Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1996, Side 25
FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 1996
33
LEIKFÉLAG
REYKJAVÍKUR
SÍMI 568-8000
STÓRA SVIÐ:
ÍSLENSKA MAFÍAN
eftir Einar Kárason og Kjartan
Ragnarsson
9. sýn. lau. 20/1, bleik kort gilda,
uppselt, fimmt. 25/1, lau. 27/1.
LÍNA LANGSOKKUR
eftir Astrid Lindgren
Sunnud. 21/1 kl. 14, sun. 28/1 kl. 14.
LITLA SVIÐ KL. 20:
HVAÐ DREYMDI ÞIG,
VALENTÍNA?
eftir Ljúdmílu Razumovskaju
Lau. 20/1, uppselt, síðasta sýning,
sunnud. 21/1 aukasýning.
STÓRA SVIÐ KL. 20:
VIÐ BORGUM EKKI,
VIÐ BORGUM EKKI
eftir Dario Fo
Föst. 19/1, næst síðasta sýning, föst.
26/1, síðasta sýning.
Þú kauplr einn miða, færð tvo!
Samstarfsverkefni
við Leikfélag Reykjavíkur:
Alheimsleikhúslð sýnir á
Litla sviöi kl. 20.00:
KONUR SKELFA
toilet-drama eftir Hlín .
Agnarsdóttur.
Frumsýning lau. 27/1, örfá sæti laus.
Barflugurnar sýna á
Leynlbarnum kl. 20.30:
BAR PAR
eftir Jim Cartwright
Föst. 19/1, uppselt, lau. 20/1 kl. 23.00,
fáein sæti laus, föst. 26/1, uppselt, lau.
27/1, kl. 23.00, fáein sæti laus.
Tónleikaröð L.R.
Á STÓRA SVIÐI KL. 20.30.
Söngsveltin Fílharmínía og Elín Ósk
Óskarsdóttir, Leikhústónlist í heila öld.
Miðaverð kr. 1.000.
Höfundasmiðja L.R.
laugardaginn 20. jan. kl. 16.00.
Grámann
einþáttungur eftir Valgeir
Skagfjörð.
Fyrir börnin: Línu-ópal, Línu-bolir og
Linu-púsluspil.
Miðasalan er opin alla daga frá
kl. 13-20, auk þess er tekið á
móti miðapöntunum i síma
568-8000 alla virka daga.
Greiðslukortaþjónusta.
Gjafakortin okkar
- frábær tækifærisgjöf.
Leikfélag Reykjavíkur -
Borgarleikhús
Faxnúmer 568-0383.
Bæjarleikhúsið
Mosfellsbæ
LEIKFÉLAC
MOSFELLSSVEITAR
sýnir
Gamanleikinn
Deleríum Búbónis
eftir Jonas og Jón Múla Árnasyni
Sýningar hefjast kl. 20.30 alla dagana.
6. sýn. föstud. 19. janúar
7. sýn. laugd. 20. janúar
8. sýn. föstud. 26. janúar
9. sýn. iaugd. 27. janúar
10. sýn. sunnd. 28. janúar.
Miðapantanir i síma 566 7788
ailan sólarhringinn.
Miðasala í leikhúsi frá kl. 17
sýningardaga.
Tapað fundið
Fjallahjól
Pro style 18 gíra fjallahjól fannst í
Breiðholti. Upplýsingar í sima 557
5448.
Leikhús
WÓÐLEIKHÚSID
STÓRA SVIÐIÐ KL. 20.00:
ÞREK OG TÁR
eftir Ólaf Hauk Símonarson
Ld. 20/1, uppselt., sud. 21/, nokkur
sæti laus, Id. 27/1, uppselt, md. 31/1,
föd. 2/2, Id. 3/2.
GLERBROT
eftir Arthur Miller
í kvöld, föd., föd. 26/1, sud. 4/2,
sud. 11/1.
DONJUAN
eftir Moliére
8. sýn. fid. 25/1, 9. sýn. sud. 28/1,
fid. 1/2, föd. 9/2.
KARDEMOMMUBÆRINN
eftir Thorbjörn Egner
Á morgun Id. 20/1 kl. 14.00, uppselt,
sud. 21/1 kl. 14.00, uppselt, mvd. 24/1
kl. 17.00, Id. 27/1 kl. 14.00, uppselt, sd.
28/1 kl. 14.00, uppselt, Id. 3/2 kl. 14.00,
sud. 4/2 kl. 14.00.
LITLA SVIÐIÐ KL. 20.30:
KIRKJUGARÐSKLÚBBURNN
7. sýn. í kvöld, föd. 19/2, uppselt, 8.
sýn. fid. 25/1, uppselt, 9. sýn. föd. 26/1,
uppselt, sud 28/1, fid. 1/2, sud. 4/2.
Athugið að ekki er hægt að hleypa
gestum inn í salinn eftir að sýning
hefst.
SMÍÐAVERKSTÆÐIÐ KL. 20.00.
Leigjandinn
eftir Simon Burke
3. sýn. í kvöld, föd. 19/1, uppselt, 4.
sýn. fid. 25/1, 5. sýn. föd. 26/1, 6. sýn.
sud. 28/1,7. sýn. fid. 1/2, 8. sýn. sud.
4/2. Athugið að syningin er ekki við
hæfi barna..
Ekki er hægt að hleypa gestum inn í
salinn eftir aö sýnlng hefst.
Gjafakort í leikhús -
sígild og skemmtileg gjöf!
Miðasalan er opin alla daga nema
mánudaga frá kl. 13.00-18.00 og
fram aö sýningu sýningardaga.
Einnig símaþjónusta frá kl. 10.00
virka daga.
Greiðslukortaþjónusta.
Fax: 561 1200
SÍMI MIÐASÖLU: 551 1200
SÍMI SKRIFSTOFU: 551 1204
VELKOMIN í ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ!
ISLENSKA OPERAN
Sími 551-1475
MADAMA BUTTERFLY
eftir Giacomo Puccini
Föstud. 19/1 kl. 20, örfá sæti laus,
sunnud. 21/1 kl. 20, föstud. 26/1 kl. 20,
sun. 28/1 kl. 20.
HANS OG GRÉTA
eftir Engilbert Humperdinck
Laud. 20/1 kl. 15, sund. 21/1 kl. 15,
lau. 27/1 kl. 15, sun. 28/1 kl. 15.
Miðasalan er opin alla daga nema
mánudaga frá kl. 15-19, laugar-
daga og sunnudaga kl. 13-19 og
sýningarkvöld er opið til kl. 20.
SÍMI 551-1475, bréfasími 552-7384.
GREIÐSLUKORTAÞJÓNUSTA
Safnaðarstarf
Langholtskirkja: Aftansöngur
kl. 18.00.
Laugameskirkja: Mömmumorg-
unn kl. 10.00-12.00.
Neskirkja: Félagsstarf aldraðra:
Á morgun, laugardag, verður farið í
heimsókn í Hafnarf]arðarkirkju og
nýtt safnaðarheimili skoðað, einnig
verður skoðuð sýning prjónalista-
mannsins Fassett í Hafnarborg.
Kafíiveitingar. Farið frá Neskirkju
kl. 15.00. Þátttaka tilkynnist kirkju-
verði, í síma 551-6783, í dag kl. 16-18.
Sr. Frank M. Halldórsson.
Fréttir
Rúta fór
út af
Rúta fór út af veginum um
Ennisháls í Strandasýslu í
fyrrakvöld. Snjóað hafði um
daginn og var mikil skafmold á
hálsinum og blint.
Flutningabíll var notaður við
aö draga rútuna upp og urðu
engin slys á fólki. Fleiri bílar
lentu í vandræðum á hálsinum
vegna veðursins. -GK
Egilsstaðir:
Stakká
dekk
lögreglu-
bílsins
Ungur maður hefur viður-
kennt fyrir lögreglunni á Egils-
stöðum að hafa stimgið á dekk
lögreglubíls.
Mun maðurinn hafa verið
undir áhrifum áfengis og að
sögn ekki sáttur við lífið og til-
verura þegar hann brá hnífl á
dekkin. Hann játaði brot sitt og
lofar að bæta skaðann. -GK
Tilkynningar
Félag einstæðra foreldra
Nú er að hefjast á ný flóamarkaður
hjá FEF og byrjar hann í Skelja-
helli, Skeljanesi 6, 101 Rvík, laugar-
daginn 20. jan. nk. og er frá kl.
14-17. Seldur verður góður fatnaður
á alla fjölskylduna, skartgripir,
svefnbekkir og fleira. Flóamarkaður
hefur verið haldinn á vegum FEF
um áraraðir og er ásamt jólakortum
félagsins ein besta fjáröflun þess.
Allir alltaf velkomnir.
Sólarkaffi ísfirðingafélagsins
ísfirðingafélagið í Reykjavík gengst
fyrir sinni árvissu sólrisuhátíð
fóstudagskvöldið 26. janúar nk. á
skemmtistaðnum Hótel íslandi. For-
sala aðgöngumiða verður aö Hótel
íslandi laugardaginn 19. janúar kl.
14-16 en miða- og borðapantanir á
sama stað 22.-26. janúar kl. 13-15 og
í síma 568-7111.
Laugardagsganga Hana nú
Vikuleg laugardagsganga Hana nú í
Kópavogi verður á morgun, laugar-
dag. Lagt verður af stað frá Gjá-
bakka, Fannborg 8, kl. 10.00. Nýlag-
að molakaffi.
Sendiherra Rússlands
segir frá Kamtsjatka
og nýjustu viðhorfum
Laugardaginn 20. janúar kl. 15 verð-
ur sendiherra Rússlands á íslandi,
Júríj Reshetov, gestur Félagsins
MÍR í félagsheimilinu Vatnsstíg 10.
Kaffiveitingar. Aðgangur er öllum
heimill á meðan húsrúm leyfir.
Kvikmyndasýning
30 ára gömul kvikmynd frá Úz-
bekistan verður sýnd í bíósal MÍR,
Vatnsstíg 10, nk. sunnudag kl. 16.
Leikstjóri er T. Sabirov. Aðgangm-
er ókeypis og öllum heimill.
Kínaklúbbur Unnar
í dag, fostudag, kl. 17.00 sýnir Unn-
ur Guðjónsdóttir myndir frá Kína
og kynnir þriggja vikna Kínaferð í
mai nk. Kynningin verður að
Reykjahlíð 12. Allir eru velkomnir
meðan húsrúm leyfir, ókeypis að-
gangur.
Árshátíð fyrrverandi
starfsfólks Hafskips
verður haldin í 10. sinn í kvöld á
Café Reykjavík kl. 17.00. Allir fýrr-
verandi starfsmenn Hafskips, til
sjós og lands, eru hvattir til að fjöl-
menna á árshófíð.
Félagsvist
Spiluð verður félagsvist að Fann-
borg 8 (Gjábakka) fostudaginn 19.
janúar kl. 20.30. Húsiö er öllum
opið.
Hjónaband
Þann 2. september voru gefin saman
í hjónaband í Hallgrímskirkju af sr.
Karli Sigurbjömssyni Berghildur
Erla Bernharðsdóttir og Edvard
Börkur Edvardsson. Þau eiga
heimili að Bragagötu 29, Reykjavík.
Ljósm. Bonni ljósmyndari.
Gefm voru saman í hjónaband þann
11. nóvember 1995 í Hveragerðis-
kirkju af sr. Jóni Ragnarssyni Lauf-
ey Heimisdóttir og Hilmir Guð-
laugsson. Heimili þeirra er í
Grænumörk 10, A4, Hveragerði.
Ljósmyndari Inga Heiða.
Þann 28. október voru gefin saman í
hjónaband í Garðakirkju af sr. Sig-
urði Helga Guðmundssyni Alma
Ólafsdóttir og Albert Hilmarsson.
Þau eiga heimili að Melási 1, Garða-
bæ. Ljósm. Bonni ljósmyndari.
Þann 30 des. 1995 voru gefin saman
í hjónaband í Hafnarkirkju af sr.
Sigurði Sigurðssyni Líneik Dóra
Erlingsdóttir og Davíð Sveinsson.
Börn þeirra hjóna, Sighvatur
Sveinn og Hildur Karen. Heimili
þeirra er Höfðavegi 4, Homafirði.
Ljósmyndast. Jóh. Valg
Hringiðan
Herdís Helgadóttir, Ragnar Fjalar Lárusson og Áslaug Sigurðardóttir
voru viö opnunina á laugardaginn. DV-myndir Teitur
María M. Asmundsdóttir opnaði sýningu á verkum sýnum i húsakynnum
eldri borgara að Hverfisgötu 105 á laugardaginn. María, sem er á 97. ald-
ursári, hefur fengist við margvíslega listsköpun meginhluta ævi sinnar og
verkin bera þess vott. Dóttir hennar, Stefanía Karlsdóttir, leiðbeindi for-
sætisráðherrahjónunum, Davíð Oddssyni og Ástríði Thorarensen, í gegn-
um sýninguna á laugardaginn.
UPPBOÐ
Framhaldsuppboð á eftirtalinni eign verður háð á eigninni sjálfri sem hér segir:
Brekka 6, Djúpavogi, þingl. eig. Gunnar B. Gunnarsson, gerðarbeiðendur
Lífeyrissjóður verslunarmanna, Lífeyrissjóður sjómanna og Veðdeild Landsbanka
íslands, 23. janúar 1996 kl. 14.00.
SÝSLUMAÐURINN Á ESKIFIRÐI