Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1996, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1996, Blaðsíða 16
16 MIÐVKUDAGUR 3. JANÚAR 1996 MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1996 17 íþróttir Körfubolti: ÍR-Njarðvík á föstudagskvöldið Leik ÍR og Njarðvíkur í úrvalsdeildinni í körfuknattieik hefur verið frestað um einn sólarhring, frá fimmtudags- kvöldi til klukkan 20 á föstudagskvöld. Þetta er að beiðni Samtaka íþróttafrétta- manna en íþróttamaður ársins verður krýndur á fimmtudags- kvöldið og Teitur Örlygsson, leikmaður Njarðvíkur, er í hópi þeirra tíu efstu í kjörinu. Aðrir leikir í fyrstu umferð ársins verða annað kvöld og eru eftirtaldir: ÍA-Þór, Grindavík- Valur, Keflavík-Breiðablik, KR-Skallagrímur og Haukar- Tindastóll. Joao Havelange: HM 2006 verður haldin í Afríku Joao Havelange, forseti FIFA, Alþjóða knattspyrnusambands- ins, sagði í gær að heimsmeist- arakeppnin yrði haldin í Afríku í fyrsta skipti árið 2006. „Ég mun tilkynna Nelson Mandela (forseta Suður-Afríku) þetta þann 10. janúar. Það hafa orðið miklar framfarir í Afriku og heimsálfan á rétt á að fá keppnina til sín í fyrsta sinn,“ sagði Havelange. Margir telja að með þessari yfirlýsingu sé kosningabaráttan hafin hjá Havelange en Lennart Johansson, forseti Knatt- spymusambands Evrópu, ætlar að bjóða sig fram gegn honum árið 1998. Reiknað er með að Johansson fái öll atkvæði Evrópu og hann virðist þvi vera að reyna að tryggja sér stuðning í Afríku með þessum hætti. Formlega getur Havelange ekki tekið einn ákvörðun um keppnisstað og hún verður ekki endanlega tekin fyrr en eftir fjögur ár. Vetrarfrí hjá Englendingum? Framkvæmdastjórar ensku knattspyrnufélaganna ætia að óska eftir því að framvegis verði gefið fjögurra vikna vetrarfrí í úrvalsdeildinni. Hugmyndin er að fríið hæfist að loknum jóla- eða áramótaleikjunum og byrjað yrði að spila á ný í lok janúar eða byrjun febrúar. „Þaö er ekki veðrið sem við erum að hugsa um, heldur meiöslin sem leikmeiin verða fyrir um jól og áramót. Svona fri gæfi mönnum tækifæri til að hvílast aðeins og hlaða batteríin á ný. Tennis: Ovænt tap hjá Jonasi Björkman Jonas Björkman frá Svíþjóð, sem er i fjórða sæti heimslistans í tennis, tapaði mjög óvænt fyrir óþekktum þýskum unglingi í fyrstu umferðinni á ástralska meistaramótinu í gær. Strákurinn heitir Nicolas Kiefer og hann fór ótrúlega létt meö Svíann, 6-2 og 6-1. Fimleikar: Ruslan vann Jóla- sveinamótið Ruslan Ovtsinnikov sigraði á svonefndu Jólasveinamóti í fimleikum sem fram fór í íþróttahúsi Gerplu í Kópavogi á laugardaginn. Ruslan hlaut 76 stig, Guðjón Gíslason kom næstur með 68 stig og Axel Bragason varð þriðji með 51 stig. Á mótinu voru samankomnir allir fremstu fimleikamenn landsins en þetta er eina mót ársins þar sem gamlir fimleikamenn mæta þeim yngri, og tekist er á við þrautir sem lagðar eru jafnóðum fyrir keppendur. Iþróttir_________________ Anderton frá í einn mánuð enn Forráðamenn Tottenham urðu fyrir miklum vonbrigðum um helgina þegar ljóst var að snill- ingurinn Darren Anderton yrði frá keppni í að minnsta kosti mánuð til viðbótar. Spumingar- merki hefur nú verið sett við þátttöku hans með enska lands- liðinu í Evrópukeppninni í sum- ar. Hartson til Sheffield Wed.? Svo getur farið að sóknarleik- maðurinn John Hartson hjá Arsenal gangi til liðs við Sheffi- eld Wednesday á næstunni. David Pleat, stjóri Wednesday, hefur ekki farið leynt með þá skoðun sína að Hartson sé sá maður sem hann þurfi á að halda. Eftir að Dennis Bergkamp kom til liðs við Arsenal virðast dagar Hartsons hjá liðinu vera taldir. West Ham tryggir sér Króata West Ham United hefur gengið frá kaupum á Slavan Bilic frá Karlsruhe fyrir 130 milljónir króna. Bilic er ætiað að leysa Al- vin Martin af hólmi en hann mun hætta eftir yfirstandandi keppnistímabil. Bilic kemur til West Ham fljót- lega og þá verður sótt um at- vinnuleyfi fyrir hann og reiknað er með að það taki 20 daga að af- greiða það. Neil Ruddock til Chelsea? Glenn Hoddle leitar nú logandi ljósi að varnarleikmanni sem stoppað getur upp í vömina hjá Chelsea. Svo virðist sem Hoddle sé einna hrifnastur af Neil Ruddock hjá Liverpool þessa dagana en hvort Liverpool lætur hann af hendi er annað mál. Quinn á leið til Sheff. Utd? Howard Kendall, stjóri Sheffi- eld United, ætlar sér ekki að hætta að kaupa leikmenn frá Manchester City. Á dögunum keypti hann Hol- lendinginn Michale Vonk og nú ætiar hann að freista þess að kaupa sóknarmanninn hávaxna, Njál Quinn. Bresk blöð segja það nánast öruggt að af kaupunum verði. Kevin Keegan vill fá Leonhardsen Kevin Keegan, stjóri Newcastle, hefur undanfarið fylgst vel með norska miðverðin- um Övind Leonhardsen hjá Wimbledon og hefur Keegan rætt hugsanleg kaup við forráðamenn Wimbledon. Leonhardsen var keyptur til Wimbledon frá Rosenborg fyrir 66 milljónir króna og er talið að Keegan þurfi að greiða 300 millj- ónir króna til að ná í Norðmann- inn.' McFarland hættur Roy McFarland, annar fram- kvæmdastjóra hjá Bolton, var rekinn í gær og verður því Colin Todd einn við stjómvölinn. Bol- ton er neðst í úrvalsdeildinni. Prunier ætlar heim Franski landsliðsmaðurinn William Prunier hefur ákveðið að fara aftur heim eftir að hafa einungis leikið tvo leiki með Manchester United. „Það var er- fitt fyrir hann að fara beint í lið- iö. Það tekur tíma að aðlagast nýju liði og svo talar hann ekki heldur ensku,“ sagði Alex Fergu- son. íslandsmótið í innanhússknattspyrnu: Reykjavíkurliðin saman í riðlum Fjögur af sex Reykjavíkurliðum sem leika í 1. deiid karla á íslandsmótinu í innanhússknatt- spymu lentu saman í riðli, og hin tvö eru einnig saman. Það má því segja að um sé að ræða tvo Reykjavíkurriðla og tvo lands- byggðarriðla. Keppni í 1. deild fer fram í Laugardalshöllinni 13. og 14. janúar og riðlarnir eru þannig skipaðir: A-riðill: Grindavík, Breiðablik, ÍBV og Leiftur. B-riðill: KR, Fram, Fylkir og Víkingur. C-riðill: Akranes, FH, Stjarnan og Þór Ak. D-riðill: Þróttur R„ Valur, HSÞ-b og KS. Keppni í 2. deild karla fer fram í Austurbergi í Reykjavík sunnu- daginn 14. janúar. Þar em riðlarnir þannig skipaðir: A-riðill: Keflavík, Grótta, Njarð- vík og Sindri. B-riðill: Leiknir R„ HK, Höttur og Huginn. C-riðill: ÍR, Dalvík, Valur Reyð- arfirði og Völsungur. D-riðill: Selfoss, KA, Hvöt og Skallagrímur. Keppni í 3. deild karla verður í Austurbergi laugardaginn 13. janúar. Riðlarnir em þannig: A-riðill: Haukar, Súlan, BÍ og Fjölnir. B-riðill: Afturelding, Víðir, Árvakur og Einherji. C-riðill: Tindastóll, Bolungarvík, Snæfell og Ármann. D-riðill: Reynir S„ Ægir, Magni og Léttir. Keppni í 4. deild verður einnig í Austurbergi, dagana 12. og 13. janúar. Þar eru riðlamir þannig: A-riðill: Smástund, Víkverji, Neisti D. og KSÁÁ. B-riðill: Framherjar, ÍH, Austri E. og Leiknir F. C-riðill: Bruni, HB, Þróttur N. og USVH. D-riðill: Hamar, Eldborg, Neisti H. og Víkingur Ó. E-riðill: Ökkli, Geislinn, Kormákur og Þrymur. F-riðill: GG, TBR, Reynir Á. og Eyfellingur. Tvær deildir í kvennaflokki í ár er í fyrsta sinn deildaskipting í kvennaflokki en hún var samþykkt á síðasta ársþingi KSÍ. Tíu lið leika í 1. deild í Framhúsinu og Laugardalshöll 13. og 14. janúar en keppni í 2. deild verður um næstu mánaðamót og þar hafa 8 lið skráð sig til keppni. Riðlamir í l. deild em þannig: A-riðill: ÍBA, Breiðablik, ÍBV, Stjaman og Höttur. B-riðill: Valur, KR, Afturelding, Akranes og Haukar. -VS Breytingar eftir HM í Frakklandi: Mörkin stækkuð? - lengd um tvo bolta og hækkuö um einn Jólametmót SH: Framfarir hjá yngri kynslóðinni Jólametmót SH var haldið um áramótin og voru eftirtektar- verðar framfarir á meðal yngri sundmanna en flestir sem tóku þátt í mótinu syntu á sínum bestu tímum. Mörg Hafnarfjarð- armet féllu og sömuleiöis ís- landsmet. Örn Amarsson synti vel 400 metra fjórsund á 4:54,8 mínútum sem er nýtt íslandsmet drengja. A-kvennasveit SH (Bima Bjöms- dóttir, Guðrún B. Rúnarsdóttir, Hlín Sigurbjörnsdóttir og Elín Sigurðardóttir) setti íslandsmet í 4x100 metra flugsundi á tíman- um 4:46,15 mínútum. A-telpnasveit SH setti met í sínum flokki i 4x100 flugsundi, synti á 5:25,61 mínútu. A-pilta- sveit SH setti Islandsmet í sín- um flokki í 4x100 metra fjór- sundi, synti á 4:14,59 minútum. Þá setti A- sveinasveit Njarðvík- ur met í 4x100 metra fjórsundi, synti á 5:18,07 mínútum. Janúar hefur lengi veriö frem- ur rólegur keppnismánuður hjá sundmönnum en stórmót er þó á dagskrá í lok mánaðarins og er vonast til að allt okkar besta sundfólk verði þar á meðal þátt- takenda. Besta sundfólk landsins mun á næstunni reyna við lágmörkin fyrir ólympíuleikana í Atlanta í sumar. Logi Jes Kristjánsson og Arnar Freyr Ólafsson eru í Bandaríkjunum við æfingar og keppni og systkinin Eydís og Magnús Konráðsbörn fengu styrk fyrir áramótin til að reyna viö lágmörk. Þau munu innan skamms keppa á móti í Þýska- landi. -JKS Forráðamenn Alþjóða knatt- spyrnusambandsins, FIFA, eru reiðubúnir að leggja það til að mörkin á knattspymuvöllum verði stækkuð umtalsvert. FIFA vill lengja mörkin sem nemur þvermáli tveggja bolta eða um hálfan metra. Einnig vill FIFA hækka mörkin sem nemur þvermáli eins bolta eða um 25 cm. Ekki er að efa að stækkun mark- anna myndi hleypa nýju blóði í knattspyrnuna og auka markaskor- un að einhverju marki. Markalaus- um jafnteflum myndi eflaust fækka og ljóst er að knattspyrnan yrði meiri skemmtun fyrir áhorfendur en hingað til. Reiknað er með að í mars verði tekin lokaákvörðun í málinu og í „Það fæst endanleg niðurstaða í dag hvora flugvélina við fáum til af- nota. Við áttum í gær fund með Ati- anta flugfélaginu og eftir hann erum við bjartsýnir að fá Jumbóþot- una sem tekur um 465 farþega. Síð- ari kosturinn er 300 farþega vél af gerðinni Tristar sem hefur aðsetur í Manchester. En á fundinum var okkur gefið vilyrði fyrir stóru vél- inni,“ sagði Jóhann Guöjónsson, formaður handknattleiksdeildar Aftureldingar, í samtali við DV. Afturelding mætir norska liðinu Drammen ytra sunnudaginn 21. jan- úar í 8 liða úrslitum borgakeppni framhaldi verði tilraunir gerðar til að sjá hvemig breytingarnar koma út. Einnig hefur verið rætt um að taka upp leikhlé eins og í körfuknattieiknum en Blatter sagði ekki miklar likur á þvi að tekin yrðu upp leikhlé. Sepp Blatter, ritari FIFA, sagði í gær að ef breytingarnar yrðu sam- þykktar myndu þær ekki hafa áhrif á heimsmeistarakeppnina í Frakkl- andi 1998, þar yrði leikið eftir þeim reglum sem gilda í dag. „Það er þó ein breyting sem tekið verður vel eftir á HM í Frakklandi 1998. Þar munu dómarar vera mun betur þjálfaðir, þeir verða yngri en áður og harðari og í betri æfingu á allan hátt,“ sagði Blatter. -SK Evrópu i handknattieik. Hópurinn færi utan daginn áður og haldið yrði heim á sunnudagskvöldið en leikurinn er klukkan 16 fyrr um daginn. Jóhann sagði að þegar hefðu 300 manns skráð sig á lista en ferðin sem slík hefur ekkert verið auglýst. Flugfarið verður undir 10 þúsund krónum og gisting er í kringum 6 þúsund á góðu hóteli. Einnig verður hægt að vera á mód- eli eða í svefnpokaplássi sem er að sjálfsögðu ódýrari kostur. Síðari leikurinn verður í Mosfellsbæ 25. janúar. -JKS Evrópuleikur Aftureldingar í Drammen: Gifurlegur áhugi Stórtap gegn Ungverjum íslenska unglingalandsliðið í knattspyrnu fékk skell í gær gegn Ungverjum, 5-1, á alþjóðlega mótinu sem nú stendur yfir í ísrael. Bjarni Guðjónsson frá Akranesi skoraði mark íslands í fyrri hálfleik en staðan í leikhléi var 3-1. ísland hefur sigrað Belga á mótinu en tapað fyrir Kýpur, Grikklandi og Ungverjálandi. Lokaleikurinn er gegn ísrael í dag. -VS - leikur síðan áfram í Sviss á næsta keppnistímabili Július Jónasson, landsliðs- maður í handknattieik, sem leikið hefur undanfarin tvö ár með þýska liðinu Gummersbách, hefur verið leigður til svissneska liðsins TV Suhr. Leigusamningurinn er til loka þessa tímabils, sem lýkur í júni, en eftir það tekur gildi eins árs samningur sem Júlíus hefur skrifað undir. Upphaf þessa máls má rekja til meiðsla sem Júlíus lenti í í nóvember en þá handarbrotnaði hann og hefur síðan ekkert leikið með Gummersbach. Forráðamenn liðsins töldu missinn mikinn og flýttu komu Kóreumannsins Kyung-shin Yoon sem átti undir eðlilegum kringumstæðum ekki að byrja að spila með Gummersbach fyrr en á næsta tímabili. Hann átti raunar að koma í febrúar til að aðlagast aðstæðum í Þýskalandi. Forráðamenn Gummersbach og styrktaraðilar töldu þann kost vænstan í stöðunni að fá Kóreumanninn strax og hefur hann þegar leikið þrjá leiki með liðinu. Hann sló sem kunnugt er í gegn í heimsmeistarakeppninni á Islandi og gerði meðal annars íslensla liðinu lífið leitt þegar liðin mættust í keppninni. Þegar upp var staðið var Kyung-shin Yoon markahæsti maður heimsmeistarakeppninnar og hafa mörg lið síðan verið að bera víurnar í hann. Hann var ekki tilbúinn að fara til Evrópu fyrr en núna. Þegar ljóst var að Kyung-shin leysti Júlíus af hólmi fóru nokkur Kyung-shin Yoon er tekinn við af Júlíusi hjá Gummersbach. keppnisland. Hann hefur leikið á Spání með Bidasoa og Avidesa. Síðan lá leiðin til Paris Asnieres og loks hélt hann til Gummersbach í Þýskalandi. Júlíusi vegnaði vel hjá Gummersbach og lykilmaður í vöm þess og sókn og voru meiðsli hans mikil blóðtaka fyrir liðið. Gummersbach hefur þó hægt og bítandi skriðið upp töfluna og er liðið komið í fiórða sætið eða tveimur stigum á eftir efstu liðunum. „Ég er ánægður með samninginn og það verður gaman að takast á við nýtt verkefni. Ég var með tilboð frá Bad Schwartau en valdi frekar að fara til Sviss, sagði,“ Júlíus Jónasson . JKS Júlíus Jónasson er á förum til Sviss. lið í Þýskalandi og víðar á kreik og vildu fá Júlíus í sínar raðir. Þess skal getið að málefni Júlíuasr og Gummersbcah hafa farið fram í mesta bróðerni. Júlíus er allur á batavegi og er byrjaður að æfa. Hann er þegar farinn að pakka niður með fiölskyldu sinni en hann verður löglegur með TV Suhr í byrjun febrúar. TV Suhr er í bænum Aarau eigi langt frá Zurich. Þó nokkur handboltahefð er í bænum og er liðið fyrir ofan miðju í 1. deild. Tveir leikmenn komu frá TV Suhr sem lék á heimsmeistarakeppninni á íslandi á s.l. vori. Á keppnisferli sínum hefur Júlíus leikið í fiórum löndum og er Sviss hans því fimmta Enska knattspyrnan: Newcastle styrkti stöðu sína á toppnum Newcastle jók forystu sína á nýj- an leik í ensku úrvalsdeildinni í knattspymu í gærkvöldi þegar lið- ið fékk Arsenal i heimsókn. Newcastie sigraði í leiknum, 2-0, og er forskot liösins á Manchester United nú sjö stig og að auki á lið- iö éinn leik til góða. Sigur Newcastle á Arsenal var sann- gjam. Frakkinn David Ginola skoraði fyrra markið með glæsilegu skoti af 25 metra færi. Tveimur mínút- um eftir leikhlé bætti Les Ferdin- and við öðru eftir frábæra send- ingu frá Warren Barton. Þetta var 22. mark Ferdinands á tímabilinu og 11. sigur liðsins á heimavelli í jafnmörgum leikjum í deildinni. Þá sigraði Chelsea lið QPR á úti- velli, 1-2. Brazier gerði sjálfsmark en Peter Furlong gerði síðara mark Chelsea. Bradley Allen skor- aði mark QPR. Staða efstu liða: Newcastle 21 15 3 3 42-18 48 Manc. Utd 22 12 5 5 41-27 41 Liverpool 21 11 5 5 40-20 38 Tottenham 22 10 8 4 31-22 38 Aston Villa 20 10 5 5 27-15 35 -JKS „Hefur undlr höndum tilboð frá okkur“ - félagaskipti Sigurður Jónssonar enn óljós Enn er óljóst hvort landsliðsmað- urinn af Skaganum, Sigurður Jóns- son, gerir samning við sænska liðið Örebro. Ekkert hefur skýrst í mál- unum yfir jólahátíðina að sögn Gunnar Sigurðssonar, formanns knattspymudeildar ÍA. Sænska liðið er að vonum orðið óþolinmótt en þessi fyrirhuguðu félagaskipti hafa ansi iengi verið í fæðingu. „Það hefur ekkert skýrst í þessu máli. Sigurður hefur undir höndum tilboð frá okkur og því má segja að boltinn sé hjá honum. Auðvitað vilj- • Dallas Mavericks hefur gengið afleitlega undanfarið i NBA-deildinni og í nótt varð engin breyting þar á er Dallas tapaði á heimavelli fyrir Utah Jazz. NBA-deildin í körfuknattleik í nótt: Maxwell tryggði 76ers sigurinn um viö halda Sigurði og við bíðum eftir svari frá honum. Við höfum ekkert heyrt frá Örebro og ég hef í sjálfu sér engar áhyggjur af því,“ sagði Gunnar Sigurðsson í samtali við DV í gærkvöldi. Gunnar sagði að Akranesliðið væri að æfa af fullum krafti þessa dagana. íslandsmeistararnir halda utan tii Kýpur í mars til þátttöku í móti. Gunnar sagði að þeir hefðu getað valið um tvö mót en mótið sem hæfist 17. mars hefði orðið fyr- ir valinu. -JKS „í raun var ég aðallega að hugsa um að ná villu og fá vítaskot. En sem betur fór rataði boltinn rétta leið í körfuna og sigurinn varð okkar,“ sagði Vemon Maxwell en tiann tryggði Philadelphia 76ers nauman eins stigs sigur á heima- velli Los Angeles Lakers í nótt. Úrslit leikja í NBA-deildinni í nótt urðu ann- ars þessi: Atianta-Seattie 88-11 NJ Nets-Milwaukee 81-72 NY Knicks-Portland 92-101 Washington-Cleveland 100-108 Minnesota-Houston 100-105 Dallas-Utah Jazz 92-102 Denver-Indiana 87-102 LA Lakers-76ers 89-90 • Vemon Maxwell skoraði 22 stig fyr- ir 76ers gegn Lakers og nýliðinn Jerry Stackhouse 20. Nick Van Exel fékk tækifæri til að stela sigrinum fyrir Lakers í blálokin en skot hans mis- heppnaðist. Van Exel skoraði 27 stig og þetta var fyrsta tap Lakers á heimavelli í átta leikjum. Trevor Ruffin skoraði 20 stig fyrir Lakers. •New York tapaði illa á heimavelli gegn Portiand. Aaron McKie skoraði 24 stig fyrir Portiand, Rod Strickland 22 stig og Clifford Robinson 21. Litháinn Arvydas Sabonis skoraði 18 stig á 22 mínútum fyrir Portiand. Portiand vann í nótt annan sigur sinn gegn Knicks á tímabilinu og virðist hafa tak á Knicksliðinu. Þó lék Patrick Ewing ekki með í öðmm leik Knicks í röð og liðið hefur tapað báðum. Derek Harper skoraði 22 stig fyrir Knicks. • Litið var skorað í leik NJ Nets og Milwaukee. Shawn Beradley skoraði 17 stig fyrir Nets, hirti 14 fráköst og varði 7 skót. Armon Gilliam skoraði 15 stig fyrir Knicks en hjá Milwaukee skoraði enginn meira en 10 stig. •Karl Malone skoraði 29 stig fyrir Utah Jazz gegn Dallas. John Stockton bætti við 18 stigum og 15 stoðsending- um fyrir Utah en hjá Dallas voru þeir Jason Kidd og Jim Jackson stigahæstir með 23 stig hvor. • Hakeem Olajuwon skoraði 28 stig fyrir Houston gegn Minnesota og Sam Cassell 25. Olajuwon var með 11 fráköst og 8 stoðsendingar að auki. Tom Gugliotta skoraði 25 stig fyrir Minne- sota og hirti 17 fráköst. Isaiah Rider var með 18 stig. • Terrell Brandon skoraði 27 stig fyr- ir Cleveland gegn Bullets og þeir Chris Mills og Danny Ferry voru með 20 stig hvor. Cleveland hefur unnið 16 af 21 leik undanfarið en byrjaði með tapi í fyrstu sjö leikjunum á tímabilinu. -SK Júlíus leigður til Suhr í Sviss

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.