Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1996, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1996, Blaðsíða 32
Leit hætt að „Vatnsberamanninum“ á íslandi: Eftirlýstur í 176 löndum vitum ekkert um hvar hann heldur sig, segir RLR Leit aö Þórhalli Ölver Gunn- laugssyni, sem jafnan er kenndur viö Vatnsberann, er nú hætt hér á landi. Hjá lögreglunni í Reykjavík fengust þær upplýsingar að fullvíst megi telja að Þórhallur sé farinn úr landi og leit að honum hér því tilgangslaus. Þótti þetta ljóst þegar á öðrum degi leitarinnar. Nú eru farnar út á tölvunet Interpol upplýsingar um Þórhall og jafnframt að íslensk stjórnvöld æski þess að hann verði handtek- inn hvar sem hann finnst og ffam- seldur. Upplýsingar þessar fara til 176 landa. „Það eru ekki annað en lausa- fregnir að Þórhallur haldi sig í Noregi. Hann getur verið hvar sem er og því er lýst eftir honum um allan heim og því er þessi háttur hafður á,“ segir Smári Sigurðsson, lögreglufulltrúi hjá Rannsóknar- lögreglu ríkisins, en hann sér um samskiptin við Interpol. Smári sagði að ekki hefði verið áður lýst eftir íslendingi með að- stoð Interpol um allan heim með handtöku og framsal i huga. Fyrst um sinn verða þó ekki send út fingráför Þórhalls en að því kann að koma finnist hann ekki í bráð. „Það er engin leið að segja fyrir um hvaða árangur þetta kann að bera. Þetta er hins vegar eina leið- in sem fær er þar sem fullvíst þyk- ir að Þórhallur sé farinn úr landi,“ sagði Smári. Handtökuskipun var gefin út á hendur Þórhalli síðastliðinn mánu- dag en hann átti að hefja afplánun á dómi fyrir stórfelld virðisauka- skattsvik fyrri helgina en sinnti ekki boðun. Þórhallur skuldar rík- inu 58 milljónir króna og átti að sitja af sér tvö og hálft ár í fangelsi vegna svika sinna. DV hefur fyrir því heimildir að Þórhallur hafi farið af landi brott þann 3. janúar og þá haldið tO Kaupmannahafnar. Hann mun hafa notað falskt nafn. -GK FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö bhverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 MUNIÐ NÝTT SÍMANÚMER MUNIÐ NÝTT SÍMANÚMER FOSTUDAGUR 19. JANUAR 1996 Veðrið á morgun: Snjókoma eða slydda Á morgun verður suðaustan- kaldi eða stinningskaldi. Snjó- koma eða slydda með köflum um sunnan- og vestanvert landið en að mestu þurrt norðaustanlands. Hiti verður á bilinu 0 til 4 stig. Veðrið í dag er á bls. 36 Pálmi Matthíasson: Undrast þetta fylgi " „Ég undrast það fylgi sem mælist í ljósi þess hve margir hafa verið nefndir til sögunnar. Það má velta þessum tölum fyrir sér og eflaust lesa margt út úr þeim. Ég hef áður sagt að mér finnist rétt að láta janú- ar líða áður en ákvörðun er tekin hvað mig varðar í þessu máli og það stendur,“ segir Pálmi Matthíasson, sóknarprestur í Bústaðasókn, en hann fékk flestar tilnefningar í skoðanakönnun DV í gær. -GHS Ellert B. Schram: Vísbending „Þetta er ágætt að því leyti að íí gjatta sýnir einhverja stöðu og við- horf og gefur ákveðna vísbendingu um hvernig staðan er. Það eru að vísu fáir sem taka afstöðu. Það tel ég eðlilegt eins og staðan er. Ég heyri það mjög víða að fólk er ekki farið að gera upp sinn hug,“ sagði Ellert B. Schram, forseti íþróttasam- bands íslands, um skoðanakönnun- ina. -S.dór Akranes: T Byggingarmenn bjartsýnir DV, Akranesi: Aukinnar bjartsýni gætir nú hjá forráðamönnum byggingarfyrir- tækja á Akranesi. Færri íbúðir eru lausar en á síðasta ári. Nú þegar hefur verið tekinn grunnur fyrir einu húsi og margir byggingar- aðilar hafa sótt um lóðir. Það mun virka á allt atvinnulíf á Akranesi ef byggt verður álver á Grundartanga og framkvæmdir hefjast við Hvalfjarðargöng. Þá yrði mikil eftirspurn eftir nýjum húsum á Skipaskaga. -DÓ Utanríkisráðuneytið: Harmar leiðaraskrif Utanríkisráðuneytið lýsir van- þóknun sinni á þeim ósmekklegu og óviðeigandi ummælum um Boris Jeltsín, forseta Rússlands, og aðra rússneska ráðamenn sem birst hafa í leiðaraskrifum ritstjóra DV dag- ana 26. október 1995 og 17. janúar 1996. Um leið og ráðuneytið harmar ofangreind skrif lýsir það þeirri von sinni að þau hafi ekki skaðleg áhrif á hið góða samband sem ríkir á milli íslands og Rússlands. Ráðuneytið hefur sent frá sér fréttatilkynningu þessa efnis. Guðrún Pétursdóttir, forstöðumaður Sjávarútvegsstofnunar Háskóla íslands, mætti á fund að Hótel Borg ífyrrakvöld með nokkrum stuðningsmönnum sínum. Það er fyrsti stuðningsmannafundurinn sem vitað er um í forsetafram- boðsslagnum sem er fram undan. Guðrún segist vilja hitta í litlum hópum fólk sem sé tiibúið að vinna fyrir sig ef hún gefi kost á sér, „svona til að tendra og leggja á ráðin um vissa hluti“ ,eins og hún orðar það. Á myndinni má sjá Brynhildi Einarsdóttur sagnfræðinema, Berglindi Ósk Sigurðardóttur frá Flateyri, Guðrúnu og Pétur Blöndal blaða- mann. DV-mynd BG Rænt frá sofandi fólki í nótt fóru ókunnir ránsmenn inn í hús í Gerðahverfinu og stálu þar peningum og ýmsu smálegu. Heim- ilisfólkið var sofandi og varð þjóf- anna ekki vart. í morgun hafði rannsókn lögreglu á innbrotinu ekki borið árangur og voru ránsmennirnir ófundnir. Svo virðist sem þjófarnir hafi átt greiða leið inn í húsið og ekki þurft að beita verkfærum við að komast inn. -GK Hestur í bæjarferð Lögreglan í Reykjavík handsam- aði um miðnættið hest sem sloppið hafði frá eiganda sínum og haldið í bæjarferð. Varð fyrst vart við hestinn í Árt- únsbrekkunni og þaðan hélt hann í Vogana. Eftir mikinn eltingarleik tókst að koma böndum á fákinn og var hann færður í hesthús Fáks við Bústaðaveg. -GK Berlínarmúr inn: Veggbrot sett upp fyrir utan Höfða? Baldvin Baldvinsson innanhúss- arkitekt léggur til að broti úr Berlínarmúrnum verði komið fyrir fyrir utan Höfða í tilefni af því að í haust eru tíu ár liðin frá því að leið- togafundurinn með Reagan og Gor- batsjov var haldinn í húsinu. „Mér finnst að við ættum að eiga hluta af múrnum því að hann byrj- aði að hrynja hér. Eðlilegt væri að stilla honum upp fyrir utan Höfða því þar er gott pláss," segir Baldvin. „Það má vel vera að hægt sé að tengja svona tákn inn í fundinn en ég vil ekki tjá mig um það á þessu stigi,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir borgarstjóri. -GHS SKÁL, BRÆÐUR! Eldur í netum Við lá að stórbruni yrðu úr þegar glóð komst í net um borð í Klöru Sveinsdóttur SU í Reykjavíkurhöfn i gær. Unnið var að viðgerðum í bátnum þegar kviknaði í ljósi í lofti netageymslu. Skipverjar náðu að halda eldin- um í skefjum þar til slökkviliðið kom. Reykkafarar fóru inn í neta- geymsluna og náðu að slökkva eld- inn endanlega. -GK bnother. tölvu límmiða ^ prentari Nýbýlavegi 28 - sími 554-4443

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.