Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1996, Blaðsíða 8
8
MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1996
Utlönd
Bosníu-Serbar viöurkenna aö hafa handtekiö hóp múslíma:
NATO sakað um slæ-
lega gæslu í Sarajevo
Fyrsta snurðan hljóp á þráðinn í
friðargæslu Atlantshafsbandalags-
ins (NATO) í Bosníu í gær þegar
þarlend stjórnvöld sökuðu gæslu-
sveitimar um að koma ekki í veg
fyrir að íbúum Sarajevo væri rænt í
serbneskum borgarhverfum.
Stjórnin lagði fram formleg mót-
mæli í gær eftir að skýrt var frá því
aö sextán manns hefðu verið gripnir
á leið um serebnesk yfirráðasvæði,
sem eiga að vera opin allri umferð
samkvæmt friðarsamkomulaginu.
Háttsettur embættismaður Bosn-
íu- Serba staðfesti í gærkvöldi að
hópur múslíma hefði verið tekinn
höndum í serbneskum hluta Sara-
jevo en hann vísaói á bug öllum get-
sökum um að fólkinu hefði verið
rænt. Hann sagði að fólkið hefði
ekki fylgt fyrirfram ákveðinni leið
eins og ætlast var til og að í hópn-
um hefðu verið einkennisklæddir
menn á herbílum.
Embættismaðurinn sakaði bosn-
ísk stjómvöld um að eiga sök á
þessu með því að senda borgara
Bandarískir hermenn koma fyrir gaddavír við jaðar ratsjárstöðvar sinnar í
hæðunum við Sarajevo í gær. Símamynd Reuter
sína af ásettu ráði um serbnesk yfir- samningnum sem gerður var í
ráðasvæði til að grafa undan friðar- Dayton í Bandaríkjunum.
„Þetta er ekki mjög ábyrg fram-
kvæmd friðarsamkomulagsins,"
sagði í kvörtun sem Hasan
Muratovic, ráðherra í Bosníustjóm,
sendi NATO í gær.
Muhamed Sacirbey, utanríkisráð-
herra Bosníu, sagði að stjómvöld
hefðu þungar áhyggjur af velferð
fólksins og hann varaði við því að
gæslulið NATO ætti á hættu að gera
sömu mistök og fyrirrennararnir,
gæslulið SÞ, sem Serbar niðurlægðu
hvað eftir annað.
Yfirmenn friðargæsluliðsins
sögðu að rannsókn mannránsins
væri lögreglumál en ekki málefni
hersins. Ákveðið hefur verið að
senda fjölmennt alþjóðlegt lögreglu-
lið til Bosníu en koma þess hefur
tafist vegna skrifTmnsku.
Bandarísk stjórnvöld sögðu í gær
að þau hefðu áhyggjur af fréttum
um að Bosníu-Serbar hefðu rænt
óbreyttum borgurum í Sarajevo en
sögðu að þegar á heildina væri litið
hefði gengið vel að framfylgja frið-
arsamkomulaginu. Reuter
'
'
Mikið var um dýrðir í borginni Guangzhou í suðurhluta Kína á nýársdag þegar þar var í fyrsta sinn efnt til sýningar á kínversku nautaati. Fimmtíu nautaban-
ar og tuttugu og sex bolar tóku þátt f atinu. Hér sjást tveir tuddar krækja saman hornum í harðvítugri baráttu. Dýravinir í Hong Kong voru fljótir til að lýsa
því yfir að þeir mundu setja sig upp á móti öllum tilraunum til að innleiða svona nautaat þar á bæ. Símamynd Reuter
A þriðja tug lést
í öflugum jarðskjálfta
Zhirínovskí læðist
um heima hjá sér
Að minnsta kosti 24 létust i
flóðbylgju sem fylgdi í kjölfar öfl-
ugs jarðskjálfta á indónesísku eyj-
unni Sulawesi á nýársdag. Þrett-
án þúsund eru heimilislaus eftir
jaröskjálftann sem mældist 7 stig
á Richterskvarða.
Fregnir eru óljósar af því
hvenær flóðbylgjan skall á og
hvort skemmdir á byggingum á
Maður sem ákæröur hefur ver-
ið fyrir aö ofsækja Madonnu kom
fyrir rétt í gær í Los Angeles en
lögfræðingar poppstjörnunnar
reyndu að koma í veg fyrir aö hún
þjrfti að standa andspænis hon-
um.
Vonast lögfræðingar Madonnu
til að hún fái að bera vitni á
myndbandsupptöku eða að sak-
borningurinn, Robert Dewey
Hoskins, verði látinn vera í sér-
herbergi komi hún til réttarins.
Talið er ólíklegt að dómarinn
afskekktum svæðum hefðu orðið
vegna jarðskjálftans eða flóðbylgj-
unnar. Um milljón manns búa á
svæðinu þar sem jarðskjálftinn
reið ytir.
Að sögn embættismanns á
Sulawesi eru íbúamir vel búnir
undir jarðskjálfta. Flest húsanna
eru byggð á súlum.
Reuter
leyfi slíkt fyrirkomulag.
Madonnu hefur verið skipað að
mæta fyrir réttinum í dag. Hún er
nýkomin frá Englandi og búist er
við að hún haldi brátt til Argent-
ínu vegna töku á kvikmyndinni
Evitu.
Hinn ákærði hefur hótað að
skera Madonnu á háls. Öryggis-
vörður Madonnu skaut á hann við
hús hennar I Hollywood í maí síð-
astliðnum. Var það í þriðja sinn
sem hann var viö hús hennar á
tveggja mánaða tímabili. Reuter
Eiginkona rússneska þjóðern-
isöfgamannsins Vladimirs Zhírinov-
skís segir hann rólegan og hugsun-
arsaman eiginmann.
„Hann er aldrei hávaðasamur
heima. Hann læðist um í flókaskóm
og krumpugalla. Hann skrúfar
meira að segja niður í sjónvarpinu
þegar hann horfir á það,“ sagði eig-
inkonan, Galina Lebedeva, á fundi
með fréttamönnum í Finnlandi þar
sem hún er á ferð í einkaheimsókn.
Að sögn Galinu, sem er líffræðing-
ur, man eiginmaðurinn alltaf eftir
afmælisdögum og öðrum tyllidögum
í fjölskyldunni.
Galina sagði að eiginmaðurinn
hefði tvær hliðar, hann gæti verið
bæði alvarlegur og gamansamur.
„Maðurinn minn er mjög tilfinn-
inganæmur og frumlegur. Það þarf
sérstaka tækni til að umgangast
hann,“ bætti Galina við.
Hún sagði fjölmiðla oft taka at-
hugasemdir hans úr samhengi og
oft mistúlka hann en lagði áherslu á
að hún teldi að landið þyrfti á hans
líka að halda. Galina neitaði að
ræða forsetaframboð eiginmannsins
en taldi að Rússland yrði sterkt,
Galina Lebedeva, eiginkona
Zhírínovskís, segir eiginmanninn tii-
litssaman og rólegan heima fyrir.
Símamynd Reuter
bæði ijárhagslega og stjórnmála-
lega, ef hann sigraði. Reuter
Madonnu skipað að
mæta fyrir rétti
Stuttar fréttir dv
Opnað upp á gátt
Öldungadeild Bandaríkja-
þings samþykkti lög sem kveða
á um fjármögnun rikisstofnana
og er þrýstingurinn nú á full-
trúadeildinni um að gera slíkt
hið sama og binda enda á 18
daga lokun opinberra stofnana.
Enn er talað
Sýrlendingar og ísraelsmenn
hefla aðra umferð friðarvið-
ræðna undir stjórn Bandaríkja-
manna í dag ogielja þátttakend-
ur að úr gæti orðið samkomu-
lag.
Major í
John Major,
forsætisráð-
herra Bret-
lands, fékk
hland fyrir
hjartað í gær
þegar norður-
írskur flokkur
sem hann hef-
ur reitt sig á í
breska þinginu sagöi hann ekki
getaö treyst því að fá fullan
stuðriing.
Kanar segja já
Bandarísk stjórnvöld styðja
leiðtogaskipti í Sádi-Arabíu og
segja að landið sé í góðum hönd-
um undir stjórn Abdullahs
krónprins.
Rifist um reykinn
Fylgjendur og fjendur reyk-
inga í Bandaríkjunum deila nú
hai-t um reykinn en þess mun
ekki langt að bíða að sígarettu-
auglýsingar verði takmarkaðar.
Hosni rak ráðherra
Hosni Mub-
arak Egypta-
landsforseti
rak forsætis-
ráðherra sinn
til margra ára
í gær í
óvæntri upp-
stokkun
stjórnarinnar
sem hann sagði að ætti að bæta
lífsafkomu landsmanna með
áframhaldandi efhahagsumbót-
um.
í útrýmingarhættu
Tuttugu sjaldgæfar dýrateg-
undir eiga á hættu að verða út-
dauðar á þessu ári vegna ágangs
mannsins.
Konum rænt
Þungvopnaðir og grímu-
klæddir menn rændu tveimur
konum, þýskri og svissneskri, í
frumskógarhéraði í Kostaríka.
Rushdie fær verðlaun
Salman Rushdie fékk hin eft-
irsóttu Whitbread bókmennta-
verðlaun í Bretlandi fyrir nýju
skáldsöguna sína, Síðasta and-
varp márans.
Gert að endurgreiða
Eiginkonu
Jeans-Claudes
Duvaliers,
fyrrum ein-
ræöisherra á
Haítí, var gert
að end-
urgreiða um
400 milljónir
króna sem
hjónin eru sökuð um að hafa
stolið í heimalandinu áður en
þau fóru í útlegð árið 1986.
SÞ vill varðmenn
Framkvæmdastjóri SÞ vill að
starfsfólk hjálparstofnana í Búr-
úndí fái vemd.
Klefinn kaldur
Morðingi Rabins, forsætisráð-.
herra ísraels, segir að fangaklef-
inn sinn sé of kaldur og vill
flytja.
Gos á Kamtsjatka
Eldfjall á Kamtsjatka-skaga í
Rússlandi byrjaði að gjósa í
gær. Reuter
kiemmu