Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1996, Qupperneq 7

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1996, Qupperneq 7
FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 1996 7 DV Sandkorn Nærfataríma í síðastá Sand- korni birtum við þrjár íyrstu vísurnar úr brag Hákonar Aðalsteinssonar um þann fræga kvennærfata- þjóf sem dæmd- ur var fyrir glæp sinn á Austurlandi á dögunum. Há- kon yrkir ekki síöur um meist- aratakta lög- reglunnar fyrir austan viö að upp- lýsa málið. Hér koma svo næstu þrjár vísumar úr bragnum. Limi skóku af líf og sál lagahrókar snöggir. Kátir tóku að kanna mál kvennabrókarglöggir. Vaskir renna vettvang á vökul spenna nefin. Fljótir kenna firðar þá ferskan kvennaþefinn. Höiðu kiókir kappar þá kannað flókin svæði. Fúl var blókin fonguð á feikna brókarstæði. Meira í næstu viku. Inn á ritstjórn DV barst á dög- unum símbréf sem hljóðar svo: „Kvenfé- lagið Bergþóra í Vestur-Land- eyjum hefur ritaö Eggert Haukdal odd- vita bréf þar sem honum er tilkynnt að láti hann ekki væntanlegt þorrablót á vegum félagsins með öllu afskipta- laust verði það haldið í ööru sveit- arfélagi." Eggert kannaðist ekki við að hafa fengið þetta bréf en sagði aö i hreppnum væru nokkrir aðilar sem nærðust á að níða af honum skóinn. ■■ Orn í tugþraut í leiðara Vest- flrska frétta- blaðsins er íjallað um sjón- varpsþáttinn um Hallbjörgu Bjamadóttur söngkonu. Far- ið er fógmm orðum um Hallbjörgu meöan hún var og hét sem söngkona en síðan segir. „Það er hið besta mál að Sjónvarpið skuli vekja athygli á Hallbjörgu og ferli hennar. Aftur á móti orkar það nokkuð tvímælis, að ekki sé meira. sagt, að láta gamalmenni á grafar- bakkanum hefja upp söngrödd sína fyrir alþjóð í minningu fomrar frægðar. Ætli nokkrum dytti í hug núna að láta Örn Clausen fara að stökkva hástökk eða hlaupa 1500 metra til þess að sýna þjóðinni færni sina í tugþraut fýrir fjörutíu og fimm árum.... Sómi íslands Alþýðublaðið skýrir frá því að fólk sé að skora á Jón Sigurðsson bankastjóra, og fyrrverandi iðnaðar- og við- skiptaráðherra, að gefa kost á sér í forseta- framboð. Jón staðfestir í samtali við blaðið að fólk hafl komið að máli við sig en að hann hafi ekki áhuga. Menn fóm að velta því fyrir sér hvers vegna verið væri að tala um forsetaffamboð við Jón Sigurðs- son bankastjóra. Fróðir menn fundu það út að þar væru á ferðinni hörö- ustu þjóðemissinnar landsins. Þeir vilja nota tækifærið og fá nýjan „sóma íslands, sverð og skjöld" í embætti forseta íslands og sá þarf að heita Jón Sigurðsson. Umsjón: Sigurdór Sigurdórsson Eggert og konurnar Fréttir Séra Gylfi Jónsson, fyrrverandi aðstoðarprestur í Grensássókn: Hefur enn þá ekki fengið fasta vinnu - eftir að sóknarnefnd sagði honum upp störfum vegna vandamála í einkalífi „Eg hef ekki fengið fast starf eftir að ég hætti í Grensássókn. Ég er í hlutastarfi sem prestur á Hrafnistu í Hafnarfirði, með helgihald og ör- litla sálgæslu. Einnig hef ég messað á Elliheimilinu Grund og séð um helgihald í Múlabæ og víðar en ég hef orðið fyrir tekjumissi af þessum sökum,“ sagði séra Gylfi Jónsson í samtali við DV. Hann sagðist vona að hann fengi fast starf sem prestur og hann hefur sótt um á tveimur stöðum. Aðspurö- ur sagðist hann vel geta hugsað sér að sækja um starf sem sóknarprest- ur í Grensássókn næst þegar það losnar þar sem honum hefði líkað einstaklega vel að starfa þar. „Sókn- arbörnin þar hafa leitað mikið til mín um prestsverk og verið mér mikill stuðningur í erfiðleikum mínum. Við séra Halldór Gröndal erum líka góðir vinir og spjöllum saman,“ sagði hann. Eins og kunnugt er sagði sóknar- nefnd Grensássóknar séra Gylfa upp sem aðstoðarpresti í Grensás- sókn vorið 1994 vegna sambands . hans við séra Solveigu Láru Guð- mundsdóttur. Samkvæmt heimildum DV naut séra Gylfi mikilla vinsælda í sókn- inni, honum þótti farast einstaklega vel í barnastarfi og starfi með öldruðum sem hann aðallega hafði með höndum. Stuðningur sóknarbarna Nú er rúmt ár síðan fram kom í DV að 11 ára drengur gekk á fund biskups og sóknarnefndar til að biðja um að Gylfi kæmi aftur til starfa í sókninni. Þar sem séra Gylfi var aðstoðarprestur var það á valdi sóknamefndar að segja honum upp. Undirskriftasöfnun fór af stað í sókninni til stuðnings Gylfa og söfn- uðust, samkvæmt heimildum DV, á fimmta hundrað undirskriftir. Þar sem meirihluti sóknarnefnd- ar var ákveðinn i að Gylfi færi varð aldrei neitt úr því að undirskriftim- ar yrðu lagðar fram formlega, málið einhvern veginn lognaðist út af. Séra Gylfi Jónsson. Sóknarbörn Grensássóknar leita mikið til hans um prestsverk. DV-mynd Rasi Samkvæmt samtölum við ýmsa úr sókninni er augljóst að þeim þykir þetta mál hafa fengið sorglegan endi sem ekki sé í samræmi við vilja mikils hluta sóknarbama í Grensás- sókn. Mörg sóknarbarnanna voru mjög ósátt viö að Gylfi skyldi vera látinn hætta og að ekki tækist að koma upp á yfirborðið þeim skila- boðum að fjölmargir studdu hann. - Hefur þetta mál haft mikil áhrif á líf þitt? „Já, geysilega mikil og að mér finpst ranglega, að erfiðleikar í einkalífi skuli þurfa að hafa svona mikil áhrif á starf. Það er líka tilfall- andi hve mikla umfiöllun mál fá. Formaður Prestafélags íslands var sammála þessari uppsögn minni en berst nú fyrir því að séra Flóki Krist- insson haldi sínu starfi," sagði Gylfi. - Ertu bjartsýnn á framtíðina sem prestur? „Já, ég er það þar sem ég hef óbil- andi trú á því að almættið ætli mér ákveðið hlutverk og að réttlætið nái fram að ganga. Það sem hefur orðið mér mestur styrkur eru viðbrögð fólks,“ sagði Gylfi Jónsson. -ÞK Mokveiöi hjá netabátum: Fiskur og æti um allan sjó DV, Suðurnesjum: „Ef menn eru menntaðir vilja þeir ekki viðurkenna að þeir sem eru ómenntaðir hafi rétt fyrir sér. Það er staðreynd- in. Ég er búinn að vera 50 ár til sjós og það hefur aldrei nokkurn tímann verið. eins mikill fiskur í sjónum og nú er á þessum tíma. Það er mokveiði. Fiskifræðingamir vilja ekki viðurkenna það - vilja ekki finna fiskinn. Þeir eru ósköp svipaðir og Greenpeace sem er á móti öllu sem á að drepa,“ sagði Pétur Pétursson, háseti á Happasæl KE sem hefur mok- fiskað eins og aðrir netabátar að undanförnu út af Reykja- nesi. Happasæll hefur komið með 300 tonn að landi frá því í des- ember og karlarnir koma glaðir en þreyttir í land og útgerðar- mennirnir brosa á bryggjunum. „Það er gríðarlegt æti í sjón- um - mikið að éta fyrir fiskinn. Hann hefur verið fullur af sand- sílum og rækju. Þá fengum við tvo háhyrninga í netin á þriðju- dag og oft fáum við hnísur," sagði Péhm. Hann hefur verið með Hall- grími Guðmundssyni, skip- stjóra á Happasæl, í 20 ár og segir gott að starfa hjá honum. Hefur verið með honum sem háseta, stýrimanni og nú skip- stjóra. -ÆMK Pétur til vinstri ásamt Hallgrími skipstjóra að gera netin klár. DV-mynd ÆMK HafnarQ aröarhöfn: Er nu þegar oröin of lítil „Sú staða hefur komið upp nokkrum sinnum á undanfómu ári að höfnin hefur verið kjaftfull. Ákveðnir dagar eru erfiðir, einkum kringum jól og áramót og sjómanna- daginn því að þá safnast skipin inn. Næstu tvö til þijú skiptin á eftir koma togaramir inn á sama tíma,“ segir Már Sveinbjörnsson, fram- kvæmdastjóri Hafnarfiarðarhafnar. Verið er að kanna hvernig auka megi rými í Hafnarfiarðarhöfn og kemur þar tvennt til greina, að byggja upp aðstöðu í Straumsvík eða halda áfram uppbyggingu út fyrir Suðurgarðinn í Hafnarfiarðarhöfn. Þar er nú 120 metra breið fylling og kemur til greina að bæta við hana. Búist er við að ákvarðanir liggi fyrir í vor. Mikil viðskiptaaukning hefur átt sér stað í Hafnarfiarðarhöfn á und- anfornum ámm og stöðug aukning í komu erlendra fiskiskipa. Árið 1993 var tekinn í notkun 190 metra langur hafnarbakki með átta metra dýpi og segir Már hann hafa verið mikla við- bót. „Það að höfnin skuli vera orðin full núna segir sína sögu sem betur -fer því að það væri leiðinlegra að vera með bakkana tóma,“ segir Már. Þrjú stór skip hafa legið í Hafnar- fiarðarhöfn frá því í nóvember, Hein- aste í eigu Sjólaskipa og tveir togar- ar í eigu Mecklenburger Hochseef- ischerei, í bið eftir því að veiðar hefi- ist á Reykjaneshrygg. Fyrirsjáanlegt er að skipin liggi óhreyfð í höfninni fram í febrúarlok. -GHS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.