Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1996, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1996
9
Utlönd
Karl prins stillti sér upp fyrir Ijósmyndara í Kloster í gær. Símamynd Reuter
Karl með prinsunum á skíðum:
Fóstran varar
fjölmiðla við
Karl Bretaprins og synir hans
Vilhjálmur og Harry halda áfram að
skíða í Kloster í Sviss þrátt fyrir að
einn lífvarða Karls hafi fótbrotnað í
gær á fyrsta degi frísins. Tugir ljós-
myndara og sjónvarpsmanna sátu
um prinsana í gær og þótti greini-
legt að Viihjálmur, sem er orðinn 13
ára, væri orðinn feiminn því hann
skýldi sér á bak við lífverði eða
aðra samfylgdarmenn.
Barnfóstra prinsanna, Tiggy
Legge-Bourke, er með í Kloster. Hún
varaði í gær bresk blöð við því að
birta slúður um hana og Karl prins.
Tiggy er sögð í uppnámi yfir frétt-
um um að samband hennar og Karls
sé orðið of náið. Lögmaður hennar
sendi fjölmiölum bréf með viðvör-
uninni.
Á skiðaferðalagi í fyrra náðu ljós-
myndarar mynd af Karli þar sem
hann smellti kossi á Tiggy eftir að
henni hafði tekist að renna sér nið-
ur erfíða brekku. Breskir fjölmiðlar
hafa greint frá því að Díönu þyki
Tiggy hafa of mikil áhrif á prinsana.
Sjálf hefur Díana verið undan-
farna daga í fríi á eyjunni Barbuda
í Kyrrahafí þar sem hún velti því
fyrir sér hverju hún ætti að svara
tilmælum Elísabetar Bretadrottn-
ingar um lögskilnað prinsessunnar
og Karls.
Karl verður í Kloster þar til á
mánudag en Vilhjálmur prins er
væntanlegur til Englands á fóstu-
daginn. Meðal félaga Karls í Kloster
er Patti Palmer-Tomkinson ásamt
dóttur og eiginmanni. Patti slasað-
ist alvarlega þegar hún renndi sér
utan merkts skíðasvæðis í Kloster
fyrir átta árum og lenti í snjóflóði.
Vinur hennar og Karls prins, Hugh
Lindsay, lést i snjóflóðinu. Karl er
sagöur hafa grátið er hann gróf eft-
ir vini sínum með berum höndum.
Sænska lögreglan rannsakar gamlan hólk:
Ekki byssan sem Olof
Palme var myrtur með
Byssa sem sænska lögreglan
rannsakaði í tengslum við morðið á
Olof Palme forsætisráðherra fyrir
tíu árum reyndist ekki vera morð-
vopnið, að því er lögreglan skýrði
frá i gær.
Sérfræðingar sem rannsökuðu
byssuna,. Smith og Wesson .357
Magnum, komust að þeirri niður-
stöðu að hún hefði verið smíðuð eft-
ir að morðið var framið, sagði lög-
reglufulltrúinn Alf Anderson við
sænsku fréttastofuna TT.
Lögreglan fékk byssuna í hend-
umar skömmu fyrir jól eftir að
nafnlaus heimildarmaður hafði af-
hent hana dagblaðinu Aftonbladet.
Þetta var ekki í fyrsta sinn sem
lögreglan fékk byssu sem sögð var
hafa verið notuð við morðið á
Palme. Mörg slík vopn hafa borist
til yfirvalda en ekkert þeirra hefur
geymt svarið við morðgáttunni.
Byssumaður sem var einn á ferð
skaut Palme til bana að kvöldi 28.
febrúar 1986 þegar hann var að
ganga heim með Lisbet eiginkonu
sinni. Þau höfðu verið í kvikmynda-
Ekkert gengur að finna morðingja
Olofs Palmes.
húsi þetta örlagaríka kvöld.
Smáglæpamaðurinn Christer
Petterson var á sínum tíma fundinn
sekur um morðið eftir að Lisbet
Palme benti á hann í sakbendingu á
vegum lögreglunnar. Áfrýjunar-
dómstóll sýknaöi Petterson síðar
þar sem morðvopnið fannst aidrei.
Reuter
Dagbók 1996
* Dagbók
* Minnisblöó
Top Organizer
* Aætlanagerö
* Dagurinn í dag
- dagbók
* Fjármál
* Takmark
* Símaskrá
* Minnisbók
Eigum fyllingar á lager
Krossgötur - útgáfa, Vörn gegn vímu, Hlíðarsmára 5-7, Kópavogi, símar 564-1735 og 564-1755
ANTIK-OTSALA
GALLERÍ BORG FLYTUR
ÍAÐALSTRÆTI 6
(MOR G UNBLA ÐSHÚSIÐ)
NÚ ÞEGAR HEFUR MYNDLISTARGALLERÍIÐ VERIÐ FLUTT
OG INNAN SKAMMS MUNUM VIÐ FLYTJA ÚR FAXAFENI
OG OPNA STÓRGLÆSILEGA ANTIK-VERSLUN í 350 m2 SAL í
HJARTA BORGARINNAR AÐALSTRÆTI 6.
ÞESS VEGNA HÖLDUM VIÐ NÚ STÓRÚTSÖLU og
bjóðum 20—60% AFSLA TT af húsgögnum,
POSTULÍNI, LISTMUNUM, LJÓSAKRÓNUM OG FLEIRU.
EINNIG 30% AFSLÁTTAF HANDUNNUM
PERSNESKUM TEPPUM.
OPIÐ VIRKA DAGA KL. 10-18.
LAUGARDAGA KL. 12-16.
VIÐ SENDUM VIÐSKIPTAVINUM OKKAR BESTU KVEÐJUR
OG ÓSKUM LANDSMÖNNUM ÁRS OG FRIÐAR.
BORG