Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1996, Qupperneq 11
FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 1996
11
Fréttir
Hávaxinn karl veitti minni manni bylmingshögg í andlit og elti síðan:
„Minni máttar" dæmdur
fýrir grjótkast á flótta
25 ára íbúi í Hrunamannahreppi
hefur verið dæmdur í 3ja mánaða
fangelsi skilorðsbundið fyrir að
hafa kastað grjóti að karlmanni,
talsvert miklum að burðum, sem
ógnaði honum og elti eftir að'hafa
slegið hann bylmingshögg er þeir
voru í orðaskaki fyrir utan Hótel
Flúðir aðfaranótt 25. júní síðastliðið
sumar. Átta tennur_ losnuðu eða
brotnuðu í munni mannsins sem
veitti ákærða eftirfór. Dómurinn ák-
vað að skilorðsbinda refsingu
ákærða, sem er 1,70 cm á hæð, m.a.
vegna þess að hann var á flótta.
Mennirnir tveir voru að karpa
fyrir utan Hótel Flúðir þegar sá
styttri, ákærði, sagði niðrandi orð
um frænda hins stærri, sem er 1,88
cm á hæð. Til að taka upp hanskann
fyrir frænda sinn fór sá hærri úr að
ofan og sló hinn bylmingshögg svo
að hann lá á eftir. Maðurinn lét síð-
an mjög ófriðlega og varlíklegur til
að berja hinn enn frekar. Vitni bera
að sá styttri hefði síðan staðið upp
og „bakkað“ talsverðan spöl á und-
an hinum sem gerði sig líklegan
bæði í orði og athöjnum til að
lúskra enn frekar á þeim stutta sem
síðan sagðist hafa forðað sér á
hlaupum.
Hinn stæðilegi fylgdi á eftir og
tók flóttamaðurinn þá það til bragðs
að taka upp grjót og kasta í hinn til
að verjast. Grjótið, sem var að sögn
5 cm í þvermál, hæfði hins vegar
beint kjálka hins og var færið 5-10
metrar, samkvæmt frásögn vitna.
Ákærði sagði í vörn sinni að stóri
maðurinn hefði verið gjörsamlega
sturlaður og án tilefnis veist að hon-
um og slegið í andlitið, eins og m.a.
kom fram í læknisvottorði. Hinn
hefði gert sig líklegan til að ráðast á
sig aftur og gagntekinn af hræðslu
hefði hann snúist til varnar með því
að grípa stein og kasta.
Maðurinn sem varð fyrir steinin-
um sagði þegar hann kom fyrir dóm
að fyrir sér væru málsatvik um
margt óljós - það mætti jafnvel að
einhverju marki rekja til höfuð-
höggsins sem hann varð fyrir er
ákærði kastaði steinunum í hann.
Héraðsdómur Suðurlands taldi
ekki að hægt væri að beita svoköll-
uðu neyðarvarnarúrræði, það er
sjálfsvörn, þar sem færið hefði ver-
ið langt og ákærði hefði átt að geta
komið sér undan án þess að grípa til
svo hættulegrar ákvörðunar að
kasta stóru grjóti í „árásarmann-
inn“. Sá sem kastaði var því sak-
felldur fyrir stórfellda líkamsárás.
Við ákvörðun refsingar var hins
vegar tekið tillit til þess að ákærði
átti undir högg að sækja og var því
ákveðið að skilorðsbinda refsing-
una. Hins vegar tók dómurinn
einnig mið af því að ákærði haföi
látið ögrandi orð falla á vettvangi
við þann mann sem síðan ógnaði
honum.
-Ótt
Hlutafjáraukning í Krossvík samþykkt í bæjarráöi Akraness:
Ríflega 100 milljóna króna
bæjarábyrgð felld niður
- Haraldur Böðvarsson lagði fram 20,5 milljónir í fyrirtækið
V.í. íþróttahús
Nokkrirtímar hafá losnað í íþróttahúsi V.í.
Kjörið tækifæri fyrir starfsmannahópa.
í salnum má m.a. stunda innanhússknattspyrnu,
körfubolta, blak og badminton (3 vellir).
Upplýsingar í síma 568-8400
Verzlunarskóli íslands
Bæjarráð Akraness lagði blessun
sína yfir hlutafjáraukningu í út-
gerðarfyrirtækinu Krossvík á fundi
í fyrradag og felldi niður rúmlega
100 milljóna króna bæjarábyrgð hjá
fyrirtækinu. Bærinn var aðaleig-
andi fyrirtækisins þar til um ára-
mót að hann seldi framkvæmda-
stjóranum, Svani Guðmundssyni,
fyrirtækið með því skilyrði að hon-
um tækist að afla kaupenda að 80
milljóna hlutafé fyrir 10. janúar en
Svanur lagði sjálfur fram 25 milljón-
ir. Svani tókst þetta sem og að halda
kvóta af skipinu Höfðavík í bænum,
en skipið sjálft var selt til Húsavík-
ur fyrir 180 milljónir króna. Áður
en skipasalan fór fram námu skuld-
ir Krossvíkur um 600-700 milljónum
Hlíðarfjall:
Snjórinn
fór strax
aftur
DV, Aknreyri:
Erfiðlega ætlar að ganga að
hafa skíðabrekkurnar í Hlíðar-
fjalli við Akureyri opnar fyrir
almenning vegna snjóleysis.
Um síðustu helgi var opið tvo
daga í fjallinu og voru allar lyft-
ur í gangi þótt snjór væri ekki
mjog mikill. Síðan hefur verið
hláka og talsvert tekið upp af
snjó þannig að ekki verður hægt
að gangsetja lyfturnar aftur fyrr
en snjóað hefur að nýju.
Ástandið í Hlíðarfjalli er
óvenjulegt en þó ekki einsdæmi.
ívar Sigmundsson, forstöðumað-
ur í Hlíðarfjalli, segir að fyrir
hafi komið að ekki hafi verið
hægt að opna lyftur fyrr en í lok
febrúar og ekki séu mörg ár síð-
an ekki var hægt að opna fyrr
en í lok janúar. -gk
Leiðrétting
í myndatexta á blaðsíðu 2 í
DV í gær var sagt að myndin
hefði verið tekin á 99 ára afmæli
Leikfélags Reykjavíkur. Það er
alrangt. Myndin var tekin á há-
tíð í tilefni af 70 ára afmæli
Starfsmannafélags Reykjavíkur-
borgar. Beðist er velvirðingar á
þessum mistökum.
króna.
Stærsti kaupandi, sem Svani
tókst að afla, var Haraldur Böðvars-
son hf„ HB, sem lagði fram 20,5
milljónir. Aðrir aðilar í þessum
hópi eru Tryggingamiðstöðin með
13 milljóna hlut, Jöklar með 12,5
milljónir, Miðnes með 1? milljónir,
Skeljungur með 10 milljónir, Nóta-
stöðin með 6 milljónir, Olís með 5
milljónir og Verslunarþjónustan á
Akranesi með 1 milljón.
Bæjarráð setti það skilyrði fyrir
niðurfellingu bæjarábyrgðar að
samþykktir yrðu veðflutningar frá
Höfðavík yfir á skip HB. Kvóti
Höfðavíkur, um 2.300
þorskígildistonn, verður fluttur yfir
á skip HB en fyrir hafa þau alls um
9-10 þúsund þorskígildistonn.
Svanur Guðmundsson og fram-
kvæmdastjóri HB, Haraldur Stur-
laugsson, lögðu greinargerð fyrir
bæjarráð vegna rekstrarbreytinga á
Krossvík. Þar koma fram hugmynd-
ir um að sameina fyrirtækin HB og
Krossvík og fá ákveðna aðila til
samstarfs um úrvinnslu sjávaraf-
urða í fiskvinnsluhúsum Krossvík-
ur en þar hafa starfað um 60 manns.
Samkvaemt heimildum DV stendur
m.a. til að fá fyrirtækið íslenskt-
franskt eldhús til að setja upp full-
vinnslu á ýmsum sjávarafurðum,
t.d. laxi sem tilraunir hafa verið
gerðar með hjá HB með góðum ár-
angri.
-bjb
Vetrarvertíðin er komin í fullan gang og henni fylgir Ijúfmeti á borð við hrogn
og lifur. Fisksalar eru þegar farnir að bjóða kræsingarnar og þeirra á meðal
eru Jón Björnsson í Mosfellsbænum og Jón Ingi, aðstoðarmaður hans.
DV-mynd S
Upplýsingar
Lögreglustöðvarnar í Norður-
Múlasýslu hafá komið sér saman
um einn síma þar sem hægt er að
hringja inn upplýsingar um fikni-
efni.
Þetta er hljóðrituð upptaka með
um fíkniefni
sama hætti og tíðkast hefur í
Reykjavík og víður um nokkurt
skeið. Fullum trúnaði er heitið öll-
um sem lesa upplýsingar inn á sím-
svarann.
-GK
A RUTU, VORUBIL
Með áfangakerfi ræður þú námshraðanum!
□ Nýir nemendur byrja vikulega.
CZ] Ökuréttindi á öll þrjú ökutækin í einu eöa hvert fyrir sig.
□ Reynslumiklir kennarar, fagleg kennsla.
□ Góö kennsluaöstaöa.
□ Kennsla fer fram á kvöldin og um helgar.
□ Stundaskráin er sveigjanleg, þú ræöur feröinni!
□ ÖII kennslugögn verða eign nemandans aö loknu námi.
□ Verö frá 45.000- stgr. (allt innifaliö nema útg. skírteinis).
□ Flestir taka próf á rútu, vörubíl og leigubíl í einu.
□ Greiðslukjör (muniö afslátt margra stéttarfélaga).
4 » " rL
• •
OKU
^KOMNN
IMJODD
Kennsla til réttinda á hóp-, vöru- og leigubifreiö
Skrifstofutími mánudaga-fimmtudaga 13-20, föstud. 13-17
Þarabakka 3, Mjóddinni, 109 Rvík, sími 567-0300