Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1996, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1996, Page 10
10 LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 1996 JjV „Við höfum eiginlega verið með eitthvað sprell í gangi síðan við hitt- umst fyrst fyrir 10 árum. Við erum báðir trúðar í eðli okkar og höfum verið brandarakarlar frá bamæsku. Við höfum eiginlega verið með stand upp-atriði svo lengi sem við munum - í bamaskóla, afmælum, partíum og víðar,“ segja þeir Sigur- jón Kjartansson og Jón Gnarr Krist- insson, stand upp-spaugarar, út- varpsmenn og skólastjórar hegðun- arskólans: Hegðun, atferli, fram- koma, sem verið hefur á dagskrá Dagsljóss í Sjónvarpinu í vetur. Þeir Sigurjón og Jón Gnarr hafi verið að vinna saman seinustu misseri. Var það fyrst í vetur sem samstarf þeirra vakti almenna at- hygli og kátínu. Miðvikudagskvöld eru þannig orðin fóst hegðunar-, at- ferlis- og framkomukvöld með til- heyrandi hversdagshúmor þeirra fé- laga sem virðist hitta í mark. Að minnsta kosti era innslög þeirra í Dagsljós meðal vinsælasta efnis sjónvarpsins. Tíu ára kynni Sigurjón og Jón Gnarr koma sinn úr hvorri áttinni en kynni tók- ust meö þeim fyrir 10 áram og frá þeim tíma hafa þeir verið að spauga, eins og þeir segja sjálfir. Þaö var samt ekki fyrr en fyrir tveimur árum að þeir gerðu spaug- ið að atvinnu sinni þegar þeir byrj- uðu með útvarpsþáttinn Heimsendi á Rás 2. Fram að þeim tíma ein- kenndist samstarf þeirra meira af fíflaskap í góðra vina hópi og sam- kvæmum. Hvorugur félaganna er menntaö- ur í leiklist þótt Sigurjón hafi að- eins fengist við kvikmyndaleik. Jón Gnarr er reyndar sprenglærður áfengisráðgjafi hjá Svíþjóð og er í launalausu leyfi sem slíkur. Sigur- jón hefur hins vegar haft atvinnu af skemmtanabransanum en hann var í hljómsveitinni Ham og er nú í hljómsveitinni Olympíu. Þá gerðu þeir saman stuttmyndina Hýri morðinginn. „Þegar við sáum að flflaskapur- inn okkar heppnaðist vel þá hugs- uðum við með okkur að það gæti verið sniðugt hjá okkur að fara út í þetta af alvöru. Við ákváðum því að prófa þetta og hugmyndin að út- varpsþættinum, Heimsendi, kvikn- aði. í þættinum vorum við síöan með framhaldsleikritið Hótel Volkswagen, sem ég skrifaði, og fleira gamanefni," segir Jón Gnarr. Aðspurðir hvað þeir séu að fara með þessari framsetningu á efni sem sjá má í hegðunarskólanum segja þeir formið óendanlega skemmtilegt og bjóði upp á marga möguleika. Úvart fyndni „Það er hægt að leyfa sér ýmis- legt innan þessa forms. Þessi hug- mynd kviknaði einhvern vegin en markmiðið var að brjóta upp þetta grínleikþáttadæmi sem Radíus- bræður og fleiri höfðu verið með og mér sýnist það hafa tekist. Okkur langaði að búa til ramma utan um öðru vísi grín -'Kennslumyndband sem væri óvart fyndið,“ segja þeir félagar. Þeir félagar segjast aldrei skorta hugmyndir. Það séu hins vegar vandkvæði að koma þeim á blað áður en þær gleymist. Til að koma í veg fyrir slíkt hafa félagarnir tekið tæknina í sínar hendur og keypt sér diktafón. Segjast þeir til dæmis eiga hugmyndir í alla Hegðun, atferli og framkoma-þættina sem eftir era í vetur. Gagnrýniraddir hafa heyrst vegna einstaka Hegðunarþáttar hjá félögunum. Sérstaklega sá fólk þörf á að kvarta eftir þætti þeirra sem hét Kúkurinn i lauginni og þætti um hina sænsku Pelle og Hasse. Jón Gnarr segir aðspurður um þetta að ekki sé laust við að verið sé að - segja hegðunarskólastjóramir Sigurjón og Jón Gnarr þrengja að þeim hjá Dagsljósi. „Við höfum þurft að leggja þætti til hliðar sem við eram búnir að skrifa því við höfum þótt fara yfir strikið í þeim. Við höfum lent í því í tvígang að fá hörð viðbrögð við okkar gríni og ég held að það sýni að við séum á réttri braut og séum að gera rétta hluti. Fólk hélt til dæmis að við væram að gera grín að þroskaheftum þegar við settum hina sænsku „Palle og Hasse“ á svið. Það er tómur misskilningur. Við höfum báðir unnið náið með þroskaheftum á Kópavogshæli. Þetta var bara saklaust grín. Sjáið til dæmis hvað Laddi er að gera með alla sína hálfþroskaheftu menn, Magnús með fötuna í Laugar- dal og fleiri, og hvað með þessa Spaugstofukaraktera? Af hveiju er ekki ráðist á Ladda?" Þeir félagar segja við þessu að bú- ast þar sem það sé i eðli mannsins að vantreysta nýjungum. Þeir séu nýir á markaðnum og hafi ekki fengið þennan gæðastimpil sem virðist þurfa til að sumir megi hlæja að þeim. I þessu hafi líklega allir grínistar lent. Þeir þurfi að vinna sér sess á markaðnum. Benda þeir því til staðfestingar á Flosa Ólafsson sem geti sagt hluti í Dags- ljósi sem þeir yrðu hýradregnir fyr- ir í meiðyrðumálum. „Málið er að við erum ekki orðn- ir að stofnun. Það er alltaf hægt að móðga einhvem með gríni. Ég efa það til dæmis ekki að það eru ein- hverjir leigubílstjórar sárir núna eftir innslag okkar í seinustu viku en það er ekki hægt að komast hjá því að særa einhvern." „Eftir 20 ár eða svo verða þættirn- ir okkar líklega gefnir út á mynd- bandi bundnir inn í skinnhulstur og síðan plantað við hlið Laxness í bókahilluna á öllum heimilum." Gubbað af ánægju Auk þess að vera með sjónvarps- og útvarpsþátt hafa þeir kumpánar verið með stand upp- atriði í Kaffi- leikhúsinu þar sem þeir láta móð- an mása í hálfan annan tíma - spjalla við gesti, dansa, slást hvor við annan, rífast og skammast og fallast í faðma. „Ég hló svo mikið að ég gubbaði," sagði til dæmis ánægður gestur um sýningu þeirra félaga; Sig- urjóns Kjartans- sonar og Jóns Gnarr, í Kaffileik- húsinu á dögunum. „Við segjum frá öllu fræga fólk- inu sem við höf- um hitt í partí- um og á Kaffi- bamum og töl- um um sjúk- dóma og fóram með Guðlast. Það má segja að við veltum okkur upp úr sora hvers- dagslífsins eins og drakk- in svín í para- dís.“ Margir hafa talað um að seinasta ár hafi verið eins konar stand upp- ár. Rad- íusbræður voru líklega þeir fyrstu hér á landi sem buðu upp á stand upp-skemmti- atriði eins og þekkt eru í Bandaríkjun- um, Bretlandi og víða um heim. A seinasta ári komu nokkrir til viðbótar til sög- unnar. Auk Siguijóns og Jóns má nefna Hallgrím Helgason, Ladda, Hilmi Snæ og Benedikt Erlingsson og á vegum Loftkastalans kom hing- að bandarískur stand upp-skemmti- kraftur sem skemmti fyrir fullu húsi i Loftkastalanum ásamt Hilmi, Benedikt og Radiusbræðram. „Þetta er þróun sem er að eiga sér stað alls staðar annars staðar. Við höfum góðan aðgang að því sem er að gerast erlendis í gegnum erlend- ar sjónvarpsstöðvar. Þær era að sýna stand upp-spaug og það er eins og íslendingar séu að opna augu sín fyrir þessu núna. Samt fmnst mér þetta stand upp-tal hér á íslandi eins og stormur í vatnsglasi. Sein- asta ár var ekkert uppistandsár eins og fjölmiðlar tala um. Það þarf meira af svona löguðu að gerast. Það er til fullt af fólki sem getur staðið upp á palli og verið fyndið. Menn eru hins vegar smeykir við að gera þetta því þeir era að á vissan hátt að leggja hausinn á höggstokk- inn. Ég get vel skilið það en það er fullt af fólki sem væri fínt í stand upp-grín. Ég held að fólk þurfi rétt aðeins að horfa í kringum sig; það er til spaugari á hverjum vinnustað. Það eina sem til þarf er hvatning." Vantar fleiri í stand upp-ið Siguijón og Jón era sammála um að nauðsynlegt sé að einhver fjöl- margra skemmtistaða hérlendis taki upp á því að bjóða ungu fólki upp á að spreyta sig á sviði og flytja eigin atriði. Jón, sem lærði í Sví- þjóð, segir að þar hafi einn skemmtistaður tekið að bjóða upp á þetta. „Þar gátu einhverjir Hasse og Pelle komið af götunni og sagt brandara. Þetta gekk upp og eftir skamman tíma var kominn hópur manna' og kvenna sem vora góðir stand upp- grínarar. Þetta fannst mér vera ár stand uppsins." Þeir segja að sl. sumar hafi áhugi fólks á stand upp-gríni berlega komið í ljós þegar tvívegis eða þrivegis hafi verið húsfyllir í Loftkastalanum er Radíusbræður, Hilmir Snær og Benedikt og einhver lítt þekkt stúlka frá Bandaríkjunu tróðu þar upp. „Þetta sýnir best áhugann fyrir þessu. Fólk er orðið svo vakandi fyrir nýjungum. Til þessa hefur grín á íslandi verið voðalega einhæft. Það hefur einkennst af sama fólkinu að segja sömu brandarana. Maður finnur á fólki að það er orðiö þreytt á þessu og hungrar í eitthvað nýtt. Sumir kunna að fila þennan gamla húmor en hugsandi fólk hungrar í eitthvað nýtt. Það þarf fleiri andlit í skemmtanabransann. Menn hafa verið voðalega fastir í eftirhermu- og söngleikjastílnum hér á landi. Radíusbræður hafa reynt að breyta þessum áramótaskaupshúmor sem hefur einkennt islenskt grín í sjón- varpi frá því það hóf göngu sína. Pabba kann að þykja þetta fyndið en ekki mér,“ segir Jón Gnarr. Þeir félagar hafa ýmislegt á prjón- unum sem þeir vilja koma í verk en neita þó að ræða um það frekar. Þeir segja að gaman væri að sjá fleiri grínara koma fram á sjón- arsviðið en til að það sé hægt sé þeim nauðsynlegur einhver vettvangur til að koma fram á | og æfa sig. _ -pp „Menn hafa verið voðalega fastir í eftirhermu- og söngleikjastílnum hér á landi. Radíusbræður hafa reynt að breyta þessum áramótaskaups- húmor sem hefur einkennt íslenskt grín í sjónvarpi frá því það hóf göngu sína. Pabba kann að þykja þetta fyndið en ekki mér,“ segir Jón Gnarr. DV-mynd ÞÖK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.