Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1996, Page 4
4
LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 1996
Skoðanakönnun DV um fylgi ríkisstjórnarinnar:
Rúmur helmingur kjós-
enda styður stjórnina
- vinsældirnar hafa aukist jafnt og þétt frá því í haust
Fylgi ríkisstjórnarinnar
Niöurstöður skoðanakönn-
unarinnar urðu þessar:
Svara ekki
óákv. I—p,3%
Andvígir
Ef aðeins eru teknir þeir sem tóku afstöðu
veröa niðurstöðurnar þessar:
Fylgjandi AndvíS|r
55,2%
Fyigjandi
64,5%
Fylgi ríkisstjórnar Davíös Odds-
sonar eykur enn fylgi sitt og nýtur
stuðnings ríflega helmings þjóðar-
innar. Að sama skapi hefur and-
stæðingum stjórnarinnar fækkað
verulega. Þetta eru helstu niður-
stöður skoðanakönnunar DV um
fylgi ríkisstjórnarinnar sem fram-
kvæmd var á fimmtudagskvöld.
Úrtakið í skoðanakönnuninni var
600 manns. Jafnt var skipt á mflli
kynja og eins á milli höfuðborgar-
svæðis og landsbyggðar. Spurt var:
„Ertu fylgjandi eða andvígur ríkis-
stjóminni?" Skekkjumörk í könnun
sem þessari eru tvö til þrjú pró-
sentustig.
Óákveðnum fækkar
Sé tekið mið af svörum allra í
könnuninni sögðust 55,2 prósent
styðja ríkisstjórnina, 30,3 prósent
voru henni andvíg, 12,2 prósent
voru óákveðin og 2,3 prósent neit-
uðu að svara. Þetta er minna hlut-
fall óákveðinna en í síðustu könn-
unum DV.
Ef einungis er tekið mið af þeim
sem tóku afstöðu til ríkisstjómar-
innar sögðust 64,5 prósent styðja
stjórnina en 35,5 prósent sögðust
henni andvíg.
Miðað við síðustu könnun DV í
lok nóvember hefur fylgi ríkis-
stjómar Sjálfstæðisflokks og Fram-
sóknarflokks aukist um 8,6 pró-
sentustig, miöað við allt úrtakið.
Andstæðingum stjórnarinnar hefur
að sama skapi fækkað um 5,2 pró-
sentustig.
Miðað við þá sem afstöðu tóku
hefur fylgismönnum rikisstjórnar-
innar fjölgaö um 5,2 prósentustig
frá nóvemberkönnuninni en and-
stæðingum fækkað að sama skapi
um 5,2 prósentustig. Ríkisstjórn
Davíös nálgast nú þær vinsældir
sem hún hafði fyrst eftir kosningar
þannig að hveitibrauðsdagamir eru
löngu liðnir.
Miðað við síðustu ríkisstjórn
Davíðs Oddssonar með Alþýðu-
flokknum nýtur núverandi ríkis-
stjórn mun meira fylgis.
Fleiri karlar fylgjandi
Þegar afstaða til ríkisstjórnarinn-
ar er skoðuð eftir kynjum sést ber-
lega að mun fleiri karlar styðja
hana en konur, eða um 55 prósent af
fylgjendum hennar. í hópi andstæð-
inga er munurinn ekki eins skýr en
þó eru konur aðeins fleiri.
I>v
Ef stuðningur við stjómina eftir
búsetu er skoðaður kemur í ljós að
íbúar á höfuðborgarsvæðinu eru í
meirihluta í hópi andstæðinga ríkis-
stjórnarinnar. Að sama skapi eru
fylgjendur stjórnarinnar mun fleiri
á landsbyggðinni en á höfuðborgar-
svæðinu. Munurinn er þó ekki
verulegur eftir búsetu kjósenda.
-bjb
Vinningshafi 9 milljóna króna bíls í happdrætti HÍ:
Keypti bíl daginn áður en
hann datt í lukkupottinn
Ég reikna með því að ég reyni að
selja bílinn og er ekki viss um að ég
keyri hann nokkuð að ráði. Ef ég
hefði unnið hann að sumarlagi er
ekki ólíklegt að ég hefði keyrt bílinn
vestur en það er svo erfitt að koma
honum heim á vetrinum.
Það vildi nú svo sérkennilega til
aö ég keypti mér bíl daginn áður en
ég fékk 9 mifljóna króna bflinn í
happdrættinu," sagði Ingi Einar Jó-
hannesson, kirkjuvörður á ísafirði,
þegar hann tók við stóra vinningn-
um, Audi álbifreið frá bifreiðaum-
boðinu Heklu, að verðmæti 9 millj-
ónir króna.
Ingi Einar hefur átt trompmiða í
20 ár og tvisvar áður fengið smá-
vinning á númerið. Svo skemmti-
fékk vinninginn afhentan á afmælisdaginn
lega vildi til að vinningshafinn átti
afmæli sama dag og hann fékk bíl-
inn afhentan og að sjálfsögðu var
eiginkona hans, Gunnur Guð-
mundsdóttir, með í for þegar bíllinn
var afhentur.
„Ég þurfti að endurnýja Toyota
bifreið mína og nú get ég greitt upp
þá bifreið og gott betur. Maður er
varla farinn að átta sig á þessum
vinningi ennþá. Annars þegar ég
var aö ganga frá kaupunum á
Toyota bifreiðinni þá tautaði ég
svona við sjálfan mig: „Hvað er ég
að fjárfesta í bíl, ég sem á von á því
aö fá nýjan álbíl í happdrætti?"
Aldrei datt mér samt í hug að sú
yrði raunin," sagði Ingi Einar.
-ÍS
Langholtskirkjudeilan:
Lögfræðiálit skilgreini
íhlutunarrétt biskups
- búist við að Eiríkur Tómasson skili áliti eftir helgi
Margir velta því fyrir sér hvers
vegna séra Ólafur Skúlason, biskup
íslands, taldi nauðsynlegt að leita
eftir lögfræðiáliti í deilu prests og
organista í Langholtskirkju. Sam-
kvæmt heimildum DV gerði hann
það til þess að fá nákvæmlega skil-
greindan íhlutunarrétt sinn í deil-
una.
Þar sem hér er ekki um trúarlega
deilu að ræða, heldur deilu um pen-
inga og völd, taldi biskup það ekki á
hreinu hvert íhlutunarvald sitt
þarna væri.
Margir telja að þar sem þetta er
deila um veraldlega hluti sé það á
verksviði Þorsteins Pálssonar
kirkj umálaráðherra að grípa inn í
deiluna. Ef um trúmáladeilu hefði
verið að ræöa væri það alfarið á
verksviði biskups að grípa inn í.
Nú biðja allir um nafnleynd
vegna óska biskups um að láta allt
kyrrt liggja meðan Eiríkur Tómas-
son vinnur að lögfræðiálitinu.
Prestar sem DV hefur rætt við telja
að í raun sé það Langholtssöfnuður
einn sem getur leyst málið. Stjórn
safnaðarins eða aðalfundur hans
getur sagt Jóni Stefánssyni, org-
anista og kórstjóra, upp störfum ef
menn telja það leysa deiluna. Ef
meirihluti safnaöarins vill leysa
málið með því áð prestur víki, þá
getur meirihlutinn sent kirkjumála-
ráðherra óskir þar um. Þá er það
ráðherra að taka ákvörðun. Hann
ræður og rekur sína embættismenn
telji hann það nauðsynlegt. Bisk-
upinn hefur ekkert vald til að hrófla
viö prestinum eða organistanum.
-S.dór
Ingi Einar Jóhannesson og eiginkona hans, Gunnur Guðmundsdóttir, eiga
nú dýrasta einkabílinn á íslandi eftir að þau duttu í lukkupottinn ■ Happdrætti
Háskóla íslands.
Ólafur Ragnar Grímsson:
Athyglisverðar tölur
„Ég hef nú verið á fundaferðalagi
hér í Indlandi í nokkun tíma. Þess
vegna er umræðan heima um hugs-
anlega forsetaframbjóðendur nokk-
uð fjarlæg svona í augnablikinu.
Þessar tölur í skoðanakönnuninni
eru um margt athyglisverðar. Þær
styðja þá kenningu mina að megin-
hluti þjóðarinnar vilji fá góöan tíma
til að ræða þessi mál, skoða þau og
taka afstöðu. Sú staðreynd að ein-
ungis 35 prósent aöspurðra hafa tek-
ið afstöðu styður þetta. Ég hef sagt
það heima, þegar þessi mál hefur
borið á góma, að ég telji eðlilegt að
fólk fái tíma fram í febrúar eða
mars til að gera upp hug sinn um
hvem það styður í framboð," sagði
Ólafur Ragnar Grímsson um niður-
stöðu skoðanakönnunar DV um for-
setaframbjóðendur þar sem hann
lenti í fjórða sæti.
Ólafur er staddur í Delhí á Ind-
landi þar sem hann situr fund Raji
Gandhi stofnunarinnar ásamt
nokkrum stjómmálamönnum víðs
vegar úr heiminum.
-S.dór
Varnarliðið:
, Lánar Sel-
: fyssingum
slökkvibíl
DV, Suðurnesjum:
„Mér skilst að þeir hafi ekki
getað fengið bfl annars staðar.
Við gátum ekki horft upp á það
- og því var mjög ánægjulegt að
Igeta lánað þeim bU frá okkur.
Yfirmenn varnarliðsins bera
mikinn hlýhug tU íslendinga og
þeir gerðu aUt sem hægt var til
að hjálpa Slökkviliðinu á Sel-
fossi þegar það var í vanda
statt,“ sagði Haraldur Stefáns-
son, slökkviliðsstjóri á Keflavík-
urflugvelli, en það lánaði
Slökkviliðinu á Selfossi öflugan
slökkvibU i mánuð.
Á þeim tíma ætla yfirmenn
s slökkviliðsmála á Selfossi að fá
I bU fyrir þann sem bræddi úr sér
á dögunum þegar hann var á
leið í útkaU.
IBUIinn, sem varnarliðið lán-
aði, er árgerð 1988 og dælir íjór-
um tonnum af vatni á mínútu.
Slökkviliðsmenn á Selfossi náðu
í bUinn 18. janúar og brunuðu á
honum austur eftir að hafa ver-
ið í þjálfun fyrr um daginn
hvernig nota á tækin í bUnum.
„Við getum lánað bUinn
vegna þess að það er mikið sam-
starf Suðurnesjamanna í bruna-
vörnum. Ef eitthvað kemur upp
á þá fæ ég góða aðstoð frá
slökkviliðum á Suðurnesjum,“
sagði Haraldur Stefánsson.
-ÆMK
Guðrún Agnarsdóttir:
t Þakka traustið
j „Það er greinUegt á þessari
skoðanakönnun að margir hafa
enn ekki gert upp hug sinn til
þessa máls. Ég hlýt þó að þakka
það traust, hvatningu og þann
í stuðning sem ég hef. oröiö vör
við og kemur fram í þessari
I skoðanakönnun,“ sagði Guðrún
Agnarsdóttir læknir, sem varð i
| 2. sæti í skoðanakönnun DV í
gær um næsta forseta íslands.
-S.dór