Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1996, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1996, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1996 13 Sviðsljós Larry Fortensky kom- inn með nýja kærustu Larry Fortensky, áttundi eigin- maöur ilmvatnsdrottningarinnar Elizabethar Taylor sem hún lét fjúka í ágúst í fyrra eftir fjögurra ára hjónaband, er aftur kominn í fréttirnar. Hann gat sosum ekki búist við öðru. Nýjustu fréttirnar eru þær að Larry sé kominn með nýja kærustu, ljóshærða 45 ára gamla nuddkonu sem ekur um á kampavínslitum ká- diljáki og heitir Maggie Virginia Nitz. Nágrannar Larrys komust ekki hjá því aö taka eftir bíl þessum við nýja húsið hans í Encino, sem er eitt úthverfa Los Angeles, og þá losnaði nú heldur betur um tunguhaftið á liðinu. Þótt Larry hafi margoft lýst því yfir að hann ætlaði ekki að kvænast að nýju segja vinir hans aö hann verji æ meiri tíma með nudd- konunni. En kannski er hann bara með svæsna vöðvabólgu, annað eins gerist nú og þykir ekki tiltökumál. Nuddkonan Maggie yfirgefur hús Larrys Fortenskys í Encino í Kali- forníu en kádiljákurinn hennar bíður í innkeyrslunni. Larry Fortensky og Elizabeth Taylor á meðan allt lék í lyndi. Þegar Larry flutti úr höll Betu í fyrrasumar tók hann með sér þýska fjárhundinn þeirra og allar bréfdúf- urnar sínar. Fuglarnir fóru allir í b.úr bak við húsið en hundurinn fær að vera inni. Áöur en Larry kynntist leikkon- unni frægu, sem er tuttugu árum eldri en hann, var hann bygginga- verkamaður, eins og allir vita. Nú hefur hann hins vegar í hyggju að stofna byggingarfyrirtæki og ráða menn í vinnu. Larry og Liz Taylor eru enn vin- ir, þrátt fyrir skilnaðinn. Hann er með innrammaðar myndir af henni á áberandi stöðum á heimili sínu og hann heimsótti hana á sjúkrahúsið þegar hún gekkst undir mjaðma- skiptaaögerð númer tvö fyrir ekki svo löngu. Þrátt fyrir alla góð- mennsku hans ku Liz þó vera bál- reið yfir nýju kærustunni hans. Vonandi rennur henni þó reiðin. við dökk gler- Hér er Linda augu til að með alla stríðs- þekkjast ekki. málninguna. Hið rétta andlit Evangelistu Linda Evangelista ku eitt sinn hafa sagt að hún færi ekki fram úr á morgnana fyrir minna en eina milljón. Gárungarnir sögðu fyrir jól að hún ætti að halda sig í bælinu fengi hún ekki mikið af snyrtivör- um í jólagjöf. Linda er orðin þrítug og orðróm- ur er á kreiki um hvort ekki sé kominn tími fyrir hana að huga að því að draga sig í hlé. Á tískusýn- ingunum í París í haust tóku menn eftir því að hún hafði þyngst um að minnsta kosti 4 til 5 kíló og þeir vel- viljuðustu vildu meina að hún ætti von á barni með kærastanum. Sann- leikurinn er víst sá að Linda er orð- in þreytt á að vera alltaf bara 55 kíló. Nú vill hún njóta lífsins. Julia Ormond er ekki lengur með hár niður í mitti. Julia Ormond lét lokkana fjúka: Leikur fröken Smillu Julia Ormond er búin að klippa stoltið sitt, síöa hárið sem náði henni næstum niður á mjaðmir. Hún er því mikið breytt og gat á dögunum gengið um götur Kaup- mannahafnar án, þess að þekkjast. Leikstjórinn Bille August haíði boðið Juliu til Kaupmannahafnar en í mars hefjast tökur á mynd Billes eftir bókinni Freken Smillas fornemmelse for sne eða Lesið í snjóinn eins og hún heit- ir á íslensku. Það er Julia sem fer með aðalhlutverkið og var henni boðið til borgarinnar til að hún gæti fundið andrúmsloftið á heimaslóð- um Smillu. Það var vegna hlutverks Sabrinu á móti Harrison Ford sem hún lét lokkana fjúka. Audrey Hepburn var einnig stuttklippt er hún lék á sín- um tíma sama hlutverk á móti Humphrey Bogart. Margir dáðust að lokkaflóði Juliu í myndinni Legends of the fall er hún lék á móti Brad Pitt. Lokkarnir eru nú vel geymdir ofan í skúffu í íbúð Juliu í London. Þessi föngulegi karlmaður í liki silíkonbombunnar og strandvarðapíunnar Pamelu Anderson var einn tæplega fimmtán hundruð þátttakenda í svoköll- uðu ísbjarnarsundi í Enskaflóa við Vancouver í Kanada á nýársdag. Eins og nærri má geta var sjórinn ískaldur en það kom þó ekki í veg fyrir að allir skemmtu sér konunglega. Símamynd Reuter Dave Brubeck enn í fullu fjöri Stórdjassarinn Dave Brubeck, sem er íslenskum djassgeggjurum að góðu kunnur, varð 75 ára snemma í desember. Hann er enn í fullu fjöri, karlinn, þrátt fyrir þenn- an virðulega aldur, og í afmælis- mánuðinum efndi hann til tónleika í fjórum stórborgum, Lundúnum, Vínarborg, Graz og Los Angeles. Brubeck efndi til þrennra tón- leika í Los Angeles og fóru þeir all- ir fram í' kirkjum í borginni, enda þrjú kórverk kappans á efnis- skránni. í tilefni jólanna flutti Bru- beck líka jólakantötu eftir sjálfan sig með sterkum mexikóskum áhrif- um. Með Brubeck á tónleikunum, sem að sögn kunnugra fóru ákaf- lega vel fram, léku synir hans tveir, þeir Chris og Dan, auk annarra spilara. Síðast en ekki síst söng með honum barnakór Los Angeles borg- ar. Til hamingju m.eð afmælið, Dave, þótt seint sé. Neyddist til að skríða úr felum James Hewitt hefur ekki látið mikið á sér bera frá því að Díana prinsessa viður- kenndi í sjóm varpsviðtali að hann hefði verið elskhugi hennar og svikið hana með því að skrifa bók um samband þeirra. Hewitt neyddist eins og aðrir til að gera jólainnkaup og ljós- myndarar fylgdust með kauða er hann raðaði rauðvíni, gini, Bayley’s, eplasafa, spægipylsu, kjöt- hakki, kæfum og nautakjöti í búðar- vagninn. James Hewitt í stórmarkaðn- um. Hafnar tilboði frá Playboy Isabella Scor- upco, nýja Bond- brúðurin, hefur hafnað tilboði frá tímaritinu Play- boy sem vildi greiða henni háa fjárhæð fyrir að sitja fyrir nakin. Isabella er fædd í Póllandi en flutti átta ára gömul til Svíþjóð- ar með móður sinni þegar foreldrar hennar skildu. Isabella gerðist ljósmyndafýrirsæta í Svíþjóð og lék í nokkrum kvik- myndum þar. Hún á kærasta sem leikur íshokkí í Bandaríkjunum. Karl Gústaf ekki í jólaskapi Karl Gústaf Svíakonungur var ekki í jóla- skapi í desember því hann neitaði enn einu sinni að láta undan í pín- legu fjölskyldu- stríði um höfuð- djásn sem Silvía drottning bar við brúðkaup Silvía með höf- Jðakims prins í uðdjásnið um- Danmörku. Sig- deilda. vard Bernadotte prins hefur beðið um að fá til baka höfuðdjásnið sem móðir hans Marg- areta prinsessa átti en hún lést 1920. Karl Gústaf neitaði sem sé og því þurfti Sigvard ekki að gá að hörðum pakka frá konungshöllinni undir jólatrénu. Isabella er pólsk að uppruna. VINNINGSTÖLUR LAUGARDAGINN 30.12.1995 (T)(Í2)(Í4) %$$$ (l8)(22) (26) VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ A HVERN VINNINGSHAFA 1.5 al 5 0 14.294.758 r\ 4 af 5 cj 41. PIÚS S 110.930 3. 4af 5 239 7.720 4. 3af 5 7.297 590 Heildarvinningsupphæð: 21.515.438 % Æm & jSIH) BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR 52. vika -31. des. 1995 Nr. Lelkur: Röðin 1. Fiorentina - Milan -X - 2. Juventus - Roma --2 3. Lazio - Atalanta 1 - - 4. Inter - Cagliari 1 - - 5. Udinese-Bari --2 6. Parma - Vicenza --2 7. Padova - Piacenza -X - 8. Cremonese - Torino -X - 9. Salernitan - Cesena -X - 10. Bologna - Palermo -X - 11. Avellino - Cosenza - -2 12. Fid.Andria - Pescara 1 -- 13. Ancona - Reggiana 1 -- Heildarvinningsupphæd: 14 milljónir 13 réttir 12 réttir 11 réttir 10 réttir kr. kr. kr. kr. =7 u:i c 52. vika - 30. des. 7995 Nr. Lelkur: Röðin 1. West Ham - Newcastle - -2 2. Man. Utd. - QPR 1 - - 3. Arsenal - Wimbledon - -2 4. Notth For. - Middlesbro 1 - - 5. Blackburn - Tottenham 1 - - 6. Aston V. - Sheff. Wed - -2 7. Chelsea - Liverpool -X - 8. Everton - Leeds 1 - - 9. Southamptn - Man. City -X - 10. Boiton - Coventry --2 11. Sunderland - Birminghaml - - 12. Watford - Derby --2 13. Sheff. Utd - Millwall --2 Heildarvinningsupphæð: 129 milljónir 13 réttirf 12 réttirf 11 réttirj 10 réttirl 1.079.600 18.200 1.090 kr. kr. kr. kr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.