Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1996, Síða 16
16
LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 1996 JJ V
Emilíana Torrini:
Viðurkenning
sem gaman
er að eiga
„Tónlistarverðlaunin í fyrra eru
viðurkenning sem gaman er að eiga.
Þau eru merki um að maður sé bú-
inn að ná einhverjum áfanga," segir
Emilíana Torrini söngkona við DV.
Hún hlaut íslensku tónlistarverð-
launin sem söngkona ársins 1994 og
sló þar með Björk út.
Emilíana fæst við söngnám í
Söngskólanum í Reykjavík og hefur
nýlokið fjórða stigi. Hún syngur
einnig í óperunni Hans og Grétu
ásamt því að kynna sólóplötu sína.
Emilíana hefur engin sérstök fram-
tíðarplön. Hún segir að það sé ekki
hægt að ákveða neitt um framtíð-
ina.
„Það klikkar alltaf, eins og ef
maður reynir að plana gamlárs-
kvöld,“ segir söngkonan unga.
-em
Emilíana Torrini var kjörin söngkona ársins í fyrra.
íslensku tónlistarverðlaunin 1995 undirbúin
Emilíana Torrini og Páll Rósin-
krans söngvarar ársins í fyrra
Verið er að undirbúa afhendingu
íslensku tónlistarverðlaunanna
1995. Þetta er í þriðja sinn sem verð-
launin eru afhent en það eru Rokk-
deild FÍH, DV og Samband hljóm-
plötuframleiðenda sem standa fyrir
valinu. Eins og í fyrra verður les-
endum DV gefmn kostur á að taka
þátt í valinu og verða listar yfir þá
sem tilnefndir hafa verið birtir í
næstu viku ásamt atkvæðaseðli.
í fyrra voru það Páll Rósinkrans í
Jet Black Joe og Emilíana Torrini í
Spoon sem sópuðu að sér verðlaun-
um. Páll var valinn söngvari ársins
og hljómsveit hans var valin hljóm-
sveit ársins. Einnig var lag þeirra
félaga í Jet Black Joe, Higher and
Higher, valið lag ársins. Emilíana
Torrini var valin söngkona ársins
og hljómsveit hennar fékk titilinn
bjartasta vonin. Emiliana var ekki
aðeins valin besta söngkona ársins,
hún var einnig sjálf valin bjartasta
vonin.
Raggi Bjarna heiðraður
Stórsöngvarinn Ragnar Bjarna-
son var sérstaklega heiðraður þegar
íslensku tónlistarverðlaunin voru
afhent á Hótel íslandi í fyrra. Af
öðrum verðlaunum má nefna laga-
höfund ársins en þann titil hreppti
Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson í
Tweety, Gunnlaugur Briem var
trommari ársins 1994, Eiður Amar-
son var bassaleikari ársins en hann
lék einnig með Tweety. Þá má ekki
gleyma Kristjáni Kristjánssyni,
(K.K.) en hann hlaut fyrsta sætið í
flokknum „aðrir hljóðfæraleikarar"
en hann leikur á hljómgítar. Jón Ól-
afsson var hljómborðsleikari ársins
1994, Eyþór Gunnarsson var jazz-
leikari ársins, Andrea Gylfadóttir
var textahöfundur ársins og Guð-
mundur Pétursson var gítarleikari
ársins 1994. Geislaplata ársins var
Æ meö hljómsveitinni Unun.
Verðlaunahátíðin er hugsuð sem
árlegur viðburður. Flestir þekkja til
erlendra hátíða éins og Grammy
Awards og Brit Awards, sem báðar
eru mjög virtar um allan heim.
Færri vita þó til þess að í Evrópu og
Kanada hafa viðgengist hátíðir síð-
astliðin ár sem eru sífellt að sækja í
sig veðrið. IFPI Prisen eru afhent í
Danmörku í mars á hverju ári,
Grammis í Svíþjóð, Edison Awards
í Hollandi og Juno Awards í Kanada
verða virtari með hverju árinu.
Fimm tilnefndir í öllum
flokkum
Framkvæmdanefnd velur í 40
manna frumvalshóp sem skipaður
er fremur breiðum hópi áhugafólks
um tónlist og tónlistarmanna sem
ekki hafa komið fram á plötum á ár-
inu. Hver einstaklingur tilnefnir
fimm tónlistarmenn eða hljómsveit-
ir í öllum flokkum. Þau tíu nöfn
sem fá flest atkvæði i hverjum
flokki eru þar með komin í undan-
úrslit. í kjölfarið er skipaður starfs-
hópur sem dæmir um réttmæti til-
nefninganna. Eftir þáð er skipaður
40 manna hópur - ekki þó hinir
sömu og í fyrstu umferð. Hver ein-
staklingur í þeim hópi velur þrjá af
þeim tíu sem komnir eru í undanúr-
slit í öllum flokkum. Fimm at-
kvæöahæstu aðilarnir úr þessu vali
teljast þar með löglega tilnefndir til
íslensku tónlistarverðlaunanna. \
Á meðan íslensku tónlistarverð-
launin eru að festa sig í sessi hefur
verið ákveðið að tilnefna skuli í
fimmtán flokka alls. Kosið verður í
eftirtalda flokka: bassaleikara árs-
ins, blásturshljóðfæraleikara árs-
ins, gitarleikara ársins, hljómborðs-
leikara ársins, jazzleikara ársins,
trommuleikara ársins, önnur hljóð-
færi, poppgeislaplötu ársins, rokk-
geislaplötu ársins, sígilda geisla-
plötu ársins, lag ársins, lagahöfund
ársins, textahöfund ársins, björt-
ustu von ársins, hljómsveit/flytj-
anda ársins.
-em
Páll Rósinkrans og Emilíana Torrini voru söngvarar ársins ■ fyrra.
DV-mynd GVA
Jet Black Joe:
Verðlaunin hlóðu
undir stoltið hjá
okkur
- segir Gunnar Bjarni,
lagasmiður og gítarleikari
„Ætli þetta hafi ekki hlaðið svo-
lítið undir stoltið hjá okkur. Það var
mjög skemmtilegt aö fá viðurkenn-
ingu fyrir það sem við vorum að
gera,“ segir Gunnar Bjami Ragnars-
son, gítarleikari og lagasmiður
hljómsveitarinnar Jet Black Joe.
Hljómsveitin og meðlimir hennar
hrepptu þrenn verðlaun í fyrra á ís-
lensku tónlistarverðlaununum. Að
sögn Gunnars Bjarna hafa strákarn-
ir variö árinu í lagasmíðar þó ein-
ungis tvö hafi lög hafi komið út enn
þá, I, You, We og I Know. Tónlistin
þeirra er alltaf að breytast, segir
Gunnar Bjarni.
„Við erum að reyna að koma plöt-
unni okkar inn á erlenda markaði:
Kóreu, Evrópu, Chile og fleiri staði.
Síðan stendur til' að taka upp nýja
plötu bráðlega í Bretlandi,“ segir
Gunnar Bjarni, -em
Hljómsveitin Jet Black Joe sópaði til sín verðlaunum í fyrra.
DV-mynd ÞÖK
V.l. íþróttahús
Nokkrir tímar hafa losnað í íþróttahúsi V.í.
Kjörið tækifæri fyrir starfsmannahópa.
í salnum má m.a. stunda innanhússknattspyrnu,
körfubolta, blak og badminton (3 vellir).
Upplýsingar í síma 568-8400
Verzlunarskóli íslands
DAGSBRÚNARFÉLAGAR
Miðvikudaginn 17. janúar kl. 17.00 verður kjörskrá
Verkamannafélagsins Dagsbrúnar lokað.
Á kjörskrá eru allir þeir sem á félagaskrá voru árið
1995 og skuldlausir við félagið.
Allir sem hætt hafa vinnu fyrir aldurá sakir og skuld-
lausir voru við félagið og öryrkjar sem voru á félaga-
skrá þegar þeir hættu vinnu.
Kjörstjórn Verkamannafélagsins Dagsbrúnar
nKIISKflLI
fSMEMSSSMES
Aukið umferðaröryggi
Ökuriti - Ökuriti
Stjórnendur fyrirtækja, sem annast fólks- og/eða vöru-
flutninga og bifreiðastjórar á stórum ökutækjum.
ATHUGIÐ. Nýjar reglur varðandi aksturs- og hvíldartíma
ökumanna og notkun ökurita samkvæmt reglum EES,
hafa tekið gildi.
Námskeið um notkun ökurita og ökuritaskífu og
kynning á reglugerð um aksturs- og hvíldartíma ökumanna,
sem aka stórum fólks- eða flutningabifreiðum, verður haldið
þriðjudaginn 23. janúar frá kl. 13.00 -17.00.
Ökuskóli S.G., sem hefur sérhæft sig í þessum málum
annast námskeiðið sem haldið er að
Suðurlandsbraut 16, Reykjavík og er skráning
í símum: 581-1919, 892-4124 og 897-0845.
ATH. Fleiri námskeið fyrirhuguð.