Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1995, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 13.12.1995, Blaðsíða 6
26 Bækur Bergmál tímans brotið gler ÍSÁAliIMAINS ., ..... ssaoip ©iesí Larus Hinnksson Fyrsta ljóöa- bók höfund- ar sem áður hefur gefið út tvær skáldsögur, Gátuhjólið (1993) og Lúpína (1994). Hér er ort um hringrás tímans og um tilfinningar ein- staklings sem fæöist og gleyp- ir fyrsta súrefnið áður en naflastrengurinn er í sundur. Lárus gerði myndirnar í bók- inni og verða þær sýndar í Deiglunni á Akureyri til 16. desember nk. 91 blaðsíða. ÍS-EY útgáfan. Verð: 1.450 kr. Mánadúfur Einar Ólafsson Sjötta ljóða- bók Einars en sú síðasta kom út fyrir 9 árum. Hér sýnir höf- undur á sér ýmsar hlið- ar, s.s ugg og bjartsýni, alvöru og kímni, raunsæi og dulúð. 80 blaðsíður. Bókmenntafélagið Hringskuggar. Verð: 1.650 kr. te< * & <*7>r ^ % Einar Ólafsson Mánadúfur Hugarflug András Guðnason iiugarflug Höfundur þessarar bókar er þeirrar skoð- unar að ljóð sé ekkert annað en lít- il saga, oft í myndmáli. Og því skýrara sem myndmál- ið er því betra. Frá sama höf- undi kom út bókin Gunsu- kaffi árið 1994. Hann gaf út tímaritið Víðsjá árin 1947-1949 og skrifaði bókina í öðrum löndum árið 1950. 72 blaðsíður. Andrés Guönason. Verð: 1.399 kr. Hálfdán Jón Sigurður Eyj- ólfsson Fyrsta bók höfundar, sem fæddist á Bíldudal árið 1972 en flutti 15 ára gamall „á mölina“. Bókin hefur að geyma ljóð unglings sem flúði veruleik- ann sem honum þótti vondur við andans menn. 53 blaðsíður. Jón Sigurður Eyjólfsson. Verð: 1.200 kr. Sigurvegarinn sárfætti Björg Gísladóttir Fyrsta ljóða- bók höfund- ar en hún vakti athygli fyrir leik- þáttinn Þá mun enginn skuggi vera til, sem hún samdi ásamt Kolbrúnu Ernu Pétursdóttur. Ljóðabókin skiptist í þrjá kafla sem nefn- ast Fjötrar, Fangelsi kuldans og Sláttur á fiðlustreng. Ljóð- in eru sprottin upp úr reynslu höfundar af kynferðisafbrota- málum, bæði sem þolanda og úr starfi hjá Stígamótum. 47 blaðsíður. Björg Gísladóttir. Verð: 1.629 kr. Afturgöngur Kristian Guttesen afturgöngur Afrakstur þriggja síð- ustu ára, alls 18 ljóð. Þrátt fyrir ungan aldur hefur höfundur, 21 árs, fengist við ljóðagerð um nokkurra ára skeið. Ljóð- in fjalla um vegferð manns- ins, þroska hans, ástina, sorg- ina og dauðann. íris Ósk Al- bertsdóttir myndskreytti bók- ina. 42 blaösíður. Kristian Guttesen. Verð: 1.000 kr. Syngjandi sólkerfi Miígnúx Gcv/on SYNGJANDI SÓLKERFI Magnúx Gezzon 62 blaðsíður. Andblær. Verð: 1.595 kr. Vandræður Hallberg Hall- mundsson Höfundur segir þessa bók inni- halda vísur handa börn- um á öllum aldri, frá 10-100 ára! Alls eru 50 vísur í bókinni. Eftir höfundinn ligg- ur fjöldi ritverka af ýmsu tagi. 58 blaðsíöur. Brú. Verð: 1.090 kr. Lúsamurlingar Auður H. Ingvars Fyrsta ljóða- bók höfund- ar sem áður hefur sent frá sér tvær skáldsögur; LfeA«uRu,,vaAK Mefistó á meöal vor og Hvenær kemur nýr dagur? Bókin er tileinkuð minningu systur höfundar. 80 blaðsíður. Auður H. Ingvars Verð: 1.710 kr. Litabók Þorsteinn J. Vil- hjálmsson Bókin inni- heldur 23 ljóð en hún var gefin út í 100 tölusettum eintökum. í tengslum við útgáfu bókarinnar hélt Þor- steinn J., hinn kunni útvarps- maður, sýningu á verkum sín- um. Þorsteinn J. Verö: 3.900 kr. Harmónikuljóð frá blýósen Sigurlaugur Elías- son Ný ljóðabók frá Sigur- laugi, sú fimmta í röð- inni. Síðasta bók, Jaspís, kom út árið 1990. Bókin skiptist í fjóra kafla þar sem atvikum er fylgt í eitt ár, frá hausti fram á næsta haust. 64 blaðsíður. Norðan Niður. Verð: 1.580 kr. í haustlitum ívar Bjömsson frá Steðja í íiausiiinmi Önnur ljóða- bókin eftir ívar, sem er fyrrum ís- lenskukenn- ari viö Verzl- unarskóla ís- lands. Fyrri bókin, Lilju- blóm, kom út 1992. Alls eru 93 ljóð í nýju bókinni, ort síð- ustu þrjú ár. Þau eru fjöl- breytt að formi og yrkisefnið sömuleiðis. ívar annast sjálf- ur dreifingu og sölu á bók- inni. 92 blaðsíður. ívar Björnsson. Verð: 1.600 kr. hjá höfundi. Úbirt kvæði og vísur Eiríkur Einarsson frá Hæli í bókinni koma fyrir almennings- sjónir í fyrsta sinn óbirt ljóð, kvæði og vís- ur eftir skáldið og alþingismanninn frá Hæli. Ólafur Thors sagði um Eirík að hann væri vafa- laust mesta skáld sem setið hefði á Alþingi síðan Hannes Hafstein leið. Hjalti Gestsson ritar æviágrip skáldsins auk þess aö velja íjóðin, sem fjalla m.a. um náttúruna, ástina og árstíðirnar. 236 blaðsíður. Boöfélagið. Verð: 3.180 kr. Þýddar skáldsögur Atburðir við vatn Kerstin Ekman Skáldsaga um dular- fullt morð- mál. . Bókin hlaut Bók- menntaverð- laun Norður- landaráðs 1994. 432 blaðsíður (kilja). Mál og menning. Verð: 890 kr. Bróðir Cadfael 4: Athvarf öreigans Ellis Peters Það veldur uppnámi í klaustrinu þegar ungur maður flýr þangað upp á líf og dauða. Hann er sak- aður um rán og morð en bróðir Cadfael set- ur sér að leysa gátuna. Fjórða bókin í bókaflokki um þennan miðaldamunk. Gerðar hafa verið sjónvarpskvikmyndir eftir nokkrum bókanna, með Derek Jacobi í aðalhlutverki. 224 blaðsíður. Frjáls fjölmiðlun. Verð: 895 kr. Á hættuslóðum Jack Higgins Stórfelldir viðskipta- hagsmunir í Hong Kong og banvænt leynimakk eru bak- grunnur þessarar nýju spennusögu. Breska leyniþjónustan fær fréttir af samningi sem Mao Tse- tung og Mountbatten lávarður und- irrituðu um að framlengja leigusamninginn um Hong Kong til einnar aldar í viðbót. Sean Dillon fær það verkefni að ná skjölunum áður en Maf- íunni tekst að klófesta þau en hún á milljarða fjárfestingar í Hong Kong. 207 blaðsíður. Hörpuútgáfan. Verð: 1.980 kr. DV Bróðir Cadfael 2: Blábjálmur Ellis Peters Maður er drepinn með jurtaseyði sem bróðir Cadfael hef- ur sjálfur bruggað og átti að lina verki í lún- um beinum. Þetta er nokkuð sem bróðir Cadfael verður að rannsaka. Önnur bókin í bókaflokki um þennan margfræga miðalda- munk. Gerðar hafa verið sjón- varpskvikmyndir eftir nokkrum bókanna, með Der- ek Jacobi í aðalhlutverki. 224 blaðsíður. Frjáls íjölmiðlun. Verð: 895 kr. Blús yfir dauðum hundi Neal BarrettJr. Eftir sama höfund og metsölubók- in Bleikur vodkablús sem út kom í fyrra. Jack Track er bæjarlögga í smábæ í Texas og á ekki von á þeim ósköpum sem yfir dynja og hefur auk þess sjálf- ur ekki gullhreint mjöl í pokahorninu. Og hvað er þá til ráða? 256 blaðsíður. Úrvalsbækur. Frjáls fjölmiðlun. Verð: 895 kr. Dagar Ijóss og skugga Consuelo Saah Baehr Saga þriggja ættliða palestínskra kvenna. Miríam, Nadía og Nijmeh verða allar ástfangnar af útlendum mönnum og gjalda fyrir það hver á sinn hátt. 580 blaðsíöur, 2 bindi. Vaka-Helgafell. Verð: 3.460 kr. Draumaferðin Á valdi óttans Bodil Forsberg Framtíðin var glæst, vinahópur- inn stór, allir dáðust að fal- lega heimil- inu þeirra. En samt hvíldi dimm- ur skuggi yfir hjónabandinu. Þau gátu ekki eignast barn. í þessari sögu er fjallað um málefni sem snerta marga. Æskudrauma sem verða að martröð angistar og ásökun- ar. 163 blaðsíður. Hörpuútgáfan. Verð: 1.980 kr. Erik Nerlöe Hún var hik- andi þegar hún vann ferðina. Átti hún að fara án þess að láta hann vita? Þetta varð ferð sem hún gleymdi aldrei. Ferð til fjarlægra landa þar sem hún hitti stöðugt nýjar per- sónur. Bæöi gott og vinsam- legt fólk en einnig viðsjár- verða og hættulega menn sem reyndu að gera henni og hennar nánustu ýmislegt til miska og reyndu að eyðileggja samband hennar við unga manninn sem hún elskaði. 168 blaðsíður. Skuggsjá. Verö: 1.995 kr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.