Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1996, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1996, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1996 15 Einu sinni var... Einu sinni var sagt í forustu- sveit Dagsbrúnar: Allt fyrir verka- manninn! En síðan er runnið mik- ið vatn til sjávar og ýmsir válegir hlutir hafa gerst innan verkalýðs- hreyfingarinnar. Eins og flestir landsmenn vita er Verkamannafé- lagið Dagsbrún eitt stærsta og öfl- ugasta verkalýðsfélag á landinu og eru því, eðli málsins samkvæmt, lagðar miklar skyldur á herðar gagnvart sínum félagsmönnum. Það er óhjákvæmilegt að önnur verkalýðsfélög á landinu fylgist vel með hvað forusta Dagsbrúnar gerir í kjarabaráttu og velferðar- málum sinna félagsmanna og fjöl- skyldna þeirra því að sjálfsögðu er stór hluti félaganna fjölskyldufólk. En einhvem veginn finnst manni núna þetía allt tilheyra liðinni tíð. Fjarlæg forusta! Sú stjama sem hvað skærast skein í fomstuliði verkamanna fýrir um 20 árum hefur smám saman dofnað og er nú vart sjáan- leg gegnum aðdráttarlinsu hvað þá með berum augum. Sorglegt en satt. Fjarlæg fomsta! Ekki verður því til svarað að tækifærin hafi skort og ekki hafi verið hægt að skerpa skin stjöm- unnar á ný og rétta við hlut hinna lægst launuðu. Nei, öðru nær. Get- ur ekki hugsast að fomstan hafi smátt og smátt komist í slíka óra- fjarlægð frá hinum almenna verkcunanni og kjörum hans að hún hafi byrgt augu sín fyrir því hversu langur vinnutími samfara lágum launum brennur heitt á þeirra skinni? Maður freistast óneitanlega til að halda að þeir séu orðnir það illa grónir við stólana á Lindargöt- unni og væmkærir að þeir geti sig ekki hreyft eða hugsað rökrétt. Gæti ekki hugsast að seta þeirra sé orðin of löng? Jú, ótal margt bendir til þess. Þá slævist hugur- inn og þrekiö dofhar. Með þeirri þróun vex kæruleysið fyrir kjör- um þeirra sem þeir þó eiga að hafa vakandi auga með hverja stund. Það er kominn tími til að for- „Opnum Dagsbrún til aðgerða, opnum Dagsbrún fyrir hvern þann félaga sem vel vill gera,“ segir Kristján m.a. hér í greininni. Kjallarinn Kristján Árnason formannsefni á lista til nýrrar stjómar í Verkamannafélaginu Dágsbrún usta verkalýðsins í landinu opni augun fyrir því að tími hinnar leikrænu tjáningar í fiölmiðlum og eins og þær em á sýningarfúnd- um I Bíóborginni er liðinn. Nú þýðir ekki annað en orð mælt í fullri alvöm og athafnir í kjölfar þeirra. Látum verkin tala og bæt- um kjör verkafólks í landinu. Tímamót Kæm Dagsbrúnarmenn, konur og kariar, við emm stödd á tíma- mótum. Fyrir dymm standa kosn- ingar til nýrrar stjómar í Verka- mannafélaginu Dagsbrún og nú gefst tækifæri til að uppræta erfðaveldið sem setið hefur að völdum í hartnær 50 ár með smá breytingum. Aðallega vegna óum- flýjanlegra atburða í lífsins rás manna eða þá að sumir hafa ekki rekist jafn vel og aðrir. Því vil ég skora á ykkur félaga að reka af höndum ykkar óvirka og sundraða stjóm og snúa bökum saman en kjósa í staðinn nýja og áhugasama menn með nýjar áherslur, menn sem era ákveðnir í að láta Dagsbrún færast nær þeim lýðræðislegu reglum sem al- mennt gilda á Norðurlöndum. Opnum Dagsbrún til aðgerða. Opnum Dagsbrún fyrir hvem þann félaga sem vel vill gera. Virkjum huga og hönd til betri kjara verkafólks í Dagsbrún. Ekki láta heilt kynslóðabil líða þar til tækifærið kemur aftur, eins alvar- legt og ástandið er orðiö. Nýtið því atkvæði ykkar 19. og 20. janúar næstkomandi til aö kjósa nýtt og ferskt afl til ykkar mála. Til for- ustu í nýrri Dagsbrún sem hefúr ykkar hag efst á sinni stefnuskrá. Megi nýtt ár færa blessun inn í líf okkar allra. Kristján Árnason „Sú stjama sem hvað skærast skein í for ystuliði verkamanna fyrir um 20 árum hefur smám saman dofnað og er nú vart sjáanleg gegnum aðdráttarlinsu hvað þá með berum augum.“ Af röðun skálda Nýlega þótti mér kveða svo rammt að því hvað skáldbræður mínir héldu grimmt að mér bók- um sínum til kaups að ég ákvað að gera hreint fyrir mínum dyrum. Ég setti saman forgangslista yfir á sjötta tug ljóðskálda; núlifandi, ís- lenskra, sem ég hafði myndað mér skoðun á. Ég stillti mig vandlega um að hafa ekki fleiri en eitt nafn í hverri línu en raðaði þeim í dálk, frá hinu besta til hins versta, sam- kvæmt mínu mati. Að svo búnu sendi ég þetta allt saman til Bréfa til blaðsins hjá Morgunblaðinu. Jafnsnemma lét ég pylsusala einn í Austurstrætinu fá af þessu tölvu- afrit en hjá þeim ágæta ferskeytlu- bónda safnast skáld bæjarins nú löngum saman til að ræða ljóðsins gagn og nauðsynjar. - Beið ég svo átekta. Alþingi götunnar Það gekk eftir að Morgunblaðið birti ekki listann minn. Hins veg- ar olli yfirvofandi birting hans því að skáldvinur minn einn, sem var á honum, spurði mig órólegur í margar vikur á eftir hvort greinin um Röðun ljóðskálda væri nú komin. Og góðvinur hans einn, bókasafhari úr alþýðustétt, heyrði það af óbeinu orðspori að ég hefði gerst svo djarfur að raða upp mín- um eigin skáidalista. Sagði hann mér nú þetta þar sem ég stóð og blés jólalög í trompet í Kolaport- inu, fyrir innan bóksölubórðið hjá áðumefndu ljóðskáldi. Var auð- fundið að honum þótti ég nú meiri fréttamatur en áður er ég auð- Kjallarinn Tryggvi V. Líndal þjóðfélagsfræðingur og skáld sýndi nú nafnlausum almúganum þá samstöðu að setja í umferð óbirt reiðibréf gegn hinum fordild- arlegu uppskafníngum andans. Varð hann þó nokkuð sleginn er ég sagði honum að ég hefði jafn- framt sent það til birtingar í „blaði allra landsmanna". Stofnanasamstaða Ég hygg að ástæðan fyrir óró- leika skáldvina minna hafi verið sú að ef Morgunblaðið hefði birt téðan lista hefði mér tekist að ijúfa slíkt skarð í samstöðu bók- menntagagnrýnenda um að draga ekki um of í dilka i hinni breiðu miðju ljóðskáldaflómnnar aö allir hefðu orðið óöryggir. Ritstjórar lesendabréfa verða enda að vera á varðbergi gegn slíkum hliðarspor- um pennavina sinna ef ekki á að tefla í tvísýnu hinni vandmeð- fömu samstöðu sem þarf aö ríkja á milli stóma fjölmiðla og áskrif- enda þeirra. í millitíðinni rötuðu víst flestir skáldvinir mínir á pylsusalann og munu nú áreiðanlega hafa upplýst um skoðun mína á stöðu þeirra í tilverunni. Jafnframt hef ég fengið að heyra það frá þeim að óeðlilegt þótti hvað ég sjálfúr var hátt skrif- aður á listanum mínum, með mín- ar tvær þunnu ljóðabækur á bak við mig. Á eftir mér komu neftii- lega ekki aðeins flestir skáldvinir mínir heldur og margar af heilög- ustu kúm ljóöabókmenntanna (með markverðum undantekning- um þó). Einnig var ekki örgrannt um að þeim þætti að með því að draga velunnara mína í dilka væri ég að skera vinstri handlegg minn af með þeim hægri því að samtrygg- ingin um hól væri hvað helsta tækið sem skáldum byðist til frama. Kappleikur blekbera Kappleikur blekbera um athygli er harður. Nú loks er farið að kalla mig „skáld“ á götum úti; en þó ekki vegna míns mikla dugnað- ar við að fá ljóð mín birt í Lesbók Mbl. um nokkurt árabil heldur vegna kjallaragreina minna í DV. Þyki ég vera orðinn eins konar „rithöfundur“ eða jafnvel „þjóð- skáld“ í þeim skilningi að mín per- sónulega túlkun á þjóðfélagsfræði nær að hreyfa við fólki. Þetta varð ég reyndar var við fyrir nokkrum árum (Hóf ég þá reyndar að ganga með montprik á skemmtigöngum mínum; bæði til að árétta sérstöðu mína sem og tryggð mína við götumenningu fyrri tíma). Enn hefur Mál og menning þó ekki látið svo lítiö að birta Ijóð eft- ir mig. Enda er það víst hvort tveggja að ég fór að yrkja svo seint og að ég hef ekki skáldskap •fyrir mitt höfuðmarkmið í lífinu heldur fræðimennsku. En ísland er þó sem betur fer svo lítið að hinir seinfæm ná hinum ungu snilling- um í frægð þegar fram á miöjan aldur er komið, bæöi af því að æskuljóminn er svo skammvinnur og af því að ísland hefur í raun og vera ekki þörf fyrir alvöru snill- inga. Tryggvi V. Líndal „Einnig var ekki örgrannt um að þeim þætti að með því að draga velunnara mína í dilka væri ég að skera vinstri handlegg minn af með þeim hægri Með og á móti Vatnsverðshækkun hjá Vatnsveitu Reykjavíkur Sjálfsagt að deila kostnaði „Endurgjald Kópavogs til Vatnsveitu Reykjavíkur var síðast ákveðið með úrskurði mats- nefndar árið 1981 og gilti til ársloka 1989 hið skemmsta. Guðmundur Þór- oddsson, vatns- Frá 1981 hefur veltustióri (Reyk|a- vatnsveitan fiárfest vem- lega í öryggi, bæði vegna afhend- ingar og vatnsöflunar. Fjárfest- ingar þessar em um 1,7 milljarð- ar króna á þessum 14 árum en tillit til þeirra var ekki tekið 1981. Það er lágmarkskrafa vatnsveitunnar að Kópavogsbú- ar greiði sama kostnaöarverð og Reykvíkingar þurfa að greiöa. Ef til vill má deila um hvort þörf sé á jafti miklu öryggi og fiárfest hefur verið í. Þaö hefur verið skoöun borgayfirvalda að ekki sé forsvaranlegt að í jafn stóm samfélagi og Reykjavík er verði borgarhverfi eins og Breiðholtið vatnslaust og þar meö bmna- varnalaust í rafmagnsleysi. Heldur ekki að öll aöfærsla til borgarinnar sé um eina vatns- lögn. Af þeim sökum þurfi ekki nema einn óvarkáran skurð- gröfustjóra til að gera bæinn vatnslausan um lengri tíma. Sjálfsagt verður að telja að Kópa- vogsbúar deili þeim kostnaði sem hlýst af því að hafa tvöfald- ar aöfærslur og vararafstöðvar fyrir rafmagn meðan þeir njóta sama öryggis og Reykvíkingar." Kom á óvart „Okkur í Kópavogi kom það mjög á óvart þegar við fengum bréf um aö vatn sem við kaupum af Vatnsveitu Reykjavíkur og dreifum svo á eigin kostn- að, um eigið dreifikerfi í bænum, þyrfti að hækka úr 6,09 kr. tonnið í 11,0 kr. tonnið. Aö vísu fór það svo eftir viðræður i starfshópi emb- ættismanna beggja aðila að nið- urstaðan var að leggja til við bæjarráð Kópavogs og borgarráð að verðið yrði um 8 krónur. Því höfnuðu Kópavogsbúar og vatns- verð verður því væntanlega ákveðið meö gerðardómi, en þannig var einnig núverandi vatnsverð ákveðiö á sínum tíma. Hjá gömlu og grónu veitufyrir- tæki, eins og Vatnsveita Reykja- víkur er, hefði verið rökrétt að einingarverð lækkaði með auk- inni notkun. Bæjarfélögin Hafharfiörður, Garðabær og Kópavogur eiga öll hin ágætustu vatnsból og hafa um tima verið að hugleiöa hag- kvæmni þess að standa sameig- inlega að framkvæmdum og sl. vor sömdu þau við Almennu verkfræöistofuna hf. um að gera forathugun á þessum möguleika. Skoðaðir vora tveir virkjunar- kostir, í Kaldárbotnum og Mygludölum. Báðir kostimir virðast vænlegir. Að öllum stofn- og fiármagnskostnaöi meðtöld- um er áætlaður kostnaður frá vatnsveitu í Kaldárbotnum 6,36 krónur en ft-á Mygludölum 6,88 krónur." -ÞK/-kaa Slgurður Gelrdal, bæjarstjórl í Kópa- vogl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.