Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1996, Síða 29
FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 1996
37
KIN
-leikur að Ittra!
Vinningstölur 18. janúar 1996
8*10®13«20®22®27®28
Eldri úrslit á símsvara 568 1511
Sýningar
Smám saman takast þó nánari
kynni með þeim og konan virð-
ist eiga möguleika á að hefja
nýtt líf. En fortíðin eltir hana
miskunnarlaust.
Tinna Gunnlaugsdóttir leikur
leigjandann, Öm Árnason, er í
hlutverki húsráðandans, Pálmi
Gestsson leikur fyrrverandi
sambýlismann hennar og Rand-
ver Þorláksson fer meö hlutverk
vinnufélaga húseigandans. Auk
þeirra leika Anna Kristín Arn-
grímsdóttir og Stefán Jónsson.
Þýðingu leikritsins vann Hall-
grímur H. Helgason og leikstjóri
er Hallmar Sigurðsson.
Tinna Gunnlaugsdóttir leikur
leigjandann.
Leigjandinn
Þjóðleikhúsið hefur nýhafið
sýningar á breska leikritinu
Leigjandanum og er sýning á
því á Smíðaverkstæðinu í kvöld.
Leigjandinn er nýtt verðlauna-
leikrit eftir Simon Burke. Sögu-
sviðið er lítil borg í Bretlandi.
Ung kona með vafasama fortíð
kemur til borgarinnar í leit að
húsnæði og tekur á leigu subbu-
legt herbergi. Húseigandinn er
hlédrægur náungi og í fyrstu er
samband þeirra heldur stirt.
Kvlkmyndir
áhugasama og viljuga skáta með
sér upp á Djöflatind. Með alríkis-
lögreluna á hælunum tekst Max
á hendur erfitt ferðalag upp
brattar fjallshlíðar og grýtta
stíga þar sem aðeins hæfustu
skátaforingjar kunna að taka á
aðstæðum.
Það er Daniel Stem sem leik-
ur hinn seinheppna Max.
Nýjar myndir
Háskólabíó: Ameríski forsetinn
Laugarásbíó: Agnes
Saga-bíó: Pocahontas
Bíóhöllin: Ace Ventura
Bíóborgin: Góðkunningi lögregl-
unnar
Regnboginn: Borg týndu barnanna
Stjörnubíó: Sannir vinir
Ingólfscafé:
Sálin kveður í bili
Svaðilför á
Djöflatind
Regnboginn tekur til sýningar
í dag gamanmyndina Svaðiifór á,
Djöflatind (Bushwhacked). Fjall-
ar hún um sendilinn Max
Grabelski sem lifir í sínum eigin
heimi og lætur sér annað fólk
litlu varða. Til allrar óhamingju
er Max snillingur í að lenda á
röngum stað á röngum tíma.
Þegar hann er ákærður og eftir-
lýstur fyrir morð sem hann
framdi ekki sér hann sig knúinn
til að taka málin í sínar eigin
hendur og til að sanna sakleysi
sitt þarf hann að komast upp á
Djöflatind. Örlögin verða þess
síðan valdandi að Max er ruglað
saman við þekktan skátaforingja
og þarf hann að leiða sex unga,
Hin vinsæla hljómsveit, Sálin hans Jóns míns,
hverfur senn af sjónarsviðinu, allavega tímabund-
ið og eru því síðustu möguleikar fyrir Reykvík-
inga að berja hana augum og hlusta á tónlist henn-
ar í Ingólfscafé í kvöld. Fram undan er sem sagt
langt frí og er ekki ijóst hvenær sveitin kemur
saman á ný. Ástæða þess að hljómsveitin tekur sér
frí er að tveir meðlima hennar hyggjast setjast að
á erlendri grund um sinn. Atli Örvarsson er þeg-
ar farinn til Bandaríkjanna og innan skamms sigl-
ir svo Guðmundur Jónsson i kjölfarið en leið hans
mun liggja til London.
Skemmtanir
Daniel Stern leikur hrakfallabálk-
inn Max Grabelski.
Alþjóðleg
bænavika
Alþjóðleg bænavika er haldin
um allan heim ár hvert og um
næstu helgi hefst slík vika.
Verða víða samkomur dagana
21. til 27. janúar. Bænavikan
hefst með guðsþjónustu í Dóm-
kirkjunni 21. janúar.
Samkomur
Félag ekkjufólks og fráskil-
mna
Fundur verðru- í kvöld kl.
20.30 í Risinu, Hverfisgötu 5.
Félagsvist
Félag eldri borgara í Reykja-
vík verður með félagsvist í Ris-
inu kl. 14.00 í dag.
Skítamórall á Gauknum
Hljómsveitin Skítamórall
skemmtir á Gauki á Stöng í
kvöld og annað kvöld.
I kvöld mun Sálin fá sér til fulltingis sérstakan
gest, Jón Ólafsson hljómborðsleikara. Jón mun
einnig koma fram með sveitinni um næstu helgi
en það verður síðasta spilahelgi Sálarinnar að
sinni. Þá verður meðal annars leikið á Akureyri.
Sálarmenn munu ekki sitja auðum höndum þó
hljómsveitin sé hætt og má geta þess að á þessu
ári er væntanleg önnur sólóplata Stefáns Hilmars-
sonar.
Sálin hans Jóns míns skemmtir í síðasta skipti í Reykjavík
í Ingólfscafé í kvöld.
Hálka í öllum
landshlutum
Flestir þjóðvegir landsins eru
færir. Hafinn er mokstur fyrir Gils-
fjörð og um Reykhólasveit. Verið er
að moka um Kleifaheiði og Stein-
grímsfjarðarheiði. Viða er hálka á
Suðurlandi, Vesturlandi, Norður-
landi og Austfjörðum. Lokað er um
Færð á vegum
hálsa í Barðastrandarsýslu. Á heið-
um sem liggja hátt er víða ófært
vegna snjóa en illfært annars staðar
og þeir sem hyggja á ferðir á há-
lendi um helgina ættu að athuga vel
búnað bíla sinna áður en haldið er
af stað.
Ástand vega
Hálka og snjór @ Vegavinna-aögát 0 Öxulþungatakmarkanir
C^) Lokaö^100^ ® Þungfært (g) Fært fjallabílum
Gengið
Almennt gengi LÍ nr. 13
19. ianúar 1996 kl. 9.15
Konn Cnln Tn
Eininq Kaup Sala Tollnenqi
Dollar 66,370 66,710 65,260
Pund 100,290 100,800 101,500
Kan. dollar 48,700 49,000 48,060
Dönsk kr. 11,6100 11,6720 11,7700
Norsk kr. 10,2500 10,3060 10,3250
Sænsk kr. 9,8620 9,9160 9,8030 “
Fi. mark 14,7760 14,8630 14,0963
Fra. franki 13,1520 13,2270 13,3270
Belg. franki 2,1846 2,1978 2,2179
Sviss. franki 55,6300 55,9400 56,6000
Holl. gyllini 40,1100 40,3500 40,7000
Þýskt mark 44,9300 45,1600 45,5500
ít. líra 0,04188 0,04214 0,04122
Aust. sch. 6,3860 6,4260 6,4770
Port. escudo 0,4339 0,4365 0,4362 '
Spá. peseti 0,5325 0,5359 0,5385
Jap. yen 0,62810 0,63190 0,63580
irskt pund 104,030 104,670 104,790
SDR 96,92000 97,51000 97,14000
ECU 83,0000 83,5000 83,6100
Símsvari vegna gengisskráningar 5623270
Krossgátan
Dóttir Sigrúnar
og Unnsteins
Litla stúlkan sem á myndinni
sefur vært fæddist á fæðingardeild
Landspítalans 9. janúar kl. 10.09.
Barn dagsins
Hún var við fæðingu 3965 grömm
að þyngd og 52 sentímetra löng.
Foreldrar hennar eru Sigrún
Sveinsdóttir og Urmsteinn Árnason
og er hún fyrsta barn þeirra.
1 4 3 5" (s>
$
5 tr
l!i
i'i JT !T" J i,
Hd J
lo J 4,
Lárétt: 1 ávöxtur, 5 hólf,' 8 aukast, 9
hvílir, 11 belti, 12 hyskinn, 13 partur,
15 umdæmisstafir, 16 hræðist, 18
kjáni, 20 fat, 21 sjór. —
Lóðrétt: 1 reku, 2 karlmannsnafn, 3
lögmál, 4 hljóða, 5 legsteinn, 6 mönd-
ull, 7 eflir, 10 trufla, 11 bílífi, 14 sting-
ur, 17 bor, 19 varðandi.
Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1
fley, 5 mök, 8 reifir, 9 snið, 11 gó, 12
áta, 13 rask, 15 lá, 17 flota, 19 sili, 20
gól, 22 snatt, 23 rá.
Lóðrétt: 1 frjáls, 2 lest, 3 ei, 4 yfirlit, 5
miöa, 6 örg, 7 króka, 10 nafla, 14 stói
16 áin, 18 oft, 21 lá.