Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1996, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1996, Page 14
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELIAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: PVERHOLT111, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - Aörar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Grisjun forsetaefna Hreyfing er að komast á framboð forsetaefna um þess- ar mundir. Stuðningsmenn að minnsta kosti eins þeirra, sem til greina eru talin koma, eru farnir að hittast á reglubundnum fundum. Nokkur önnm’ forsetaefni eru komin á fremsta hlunn með að ákveða, hvort þau leggi í hann. Þetta gerist með óvenjulega góðum fyrirvara að þessu sinni. Næstum hálft ár er enn til kosninga. í rauninni liggur ekkert enn á því, að forsetaefnin ákveði sig. En stuðningsmenn eru oft hræddir um að missa flugið, ef biða þarf eftir formlegri ákvörðun um framboð. Af skoðanakönnun DV, sem birt var í gær, má ráða, að viðhorf fólks til hugsanlegra forsetaefna hafi lítið breytzt. Tilnefnt var að mestu sama fólkið og tilnefnt hafði verið í skoðanakönnunum blaðsins í október og desember og að mestu í svipuðum hlutföllum. Af þeim mörgu, sem nefndir hafa verið í fjölmiðlum að undanförnu, eru aðeins sjö, sem náðu frambærilegum árangri í könnuninni. Þrjú efstu sætin eru raunar eins skipuð og áður, með Pálma Matthíasson efstan, Guðrúnu Agnarsdóttur aðra og Davíð Oddsson hinn þriðja. í þessum sjö manna hópi eru einnig Ólafur Ragnar Grímsson, EÚert B. Schram, Guðrún Pétursdóttir og Steingrimur Hermannsson. Telja verður, að annað fólk, sem nefnt hefur verið i fjölmiðlum, en ekki komizt í þennan sjö manna hóp, muni ekki láta verða af fram- boði. Hitt er aftur á móti hugsanlegt, að enn hafi ekki verið tilnefndir allir þeir, sem verða í framboði í forsetakosn- ingunum. Það gerðist einu sinni, að nafn Kristjáns Eld- járns kom óvænt upp fremur seint í aðdraganda kosn- ingaundirbúnings og sló eigi að síður í gegn. Ennfremur er líklegt, að töluvert grisjist úr þeim sjö manna hópi, sem enn stendur eftir af öllum þeim, sem tilnefndir hafa verið. Sumir þessara sjö hafa raunar ekki svarað spurningum á þann veg, að ætla megi, að þeir hafi umtalsverðan áhuga á embættinu að þessu sinni. Ekki er fráleitt að ætla, að frekari athuganir á stuðn- ingi, bæði óformlegar athuganir og formlegar skoðana- kannanir, leiði til þess, að um það bil helmingur þessara sjö forsetaefna telji líkur á árangri ekki nægja til að það svari fyrirhöfn að ganga til hins erfiða leiks. Ef þrír standa eftir af hópnum og einn bætist við, þeg- ar til kastanna kemur, er það sama tala frambjóðenda og var síðast, þegar kosið var i alvöru. Mörgum fannst nóg um fjöldann þá. Síðan hefur ekkert gerzt, sem breytir þeirri skoðun, að bezt sé, að þeir séu sem fæstir. Því fleiri sem frambjóðendur eru, þeim mun meira dreifast atkvæðin og þeim mun færri atkvæði eru bein- línis að baki þess, sem verður fyrir valinu sem forseti. Reynslan sýnir þó, að slíkt skerðir hvorki vinsældir hans né skerðir getu hans til að njóta sin i embætti. Þannig er það betra, en samt ekki meginatriði máls- ins, að frambjóðendur verði sem fæstir. Engin formúla er fyrir því, að forseti sé ekki jafngildur í vali, þótt hann hafi ekki fengið nema 30% atkvæða, 20% eða þaðan af minna. Það er nóg að vera fremstur meðal jafningja. Auk alvöruframboða má búast við tilraunum til sér- vizkuframboða. Slík framboð eru ágæt með öðrum, því að þau staðfesta þá sjálfsmynd íslendinga, að þeir séu nánast konungbornir og hæfir til að axla hvaða ábyrgð sem er. Sérvitringar eru nauðsynlegir í bland. Engin hætta er á öðru en að þjóðin muni finna sér hæfan forseta í sumar. Hún mun fara sínu fram og ekki fara að neinum fyrirmælum. Þetta er hennar val. Jónas Kristjánsson LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 1996 UV Byggðin eydd en stríðsmenn sluppu í fjögurra sólarhringa umsát jafnaði Rússlandsher við jörðu heimkynni 700 íbúa þorpsins Per- vomajskaja í sjálfstjórnarlýðveld- inu Dagestan með sprengikúlum úr fallbyssum og sprengjuvörpum og eldfiaugum úr þyrlum og af jörðu niðri. En síðustu fréttir af vettvangi benda til að verulegur hluti herflokks Tsjetsjena sem set- ið var um hafi gengið hernum úr greipum. Rússlandsher sá sjálfur svo um að Tsjetsjenar byggju um sig í Per- vomajskaja með því að sprengja í loft upp brúna yfír ána Terek sem þeir ætluðu um yfir til Tsjetsjeníu með á annað hundrað gísla, sem þeir höfðu heitið að láta lausa þeg- ar þangað væri komið. Atlagan að þorpinu, sem hlaut að bitna á öll- um sem þar voru niðurkomnir, stríðsmönnum jafnt og gíslum, var svo réttlætt með því að tekiö væri að drepa gísla, sem væru þannig dauðans matur hvort sem væri. Þeir fáu gíslar sem fréttamenn komust að og meira að segja tals- maður sérsveita rússneska innan- ríkisráðuneytisins skýrðu síðar svo frá að fregnin um gíslamorðin hefði verið röng, en það hafði eng- in áhrif á hernaðaraðgerðina. Hún hafði líka fyrst og fremst pólitísk- an tilgang, að sýna Rússum fram á að Borís Jeltsín forseti sé öflugur og ákveðinn foringi og því verðug- ur endurkjörs í forsetakosningum 16. júní. Þannig kynnti hann líka árang- urinn í sjónvarpsávarpi á fimmtu- dag, illræðismenn hefðu verið stráfelldir og flestir gíslar bjarg- ast. Engum sögum fer af að á það hafi verið minnst hvað yrði um íbúa Pervomajskaja, sem koma að heimilum sínum og öllum eigum sundurskotnum. En á fundi æðstu manna Sam- veldis sjálfstæðra ríkja í Moskvu í gærmorgun var komið annað hljóð í strokkinn. Þar skýrði Jeltsín starfsbræðrum sínum frá að verulegur hluti herflokks Tsjetsjena hefði komist undan frá Pervomajskaja í skjóli náttmyrk- urs. Fréttamenn sjálfstæðrar rússneskrar sjónvarpsstöðvar . í Grosní, höfuðstað Tsjetsjeníu, segjast hafa traustar heimildir fyrir því að síðustu umsátursnótt- ina hafi Salman Radújev, foringi Tsjetsjenanna í Pervomajskaja , komist með verulegan hluta liðs síns fram hjá rússnesku umsát-' urssveitunum og yfir til Tsjetsjen- íu. Tsjetsjenum þessum hafi tekist að hafa á brott með sér einhverja tugi gísla, flest lögreglumenn frá Dagestan, og bjóðist nú til að hafa skipti á þeim fyrir Tsjetsjena sem Erlend tíðindi Magnús Torfi Ólafsson Rússar handsömuðu meðan her- hlaupið þangað stóð. Reynist þetta rétt hafa Jeltsín og herforingjarnir, sem hann hef- ur eins og endrarnær látið ráða ferðinni þar sem Tsjetsjenía á í hlut, alls engan sigur unnið, ekki einu sinni á sínum eigin þröngu forsendum. Þvert á móti er umsát- in um Pervomajskaja orðið enn eitt dæmið um álappaleg hernað- armistök núverandi forustu Rúss- landshers. Hvarvetna þar sem viðurkennt er að virða beri mannslíf er þeirri reglu fylgt, þegar vopnaðir menn reyna að skýla sér á bak við varn- arlaust fólk, að yfirvöld halda uppi stöðugu sambandi við mann- ræningjana með viðræðum og milligöngumönnum, en undirbúa jafnframt markvissa íhlutun sér- þjálfaðra sveita, beri fortölur eng- an árangur. Komi til aðgerða, er æðsta reglan sú að forðast eftir fremsta megni að gera gíslum mein. Rússlandsstjórn fór þveröfugt að í Dagestan. Forsvarsmenn stjórnar sjálfstjórnarlýðveldisins, sem reyndu að fá Tsjetsjena til að sleppa gíslum sínum, kvörtuðu við fréttamenn yfir að engin leið væri að fá á vettvang nokkurn fulltrúa frá Moskvu með umboð til að taka ákvarðanir. Gildra Rússlandshers í Pervomajskaja var til þess eins lögð að gera Tsjetsjena og gísla þeirra að einu samþjöppuðu og ósundurgreindu skotmarki fyrir stórskotahríð úr fjarska, ekki til að frelsa nokkurn mann í návígi. Rússlandsstjórn á nú sem fyrr tvo kosti í Tsjetsjeníu, að semja við heimamenn um sjálfstjórn sem þeir sætta sig við eða að halda áfram hernaði í torsóttum Kákasusfjöllum um ófyrirsjáan- legan tíma. Og ætíð vofir sú hætta yfir að ófriðurinn breiðist út á svæði sem tugir mismunandi þjóða byggja og eiga margar hverj- ar í erjum. Það eru ekki Tsjetsjen- ar heldur Abkhasar, af annarri múslímskri þjóð á vesturströnd Kákasus, sem rændu ferju á Svartahafi til stuðnings Radújev og mönnum hans. Rússneskir hermenn standa yfir föllnum Tsjetsjenum og vopnum þeirra í rústum Pervomajskaja. Símamynd Reuter oðanir annarra Verndiö fjöldagrafir „Alþjóðlegir rannsóknaraðilar telja að lík þús- unda fómarlamba þjóðernishreinsana Bosníuserba séu grafin í 15-20 fjöldagröfum á svæðum í Bosníu undir stjórn Serba. Þessar grafir og sönnunargögn sem upp úr þeim kunna að koma geta skipt sköpum varðandi málaferli þar sem leiðtogar Serba eru sak- aðir um stríðsglæpi. Vemda verður fjöldagrafimar en óttast er að Serbar eyðileggi sönnungargögn. Hersveitir NATO ættu að sjá til þess að stríðsglæp- ir séu rannsakaðir og ábyrgir aðilar dregnir fyrir dóm.“ Úr forustugrein New York Times 19. janúar Blóöbað hjálpar ekki „Eins og óttast var endaði gíslamálið í Tsjetsjen- íu með blóðbaði. Það lofar ekki góðu varðandi fram- tíðina og hjálpar Borís Jeltsín engan veginn. Blóð- baðið veldur aðeins meiri biturð og hatri. Grund- vallaratriði er að þær aðferðir sem notaðar eru til að halda stórveldinu saman stangast gjörsamlega á við lýðræðisþróunina í Rússlandi.“ Úr forustugrein Politiken 16. janúar Skítalykt af sýknu „Fyrstu af mörgum málaferlum vegna milljóna- svika og yfirveðsetningar færeyskra togara enduðu með að allir sjö ákærðu voru sýknaðir. Málinu er nú endanlega lokið þar sem ríkissaksóknarinn hef- ur ákveðið að áfrýja ekki. Bæði ákæruvaldið og stjórnmálamenn furða sig á sýknunni og að ekki skuli áfrýjað. Þaö er skítalykt af þessari færeysku sýknu. Prófmál skapar fordæmi og það yrði hneyksli ef ráðherrar atvinnumála og dómsmála leyfa að þessi málalok plægi akurinn fyrir fleiri færeyska sýknudóma." Úr forustugrein Jyllands Posten 15. janúar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.