Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1996, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1996, Qupperneq 6
6 FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 1996 Neytendur________________________________ Hraðflutningsfyrirtæki á íslandi: Hörð samkeppni í flutningum út og inn DHL Hraðflutningar fljúga daglega til Bretlands með póst frá íslandi. Hann er flokkaður um nóttina og honum dreift daginn eftir. Sama ferli virkar til baka. Þrjú önnur fyrirtæki bítast um viðskiptavinina í þessum flutningum, EMS-TNT, Flutningsmiðlunin Jónar og Zimsen flutningsmiðlun. Hér eru starfsmenn DHL að afferma vélina í gærmorgun. Hann- es Guðmundsson tollvörður fylgist gaumgæfilega með því sem fram fer. DV-mynd S Hraðflutningar eru ört vaxandi þáttur í þeirri þjónustu að flytja vörur og bréf til og frá íslandi. Fjög- ur flutningsfyrirtæki eru á mark- aðnum, DHL Hraðflutningar, EMS- TNT, Flutningsmiðlunin Jónar og Zimsen flutningsmiðlun. Þessi fyrir- tæki eru að bjóða þjónustu sem kalla mætti á íslensku frá dyrum til dyra þar sem varan er sótt til send- anda og henni ekið til móttakanda. Forsvarsmenn þessara fyrir- tækja, sem DV ræddi við í gær, voru allir sammála um að gríðarleg aukning væri í þessum geira og fólk virtist almennt nokkuð vera að vakna til vitundar um tilvist þessar- ar þjónustu. Kosturinn við nana er, eins og nafnið gefur til kynna, sá tími sem það tekur sendinguna að berast og sú þjónusta sem er innifal- in. Fólk þarf yfirleitt ekki annað að gera en að lyfta símtóli og hrað- flutningsfyrirtækin sjá um afgang- inn, að útbúa tollskjöl og þess hátt- ar. Ef hægt er líta á það sem galla að menn skuli þurfa að borga meira fyrir þessa þjónustu þá er verðið sá galli. Töluvert dýrara er að senda vörur með þessum hætti en að not- ast við hina hefbundnu póstþjón- ustu. Samkvæmt heimildum DV eru fyrirtækin öll að gera sömu hluti að nafninu til en síðan er það við- skiptavinarins að meta verð og gæði hvers og eins. DHL Hraðflutningar Fyrirtækið er með eigið flug frá Reykjavík á hverjum degi, til og frá Evrópu, og býður það sem kallast „over night“ þjónustu. Varan er af- greidd frá Reykjavík, flogið er með hana út til Englands og hún afhent í Evrópu daginn eftir. Sama gildir um vörur hina leiðina. Flugleiðir fljúga síðan með það sem sent er til Bandaríkjanna. Bjami Hákonarson framkvæmdastjóri segir verðið á þessari þjónustu ekki hátt, reikni menn dæmið til enda. EMS-TNT Póstur og sími er umboðsaðili fyrir TNT, eink'afyrirtæki sem býð- ur frá dyrum til dyra þjónustu um allan heim. EMS var svar Póstsins við einkafyrirtækjunum en í dag skiptir ekki máli fyrir viðskiptavini fyrirtækisins hvað er hvað. EMS er til úti um allt land en segja má að þarna sé um að ræða innanhúss- skiptingu sem komi til með að hverfa á næstu árum. TNT er með Þónokkuð er um að fólk hefur haft samband við Neytendasamtök- in vegna þess að það telur öruggt að debetkortin forði því frá því að fara yfir á tékkareikningnum og verður svo reitt þegar það kemst að því svo er ekki. Þrátt fyrir rafrænar greiðsl- ur sé þetta hugsanlegt og fólk lendi í því að greiða kostnað végna þessa. Sigríður Arnardóttir, hjá Neyt- endasamtökunum, segir nauðsyn- legt að brýna fyrir fóki að það þurfi sjálft að passa upp á þessa hluti, jafnvel þótt það sé með svokallað sí- hringikort, kort þar sem tékkað er á öllum færslum. eigin flugvélar og eigin bíla úti í heimi en ekki hefur þótt svara kostnaði að senda flugvél hingað til lands. Flugleiðir sjá um flutningana og að sögn Önnu Sævarsdóttur, full- trúa hjá EMS-TNT, þarf fólk ekki annað að gera en að lyfta símtóli og þá verður séð um alla hluti. Vörum er safnað saman og þær sendar í einu lagi einu sinni á dag. Tvær ferðir eru farnar á fóstudögum. Zimsen flutningsmiðlun Fyrirtækið er fyrst og fremst dreifingaraðili fyrir UPS, erlent póstdreiflngarfyrirtæki. Þar sem Zimsen er ekki umboðsaðili þarf sendandi úti að greiða flutninginn hjá þeirri UPS-stöð sem hann send- Bið og kostnaður DV sló á þráðinn í Búnaðarbank- ann til þess að fá á hreint hvernig þessum hlutum er háttað. „Samkvæmt samningum og regl- um sem settar hafa verið er fimmta hver færsla á debetkortum skoðuð ef keypt er fyrri 5.000 krónur eða minna. Ef skoða ætti hverja færslu yrði biðin eftir afgreiðslu í verslun- unum mun lengri og kostnaður þeirra mun meiri,“ segir Hanna Pálsdóttir, aðalféhirðir Búnaðar- banka íslands. Hún segir að í fyrstu hafi verið litið svo á að þetta myndi ekki snerta viðskiptavinina því þeir ir með. Varan er sótt til hans og hún afgreidd í sk. bráðabirgðatollaf- greiðslu. Örlítið er flutt út með UPS og líkt og með það sem flutt er inn er ekki hægt að senda út „kollekt" sendingar. Greiða þarf fyrir vöruna hér heima fyrst en verði fyrirtækið umboðsaðili UPS mun þetta breyt- ast. Þá getur móttakandi greitt fyrir vöruna við afhendingu. Allar sendingar frá UPS eru send- ar hingað til lands í gegnum Kaup- mannahöfn og með Flugleiðum hingað heim. Helga Ævarsdóttir hjá Zimsen flutningsmiðlun segir fastar ferðir vera á miðvikudögum og fóstudögum en vitaskuld séu allir pakkar sendir út jafnóðum og þeir berast. ættu að vita hvað þeir ættu inni á reikningum sínum. Viðskiptavinurin njóti vafans „Hvað síhringikortið varðar þá er það hugsað fyrir þá sem við treyst- um ekki til þess að passa upp á inni- stæðurnar á eigin reikningum. Við notkun þessara korta er alltaf hringt en tvennt getur skýrt það ef fólk hefur samt sem áður getað borgað án þess að eiga fyrir því á reikningnum. Annars vegar er það ef einhverra hluta vegna næst ekki samband við Reiknistofu bankanna. Þá er viðskiptavinurinn látinn njóta vafans svo hann standi kannski Flutningsmiðlunin Jónar Fyrirtækið er umboðsaðili fyrir Federal Express, FedEx, og sér um allan þeirra póst frá íslandi og út um allan heim, þó ekki Evrópu eins og er. Umslag sem berst til fyrirtæk- isins og kemst til Keflavíkur fyrir kl. 3 er komið til móttakanda í Bandaríkjunum fyrir hádegi næsta dag. Flutningsmiðlunin er bein- tengd til FedEx og getur því fylgst nákvæmlega með því hvar hver sending er hverju sinni. Steinn Sveinsson framkvæmdastjóri segir fyrirtækið annast alla hluti fyrir viðskiptavininn, tollskýrslur og slíkt, auk þess sem það sækir vör- una til sendanda og kemur henni til þess sem hana á að fá. -sv ekki með fulla matarkörfu og geti ekki borgað. Hitt er síðan ef trassað er í verslunum að senda staðfest- ingu á færslum til Reiknistofunnar í lok vinnudags. Við hverja færslu er fært af reikningi viðskiptavinar en síðan þarf verslunin að senda staðfestingu á öllu saman til þess að greiðslurnar verði færðar af reikn- ingi þess sem borgar og yfir á reikn- ing verslunarinnar," segir Hanna. Samkvæmt heimildum DV er kostnaðurinn við að fara 0-5.000 kr. yfir á tékkareikningi 495 kr. og ef farið er 5-10.000 yfir er kostnaður- inn 1.275 kr. -sv DV Húsasmiðjan: Nýjar merkingar fyrir heimilistæki Seljendum er nú skylt að upp- lýsa neytendur um orkunotkun, orkunýtni og hávaða tækja og búnaðar. Gerist þetta í kjölfar þess að Alþingi samþykkti lög varðandi merkingar og upplýs- ingamiðlun um orkunotkun heimilistækja. Lögin, sem eru sniðin eftir evrópskum stöðlum, ná aðeins til kælitækja í fyrstu en síðar er ætlunin að þau nái til flestra heimilistækja. Auöveldar kaupendum Húsasmiðjan er nú farin að nota þessar merkingar og ná þær til ailra kæiiskápa sem fyrirtækið selur. Upplýsingarnar á skápun- um ná yfir það hverrar tegundar og gerðar skápurinn er og allt um orkunýtingu þeirrar gerðar (flokkað frá A=góð orkunýting og til G=léleg orkunýting). Þessi ný- breytni gerir neytendum auðveld- ara að bera saman raunhæfan rekstrarkostnað mismunandi skápa. Líkamsrækt: Ódýrara hjá Hress Vegna verðkönnunar sem gerð var í blaðinu sl. fostudag vildu forsvarsmenn Hress í Hafnarfirði koma því á framfæri að eðlilegt hefði verið að miða við það verð á mánaðarkortum sem fram kom í textanum en ekki það sem til- greint var i grafi með fréttinni. Bent var á að hjá hinum líkams- ræktarstöðvunum væri miðað við kort sem ekki væri hægt að leggja inn en hjá þeim væri verðið mið- að við kort sem hægt væri að leggja inn. Sambærilegt verð hjá Hress væri því 4.590 kr. í stað þess að vera með hæsta verð er Hress þriðja lægst á mánaðarkort- unum. Heilsuefling í Fjarðarkaupum Dagana 18. janúar-3. febrúar stendur Fjarðarkaup hf. fyrir heilsueflingu í versluninni. Boðið verður upp á fjölbreytta kynningu á heilsuvörum og heilbrigðum lífsháttum. Þ. á m. mun starfsfólk Hress og Technosports leiðbeina um líkamsrækt. Starfsfólk frá heilsugæslu Hafnarfjarðar býður m.a. upp á mælingu kjörþyngdar og blóðþrýstings alla fimmtudaga frá kl. 15 meðan á heilsueflingu stendur. Kassakvittun frá Fjarð- arkaupum, dagsett laugardagana 20. og 27. jan. eða 3. febrúar veitir síðan ókeypis aðgang að Suð- urbæjarlaug í Hafnarfirði alla laugardaga og sunnudaga heilsu- eflingarinnar. Tilboð verður á heilsufæði og - drykkjum, vítamínum, bætiefnum o.fl. Slitna skórnir ójafnt? Ef skórnir þínir slitna alltaf mest á vissum svæðum er líklegt að þú eigir við einhvers konar fót- armein að stríða. Líklega er ein- hver skekkja á fætinum eða að þú ert með ilsig. Hægt er að fá snið- inn sérstakan leiðréttingarbúnað í skó og þannig er hægt að laga skekkjuvanda á fljótvirkan og einfaldan hátt. Orsakir svefnleysis Margir þættir geta leitt til svefnleysis. Áhyggjur, of mikil drykkja, koffin eða fráhvarf vegna róandi lyfja eða alkóhóls geta raskað eðlilegu svefn- mynstri. Ástæður fyrir svefntrufl- unum geta verið alvarlegri, svo sem þunglyndi eða líkamlegur kvilli. Leitaðu læknis ef þér tekst ekki sjálfum aö vinna bug á svefn- leysinu. Tekið úr heilsubókinni eftir dr. Stephen Carroll. -sv Færslur vegna debetkorta: Fimmta hver könnuð - hægt að fara yfir á reikningnum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.