Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1996, Blaðsíða 8
8
FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 1996
Stuttar fréttir
Utlönd
>eim repúblikön-
Ahyggjur af vopnun
Bretar og Frakkar láta enn í
ljós áhyggjur' vegna áætlana um
að vopna og þjáifa múslíma í
Bosníu.
Fleiri treysta Clinton
Sam-
kvæmt nýrri
skoðana-
könnun CBS-
sjónvarps-
stöðvarinnar
treysta fleiri
Bandaríkja-
menn Clin-
ton forseta en
um sem hann á í höggi við í fjár-
lagadeilunni.
Nýr í stað Andreottis
Kaflaskil urðu i grískum
stjórnmálum þegar Costas Simit-
is tók viö forsætisráðherrastóln-
um af Andreas Papandreou.
Árangur i viðræðum
Árangur varð í viöræðum
sendinefnda Perú og Ekvador í
landamæradeilu ríkjanna.
Lýsa sig ábyrga
Óþekktur hópur sem kallar
sig Fýlkingu fyrir frelsun Níger-
íu lýsti sig ábyrgan fyrir flug-
slysi þar sem 14 manns létust,
þar á meðal elsti sonur Sanis
Abachas hershöfðingja.
Græðir á sundurlyndi
Tony Bla-
ir, formaður
breska
Verka-
manna-
flokksins,
höfðar
óspart til
sundurlynd-
is íhaldsmanna þegar hann
reynir að sannfæra Breta um aö
eðlilegast sé að Verkamanna-
flokkurinn leiði Breta inn í
næstu öld.
Undirbúa kosningar
Palestinumenn undirbúa
kosningar á Vesturbakkanum
meðan ísraelar viöhafa hegðun
þess sem ræður.
Flóttamannastraumur
Um 10 þúsund rúandískir
flóttamenn flúðu búðir sínar í
norðvestur Búrúndí vegna átaka
og héldu til Tansaníu. Um 5 þús-
und flóttamenn fylgja í kjölfariö.
Bióðugt ár
Um 1200 létust og 1600 særðust
í átökum í Suður-Afríku á síð-
asta ári.
Yfirmaður CIA i Bólivíu
John Deutch, yfirmaður
Bandarísku leyniþjónustunnar,
CIA, er í Bólvíu til viðræðna við
forseta landsins um baráttuna
gegn fikniefnum.
Varar Rússa við
Warren Christopher, utanrík-
isráðherra Bandaríkjanna, var-
aði Rússa við þvi að samskipti
þeirra við vestræn fyrirtæki og
stofnanir væru í hættu hlýddu
þeir ekki alþjóðlegum reglum
héldu áfram umbótum.
Vill líf í úthverfin
Alain
Juppe, for-
sætisráð-
herra
Frakka, vill
beita skattaí-
vilnunum í
þeim tflgangi
að fá fyrir-
tæki til að starfa í niðumíddum
úthverfum stórborga.
Ræða ófrið
Leiðtogar fyrrum Sovétríkja
hittast tU viðræðna um efna-
hagssamvinnu en fundur þeirra
mun væntanlega snúast meira
um ofbeldi í Tsjetsjeníu og
hvernig halda á friðinn á fleiri
svæðum undir Moskvustjóm.
Reuter
Leiðtogi tsjetsjensku uppreisnarmannanna sagður hafa komist undan:
Jeltsín vill þurrka út
vígi Tsjetsjenanna
Rússneskar hersveitir brutu and-
spyrnu tsjetsjensku byssumann-
anna, sem héldu tugum gísla í þorp-
inu Pervomajskaja, á bak aftur í gær
eftir fjögurra daga grimmilega bar-
daga. Það hefur þó skyggt á sigur-
gleðina að fréttir herma að foringi
uppreisnarmannanna kunni að hafa
komist undan.
1 Borís Jeltsín Rússlandsforseti
lýsti því yfir í gær að aðgerðirnar í
Pervomajskaja hefðu borið tflætlað-
an árangur. Hann sagði að allir upp-
reisnarmennirnir hefðu verið drepn-
ir og að 82 af um eitt hundrað gíslum
hefðu verið frelsaðir.
Forsetinn hét því að halda barátt-
unni gegn aðskilnaðarsinnum
Tsjetsjena áfram og þurrka út helstu
vígi þeirra. En sigurinn yfir upp-
reisnarmönnunum kostaði 26 rúss-
neska hermenn lifið og óstaðfestar
fréttir herma að Salman Radújev
uppreisnarforingi hafi runnið Rúss-
unum úr greipum.
„Það eru tvær útgáfur innan hers-
ins,“ sagði Interfax fréttastofan og
hafði eftir heimildarmanni í rúss-
neska innanríkisráðuneytinu. „Ann-
að hvort tókst Radújev að sleppa
með lítinn hóp uppreisnarmanna
með sér þegar þeir reyndu að brjót-
ast út úr hverkví rússneska hersins
um Pervomajskaja aðfaranótt
fimmtudags eða þá að hann var drep-
inn.“
Ekki tókst að finna lík hins skeggj-
aða leiðtoga uppreisnarmannanna
meðal líka félaga hans sem lágu á
víð og dreif í þorpinu eftir harðvítug-
ar árásir rússnesku hermannanna.
MíkhaO Barsúkov, foringi rúss-
neska herliðsins, sagði að einhverjir
uppreisnarmenn kynnu að hafa flú-
ið. Óháða sjónvarpsstöðin NTV hafði
eftir Movladí Údúgov, talsmanni
uppreisnarmanna, að Radújev hefði
komist undan til Tsjetsjeníu með
nokkra gísla með sér, þar á meðal
lögregluþjón.
Vopnaðir menn, sem fylgja upp-
reisnarmönnum í Tsjetsjeníu að mál-
um, halda enn um tvö hundruð
manns í gíslingu um borð í tyrk-
neskri farþegaferju á Svartahafi.
Skipsræningjarnir lokuðu fyrir öO
samskipti við yfirvöld í landi í morg-
Gæslumaður fílanna í dýragarðinum í Chester á Englandi leikur hér við nýjasta afkvæmið í garðinum, mánaðargaml-
an fílsunga sem vegur 140 kíló. Eftir er að gefa fflnum nafn en það munu áhorfendur barnatíma í breska sjónvarp-
inu gera. Móðir fíisins litla er Thi-Hi-Way frá dýragarðinum í London en faðirinn kom frá dýragarðinum í Kaupmanna-
höfn og heitir Chang. Símamynd Reuter
Whitewater-máliö:
Skjalafundurinn í Hvíta hús-
inu verður æ dularfyllri
Fundur skjala yfir lögfræðistörf
Hillary Clinton í Arkansas, sem
tengjast Whitewater-málinu, varð
enn dularfyllri eftir yfirheyrslur
yfir aðstoðarmanni forsetafrúarinn-
ar í gær. Aðstoðarmaðurinn, Caro-
lyn Huber, sagði frammi fyrir
Whitewaternefnd bandaríska þings-
ins að hún hefði fundið skjölin á
borði í bókaherbergi í Hvíta húsinu
í ágúst. Einungis forsetahjónin,
gestir þeirra og helsta aðstoðarfólk
hefur aðgang að því herbergi.
Huber sagðist ekki vita hver hefði
lagt skjölin á borðið og að hún hefði
ekki skoðað þau. Þau hefðu verið
inni í möppu og hún álitið að hún
ætti að taka þau. Sagðist hún hefðu
farið með þau tO skrifstofu sinnar
og ekki veitt þeim athygli fyrr en
fyrir tveimur vikum. Þá hefði hún
strax gert sér grein fyrir að skjölin
Hillary Clinton forsetafrú.
voru afgerandi sönnunargögn í
Whitewater-málinu sem hefur verið
til rannsóknar í tvö ár.
Lögmenn Hiflary sögðu strax frá
fundi skjalanna en í Hvíta húsinu
gátu menn ekki gert grein fyrir
hvers vegna skjölin hefðu ekki ver-
ið lögð fram mun fyrr né hver hefði
haft þau undir höndum. Huber
sagðist ekki álíta að forsetahjónin
hefðu lagt skjölin á borðið og að sér
hefði ekki verið sagt neitt um þau.
Lauch Faircloth, öldungadeOdar-
þingmaður repúblikana, sagði
merkilegt að skjölin skyldu finnast í
öruggasta herbergi í heimi, á þriðju
hæð Hvíta hússins. Komast þyrfti
að því hver hefði sett þau þar. Fund-
ur þeirra kaflaði fram spurningar
um hvort forsetahjónin hefðu mögu-
lega hindrað framgang réttvísinnar.
Reuter
un og seinkuðu komutíma sínum til
Istanbúl, að sögn tyrkneskrar frétta-
stofu.
„Þeir sögðust ekki vilja neitt sem
stendur og að þeir mundu kalla okk-
ur upp ef þeir vildu eitthvað," sagði
starfsmaður tyrknesku tollgæslunn-
ar.
Til stóð að ferjan kæmi til Istan-
búl á sjötta tímanum í morgun að ís-
lenskum tíma en hún kemur þangað
nú um hádegisbflið.
Tyrkneskir embættismenn voru
bjartsýnir á það í gærkvöldi að
skipsræningjarnir mundu fallast á
uppgjöf en þeir höfðu hótað að
sprengja skipið i loft upp til að mót-
mæla aðgerðum Rússa í Pervoma-
jskaja. Reuter
Major segir engan
formanns-
ogna
stöðu sinni
John Major, forsætisráðherra
Bretlands, vísaði í gær á bug
orðrómi um að forustuhlutverki
hans í íhaldsflokknum væri ógnað
en var þó ekki fyrr búinn að sleppa
orðunum en hann var sakaður um
að láta undan hægriöflunum í
flokknum sem hafa staðið í vegi fyr-
ir því að hann gæti sameinað flokk-
inn.
Bresku blöðin sögðu í gær að
framámenn í þingflokki íhalðs-
manna íhuguðu að bola Major úr
embætti eftir bæjar- og sveitar-
stjórnarkosningar í maí þar sem
gert er ráð fyrir að flokkurinn gjaldi
mikið afhroð.
Aðspurður um slíkar vangaveltur
í þinginu í gær, svaraði Major: „Við
fáum þessar heimskulegu vanga-
veltur í hverri einustu viku sem
hefur að geyma fimmtudag. Þetta
hefur verið della hingað til og þetta
er della núna,“ sagði forsætisráð-
herrann.
Major er mikið í mun að reyna að
saxa á forskot Verkamannaflokks-
ins í skoðanakönnunum en það er
nú þrjátíu prósentustig. Þingkosn-
ingar verða í síðasta lagi eftir 16
mánuði. Reuter
John Major er borubrattur.
Símamynd Reuter
Tvær fjöldagrafir
finnast í Bosníu
Tvær fjöldagrafir til viðbótar,
sem hvor um sig er nógu stór til að
rúma hundruð líka, hafa fundist í
Glogova, nærri borginni Srebren-
ica, í Bosníu, að því er blaðið
Christian Science Monitor skýrði
frá í morgun. í frétt blaðsins segir
að mannabein séu þar á víð og dreif
og óþefur af rotnandi holdi liggi yfir
öllu.
Fréttamaður blaðsins og þrír aðr-
ir fundu sundurskotna vöru-
skemmu nærri gröfunum og kemur
það heim og saman við frásagnir
sjónarvotts um að Bosníu-Serbar
hafi drepið hundruð múslíma þar í
júlí í fyrra. Reuter