefur ákveðnar skoöanir. Hreinskiln- in kemur henni stundum í klandur en verður líka til að hreinsa andrúmsloftið á örlagastund- um. Skólinn, fjölskyldan, vin- irnir, fyrsta ástin - allt er skoöað í gagnrýnu ljósi og kryddaö kímni. 160 blaðsíður. Mál og menning. Verð: 1.880 kr. Raggi litli og konungsdóttirin Haraldur S. Magnússon Raggi litli fer út að leika sér með flug- drekann sinn og lendir í stór- » kostlegu æv- intýri. Flugdrekinn ber hann langar leiðir til konungsríkis þar sem allir eru í stökustu vandræðum af því að kóngs- dóttirin getur ekki lært að lesa. En Raggi kann ráð sem dugir því hann veit hvað krökkum finnst skemmtilegt, líka kóngsdætrum! Bókin er myndskreytt af Brian Pilk- ington. 32 blaðsíður. Iðunn. Verð: 1.380 kr Röndóttir spóar fljúga aftur Guðrún H. Eiríks- dóttir Röndóttir spóar fljúga aftur er sjálfstætt framhald verðlauna- bókarinnar Röndóttir spóar sem var ein vinsælasta unglingabók ársins 1994. Leynifélagið Röndóttir spóar fær ný verkefni til að glíma við þegar dularfullir hlutir fara að gerast í bænum. Krakkarnir lenda í ýmsum hættum og ævintýrum en spennan er ekki minni innan hópsins þar sem ástin lætur á sér kræla. 127 blaðsíður. Vaka-Helgafell. Verð: 1.490 kr. Sagan af Gretti sterka endursagði Grettir Ás- mundarson er eitt mesta hraust- menni ís- lendinga- sagna og frægastur útilegumanna. Sagan af hon- um hefur lifað með þjóðinni og vakið bæði ótta og aðdá- un. Einar Kárason hefur end- ursagt þessa dramatísku frá- sögn og myndskreytingar eru eftir eistneskan listamann, J”ri Arrak. 32 blaðsíður. Mál og menning. Verð: 1.390 kr. Sagan af húfunni fínu jp D s> Strákur sit- af nzmirm ur á steini Jjp. Jr , r og segir j IDQ ms&vi fólki sem á leið hjá aö hann sitji á bestu húfu i heimi. Með miklu hugarflugi lýsir hann kostum húfunnar, en það er ekki fyrr en í lokin að kemur í ljós hvað gerir hana svo óviðjafhanlega. Sag- an er í lausu og bundnu máli, skreytt myndum eftir Hall- dór Baldursson. 32 blaðsíður. Mál og menning. Verð: 1.290 kr. Sex augnablik Þorgrímur Þrá- insson Hvernig skyldi 16 ára unglingi takast upp þegar hann ákveður að skrifa ævi- sögu sína? Hefur hann eitthvað að fela eða birtast tilfinningar hans og hugsan- ir kviknaktar í bókinni? Sex augnablik fjallar um sam- skipti kynjanna, skrautlega ættingja, ævintýralega upp- lifun í lyftu, nakta unglinga á skíðum, sveitarómantík og dauðann. Þetta er sjötta img- lingabók Þorgríms Þráins- sonar. 150 blaðsíður. Fróði. Verð: 2.190 kr. Skordýrajjjónusta Málfríðar Sigrún Eldjárn Ný bók um Kugg og hina skrítnu vinkonu hans, Mál- fríði. Börnin kunna vel að meta frá- sagnargleð- ina sem býr í myndum og texta Sigrúnar Eldjárn. 35 blaðsíður. Forlagið. Verð: 1.290 kr. Siggi hrekkjusvín Oddný Thor- steinsson „Amma! Hvernig léku börnin sér í gamla daga?“ spurði Katrín litla. Hér er svar- ið, öllum gömlu leikjunum lýst. Þá var gaman að lifa og leika sér en inn i það er flétt- að spennusögu um strákinn sem alltaf var að stríða stelp- unúm. Myndskreyting í höndum Höflu Sólveigar. 80 blaösíður. Fjölvi. Verð: 1.680 kr. Sigurbjöm Sveinsson Sigurbjörn Sveinsson kennari í Eyjum var elskulegur barnavinur, ævintýri hans eru sígild eins og þessi saga um litlu stúlkuna sem var höíð fyrir rangri sök. Lit- skrúðug myndskreyting Jean Posoccos. Áður komu út Glókollur og Dvergurinn í Bragi Straum- fjörð Þetta er vís- indaskáld- saga fyrir börn en er einnig for- vitnileg fyr- ir fólk á öll- um aldri. Sagan gerist í Stykkishólmi í kringum 1940 og segir frá systkinunum Þóri og Sóleyju sem eiga heima í Hólminum og jafnöldrum þeirra, systkinunum Súa og Hrafna- ldukku. Höfundur bókarinn- ar er betur þekktur sem dr. Bragi Jósepsson en hann er prófessor í uppeldisfræði og sykurhúsinu. 32 blaðsíður. Fjölvi. Verð: 1.280 kr. Sjávarböm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.