Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1996, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1996, Page 15
FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 1996 15 „Þið borgið svo brúsann" Umræður um sveitarstjórnar- mál hafa á umliðnum árum snúist um aukin verkefni sem færð yrðu frá ríkinu til sveitarfélaganna. Þessi umræða leiðir hugann að því hvort samskipti þessara stjórnvalda séu með eðlilegum hætti og hvort íbúar sveitarfélag- anna séu sáttir við þau samskipti. Hinn 1. ágúst nk. á að flytja grunn- skólarekstur að fullu til sveitarfé- laga og hafa orðið miklar umræð- ur um þau mál. Óviðunandi samskipti Grunnskólinn er reyndar í dag kostaður af sveitarfélögum að und- anskildum launum kennara og skólastjórnenda. Með verkefna- flutningi hefur rikisvaldið verið að færa ákvörðunarvald í hendur sveitarstjórna. Þessum verkefnum fylgja oftast margar reglugerðir um framkvæmd málsins, settar af ráðherrum viðkomandi mála- flokka. En þá vaknar sú spuming hvort samskipti þessara stjómvalda sé með eðlilegum hætti. Eru ráða- menn í rikiskerfinu að ásælast það vald sem flutt er til sveitar- stjórna með setningu reglugerðar? Ég tel að víða megi finna dæmi þess að samskipti ríkis og sveitar- félaga séu óviðunandi og bæta verði þau. Leiðrétta verður þá ágalia sem fyrir hendi eru og á þetta ekki síst við þegar kemur að túlkun á laga- ákvæðum er gilda um mál er sam- skipti þessara aðila varðar. Um fjármálalegt uppgjör milli ríkisins og sveitarfélaganna eru mjög mörg dæmi að ágreiningur hafi risið og jafnvel svo langt gengið að um stefnur hafi verið að ræða. Með lagasetningu er tók gildi 1990 var ákveöin verkaskipting ríkis og sveitarfélaga eftir margra ára þref um hvað skyldi flutt til sveitarfé- laganna. Eftir þetta hefur það tekið 4-5 ár að leysa úr fjármálalegu uppgjöri milli aðila um framkvæmdir sem þó er löngu lokið við. Nú þegar verkaskipting er á ný endurskoð- uð og sveitarfélögin taka við grunnskólanum er ljóst að þau eru á varðbergi hvað fjármálin varðar því að fordæmið frá 1990 er ekki til fyrirmyndar. Kjallarinn Bragi Michaelsson bæjarfulltrúi í Kópavogi Grunnskólalögin og kostnaður við þau Síðastliðið vor setti Alþingi ný grunnskólalög og skyldu þau koma til framkvæmda í áföngum á næstu 6 árum. Með þessum nýju lögum var ákveðinn frestur til ein- setningar grunnskólanna auk margra nýrra ákvæða sem til bóta horfa í rekstri og skipulagi grunn- skólans. Enn hefur hins vegar ekki tekist að ná samkomulagi hvað fjármálin snertir og eru kennarar nú farnir að ókyrrast hvað sín mál varðar. Sveitarfélög- in hafa hins vegar veriö að vinna að sínum undirbúningi og tel ég að þau verði tilbúin með að taka við þessu verkefni að öðru leyti en nú er brýnt að hraða ákvörðunum um fjármálauppgjör. Við setningu þessara laga var einsetning endan- lega ákveðin í grunnskólum og tímasett og fagna ég þeirri ákvörð- un. Það er hins vegar ljóst að þétt- býlissveitarfélögin, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu, koma mjög illa út úr samanburði hvað þenn- an kafla laganna snertir. Kostnað- ur við skólabyggingar verður mjög mikill á svæöinu og hafa sveitarfé- lögin farið fram á að þessi kostn- aður verði einnig metinn við yfir- töku grunnskólanna. Hér er gott dæmi um hvernig annar aðilinn í þessum samskiptum notar vald sitt en ætlar svo öðrum að borga. Alþingismenn, sem við kjósum á 4. ára fresti, fá í hendur mikla ábyrgð. Þeim er ætlað að fara með löggjafarvald sem því miður hefur allt of oft verið notað til þess að setja lög sem leiða til aukinna út- gjalda. Um leið segja þeir við okk- ur landsmenn: „Þið borgið svo brúsann." Þegar Alþingi setur út- gjaldaaukandi lög, t.d. fyrir sveit- arfélög, ætti alþingismönnum að vera skylt að sýna fram á að mögulegt sé að greiða þann kostn- aðarauka án skattahækkana. Gott dæmi um slíkt er einnig að finna að stöðu sjúkrastofnana og deilur um það hvort byggja eigi nýjar stofnanir á Suðurnesjum, Austurlandi eða bara einhvers staðar þar sem okkar ágætu al- þingismönnum dettur í hug. Sífellt aukin afskipti ríkisvalds- ins af sveitarfélögum, fyrirtækjum og einstaklingum með útgáfu íþyngjandi reglugerða eru ekki ásættanleg og á að hverfa frá þeim. Það er eðlilegt að þeir sem verkefni er falið beri á því ábyrgð og þannig verður árarigurinn best- ur. Bragi Michaelsson „Kostnaður við skólabyggingar verður mjög mikill á svæðinu," segir m.a. í greininni. „Nú þegar verkaskipting er á ný endur- skoðuö og sveitarfélögin taka við grunn- skólanum er ljóst að þau eru á varðbergi hvað fjármálin varðar því að fordæmið frá 1990 er ekki til fyrirmyndar.“ Gerum Gunnar Bjarnason aö sauðfjárræktarráðunaut Þessi jól hef ég verið kóngur um stund. Ég hef verið að lesa bók Gunnars Bjarnasonar, sem ber þetta skemmtilega nafn. Ég hef smjattað á lesefninu líkt og þegar ég fékk bolsíu í gamla daga. Hún mamma sagði mér nefnilega að ég ætti að treina allt sem mér gott þætti. Allt hefði Gunnar selt Skáldfákur Gunnars hefur alla tíð verið yfirferðarhross, en með mjúku hýruspori. Oft kemur ævin- týfamaðurinn Einar Benediktsson upp í hugann við lestur þessarar bókar. Ég á bágt með að trúa að til sé sá þurs sem ekki hrífst af tii- finningaflóru Gunnars, ofsa hans, ófyrileitni og óbilandi kjarki. Hann var alltaf tilbúinn að ráðast á sér sterkari, en ætíð jafningi lít- ilmagnans. Það dýrmætasta í þessari stóru sál er bamið, sem honum hefur alla tíð tekist svo vel að vernda. Ég myndi halda að þessi ævintýra- bók væri frekar fyrir börn og ung- linga heldur en fullorðna menn, því hann Gunnar hefur aldrei náð því vanþroskastigi að verða full- orðinn. Gamlir ihaldskurfar ættu ekki að lesa þessa bók, hún bara meið- ir þá. Ég á bágt með að fyrirgefa bændamafíunni okkar, aö hún Kjallarinn Andrés Kristinsson bóndl á Kvíabekk skyldi ekki hegna honum Gunnari með því að gera hann að sauðfjár- ræktarráðunaut heldur en svína- og alifugla. Þar elti ógæfan okkur sauðfjárbændur og hefur gert síð- an, en svína- og alifuglabændur nutu góðs af, okkur til bölvunar. Ég er næstum viss um að Gunn- ar hefði selt rómantíkina, sem fylgt hefur íslenskri sauðfjárrækt frá alda öðli, útlendingum fyrir morð fjár. Fátt er dásamlegra í veröldinni en að ríða innan um sauðfé á sauðburði upp um fjöll og dali. Sauðkindin gefur nefnilega af sér meira en ull og ket. Hún gefur frá sér andagift, fullnægingu hug- ans. Allt þetta hefði Gunnar selt útlendingum. Nú stendur sauðfjárrækt í sömu sporum og hrossarækt og hesta- mennska stóðu í þegar Gunnar tók við starfi hrossaræktarráðunauts. Mafían okkar hefur ekkert breyst. Hún hyglar sjálfri sér með stórbú- apólitík, sem felst í að taka frá þeim smáu og rétta þeim stærri. Það versta er að nú er rómantík- in að hverfa. Rollurnar eru lokað- ar inni í steinkössum átta mánuði ársins. Þær eru að verða á svipinn líkar háskólagengnum skrifstofu- konum með húsasótt. Ég hef látið mér detta í hug eft- ir lestur þessarar bókar hvort ekki væri möguleiki að fá nýju bænda- samtökin okkar til að ráða hann Gunnar aftur og nú sem sauðfjár- ráðunaut til að rétta við þessa vol- uðu grein. Ég held að karlinn sé ekki eins gamall og hann þykist vera. Auk þess sem ég þakka Gunnari fyrir þessa skemmtilegu bók vil ég þakka honum í leiðinni allt hans starf í þágu íslenska hestsins, sem ég nú nýt góðs af. Ég hefði til dæmis örugglega ekki kynnst minni elskulegu konu hefði hann ekki verið búinn að plægja akur- inn í Þýskalandi svo rækilega að þúsundir Þjóðverja koma hingað vegna kynna sinna af íslenska hestinum. Andrés Kristinsson „Nú stendur sauðfjárrækt í sömu sporum og hrossarækt og hestamennska stóðu í þegar Gunnar tók við starfi hrossaræktar- ráðunauts. Mafían okkar hefur ekkert breyst. Hún hyglar sjálfri sér með stórbúa pólitík, sem felst í að taka frá þeim smáu og rétta þeim stærri.“ Með og á móti Akureyrarbær selji hluta- bréfin í ÚA. Þórarlnn B. Jóns- son, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks- ins. Sjálfsagt „Ég tel sjálf- sagt að bréfín verði seld. Ak- ureyrarbær á ekki að binda fjármagn sitt í fyrirtækjum, bærinn á að koma til hjálp- ar fyrirtækj- um á erfíðum tímum í rekstri þeirra en einnig að vera fljótur út úr fyrirtækjunum þegar staða þeirra er góð. Við erum að tapa miklum peningum í mismun á vöxtum sem bærinn þarf að borga og í arði á bréfun- um í ÚA og gætum bætt stöðuna með skynsamlegri nýtingu þess sem fyrir ÚA- bréfm fæst. Salan á bréfunum í ÚA þarf hins vegar að gerast varlega, við verðum að binda eins mikið af þessum bréfum í bænum og hægt er. Ég hef þær hugmyndir t.d. að lífeyrissjóðir í bænum eignist eitthvað af þessum bréf- um, t.d. Lífeyrissjóður Akureyr- arbæjar, Lífeyrissjóður KEA og Lífeyrissjóður Norðurlands og einnig starfsmenn fyrirtækisins og almenningur á Akureyri. Mesta hættan við þessa sölu er að bréfín kæmust í hendur aöila sem vOdu fara með kvóta fyrir- tækisins úr bænum, en það á að vera hægt að koma málum þannig fyrir að það gerist ekki með því að dreifa sölunni það mikið. Einhverjir stórir bak- hjarlar yrðu þó að vera til staðar svo fyrirtækið yrði ekki munað- arlaust." Vinnslan áfram í landi „Það sem skiptir megin- máli aö mínu mati er að fyr- irtækið haldi áfram uppi þeirri. öflugu atvinnustarf- semi í landi sem það gerir porieifur Ananías- í dag Og ég Sé son, starfsmaður ekki að sá útgerðarfélags Ak- fjöldi fólks ureyringa' sem starfar hjá fyrirtækinu hafi að öðru að hverfa yrði fisk- vinnslan flutt út á sjó. Ég þykist vita að þessi öfluga starfsemi í landi legðist af með nýjum eigendum, enda eru þeir aðilar sem eru að fjárfesta í fyr- irtækjum í dag fyrst og fremst að hugsa um fljóttekinn gróða. Þar er um tiltölulega þröngan hóp fjárfesta að ræða sem eru að kaupa hver af öðrum og það er ekki hægt að treysta því að þeir hafi hag almennings að leiðar- ljósi. Það er ekki hægt að velja sér kaupendur að þessum hluta- bréfum, við sjáum það t.d. á ný- seldum hlutabréfum bæjarins i Krossanesi. Heimamenn keyptu þau en nú hafa þau verið seld að verulegu leyti úr bænum. Ég viðurkenni að staða fisk- vinnslunnar í dag er þannig að ef menn ætla sér að græða pen- inga hratt þá er besta leiðin ekki sú að vinna fiskinn í landi en flutningur fiskvinnslunnar út á sjó kæmi sér verulega illa fyrir atvinnulifið hér og bæjarfélagið allt. Ég leyfi mér líka að efast um að Akureyrarbæ yrði meira úr þeim peningum sem hægt væri að losa með sölu bréfanna með því að setja þá peninga í annan rekstur eða einhver tómstunda- mál, þessi eign bæjarins hefur gefið arð til þessa.“ -gk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.